Bændablaðið - 20.11.2007, Page 12
Bændablaðið | Þriðjudagur 20. nóvember 20071
Árleg ráðstefna fagráðs í hrossa
rækt var haldin á Hótel Sögu
10. nóv. sl. Á dagskrá voru
fræðsluerindi, auk þess sem nú
voru veitt í fyrsta sinn heiðurs
verðlaun hryssna fyrir afkvæmi
á ráðstefnunni. Þrjár hryss
ur höfðu að þessu sinni áunnið
sér rétt til heiðursverðlauna en
eigandi einnar hefur afþakk
að þau. Verðlaunaðar voru þær
Löpp frá Hvammi, sem hlaut
Glettubikarinn sem hæst metna
heiðursverðlaunahryssan, og
Hera frá Herríðarhóli. Báðar
feiknamiklar ræktunarhryss
ur sem hafa getið af sér góð
afkvæmi.
Guðlaugur Antonsson, hrossa-
ræktarráðunautur BÍ, fór yfir liðið
sýningarár og kynnti nýtt kynbóta-
mat sem aðgengilegt er í WorldFeng.
Í máli hans kom fram að áhugi á
kynbótasýningum eykst stöðugt og í
ár var heildarfjöldi dóma 1376, sem
er met á árunum á milli landsmóta.
Hann kynnti einnig hugmyndir fagr-
áðs að lágmörkum kynbótahrossa
vegna landsmóts á næsta ári og þar
er gert ráð fyrir að lágmörk hækki
um 5 kommur í öllum flokkum frá
því sem var á síðasta móti.
Tólf bú voru tilnefnd til rækt-
unarverðlauna ársins og voru þau
heiðruð á ráðstefnunni. Búin eru:
Auðsholtshjáleiga, Gunnar Arnar-
son og Kristbjörg Eyvindsdóttir
Blesastaðir 1a, Magnús Trausti
Svavarsson og Hólmfríður B.
Björnsdóttir
Fet, Brynjar Vilmundarson
Ketilsstaðir, Bergur Jónsson og Jón
Bergsson
Kvistir, Kristjón Kristjánsson
Litlaland, Sveinn Steinarsson og
Jenný Erlingsdóttir
Lundar II, Sigbjörn Björnsson og
Ragna Sigurðardóttir
Skagaströnd, Sveinn Ingi Grímsson
Skarð, Fjóla Runólfsdóttir
Strandarhjáleiga, Þormar Andrésson
og fjölskylda
V-Leirárgarðar, Marteinn Njálsson
og Dóra Líndal Hjartardóttir
Þúfa, V-Land., Guðni Þ. Guðmunds-
son og Anna Berglind Indriða-
dóttir
Fróðleg erindi
Guðrún Stefánsdóttir, Háskólanum
á Hólum, og Guðni Þorvaldsson,
LbhÍ, fluttu erindi um liti og lit-
brigði íslenska hestsins en þau
hafa unnið að verkefni um kerf-
isbundna skráningu hinna fjöl-
breyttu litbrigða sem kynið býr
yfir. Gunnfríður E. Hreiðarsdóttir
fjallaði svo um doktorsverkefni
sitt við LbhÍ sem miðar að því að
rannsaka uppruna íslenska hests-
ins. Verkefnið er vel á veg komið
og svo virðist sem niðurstöðurnar
sýni að uppruni íslenska hestsins
geti verið nokkuð fjölbreyttur. Að
lokum fjallaði Anton Páll Níelsson
reiðkennari um fortamningar,
skipulagða undirbúningsvinnu með
ungviði sem ætluð er til að und-
irbúa það fyrir tamningu. Í máli
hans kom fram að slík vinna tæki
aðeins örfáar klukkustundir á nokk-
urra ára tímabili en margborgaði
sig þegar farið væri að frumtemja
trippin.
Að erindunum loknum fóru
fram umræður um málefni hrossa-
ræktarinnar. Var það mál manna að
ráðstefnan hefði að venju tekist vel
og var hún mjög vel sótt, sem end-
urspeglar þann mikla áhuga sem
finna má á viðfangsefninu.
