Bændablaðið - 20.11.2007, Síða 19

Bændablaðið - 20.11.2007, Síða 19
Bændablaðið | Þriðjudagur 20. nóvember 20071 Fjölmenni sótti Bændadaga í Skagafirði „Mér fannst Bændadagarnir takast frábærlega vel. Aðsókn var feikigóð og fólk notfærði sér að vörurnar voru á mjög lágu verði þannig að sala varð mikil,“ sagði Árni Kristinsson, versl­ unarstjóri í Skagfirðingabúð á Sauðárkróki. Verslunin gekkst um síðustu mánaðamót, ásamt afurðastöðvunum á Króknum, fyrir hinum árlegu Bændadög­ um. Auk þess koma félög kúa­ og sauðfjárbænda að dögunum þannig að bændafólk sér að mestu um kynningar á vörunni. Bændadagarnir eru ávallt tveir, fimmtudagur og föstudagur, og yfirleitt haldnir í lok sláturtíðar. Þá eru kynntar flestar mjólkur- og kjöt- vörur sem afurðastöðvarnar fram- leiða og varan boðin á mjög góðu verði. Einnig er þessu jafnhliða gefinn út bæklingur með nýjum uppskriftum að ýmsu góðgæti úr þessum vörum. Bændadagarnir hafa mælst vel fyrir hjá neytendum og kemur fólk í talsverðum mæli úr nágrannabyggðum í þeim tilgangi að versla og jafnvel birgja sig upp af kjötvörum. Dagarnir gefa líka framleiðendum, starfsfólki afurðastöðvanna og neytendum tækifæri til að hittasta og skiptast á skoðunum. Því má fullyrða að Bændadagarnir í Skagafirði, sem í upphafi voru hugsaðir sem tilraun til að kynna landbúnaðarvörur fyrir neytendum, hafi heppnast prýði- lega. ÖÞ Elvar bóndi á Skörðugili við pottinn og Guðmundur Gíslason, kokkur og sölustjóri sláturhússins, fylgist með. Myndir: ÖÞ Fjölmenni fékk að smakka á ýmsu góðgæti í Skahgfirðingabúð við þetta tækifæri. Nú í takmarkaðan tíma bjóðum við þýsku DEUTZ-FAHR Agrotron K-110 dráttarvélarnar á sérstöku tilboðsverði sem er um 500.000 krónum undir venjulegu verði! Agrotron K-110 dráttarvélarnar eru löngu búnar að sanna sig hér á landi þar sem saman fer einstaklega sparneytinn og kraft- mikill 6 strokka DEUTZ díselmótor og níðsterk vökvaskipting frá ZF. Ökumannshúsið er eitt það besta og þægilegasta sem völ er á í dag. Og lipurð vélarinnar er ótrúleg. Bændur, látið ekki þetta einstaka tækifæra ganga ykkur úr greipum. Hafið samband sem fyrst og kynnið ykkur nánar þetta frábæra tilboð okkar á þýsku DEUTZ-FAHR Agrotron K-110 dráttarvélunum. ÞÓR HF | Reyk jav ík : Ármúla 11 | S ími 568 -1500 | Akureyr i : Lónsbakka | S ími 461 -1070 | www. thor. i s DEUTZ Agrotron K110 . . . alvöru þýsk dráttarvél ! 118 ha 6 strokka sparneytinn DEUTZ mótor Vökvaskiptur ZF gírkassi (24x8) Öflugur kúplingsfrír vökvavendigír Vökvakerfi samtals 83 lítrar, 200 bar. Lyftigeta beislislyftu 6220 kg Þrjár vökvasneiðar (6 vökvaúrtök) Vökvavagnbremsutengi Lyftutengdur vökvaskotkrókur Rafstýrt beisli með EHR stýrikerfi. 4ra hraða aflúrtak, 540/540E/1000/1000E 180 lítra eldsneytisgeymir 6 pósta ökumannshús með fjöðrun Loftpúðasæti með öryggisbelti. Farþegasæti. Öflug miðstöð með loftkælingu (A/C) Útvarp með geislaspilara Loftlúga úr gleri. 10 öflugir ljóskastarar. Afturrúðuþurrka Flothjólbarðar: 540/65R24 & 540/65R38                   Staðalbúnaður: 85 lítra álagsstýrð vökvadæla 33 lítra sérbyggð stýrisdæla PowerCom rafstýrikerfi APS sjálfskipting á alla milligíra Fjórar rafstýrðar vökvasneiðar (8 úrtök) Tölvustýrð miðstöð með A/C       ProfLine lúxuspakki: DEUTZ-FAHR Agrotron K110 býðst nú á sérstöku tilboðsverði fram að 30. nóvember n.k. Verð aðe ins k r. 5 .300.000- * ) án vsk *)Verð til bænda á lögbýlum. Tilboðið gildir til 30. nóvember 2007 eða meðan birgðir endast. P r o f i L i n e l ú x u s p a k k i k r. 4 0 0 . 0 0 0 - * ) án vsk Rússalerkið vinsælast Árið 2007 voru gróðursett­ ar samtals 1.473.116 plöntur bæði í skóg­ og skjólbelta­ rækt á Norðurlandi. Þetta er aukning upp á rúm- lega 80 þúsund plöntur miðað við síðastliðið ár. Skiptingin er þannig að ríflega helmingur allra plantna, 55% var gróð- ursettur að vori, 43% að auki og rúm 2% plantna fór í skjólbelti. Líkt og fyrri ár er mest gróð- ursett af rússalerki eða tæplega 726 þúsund plöntur. Alls voru gróðursettar 23 tegundir í ár að því er fram kemur á vef Noðurlandsskóga. Rússalerkið vermir fyrsta sætið sem fyrr segir, þá kemur ilm- björk, en af þeirri tegund voru gróðursettar ríflega 29o þús- und plöntur í ár, tæplega 146 þúsund stafafurur, nær 95 þús- und plöntur af sitkabastarði fóru í norðlenska mold þetta árið og um 73 þúsund blágren- isplöntur.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.