Bændablaðið - 20.11.2007, Síða 7

Bændablaðið - 20.11.2007, Síða 7
Ekki var við öðru að búast en að hagyrðingar gripu tækifærið og segðu álit sitt á verðstríði stórmarkaðanna sem staðið hefur yfir í haust. Pétur Stefánsson orti: Sá sem fáa aura á að því gjarnan hyggi; í versluninni velja má verðkönnunarhryggi. Kristján Eiríksson orti: ,,Og jafnvel stórskuldarar geta gert sér gott í munni í sláturtíð- inni.“ Sá sem ber hér öxlum á okurlánaþunga í versluninni velja má verðkönnunarpunga. Svo kom hann með afbrigði: Sá sem fáa aura á eygir tækifæri í versluninni velur þá verðkönnunarlæri. Stefán Vilhjálmsson bað fólk að gleyma ekki súpukjötinu: Sá sem fáa aura á ætti að skoða það, vel að gá og vísast fá verðkönnunarspað. Hjálmar Freysteinsson orti um sérstakar kjúklingabringur: Sá sem fáa aura á ætti að gerast slyngur. Viljirðu spara veldu þá verðkönnunarbringur. Hreiðar Karlsson sagði: ,,Nú er komin ný tegund af kjöti á markaðinn, sem vekur mikinn áhuga fréttamanna.,, Segðu þegar frá sönnunum, sjáirðu nokkurn vott um kjöt sem er haft í könnunum, en hvergi að finna í pottum. Eftir góða gleðistund Pétur Stefánsson orti þessa skemmtilegu vísu: Brennivínið léttir lund, lagar ímynd hrjáða. Eftir góða gleðistund, geng ég sæll til náða. Sigmundur Ben. spurði þá Pétur: Þegar lífsins sólarsýn sérð í hæðum standa, ertu þá með eðalvín eða bara landa? Safnað hef ég aldrei auð Emil Petersen hefur ekki verið hæst ánægður þegar hann orti þessa frábæru vísu: Safnað hef ég aldrei auð unnið þreyttum höndum. Drottinn hefur daglegt brauð dregið við mig stundum. Lífsbaga Kristján Ólason var mjög góður hagyrðingur en það fór minna fyrir honum sem slíkum en mörg- um öðrum. Á efri árum orti hann þessa vísu: Kólnar ævi, komið haust, kalla ég nauðsyn brýna að geta botnað lýtalaust lífsböguna sína. Ákall Þessa vísu Hjartar Gíslasonar má sannarlega nefna ákall: Drottin eins og barn ég bað um betri og hlýrri klæði, betra fólk og betri stað betra rúm og fæði. Síðan bætti hann við: Árangur var ekki stór ei mér bættust flíkur. Himnafaðirinn heyrnasljór var hreppsstjóranum líkur. Umsjón: Sigurdór Sigurdórsson ss@bondi.is Í umræðunni Bændablaðið | Þriðjudagur 20. nóvember 2007 Mælt aF Munni FraM Fyrir hálfum mánuði sóttu Har­ aldur Benediktsson formaður BÍ og Eiríkur Blöndal verðandi framkvæmdastjóri aðalfund Dansk landbrug, Dönsku bænda­ samtakanna. Fundurinn var haldinn í Herning á Jótlandi og sátu hann 475 fulltrúar. Auk þess voru fjölmargir gestir á fund­ inum þannig að alls var áætlað að á fundinum væru um 1.100 manns. Peter Gæmelke formaður DL flutti setningarræðu og urðu um hana líflegar umræður. Gæmelke kom víða við í ræðu sinni. Í upphafi ræddi hann um hversu mikilvægt væri fyrir landbúnaðinn að fá frelsi til athafna. Íþyngjandi reglugerðir og hvers konar takmarkanir væru atvinnuveginum dýrar. Hann fór yfir það hvernig breyting á jarða- lögum hefði losað um möguleika fyrir bændur til að bæta rekstur búa sinna. Einna mestur þungi var í um- ræðu um umhverfismál og tengingu landbúnaðar við þau. Formaðurinn lýsti vilja DL til að vinna náið með umhverfisráðherra og að stefnan í landbúnaðarmálum tæki skýrt mið af umhverfismálum. Hann ræddi framlag bænda á undanförnum árum til að búa til betra umhverfi. Umhverfisreglur að sliga bændur Hækkandi verð á landbúnaðarvör- um var að sjálfsögðu ofarlega á blaði. Þær miklu breytingar sem sjást á mörkuðum setja bændur í nýja stöðu, ekki síst hækkað korn- og mjólkurverð. Formaðurinn hafði hins vegar nokkrar áhyggjur af kjötverði sem ekki hefði náð að fylgja eftir hækkun á verði fóðurs. Í þessari stöðu væru bæði tækifæri og ógnanir og hann lýsti þeirri skoðun sinni að styrkir til landbún- aðar myndu í framtíðinni lækka. Í umræðum á eftir ræðu for- manns kenndi að sjálfsögðu margra grasa. Mest var þó áberandi óánægja bænda með sveitarstjórnir og viðhorf þeirra til landbúnaðar. Umhverfismál, reglur og eftirfylgni með þeim væri að sliga bændur. Þá var umræðan um stuðning við