Bændablaðið - 20.11.2007, Blaðsíða 25
Bændablaðið | Þriðjudagur 20. nóvember 2007
Viðbætir
Stjórn Landssambands kúa
bænda lítur svo á að nú sé lokið
þeirri vinnu sem aðalfundir LK
2006 og 2007 óskuðu eftir í þessu
máli.
► Nú liggur fyrir hvaða kúakyn,
eitt eða fleiri, er áhugaverðast að
skoða í framhaldinu.
► Í skoðanakönnunum og vinnu
með rýnihópum hefur skýrt
komið í ljós að neytendur
bera mikið traust til íslenskrar
mjólkur og mjólkurvara. Hvað
drykkjarmjólkina varðar er þetta
traust að einhverju leyti tengt
eiginleikum íslenska kúakyns-
ins. Sjálfsagt er að koma til
móts við þessi sjónarmið og í
þeim kunna að vera sóknarfæri
á markaði.
► Nýting mjólkur til afurðavinnslu
er hin sama, óháð því úr hvaða
kúakyni mjólkin kemur.
► Í skýrslu starfshóps Landbún
aðarháskóla Íslands er gert ráð
fyrir lækkun framleiðslukostn-
aðar um 8-12% með notkun
afkastameira kúakyns. Það er í
góðu samræmi við niðurstöður
Fagráðs í nautgriparækt frá því
árið 2001, þar sem gert var ráð
fyrir lækkun framleiðslukostn-
aðar mjólkur um 9-14%. Í báð-
um tilfellum var jákvæðum áhrif-
um á nautakjötsframleiðsluna
sleppt, svo og framtíðaráhrifum
minni erfðaframfara í íslenska
kúastofninum.
► Segja má að yfirgnæfandi rök
séu fyrir því að engin ein aðgerð
geti haft jafn mikil áhrif til
lækkunar á framleiðslukostnaði
mjólkur eins og að taka í notkun
afkastameira kúakyn. Jafnframt
er líklegt að full þörf verði fyrir
þá auknu hagkvæmni á komandi
árum ef íslenskir kúabændur
vilja áfram halda stöðu sinni á
innlenda markaðnum.
Á þessu stigi er ekki vitað hvað
gerist næst. Það gæti orðið þetta:
1. Það sem snýr beint að bænd
um: Líklegt er að stofnað verði
félag þeirra sem vilja flytja inn
erfðaefni. Ákveða þarf hvaða
kúakyn verður valið og hvernig
staðið verður að framkvæmd-
inni, umfang ofl. Að mörgu leyti
virðist síðan einfaldast að rækt-
unarfélag semji við BÍ og bún-
aðarsamböndin um geymslu og
dreifingu á sæði. Það gerist ekk-
ert fyrr en einhver aðili tekur af
skarið og sækir um heimild til
innflutnings á erfðaefni, (sæði).
2. Það sem snýr að mjólkuriðn
aðinum: Mjólkuriðnaðurinn þarf
að taka ákvörðun um aðkomu
sína að verkefninu, og ákveða
síðan í samráði við kúabændur,
(og eftir atvikum stjórnvöld),
hvort drykkjarmjólkin verði
áfram úr núverandi kúakyni.
Það er líka hægt að ákveða að
neytendum muni standa til boða
drykkjarmjólk úr núverandi kúa-
kyni. Þetta er mjög mikilvægt
atriði sem snertir bæði viðhorf
neytenda og hugsanlega þörf á
aðgerðum hins opinbera til að
vernda kúakynið. Þó skal haft í
huga að verndun búfjárkynja er
þjóðréttarleg skuldbinding sem
snertir ekki eiganda viðkomandi
gripa. Í Nýmjólk, Léttmjólk,
Fjörmjólk og Stoðmjólk fara ca.
31 milljónir lítra og til að fram-
leiða það magn þarf ca. 6-7 þús-
und kýr.
3. Afstaða stjórnvalda til máls-
ins hlýtur að ráðast mjög af því
hvaða fyrirætlanir verða kynntar.
