Bændablaðið - 20.11.2007, Síða 23
Bændablaðið | Þriðjudagur 20. nóvember 20073
4. Í fjórða lagi er miðað við
óbreytt framleiðslumagn, mælt
í innlagðri mjólk. Þrátt fyrir að
ólíklegt sé að bændur láti fyrri
framleiðslu takmarka framtíð-
arumsvif þá er ljóst að forsend-
ur um fullar greiðslur fyrir alla
framleiðslu hljóta á endanum að
vera háðar því að bóndinn eigi
framleiðslurétt fyrir allri sinni
framleiðslu. Þessi síðasta for-
senda hjálpar til við að leggja
mat á að hve miklu leyti nið-
urstaðan ræðst af eiginleikum
kynjanna og af hve miklu leyti
aukið umfang rekstrarins stýrir
henni.
Niðurstöður líkansins benda
eindregið til þess að verulegur
ávinningur sé af því að skipta um
kúakyn. Aukin nyt, meiri kjötfram-
leiðsla, lægri tíðni sjúkdóma og
minni vinna við mjaltir hjálpast allt
að við að hækka tekjur og lækka
kostnað á hverja framleidda ein-
ingu. Niðurstöðurnar gefa einnig
til kynna að mesta árangurs sé að
vænta af því að velja SRB. Það kyn
gefur bestu niðurstöðuna jafnt yfir,
óháð forsendum. Séu niðurstöðurn-
ar skoðaðar í heild sést að SRB og
NRF gefa niðurstöður sem virðast
óháðar þeim forsendum sem lagðar
voru til grundvallar, enda er hér um
mjög svipuð kyn að ræða. Á hinn
bóginn eru niðurstöðurnar fyrir
SLB og NZF mjög háðar forsend-
um. Ef ekkert takmarkar stækk-
unarmöguleika íslenskra kúabúa til
lengri tíma litið eru mjög afkasta-
mikil kyn eins og SLB vænlegur
kostur. Ef vinnuafl er á hinn bóginn
takmarkandi er mikilvægt að velja
kyn sem krefjast minni vinnu eins
og rauðu kynin og NZF. Þegar á
heildina er litið bendir niðurstaða
líkansins til þess að besta trygging-
in fyrir vel heppnaðri breytingu sé
að veðja á annað rauðu kynjanna.
Tafla I-1 inniheldur samantekt á
umfangi rekstrar og vinnuþörf fyrir
SRB í þeim fjórum tilfellum sem
skoðuð voru.
Eins og fram kemur í töflunni þá
eykst framleiðslugeta verulega við
að skipta um kúakyn, óháð þeim
þáttum sem kunna að takmarka
framleiðsluna. Það er því ljóst að
slík breyting mundi leiða til betri
nýtingar fjárfestinga á búunum.
Jafnframt dregur verulega úr vinnu-
aflsþörf eins og glögglega sést á
því tilfelli þar sem innlögð mjólk
er óbreytt. Því mun slík breytinga
auka framleiðni vinnuafls í mjólk-
urframleiðslu. Rétt er að árétta að
ástæða þess að minni framleiðslu
þarf til að ná sama innleggi fyrir
SRB samanborið við íslenskar kýr
er sú, að hærra hlutfall mjólkur er
söluhæft.
Eins og sjá má í töflu I-2 munar
umtalsverðu á bæði tekjum og
kostnaði, SRB í vil. Tekjurnar eru
að jafnaði um 4,81 kr/lítra hærri
fyrir SRB en íslenskar kýr og breyti-
legur kostnaður milli 1,15 og 1,31
kr lægri. Meiri breytileiki er í nið-
urstöðum fyrir fasta kostnaðarliði og
vinnu enda stjórnast einingakostn-
aður þessara liða í mun meira mæli
af umfangi rekstrar.
Næmnigreining niðurstaðnanna
bendir til að mikilvægustu skekkju-
valdana sé að finna meðal fárra
lykilforsendna, þ.e. nyt, próteinpró-
senta, fituprósenta og fjöldi gripa.