land- búnað nokkuð skipt og var formaður gagnrýndur nokkuð fyrir yfirlýsing- ar sínar á undanförnum vikum. Um breytingar á markaðs- verði var áberandi bjartsýni meðal bænda, en þó eru nokkrar blik- ur á lofti í því samhengi. Þannig kom fram að vænta má hækkunar á áburðarverði í vetur svo nemur tugum prósenta vegna mikillar eft- irspurnar og hækkandi orkuverðs. Gagnleg samskipti Á fyrri fundardegi var „málstofa“ um heimsmarkaðsverð á búvörum. Líkt og fram kom á morgunverð- arfundi BÍ voru menn þar sammála um að þær hækkanir sem nú hefðu orðið væru varanlegar. Að vísu var á fulltrúa Arla Foods að heyra að hann gerði sér tæplega vonir um að verð á mjólk myndi haldast jafnhátt og það hefur verið að undanförnu. Markaðurinn væri farinn að gefa eftir, sagði hann, en fáir tóku undir með honum. Í hátíðarkvöldverði að loknum fundi kom það í hlut formanns BÍ að flytja kveðjur frá systursam- tökum á Norðurlöndum til aðal- fundarins. Þau tengsl sem eru á milli norrænna bændasamtaka eru íslenskum bændum mjög mikilvæg. Við höfum í gegnum árin þegið margt hagnýtt frá því samstarfi, félagsmönnum okkar og íslenskum landbúnaði til framdráttar. Haraldur var á því að umræður fundarins í Herning hefðu verið athyglisverðar, bæði um verðlags- málin en ekki síður um samskiptin við sveitarfélögin. Þar væru marg- ar blikur á lofti eins og háværar umræður og jafnvel átök um skipu- lagsmál hér á landi bera vitni um. –ÞH Danskir bændur eru bjartsýnir – segir Haraldur Benediktsson formaður BÍ sem sótti aðalfund Dönsku bændasamtakanna – Dansk Landbrug Peter Gæmelke formaður Dansk Landbrug flytur ræðu sína á aðal­ fundinum í Herning. Ljósm. Land­ brugsAvisen Fjármagnskostnaður stærsti útgjaldaliður búsins Kúabúin á Suðurlandi greiða að meðaltali 23,70 kr. af hverjum mjólkurlítra í fjármagnskostnað Á árlegum fundi sem Hagþjón­ usta landbúnaðarins hélt í Bændahöllinni á haustdögum var rætt um niðurstöður búreikninga ársins 2006. Það sem vakti einna mest viðbrögð í þessum niður­ stöðum var ekki endilega skulda­ staða bænda eins og oft áður. Nei að þessu sinni var mest rætt um þann kostnað sem fellur á bænd­ ur vegna skuldanna: vaxta­ og fjármagnskostnaður er orðinn óheyrilega hár. Það kemur kannski fáum ís- lenskum skuldurum á óvart, en samt verður það að teljast allrar at- hygli vert að fjármagnskostnaður kúabænda skuli að meðaltali hafa hækkað úr því að vera 16,2% af búgreinatekjum þeirra upp í 23,4% á einu ári. Það samsvarar því að á árinu 2005 hafi tæplega sjötta hver króna sem búið aflaði farið í að greiða af lánum en árið eftir tæp- lega fjórða hver. Þetta stafaði þó ekki af því að kúabændur hefðu farið á lántöku- fyllerí árið 2006. Skuldastaðan sem hlutfall af búgreinatekjum var hér- umbil óbreytt, hækkaði úr 204,1% í 207%. Fyrir þá sem eiga erfitt með hlutfallsreikning þýðir þetta að hver kúabóndi skuldar að meðaltali rúm- lega tvöfalda ársveltu búsins. Þetta hlutfall hækkaði talsvert meira árið 2005 en í fyrra virðast bændur hafa haldið að sér höndum hvað það varðar að bæta á sig skuldum. En samt jókst greiðslubyrði þeirra umtalsvert. Vöxtur fjármagns- kostnaðar af hverri milljón sem bóndinn skuldar nam á árinu 2006 heilum 72 þúsundum króna. Gengissveiflur og skuldbreyting Fyrir þessu eru náttúrulega ýmsar ástæður og á fundinum var bent á nokkrar þeirra. Sú augljósasta er náttúrlega margumtalaðar vaxta- hækkanir Seðlabankans. Þær hafa gert verðtryggð innlend lán miklu dýrari en þau voru. Afleiðingin hefur því orðið sú að æ fleiri hafa horfið á það ráð að taka erlend lán og það á ekki bara við bændur. Þau eru á margan hátt mun hagstæðari en þau innlendu en þeim fylgir þá sá böggull að menn taka töluverða gengisáhættu með því að taka slík lán. Jón Hlynur Sigurðsson hjá Búgarði á Akureyri benti á það á fundinum að gengissveiflur skýrðu töluvert af þessum miklu breyt- ingum á fjármagnskostnaði. Gengi íslensku krónunnar var mjög sterkt árið 2005 sem hvatti menn til að taka erlend lán. Á fyrrihluta árs 2006 