Bændablaðið - 20.11.2007, Qupperneq 22
Bændablaðið | Þriðjudagur 20. nóvember 2007
Niðurstöður
athugana
vegna
Greinargerð um vænlegustu
kúakynin í samanburðinum
Í greinargerðinni segir m.a. ,,Þegar
athugað er hvaða kyn kemur til
greina að flytja til landsins, bein-
ist athyglin mjög að þeim kynj-
um sem við getum fengið frá
Norðurlöndunum. Heilbrigðis-
ástand gripa þar er með því besta
sem gerist í heiminum. Kynbóta-
starf er mjög öflugt, aðgengi að
upplýsingum er gott og fyrirtæki
sem stunda útflutning á erfðaefni
eru starfrækt í öllum þessum lönd-
um. Annað land sem fellur undir
þessi skilyrði um heilbrigðisástand
er Nýja-Sjáland en þar er ræktunar-
starf líka mjög öflugt og útflutning-
ur á erfðaefni talsverður atvinnu-
vegur.
Niðurstaðan er síðan sú að eft-
irtalin kúakyn eru talin áhugaverð-
ust:
► NRF (Norsk Rødt Fe): mjög
mikil áhersla á heilsufarseig-
inleika, frekar lítil áhersla á
aukningu í afkastagetu.
► SRB (Svensk röd och vit
boskap): mikil áhersla á heilsu-
far, talsverð á afkastagetu, tví-
nytja kyn.
► SLB (Svensk låglandsboskap):
feikileg afkastageta, talsverð
áhersla á heilsufar, það kyn sem
er í hvað örastri erfðaframför.
► NZF (New Zealand Friesian):
mjólkurlagnar kýr, endast mjög
vel, heppileg stærð, áhersla á
mjög hátt hlutfall gróffóðurs og
beitar í fóðri gripanna.
Baldur H. Benjamínsson vann
greinargerðina og útdráttinn.
Samanburður á rekstrar
hagkvæmni mjólkurfram
leiðslu íslensku kýrinnar og
fjögurra annarra kúakynja
Verkefni þetta var unnið að beiðni
verkefnisstjórnar Landsambands
kúabænda um mat á hagrænum
ávinningi af innflutningi erfðaefnis
til kynbóta á íslenska kúastofninum.
Verkefnisstjórnin leitaði til LbhÍ um
að vinna úttekt á áhrifum innflutn-
ings á arðsemi einstakra kúabúa.
LbhÍ skipaði starfshóp sem í sátu
Daði Már Kristófersson, Emma
Eyþórsdóttir, Grétar H. Harðarson
og Magnús B. Jónsson. Fyrir lágu
tillögur um fjögur kúakyn sem til
greina kæmi að flytja inn.
► NRF (Norsk Rødt Fe)
► SRB (Svensk röd och vit
boskap)
► SLB (Svensk låglandsboskap)
► NZF (New Zealand Friesian).
Hægt er að fara margar leið-
ir til að nálgast þetta verkefni. Þær
hafa þó allar þá sömu annmarka að
framleiðsluaðstæður hér á landi og
erlendis eru ólíkar og því nokkur
óvissa um yfirfærslugildi niðurstaðn-
anna. Sú leið var valin að byggja
samanburðinn annars vegar á upp-
lýsingum úr skýrsluhaldsgögnum og
upplýsingum frá ræktunarfélögum
viðkomandi kynja og hins vegar á
tilraunaniðurstöðum þar sem fram-
leiðsluaðstæður líkjast íslenskum
aðstæðum. Í nokkrum tilvikum var
stuðst við handbókarupplýsingar s.s.
um mjaltaafköst erlendu kynjanna.
Það kom í ljós að upplýsingar eru
misítarlegar og t.d. eru heilsufarsupp-
lýsingar mun fátæklegri um íslenska
kúakynið en hin erlendu.
Á grundvelli þessara forsendna er
síðan sett upp líkan sem er af svip-
aðri gerð og núverandi verðlags-
grunnur en þó mun ítarlegra hvað
varðar t.d. heilsufar. Breytilegir
kostnaðarliðir byggja á útreikn-
uðum þörfum fyrir aðföng eins og
áburð, vinnu, þjónustu dýralæknis
o.s.frv. Þeir liðir sem ekki er tekið
sérstaklega á í líkaninu eru látnir
fylgja langtíma samhengi kostnaðar
og umfangs rekstrar samkvæmt
gagnasafni Hagþjónustu landbún-
aðarins. Könnun á vinnuþörf við
mjaltir var framkvæmd í tengslum
við verkefnið vegna ábendinga
um að umtalsverður munur væri
á vinnuþörf vegna íslenskra og
erlendra kúa. Niðurstöður könn-
unarinnar benda til að mjaltir hér
á landi séu umtalsvert vinnufrekari
en erlendis en samkvæmt þeim má
gera ráð fyrir að við bestu aðstæð-
ur séu afköst í mjaltabás hér á landi
um 3,60 mínútur/grip/dag meðan
sambærilegar tölur fyrir erlend kyn
eru 3,05 mínútur/grip/dag. Mjaltir
með mjaltaþjónum eru jafnframt
nokkuð vinnufrekari hér á landi
en gerist erlendis. Samkvæmt nið-
urstöðum könnunarinnar eyða
íslenskir bændur að meðaltali 1,5
klst. á þjón á dag í mjaltir og annað
sem því við kemur miðað við 51
kú á hvern þjón. Þessi vinna felur
í sér rekstur á kúm í mjaltaklef-
ann, tölvuvinnu í fjósinu og aðstoð
við mjaltir ef illa gengur, t.d. að
setja hylkin á spenana handvirkt.