Teygni niðurstöðunnar með tilliti til
breytinga í þessum forsendum er á
bilinu 2 til 6, sem gefur til kynna að
1% breyting á þessum forsendum
mundi valda 2-6% breytingu á nið-
urstöðunni. Aðrar mikilvægar for-
sendur reyndust vera fóðurnýting
og stærð gripa, en teygni þessara
liða lá á bilinu 0,3 til 0,7. Næmni
niðurstöðunnar fyrir breytingum
á öðrum forsendum reyndist vera
minni en 0,2. Forsendur um nyt og
fjölda gripa hafa fyrst og fremst þau
áhrif á niðurstöðuna að dreifa föst-
um kostnaði á fleiri einingar. Þannig
hafa þær bein áhrif á einingakostn-
að. Á hinn bóginn hefur forsendan
um próteinprósentu sem og fitupró-
sentu áhrif á tekjur á einingu. Mikil
teygni niðurstöðunnar með tilliti
til þessara liða gefur til kynna að
smávægilegar matskekkjur á þeim
geti haft veruleg áhrif á niðurstöður
líkansins. Mikil vinna var lögð í að
draga úr óvissu um nyt með því að
styðjast við mælingar úr eins stöðl-
uðum aðstæðum og hægt var að
komast yfir. Sama verður ekki sagt
um forsendurnar um efnainnihald
sem eru teknar upp úr skýrsluhaldi
ríkjanna þriggja, Noregs, Svíþjóðar
og Nýja-Sjálands. Nú er ljóst að
efnainnihald stýrist að nokkru leyti
af erfðum en einnig af fóðrun og
nyt. Litlu má muna í forsendum
um próteinprósentu til að snúa nið-
urstöðunum fyrir t.d. SRB og NRF
og því hæpið að fullyrða að raun-
munur yrði á afkomu búanna eftir
því hvort kynið yrði valið.
Miðað við niðurstöður líkansins
og núverandi heildarumfang mjólk-
urframleiðslunnar má gera ráð fyrir
að hagnaðaraukningin fyrir starf-
andi bændur af innflutningi gæti
legið á bilinu 800 til 1250 milljónir
króna á ári. Þessi breyting yrði til
frambúðar þannig að þessi upp-
hæð mundi skila sér á hverju ári.
Núvirði breytingarinnar um alla
framtíð miðað við 5% raunávöxtun
er því á bilinu 16 til 25 milljarðar.
Þetta er hámarksávinningur þess
að breyta um kúakyn, miðað við
að niðurstöður líkansins séu réttar,
því líkanið gerir ráð fyrir að í stað
íslenskra kúa standi í fjósinu kýr
af þeim kúakynjum sem verkefn-
isstjórnin hefur valið. Ósvarað er
hins vegar spurningunni um þjóð-
hagsleg áhrif slíks innflutnings. Til
þess að meta hann þyrfti að skoða
málið í víðara samhengi og taka til-
lit til fleiri þátta en einungis þeirra
sem snúa að starfandi bændum, s.s.
kostnaðar við sjálfan innflutning-
inn, kostnaðar vegna stofnverndar
íslenska kúastofnsins, áhrifa á verð
og eftirspurn eftir afurðum, kostn-
aðar vegna fækkunar og stækkunar
búa o.s.frv.
Starfshópur LBHÍ vann útdráttinn.
Tafla I1. Samantekt á umfangi rekstrar, gróffóðurframleiðslu og vinnuþörf fyrir SRB í þeim fjórum tilfellum sem
skoðuð voru
Íslenskar SRB SRB SRB SRB
Viðmiðun Óbreyttur
fjöldi kúa
Óbreytt
vinnuþörf
Óbreytt
rýmisþörf
Óbreytt
framleiðslumagn
Fjöldi kúa 60 60 61 57 54
Framleiðsla alls, lítrar 322.047 357.850 365.958 339.957 320.553
Magn heys, FE 255.540 326.745 334.194 310.308 292.482
Vinna, klst. 3.811 3.787 3.811 3.734 3.677
Tafla I2. Mismunur tekna og kostnaðar (kr/lítra) hjá viðmiðunarbúinu með íslenskar kýr og búi með kýr af SRB
kyni. Jákvæður mismunur gefur til kynna að upphæð liðarins sé hærri fyrir SRB en íslenskar kýr.
SRB SRB SRB SRB
Óbreyttur
fjöldi kúa
Óbreytt vinnuþörf Óbreytt rýmisþörf Óbreytt
framleiðslumagn
Tekjur samtals 4,80 4,80 4,81 4,81
Breytilegur kostnaður samtals -1,28 -1,31 -1,22 -1,15
Framlegð 6,09 6,11 6,02 5,96
Fastur kostnaður -1,00 -1,17 -0,58 -0,09
Tekjur fyrir laun, afskriftir og vexti 7,08 7,29 6,61 6,04
Laun og launatengd gjöld -1,48 -1,67 -1,02 -0,47
Vextir og afskriftir -1,18 -1,35 -0,82 -0,39
Gjöld samtals -4,94 -5,50 -3,64 -2,10
Hagnaður 9,74 10,30 8,44 6,91
Greinargerð LK heldur
áfram í næstu opnu
Allt fyrir
kúabóndann!
Hafðu samband við sölumenn Líflands og fáðu bækling eða frekari upplýsingar.
Innréttingar og steinristar
í fjós frá De Boer
Kúaburstar frá Strangko
- einfaldir í notkun
Gerum verðtilboð!
Kálfafóstrur frá
Förster Technic