Bændablaðið - 20.11.2007, Blaðsíða 14
Bændablaðið | Þriðjudagur 20. nóvember 20071
Nýsköpunarmiðstöð Íslands
og Impra í samstarfi við Fram
leiðnisjóð landbúnaðarins fóru
af stað með átaksverkefni um
atvinnusköpun í sveitum sem
kallast Vaxtarsprotar fyrr á
þessu ári. Nú er 10 mánaða ferli
lokið norðan og sunnanlands
en á uppskeruhátíð verkefnisins
fyrir sunnan hlutu hjónin Eyrún
Jónasdóttir og Steingrímur
Jónsson í Kálfholti í Ásahreppi
sérstaka viðurkenningu.
Erfitt að gera upp á milli
verkefna
„Það voru mörg mjög fín verk-
efni og erfitt að gera upp á milli
þeirra en við sambærileg tilefni
höfum við ákveðið að velja einn
úr. Verkefni Kálfholtshjónanna er
á hefðbundnu sniði á sviði ferða-
þjónustu en þau eru með fastmót-
aða stefnu og ólíka nálgun í sínum
ferðum fyrir afmarkaða hópa sem
gerir þeirra hugmyndir svolítið sér-
stakar. Mest um vert eru þó þeirra
vinnubrögð í gegnum námskeiðs-
ferlið en þau skrifuðu og skil-
uðu fullmótaðri viðskiptaáætlun
og nýttu sér alla þætti sem í boði
voru í kringum verkefnið þannig
að þetta spilaði allt saman,“ segir
Elín Aradóttir, verkefnisstjóri yfir
Vaxtarsprotaverkefninu.
Þátttakendum verkefnisins
stendur enn til boða ráðgjöf hjá
Impru og eru þeir studdir í að
sækja um styrki í Framleiðnisjóð
landbúnaðarins. Á næsta ári verður
einnig lagt af stað með verkefnið á
Vestfjörðum og Norðurlandi eystra
með áherslu á Þingeyjarsýslu.
„Það var þó nokkuð um það
að aðilar sem væru með rekstur
hyggðu á frekari þróun. Þó nokkur
breidd er í þessu en mörg verkefn-
in eru ferðaþjónustutengd. Það er
einnig gaman að þessum verkefn-
um sem eru ekki beint í ferðaþjón-
ustu eins og iðnframleiðendur og
nefni ég sem dæmi á Suðurlandi
hugmyndina um íslenska hágæða
viðarklæðning hjá Guðmundi
Magnússyni í Steinahlíð þar sem
hann hugsar hvernig hægt er að
nýta íslenskan við. Einnig er fyr-
irtæki Steins Mássonar, Helluísstöð
á Hellu að framleiða ístöð sem er
skemmtileg tenging við það sem
er að gerast í sveitum landsins, það
er, hestamennsku. Heimavinnsla
afurða er að koma inn sem bygg-
ir á að mjög margir bændur hafa
þekkingu á sviði kjötiðnaðar því
margir þeirra hafa unnið um tíma
í sláturhúsi í mörg ár samhliða
búrekstri. Það er fyrst og fremst
skemmtilegt að fólk horfi í kring-
um sig og nýti tækifærin,“ segir
Elín.
Fjölskylduferðir okkar sérkenni
Á uppskeruhátíðinni var eitt verk-
efni sem hlaut sérstaka viðurkenn-
ingu en það er verkefni á vegum
Eyrúnar Jónasdóttur og Steingríms
Jónssonar í Kálfholti í Ásahreppi.
Þau nýttu Vaxtarsprotaverkefnið
til frekari uppbyggingar á fyrirtæki
sínu sem þau nefna Kálfholt hesta-
ferðir.
„Það er mikill heiður og hvatn-
ing fyrir okkur að fá viðurkenn-
inguna. Það sem við lærðum á
námskeiðinu hefur haft mikla þýð-
ingu því við höfðum aðgang að
góðum ráðgjöfum varðandi mark-
aðsmál, hvaða markhóp við ættum
að velja og hvernig við ættum að
koma vörunni frá okkur. Síðan
getum við haldið áfram að leita
til þessa ráðgjafa sem er mjög
jákvætt,“ segir Eyrún.
Þau Eyrún og Steingrímur hafa
starfrækt hestaferðirnar í þrjú ár
og reka einnig hestaleigu samhliða
sem er starfandi allt árið.
