Bændablaðið - 20.11.2007, Qupperneq 20
Bændablaðið | Þriðjudagur 20. nóvember 20070
Ertu rík að vera bóndi? Hafa belj
ur bragðskyn? Þær voru margar
og misjafnar spurningarnar sem
Berglind Hilmarsdóttir bóndi á
Núpi undir Eyjafjöllum svaraði
nemendum í 7. BS í Vogaskóla
þegar hún kynnti störf bóndans
í skólaverkefninu Dagur með
bónda á dögunum. Nemendurnir
fylgdust með af áhuga þegar
Berglind sýndi þeim myndband
með fæðingu kálfs og fleiru og
ekki var síðri áhuginn og undr
unin að túnin hjá Berglindi væru
eins og um 100 fótboltavellir sam
anlagt að stærð.
Berglind hóf fræðslu sína á að
kynna sjálfa sig og sveitina sína og
virtust flestir krakkarnir vita hvar
Skógafoss og Seljalandsfoss væri.
„Sko, fossinn sem er hægt að labba
á bakvið“, hváði í einum og annar
sagðist keyra um þessar slóðir
svona aðra hverja viku því mamma
hans væri leiðsögumaður!
Gamli og nýi tíminn
Ósjálfrátt barst talið áður en langt
um leið að gamla og nýja tímanum
og hversu miklar breytingar hafa átt
sér stað hér á landi undanfarin ár.
Berglind útskýrði fyrir krökkunum
að hún væri í raun borgarstelpa sem
hefði fyrst kynnst sveitinni þegar
hún var 13 ára gömul og fór í sveit
að Hvammi í Landsveit.
„Það er mikið breytt frá því ég
var í sveit en þá hringdi ég bara
einu sinni heim til mín og spjall-
aði við mitt fólk þau sex ár sem
ég dvaldi þar. Á þessum tíma voru
eingöngu sveitasímar og það var
rosalega dýrt að hringja. Hver bær
hafði ákveðnar hringingar og þar
sem ég var í sveit var löng, stutt
og löng hringing. Það var ein sam-
tengd lína svo allir í sveitinni gátu
legið á hleri og þetta gat komið sér
vel þegar boða átti til afmælis eða
jafnvel funda því þá þurfti bara að
hringja eitt símtal. Það var hinsveg-
ar erfiðara að tala um persónuleg
mál eins og segja frá því að einhver
væri ófrískur eða eitthvað slíkt því
þá var það rakleiðis búið að fréttast
um alla sveit,“ útskýrði Berglind
og sagði krökkunum eftirminnilega
hlerunarsögu úr sveitinni sem féll
vel í kramið hjá þeim.
Oj, oj og aftur oj
Því næst sýndi Berglind krökk-
unum myndband sem hún útbjó
á bænum sínum sem sýnir vel hin
daglegu störf bóndans og mátti
ýmist heyra fliss eða oj á meðan
það rúllaði, enda ekki á hverjum
degi sem krakkarnir sjá kálf fæðast
á myndbandi eða fiman klaufsnyrti
að störfum.
Þegar atriðið þar sem fæðing
kálfsins var sýnt mátti sjá krakkana
færa sig til í stólunum og halla sér
fram á borðin af áhuga en þegar kýrin
þvoði nýfætt afkvæmi sitt mátti heyra
samhljóma; „oj, oj“ og í framhaldinu;
„oj, oj, étur hún slímið!“, í kennslu-
stofunni. Þegar kálfurinn reyndi svo
að standa upp eftir klukkustund-
artilveru hér í heimi hlógu krakkarnir
að klaufalegum tilburðum dýrsins;
„Hann reynir strax að standa upp, er
hún ekki stórkostleg þessi náttúra?“,
segir kennarinn, Sigrún Björnsdóttir
og greinilegt er að nemendurna þyrsti
í meiri vitneskju um þessa stórkost-
legu náttúru og spurningunum rigndi
yfir Berglindi:
Hanna: Af hverju sleikir hún
þetta af kálfinum?