HGG
Uppskeruhátíð hestamanna, sem
haldin er af Félagi hrossabænda
og Landssambandi hestamanna
félaga, fór fram laugardag 10.
nóvember síðastliðinn. Á hátíð
inni eru veitt verðlaun til þeirra
knapa og hrossaræktenda sem
þykja hafa skarað fram úr á
árinu. Hrossaræktarbúið Fet var
útnefnt hrossaræktarbú ársins af
fagráði í hrossarækt, en eftirtald
ir knapar hlutu knapaverðlaun
sem veitt eru af nefnd skipaðri
fjölmiðlafólki og dómurum:
Íþróttaknapi ársins: Þórarinn
Eymundsson
Gæðingaknapi ársins: Viðar Ing-
ólfsson
Skeiðknapar ársins: Bergþór Egg-
ertsson og Sigurður Sigurðar-
son
Efnilegasti knapi ársins: Valdimar
Bergstað
Kynbótaknapi ársins: Þórður Þor-
geirsson
Þórarinn Eymundsson var
síðan útnefndur knapi ársins, en
hann hefur átt frábæru gengi að
fagna á árinu. Hann varð tvöfald-
ur Íslandsmeistari í hestaíþrótt-
um, í fimmgangi og tölti, annað
árið í röð, varð heimsmeistari
í fimmgangi og samanlögðum
fimmgangsgreinum, stóð sig vel í
skeiðgreinum og varð fyrsti tamn-
ingamaðurinn í tæp tuttugu ár til
að ná meistaraprófi Félags tamn-
ingamanna. Þórarinn er fyrirmynd
í íþróttinni og er vel að verðlaun-
um kominn.
Einnig heiðraði Landssamband
hestamannafélaga hjónin
Sveinbjörn Sveinbjörnsson og
Rögnu Guðmundsdóttur og Bjarn-
leif Bjarnleifsson og Lilju Gunnars-
dóttur fyrir framlag sitt til félags-
mála og hestamennskunnar í land-
inu. Heiðursverðlaun valnefndar
hlaut Rosmarie B. Þorleifsdóttir,
Vestra-Geldingaholti, fyrir áratuga
framlag sitt til reiðkennslu og
æskulýðsstarfa, en hún var frum-
kvöðull á þeim vettvangi og hefur
tileinkað líf sitt ungu hestafólki að
miklu leyti. Margt góðra gesta var
á hátíðinni og uppselt í öll sæti.
Ráðherrarnir Árni Mathiesen, Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir, Einar Kr.
Guðfinnsson og Kristján Möller
sátu hátíðina og tóku þátt í verð-
launaafhendingu. Veislustjóri var
Gísli Einarsson og kom hann ríð-
andi í hlað eins og vera bar, en
hann sló í gegn að venju og gerði
grín jafnt að hrossum sem mönn-
um. Uppskeruhátíðin nýtur mik-
illa vinsælda og í ár tókst hún með
eindæmum vel þar sem prúðbúnir
hestamenn skemmtu sér fram eftir
nóttu.
HGG
Heimasæturnar í Herríðarhóli tóku við heiðursverðlaunum fyrir Heru og
Pétur B. Guðmundsson tók við Glettubikarnum fyrir Löpp frá Hvammi sem
stóð hæst heiðursverðlaunahryssna. Með þeim á myndinni er Kristinn
Guðnason, formaður fagráðs. Bændablaðsmynd: HGG
Fulltrúar allra þeirra ræktunarbúa sem tilnefnd voru til ræktunarverðlauna fagráðs í ár. Bændablaðsmynd: HGG
Knapi ársins, Þórarinn Eymundsson, og kona hans, Sigríður Gunnars
dóttir, kampakát yfir góðum árangri. Þórarinn hampar verðlaunagripn
um eftirsótta sem ber heitið Alsvinnur.
Framlag fólks til félagsmála verður seint ofmetið. Þessi sómahjón, þau
Sveinbjörn Sveinbjörnsson og Ragna Guðmundsdóttir og Bjarnleifur
Bjarnleifsson og Lilja Gunnarsdóttir, hafa öll unnið mikið og gott starf í
þágu hestamennskunnar í gegnum tíðina.
Hera og Löpp í
heiðursverðlaun
Þórarinn knapi ársins
Rosmarie B. Þorleifsdóttir í VestraGeldingaholti tekur við heiðurs
verðlaunum fyrir framlag sitt til reiðmennskunnar úr hendi Kristjáns
Möller samgönguráðherra.