„Við leggjum áherslu á hesta-
ferðir fyrir mismunandi hópa og
viljum að þetta sé fyrir alla fjöl-
skylduna. Okkar sérkenni eru
fjölskylduferðirnar hér í byggð
þar sem annað eða báðir foreldrar
koma með. Einnig erum við með
hálendisferðir fyrir mismunandi
hópa og fyrir eldri krakka sem
kallast ævintýrahópur og kvenna-
ferðir sem nefnast valkyrjuferðir.
Eins og hestamennskan er í dag er
þetta eitthvað sem fólk mun sækja
í meira mæli í,“ útskýrir Eyrún.
ehg
Hjónin Matthías Lýðsson og
Hafdís Sturlaugsdóttir í Húsavík
við Steingrímsfjörð eru kraft
miklir sauðfjárbændur sem hafa
hug á að auka virði afurða af
búinu hjá sér. Þau ætla að fram
leiða lúxusmatvöru, sem hefur
fengið heitið Lostalengjur, úr blá
berjalegnu og reyktu ærkjöti.
„Hugmyndina erum við búin að
ganga með í maganum síðan 1999
og hugsa mikið um það síðastliðin
þrjú ár hvernig væri hægt að gera
þetta,“ segja þau. Matthías fór til
Þýskalands 1999 og sá hvernig
hlutirnir eru gerðir þar. Árið 2003
fóru þau svo til Austurríkis, en þar
er mikil ásókn í heimaunnar vörur,
sem eru rekjanlegar til býlis.
„Þar eru ekki margir millilið-
ir milli bænda og viðskiptavina.
Bændurnir fara t.d. út í þorpin með
kælibíl og selja úr honum kjöt,
pylsur og fleira. Þarna sáum við að
úr því að Austurríki, sem er aðili
að Evrópusambandinu, getur þetta,
hlytum við að geta það líka,“ segja
þau. Hafdís og Matthías telja tví-
mælalaust að í heimavinnslu liggi
vannýtt tækifæri og segja að koll-
egar þeirra verði æ meira varir við
að neytendur vilji borða kjöt sem
framleitt er á svæði sem þeir tengj-
ast persónulega. Því séu bændur í
auknum mæli farnir að taka heim
kjöt sem þeir láti hluta niður að
óskum neytenda og afhendi þeim
síðan persónulega.
Tínir tíu lítra á klukkustund
Matthías hefur alla tíð búið í Húsa-
vík og tók við búskapnum af for-
eldrum sínum 1977, en Hafdís flutt-
ist þangað fimm árum síðar. Í dag
eru þau með 460 fjár á fóðrum, þar
af um 430 ásettar ær. Matthías vann
í sláturhúsi allan þann tíma sem
slátrað var á Hólmavík og hefur því
góða þekkingu á kjöti og eiginleik-
um og meðhöndlun þess. Einnig
tóku þau hjónin þátt í að halda
námskeið um niðurhlutun á ófrosnu
kjöti sem haldið var á Ströndum
fyrir nokkrum árum.
Bæði eru þau búfræðingar frá
Hvanneyri og Hafdís er um þess-
ar mundir að ljúka meistaranámi
frá Landbúnaðarháskólanum á
Hvanneyri, en hún hefur stundað
nám á landnýtingarsviði. Nýlega
var hún svo ráðin í starf hjá Nátt-
úrustofu Vestfjarða á gróðurdeild.
Starfið er meðal annars tilkomið
í kjölfar svokallaðrar „Vestfjarða-
skýrslu“ og mun Hafdís hafa starfs-
aðstöðu á Hólmavík.
Aðspurð um hugmyndina að
Lostalengjum segja Hafdís og
Matthías: „Við höfum alltaf verið
órög við að gera tilraunir með
meðhöndlun kindakjöts. Við höfum
reykt okkar kjöt nokkuð lengi og
gert alls konar tilraunir í tengslum
við það. Það hefur sumt komið
skemmtilega út og vakið mikla
lukku í fjölskyldu og vinahópi.“
Prufur af Lostalengjum verða
tilbúnar á næstu dögum. Kjötið er
látið liggja í aðalbláberjalegi og
reykt á eftir. Vinnsluferlið tekur
um viku til tíu daga. „Matthías sér
um berjatínsluna,“ segir Hafdís,
„og er fljótur að, tínir um tíu lítra
á klukkutíma.“ Matthías bætir þvi
við að þetta ár hafi verið gríðarlegt
berjaár, hið besta í manna minn-
um, og telur sig hafa verið um 8-12
tíma að tína það magn sem þurfi að
nota í ár.