Andri: Eru vítamín í þessu?
(hildunum).
Óðinn: Hafa beljur bragðskyn?
Andri aftur: Er þetta ekki vont
á bragðið?
Berglind: Já, það eru næring-
arefni eftir í hildunum sem eru góð
fyrir kúna og þær hafa svo sann-
arlega bragðskyn. Bragðið af hild-
unum er svona eins og bragð af lík-
ama, eins og úr munni.
Óðinn: En hefur þú smakkað
þetta?
Berglind: Nei, það hef ég nú
ekki gert en ég hef fundið lyktina
af þessu og ég held að ég sé nálægt
því að segja að bragðið af þessu sé
eins og af tári. Þetta er eðli dýra að
hreinsa og éta allt sem fyrst eftir
burð til að taka sem mesta blóðlykt
sem rándýr geta runnið á. Ef það
er ekki gert gufar lyktin upp og fer
með vindinum og þá eiga rándýr
auðvelt með að renna á lyktina.
Þarfanaut og skrýtin nautstyppi
Fljótlega eftir að Berglind kom og
blaðamaður með henni í för var
þeim tjáð að nokkrum dögum áður
hefðu skapast miklar umræður í
bekknum um hvað þarfanaut væru
og tilgang þeirra. Því var eðlileg-
ast að fjalla um það hvernig kálfar
verða til við þó nokkurt fliss nem-
endanna.
„Af hverju ætli við látum karlinn
með bleika hanskann koma?“ veltir
Berglind upp fyrir framan bekkinn
eftir að Smári sæðingamaður hafði
sýnt sýnishorn af starfi sínu á mynd-
bandinu. „Við erum með margar
kýr og við viljum eiga góðar kýr
og ástæða fyrir því að ekki er jafn-
mikil þörf á þarfanautum og áður er
sú að við stundum kynbætur og við
fáum sæði úr úrvalsnautum ofan úr
Nautastöðinni í Borgarfirði. Þó er
það þannig að í fyrsta sinn sem kýr
verða kálffullar kallast þær kvíg-
ur og þá tökum við besta nautið
okkar í desember og hleypum því
í girðingu með kvígunum,“ útskýr-
ir Berglind og áréttar fyrir börn-
unum að nauðsynlegt sé fyrir þann
sem ætli að verða bóndi að fara í
bændaskóla því annars gæti margt
klúðrast í búrekstrinum.
„Já, svona eins og í Dalalífi,“
segir Óðinn þá brosandi.
Ein stelpan í bekknum réttir upp
hendi og spyr hvort kvígur fái full-
„Merkilegt að upplifa sveitina“
Berglind svarar spurningum áhugasamra nemenda í 7. BS í Vogaskóla eftir að þau höfðu séð myndband úr sveit
inni hennar. Þetta er örugglega júgursmyrsl gæti Martin verið að hugsa.
Frá vinstri: Benedikt Traustason: „Þetta var mjög skemmtilegt og mér fannst merkilegast að sjá kálfinn fæðast.“
Hafþór Gunnarsson: „Mér fannst gaman að sjá hvernig dagurinn er hjá bóndanum en ég ætla ekki að verða bóndi
heldur kokkur þegar ég verð stór.“ Hanna Rún Eyþórsdóttir: „Það var ótrúlega merkilegt að upplifa sveitina en
mig langar ekkert sérstaklega að verða bóndi, frekar snyrtifræðingur.“ Jóna Diljá Jóhannsdóttir: „Það var mjög
skemmtilegt og fræðandi að sjá hvað bóndinn gerir, ég hef stundum farið í heimsókn til frænku minnar í sveit og
það er mjög gaman.“
Þór, Viðar og Haukur voru sammála um að í krukku númer sex væri gras
fræ og prófuðu meira að segja að smakka.
Þeir Egill og Pétur Jóhann voru kampakátir þegar þeir efnagreindu inni
haldið í krukkunum sex sem Berglind kom með.