Samsvarandi erlendar niðurstöður
voru 0,5 klst. á þjón á dag, og með
54 kýr á hvern þjón.
Niðurstöður líkansins byggja
á kúabúi sem er með 60 íslenskar
kýr í fjósi og leggur megináherslu
á mjólkurframleiðslu, þannig að
einungis kvígur eru aldar til full-
ar stærðar. Gert er ráð fyrir mjölt-
um í mjaltabás þó svo útreikning-
ar hafi einnig verið gerðir miðað
við mjaltaþjón. Fjórar útkomur
voru metnar með tilliti til umfangs
rekstrar eftir að skipt hefur verið
um kúakyn.
1. Í fyrsta lagi er gert ráð fyrir
óbreyttum fjölda gripa, þ.e.
íslensku kúnum er einfaldlega
skipt út með erlendu kúnum.
Þetta er einfaldasta útfærslan en
gefur góða mynd af afkastagetu
nýrri fjósa þar sem óverulegar
breytingar þyrfti til þó skipt væri
um kúakyn. Þetta er gert bæði
fyrir viðmiðunarbú með mjalta-
bás en til viðbótar fyrir viðmið-
unarbú með mjaltaþjóni. Gert er
ráð fyrir að mjaltaþjónninn sé
fullnýttur og þar af leiðandi er
ekki raunhæft að reikna út nið-
urstöðuna fyrir hann m.v. hinar
forsendurnar hér á eftir.
2. Í öðru lagi er miðað við óbreytta
vinnuþörf enda er vinnuafl oft
takmarkandi þáttur til sveita og
sá framleiðsluþáttur sem setur
bústærðinni skorður til lengri
tíma litið.
3. Í þriðja lagi er miðað við
óbreyttan fermetrafjölda. Þar
er stuðst við erlendar viðmið-
unartölur fyrir Jersey og stærri
kyn, en reikna má með að rým-
isþörf Jersey kúa sé svipuð rým-
isþörf íslenskra kúa. Miðað við
þær þurfa NRF, SRB og NZF
kúakynin um 5% meira rými á
hvern grip en íslenskir gripir á
meðan SLB þarf um 10% meira
rými. Þessi viðmiðun gerir ráð
fyrir fullnýtingu fjóss fyrir og
eftir breytingar.
Aðalfundur Landssambands kúabænda árið 2006
samþykkti að láta gera úttekt á hagkvæmni þess að
framleiða mjólk á Íslandi með öðru kúakyni en því
sem hér hefur verið frá öndverðu. Í kjölfar þess var
skipaður stýrihópur sem í voru Þórólfur Sveinsson,
formaður LK, Ágúst Sigurðsson, rektor LBHÍ, og
Pálmi Vilhjálmsson, þáverandi framkvæmdastjóri
SAM. Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri
LK, vann einnig með hópnum. Að frumkvæði þessa
hóps var tekin saman greinargerð um hvaða kúakyn
kæmu til greina í samanburði á framleiðslukostnaði,
m.v. íslenska kúakynið, starfshópur á vegum Land
búnaðarháskóla Íslands gerði samanburð á rekstrar
hagkvæmni mjólkurframleiðslu íslenska kúakynsins
og fjögurra annarra kúakynja, gerðar voru tvær
skoðanakannanir og ein rýnihópakönnun á viðhorf
um neytenda til málsins, og að síðustu voru Samtök
afurðastöðva í mjólkuriðnaði, SAM, fengin til að taka
saman greinargerð um þau atriði í þessu máli er lúta
að mjólkuriðnaðinum. Frá Landssambandi kúabænda
afkastameira kúakyns
Þórólfur Sveinsson
bóndi, formaður Landssambands
kúabænda
thorolfu@centrum.is
nautgriparækt
Baldur Helgi Benjamínsson
framkvæmdastjóri Landssambands
kúabænda
bhb@lk.is