Bændablaðið - 20.11.2007, Síða 27

Bændablaðið - 20.11.2007, Síða 27
Bændablaðið | Þriðjudagur 20. nóvember 2007 Flugsafn Íslands á Akureyrar­ flugvelli var formlega opnað á dögunum. Þar er að finna all­ nokkrar flugvélar af ýmsum stærðum og gerðum og fjölda ljósmynda og gagna sem áhuga­ menn um flugminjar hafa haldið til haga. Akureyringarnir Arngrímur Jóhannsson og Svanbjörn Sigurðs- son hafa haft veg og vanda af því að koma safninu upp og sagði Arn- grímur í ávarpi sínu við opnunar- athöfn að Svanbjörn hefði verið óþreytandi við að tala fyrir því að slíku safni yrði komið upp. Þá þakk- aði hann þeim fjölmörgu opinberu aðilum og einkaaðilum sem hafa stutt safnið fjárhagslega og á annan hátt. Flutt voru nokkur ávörp og kveðjur við opnun safnsins en það var Sigrún Björk Jakobsdóttir bæj- arstjóri sem opnaði safnið formlega. Stærsta samgöngusafnið Arngrímur Jóhannsson segir að flugsafnið sé stærsta samgöngusafn landsins en það sérhæfir sig í flug- minjum og er gólfflötur safnsins 2.200 fermetrar. Unnt er að reisa annað eins hús við suðurenda safn- sins þegar stækkunar verður þörf. Arngrímur segir kostnað við bygg- inguna vera í kringum 150 milljónir króna og sé fjármögnun að miklu leyti lokið. Stefna Flugsafnsins á Akureyri er sú að taka við flugvélum til varðveislu, svo og gögnum og ljós- myndum, og verður unnið að því að setja þau fram á aðgengilegan hátt. Segir Arngrímur að við það verk muni menn sækja ráðgjöf og aðstoð til sérfræðinga hjá Þjóðminjasafni Íslands. Framsýnir og dugandi menn „Þar voru framsýnir og dugandi menn á ferð sem sáu að flugið gat skipt sköpum í samgöngumálum þjóðarinnar,“ sagði Kristján Möller samgönguráðherra í ávarp sínu við opnun safnsins og vísaði til þess að um þessar mundir eru 70 ár liðin frá því íslensk flugsaga hófst með stofnun Flugfélags Akureyrar. „Stofnun Flugfélags Akureyrar lagði grunninn að því atvinnuflugi sem nú er stundað á Íslandi. Þeir framsýnu og dugandi menn sem hófu sig til flugs létu ekki bugast þótt flugskilyrðin væru ekki alltaf góð. Þeir fundu ávallt leiðir til að halda áfram rekstri og sinna þeirri mikilvægu þjónustu sem þeir stofn- uðu til og íslenskur almenningur var fljótur að notfæra sér. Það gat þurft að breyta rekstrarformi, stofna nýtt félag og fá hentugri vélar allt eftir því hvernig viðraði hverju sinni og þannig hefur það alltaf verið.“ MÞÞ Flugsafn Akureyrar opnað í 2.200 m2 húsnæði við Akureyrarflugvöll Akureyringarnir Svanbjörn Sigurðs­ son (t.v.) og Arngrímur Jóhanns­ son höfðu veg og vanda að því að koma safninu upp, sá síðarnefndi sagði að Svanbjörn hefði verið óþreytandi að tala fyrir því að slíku safni yrði komið upp. Flugsafn Íslands á Akureyrarflugvelli var formlega opnað á dögunum. Þar er að finna allnokkrar flugvélar af ýmsum stærðum og gerðum og fjölda ljósmynda og gagna sem áhugamenn um flugminjar hafa haldið til haga. Hér sjást gestir hlýða á setningarávarp við opnunina. Húnn Snædal, flugmaður, Sigurður Hermannsson stöðvarstjóri á Akureyrarflugvelli og Svanbjörn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Flugsafnsins á góðri stundu við opnun safnsins á dögunum. Flugsafnið er stærsta samgöngu­ safn landsins og er gólfflötur þess 2.200 m2. Kostnaður við bygging­ una nam um 150 milljónum króna. Smíðum sérlega vandaðar bílskúrs­ og iðnaðarhurðir eftir málum. Þær eru léttar og auðveldar í notkun. Einangrun er á öllum köntum. Fáanlegar í mörgum stærðum og gerðum, með eða án glugga. Einnig fáanlegar með mótordrifi. Bílskúra- og iðnaðarhurðir Vagnar & þjónusta ehf Tunguháls 10, 110 Reykjavík Sími: 567­3440, Fax: 587­9192 Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi hafa skorað á bæjarstjórn Fjallabyggðar að hún beiti sér fyrir friðlýs­ ingu Héðinsfjarðar sem frið­ lands eða fólkvangs. Fjallað var um málið á fundi bæjarráðs Fjallabyggðar nú fyrir skömmu en á fundinn mættu fulltrúar landeigenda í Héðinsfirði. Í máli forsvarsmanna landeig- enda kom fram að þeir landeig- endur sem hefðu tjáð sig væru mótfallnir friðlýsingu. Fyrir fundinn hafði borist yfirlýsing frá Jóni G. og Guðmundi Pálssonum, landeigendum í Vík í Héðinsfirði, um það að þeir væru andvígir friðlýsingu Héðinsfjarðar. Einnig frá Elínu Henriksen fyrir sig og sín systkin, Sigrúnu, Ástu og Ólaf Henriksen, þar sem fram kemur að þau eru alfarið á móti friðlýs- ingu Héðinsfjarðar. Magnús B. Jónasson, fyrir hönd eigenda að Grundarkoti í Héðinsfirði, er á móti þeirri hugmynd að friðlýsa Héðinsfjörð. Í ljósi afstöðu landeigenda sér bæjarráð Fjallabyggðar ekki ástæðu til að halda áfram með málið að svo stöddu. Landeigendur á móti friðlýsingu

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.