Höfundar: Baldur Helgi Benjamínsson
og Þórólfur Sveinsson.
Jeppadekk
Alorka • Vagnhöfða 6 • Sími 577 3080
Heilsársdekk
31" kr. 12.900
(31x10.50R15)
33" kr. 15.900
(33x12.50R15)
Úrval annarra stærða upp í 38".
Felgustærð 15", 16" 17" og 18".
Sendum frítt um land allt!
Við mælum með míkróskurði
P
IPA
R
• S
ÍA
• 70
622
Nánar á jeppadekk.is
Bókin er til sölu hjá eftirtöldum aðilum:
Búgarður Óseyri 2 Akureyri, s. 460-4477
Búgarður Garðarsbraut 5 Húsavík, s. 464-2491
Byggðir og bú Suður-Þingeyinga 2005
Í bókinni eru hefðbundnar upplýsingar um jarðir
og ábúendur þeirra auk mikils fjölda ljósmynda,
ýmiskonar fróðleiks og ábúendatöl jarða.
Útgefandi er Búnaðarsamband Suður-Þingeyinga.
Bókin er í 2 bindum, 1150 síður.
Verð 15.800 kr.
Bændasamtök Íslands Reykjavík, s. 563-0300
Sparisjóður Suður-Þingeyinga Laugum, s. 464-6200
Sparisjóður Suður-Þingeyinga Húsavík, s. 464-6210
Út er komin ljóðabókin „Til
blárra fjalla tinda“ eftir Þóreyju
Jónsdóttir frá Þorvaldsstöðum
í Breiðdal. Útgefandi er Félag
ljóðaunnenda á Austurlandi.
Auk þess að alast upp í
Breiðdal og hafa átt heima þar
um skeið, hefur hún búið vestur á
fjörðum, þ.e. í Dýrafirði, en lengst
á Akranesi og í Reykjavík. Hún
hefur verið virk í félagsmálum,
svo sem í verkalýðsbaráttu, leik-
starfsemi og í kirkjukórum, auk
þess að hafa lagt fyrir sig mynd-
list og gefið sig að ljóðlist. Þá er
hún lærður fótaðgerðarfræðingur.
Þórey hefur einkum stundað fisk-
vinnslu- og aðhlynningarstörf,
m.a. á Dvalarheimilinu Grund í
Reykjavík.
Ljóðagerð Þóreyjar er mótuð
af störfum hennar. Hún horfir inn
á við og tjáir hugsanir sínar frem-
ur en að lýsa umhverfi sínu og
atburðum.
Hún laðar fram hið bjarta og
jákvæða en henni er það vel ljóst
að lífsglíman hefur verið mörgum
þung. En jafnframt verður hið per-
sónulega, sem hún tjáir, almennt
og algilt og lesandinn finnur hlið-
stæður í eigin huga. Fyrir þá, sem
vilja senda sínar eigin kveðjur og
þakkir, er mörg „mottó“ að finna
í ljóðum Þóreyjar að grípa til til
að tjá betur eigin hugsanir.
Ljóðin í bókinni fylgja hefð-
bundnum bragreglum, orðfærið
er eðlilegt og hugsunin heilbrigð.
Því hefur lengi verið haldið fram
að kveðskapur sé þjóðaríþrótt
Íslendinga og Þórey á heima í
þeim fjölmenna hópi. Það, sem
undirritaður þekkir til, þá er þetta
sérstakt fyrir Ísland og Íslendinga
og aðalsmerki þjóðarinnar sem
útlendingar kalla söguþjóð en allt
eins má kalla ljóða- og kveðskap-
arþjóð.
Bókin er 87 bls., hún er til
sölu hjá Magnúsi Stefánssyni á
Fáskrúðsfirði, síma 475 1211 og
867 2811, netfang: maggistef1@
simnet.is og kostar kr. 2.500, burð-
argjald innifalið.
Matthías Eggertsson
Ritfregn
Til blárra fjalla tinda