Þau nefna að þó að kjötið þeirra
sé ekki látið „krydda sig sjálft“
taki það vissulega bragð af því
beitilandi sem skepnan gengur á
og sauðféð úði í sig berjum ef það
hefur aðgang að þeim. Kjötið er
reykt við tað en formúlan að reykn-
um er ekki gefin upp, hún er fram-
leiðsluleyndarmál. Þau segja enda
mikilvægt að ákveðin blanda sé til
staðar í reyknum til að maturinn
taki góðan keim.
Hafdís og Matthías telja að
vinnsla af þessu tagi kosti ekkert
óyfirstíganlegt reglugerðafargan,
þar sem þau ætla ekki að fara út í
slátrun. Hins vegar mun flutningur
kjötsins frá sláturhúsi verða stór
kostnaðarliður, enda langt í næsta
sláturhús. Sjálf láta þau slátra á
Blönduósi, en styst er í sláturhús á
Hvammstanga.
Tækjakostur til vinnslu á losta-
lengjum er fyrst og fremst fólginn
í áhöldum til niðurskurðar, kæli- og
pökkunarbúnaði. Húsnæði er til
staðar í Húsavík en eftir er að setja
niður hvaða lausn komi best út fjár-
hagslega í því sambandi. Einnig
nefna þau að skortur á þriggja fasa
rafmagni geti orðið framleiðslu af
þessu tagi til trafala, en binda vonir
við að úr því fáist bætt á næstunni.
Einnig nefna þau að netsambandið
mætti vera betra: „Við erum með
„aðkenningu“ að ADSL sambandi,
náum því á lágmarkshraða sem
dugar þó til tölvupóstsendinga og
heimasíðugerðar,“ segir Hafdís.
Vandamál eru ekki til
Viðskiptaáætlun um Lostalengjur
var unnin í verkefninu Vaxtarsprotar
sem þau Hafdís opg Matthías tóku
þátt í ásamt fjölmörgum öðrum ábú-
endum á lögbýlum við Húnaflóa.
Verkefninu Vaxtarsprotum lauk
með uppskeruhátíð að Staðarflöt
í Hrútafirði fyrr í þessum mánuði,
en það hafði þá staðar yfir síðan
í febrúar. Námskeiðið segja þau
hjónin hafa nýst sér vel, þar hafi
verið farið vel yfir þætti sem hafa
þarf í huga við stofnun fyrirtækja.
„Það var mikið gagn og gaman
að því að hitta hina og fá þeirra við-
horf, varpa á milli sín hugmynd-
um og skiptast á skoðunum.“ Þau
segja námskeið af þessu tagi vel
til þess fallinn að koma áfram hug-
myndum sem fólk gengur með en
kemur ekki í framkvæmd og telja
að hópvinna geti oft gefið lausnir
á því sem hefðu annars geta verið
vandamál.
„Vandamál eru ekki til,“ bætir
Matthías við, „þau eru viðfangs-
efni. Það kom mér á óvart, en þó
ekki, hve mikið er af snilldarhug-
myndum á þessu svæði. Sumir
þurftu að velja úr nokkrum jafn-
góðum hugmyndum til að vinna
með. Umræðan á námskeiðinu var
mjög skemmtileg og frjó.“ Hafdís
og Matthías eru sammála um að
fjármálahliðin sé flóknust í svona
vinnuferli, enda sé erfitt að setja
verðmiða á allt. „Maður hefur samt
mjög gott af þeirri vinnu, en manni
hrýs hugur við henni í upphafi,“
segir Hafdís.
Fólk horfir í kringum
sig og nýtir tækifærin
Hópurinn á Suðurlandi við útskrift
af námskeiðum verkefnisins
sem fór fram í félagsheimilinu á
Hvolsvelli 2. nóvember síðastlið
inn.
Hjónin Eyrún Jónasdóttir og Steingrímur Jónsson í Kálfholti í Ásahreppi
fengu sérstaka viðurkenningu en þau sérhæfa sig í hestaferðum fyrir mis
munandi hópa.
Lostalengjur sem verða lúxusvarningur
Hjónin í Húsavík, Matthías og Hafdís, kynna lostalengjurnar sínar á
uppskeruhátíð Vaxtarsprotaverkefnisins að Staðarflöt í byrjun nóvember.