féll gengið talsvert og hélst veikt til ársloka. Þetta þýðir að greiðslubyrði erlendra lána jókst töluvert á árinu 2006. Því má svo bæta við að á þessu ári hefur krón- an styrkst þannig að greiðslubyrði erlendu lánanna hefur minnkað. Eflaust hafa því margir unnið upp nokkurn hluta þess sem þeir töpuðu á því að vera með erlend lán árið 2006. Jón Hlynur sagði að árið 2006 hefði einnig verið nokkuð sérstakt hvað það varðaði að þá gripu margir bændur til þess ráðs að skuldbreyta – eða endurfjármagna eins og það heitir núorðið – og sumir jafnvel tvívegis á árinu. Við það þurftu þeir að greiða lántökukostnað og þing- lýsingu sem til féll en sá kostnaður greiðist þó bara einu sinni. Sunnuverkefni á Suðurlandi Á fundinum var vitnað nokkuð í svonefnt Sunnuverkefni sem Bún- aðarsamband Suðurlands hefur haft í gangi undanfarin ár. Runólfur Sigursveinsson hefur haft umsjón með því og hann staðfesti á fund- inum að þar eins og hjá öðrum kúa- bændum hefði fjármagnskostnaður hækkað umfram aðra liði í úgjöld- um býlanna. Sunnuverkefnið nær til tæplega 90 kúabúa á Suðurlandi en þau framleiða tæplega 40% þeirrar mjólkur sem kemur til vinnslu á Selfossi. Það hefur verið í gangi í nokkur ár og er í því fólgið að ráðunautar Búnaðarsambandsins fylgjast með rekstrarreikningum búanna, gera á þeim rekstrargrein- ingu og koma með ábendingar um það sem betur má fara. Bændur fá ábendingar um stöðu sína í sam- anburði við önnur bú í verkefninu og árlega er þeim birt röð búanna hvað varðar árangur sem mældur er í aukinni framlegð. Stærsti einstaki gjaldaliðurinn Bændablaðið bað Runólf að gera grein fyrir þessu verkefni og hvern- ig hlutir hefðu þróast hjá búunum 90 á árinu 2006. „Mjög margir innan SUNNU hópsins hafa staðið í miklum fram- kvæmdum á liðnum árum. Einnig hafa vélakaup bænda trúlega sjald- an verið meiri. Fjármagnsliðir fara ekki varhluta af þessu en auknar lántökur, mikil verðbólga og hækk- andi vextir hafa hækkað þennan lið verulega. Er nú svo komið að með­ alfjármagnskostnaður SUNNU búa er 23,7 kr/á hvern innveginn lítra og hefur aldrei verið hærri, hækkaði um 4,3 kr/l milli ára. Hafa þarf í huga að ekki er aðeins um greidda vexti að ræða heldur eru færðar á þennan lið vísitölu- hækkanir lána sem og gengisbreyt- ingar af erlendum lánum. Samt sem áður er ljóst að fjármagnskostn- aður er stærsti einstaki gjaldaliður meðalbúsins og er töluvert hærri en allur fastur kostnaður búanna (18 kr/l) og hærri en samanlagður kjarnfóður- og áburðarkostnaður meðalbúsins (12,1 + 6,2 = 18,3 kr/l) Jafnframt hefur átt sér stað raun- aukning skulda milli áranna 2005 og 2006 en breytileiki í skuldum er mikill milli búa. Að sama skapi er mikill breyti- leiki í hlutfallinu „skuldir á móti veltu“. Skuldir einar og sér þurfa ekki að vera af hinu slæma ef eignamyndun í fjárfestingum er á móti sem og tekjuaukning svo reksturinn ráði við greiðslubyrði lána. Meðalbúið skuldaði í árslok 2006 2,4 sinnum veltuna en veru- lega munar fyrir bændur hvort þetta hlutfall sé á móti tekjum af 100-150 þúsund lítra framleiðslu eða 350- 400 þúsund lítra framleiðslu svo dæmi sé tekið. Sú skuldaaukning sem verður milli ára er að verulegu leyti í fjárfestingum í vélum og tækjum, í sumum tilvikum vænt- anlega um eðlilega endurnýjun en að hluta er einfaldlega verið að auka á skuldapakkann án þess að velta því fyrir sér hvernig viðkom- andi vél eða tæki skili fjárfesting- unni til baka. Út frá þessu má sjá að það er geysilega mikilvægt fyrir bændur að verðlag haldist stöðugt og að verðbólgan nái sér ekki á skrið. Þó verðbólgan sé slæm fyrir alla eru bændur veikari fyrir henni en marg- ar stéttir aðrar þar sem leiðréttingar á afurðastöðvarverði koma alltaf allnokkru eftir að verðbólgan nær sér á strik og hækkar aðföng og síðast en ekki síst höfuðstól inn- lendra lána og þar með afborganir og vexti. Það er því hagur allra að það ríki „þjóðarsátt“ um að halda verðlagi stöðugu.“ –ÞH/RS

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.