Bændablaðið - 20.11.2007, Síða 29
Bændablaðið | Þriðjudagur 20. nóvember 2007
Á námskeiðum sem ég hélt á
vegum Iðntæknistofnunar og Ax
hugbúnaðarhúss tiltók ég í upp-
hafi nokkur af þeim atriðum sem
útreikningur launa krefst. Í upp-
talningunni voru m.a. þekking á
lögum, reglum og kjarasamningn-
um, kunnátta í skattareglum, lífeyr-
issjóðsgreiðslum og tryggingum og
að sjálfsögðu nákvæmni.
Sem sagt „piece of cake“ eins
og einn þátttakandi sagði á góðri
íslensku.
Því ætla ég að fjalla aðeins um
þessa kökusneið: Laun, greiðslur
í lífeyrissjóði og stéttarfélög og
launatengd gjöld, – vonandi án þess
að nokkur geispi alltof mikið...
Launakjör
Bændasamtökin semja við Starfs-
greinasambandið um laun skamm-
tímaráðinna starfsmanna á bænda-
býlum. Samningar eru yfirleitt
lágmarkssamningar, og þumalfing-
urreglan er að ef samið er um annað
verða launakjörin að vera jafngóð
eða betri.
Almennur taxti fyrir 18 ára og
eldri er 126.716 kr. fyrir 40 stunda
vinnuviku, sem þýðir að unnar eru
173,33 klst. að meðaltali á mánuði.
Dagvinnukaup er 731,07 kr. á klst. og
yfirvinna er 1.315,95 kr. sem greið-
ist fyrir vinnu umfram þessar 173,33
klst. Einnig reiknast 10,17% orlof af
heildarlaunum. Hægt er að nálgast
nánari upplýsingar um kjarasamning-
inn á www.bondi.is og www.ninukot.
is. Núgildandi kjarasamningur renn-
ur út 31. desember 2007.
Kostnaður vegna fæðis og hús-
næðis samkvæmt kjarasamningum
er 1.739 kr á dag fyrir 18 ára og
eldri. Mikilvægt er að hafa í huga
að kostnaðurinn er dreginn frá eftir
að búið er að reikna staðgreiðslu,
greiðslur í lífeyrissjóð og stétt-
arfélagsgjald út frá heildarlaunum
starfsmannsins.
Þarf að borga í stéttarfélög?
Svarið er einfalt: Já, það þarf að
borga í stéttarfélag og gildir einu
hvort viðkomandi er íslenskur eða
erlendur ríkisborgari. Þrátt fyrir að
svarið sé einfalt, þá vill þetta samt
vefjast fyrir fólki. Ástæðan fyrir því
er að það ríkir félagafrelsi á Íslandi.
Og eins og einn viðmælandi minn
orðaði það og var orðið soldið heitt
í hamsi, þá hlýtur það að þýða frelsi
til að borga ekki.
Félagafrelsi þýðir að fólk hefur
rétt til að stofna og ganga í félög
að eigin geðþótta og er aðeins háð
reglum hlutaðeigandi félags um
inngöngu. Hins vegar er litið á stétt-
arfélög á Íslandi sem grunneiningu á
vinnumarkaði. Stéttarfélagsgjaldið
er eiginlega þóknun launamanna
til félagsins fyrir að semja fyrir
þeirra hönd á vinnumarkaðnum og
gæta hagsmuna þeirra. Finna má
nánari ákvæði um þetta í lögum nr.
55/1980 og nr. 94/1986.
Þjónusta stéttarfélaga er mjög
viðamikil og ráðleggjum við öllum
að ganga í stéttarfélag. Einnig þarf
að athuga hvort sækja þurfi sér-
staklega um aðgang í stéttarfélagið
á svæðinu eða hvort það sé nóg að
skila stéttarfélagsgjaldi og framlagi
atvinnurekanda til að vera skráður
félagsmaður.
Stéttarfélagsgjald launamanns
er yfirleitt 1%, en getur verið mis-
munandi eftir stéttarfélögum.
Einnig geta reglur um mótframlag
atvinnurekanda verið mismunandi,
en algengt er að borga 1% af laun-
um í sjúkrasjóð og 0,25% í orlofs-
heimilasjóð.
Að leggja til hliðar fyrir elliárin
„Ég skil bara ekki af hverju ég þarf
að vera borga í lífeyrissjóð, – ég
verð löngu fluttur heim áður en ég
kemst á eftirlaunaaldur og hvern-
ig ætla þeir að finna mig?“ sagði
Stefan frá Þýskalandi nýlega við
mig.
Lögin á Íslandi eru alveg kýr-
skýr varðandi greiðslu launþega
og sjálfstæðra atvinnurekenda í
lífeyrissjóði. Allir verða að borga,
– launþeginn 4% og atvinnurekandi
9%. Lífeyrissjóðsgreiðslur reiknast
af öllum launum sem eru skatt-
skyldar.
Starfsmenn geta ekki valið líf-
eyrissjóð, eða eins og 2. mgr. 2. gr.
lífeyrissjóðslaganna segir: „…aðild
að lífeyrissjóði fer eftir þeim kjara-
samningi sem ákvarðar lágmarks-
kjör í hlutaðeigandi starfsgrein, eða
sérlögum ef við á.”
Einstakir starfsmenn geta ekki
ákveðið að greiða í annan lífeyr-
issjóð en lögin ákveða. Ágætt er að
hafa samband við verkalýðsfélagið
á svæðinu til að fá upplýsingar um
hvaða lífeyrissjóð á að greiða í.
En hvað með Stefan? Samkvæmt
lögum er lífeyrissjóðum frjálst
hvort þeir endurgreiða erlendum
starfsmönnum, sem eru ekki frá
Evrópska efnahagssvæðinu, lífeyr-
issjóðsgreiðslur þeirra þegar þeir
yfirgefa landið eða ekki, – sem
þeir almennt gera. En ekki íbúum
Evrópska efnahagssvæðisins. „Þú,
ásamt hinum þúsundum starfs-
manna frá Evrópu, verður bara að
muna að þið eigið lífeyrissréttindi
hér á Íslandi þegar þið farið á eft-
irlaun og sækjast eftir þeim í gegn-
um viðkomandi Tryggingastofnun,
Stefan minn,“ sagði ég.
Launatengd gjöld
Launatengd gjöld eru m.a. mótfram-
lag í lífeyrissjóð og stéttarfélög, og
tryggingargjald til skattsins. Hægt
er að nálgast upplýsingar um skil
á staðgreiðslu og útreikning trygg-
ingargjalds á www.rsk.is
Eygló Harðardóttir
Ráðningaþjónustunni Nínukoti
eyglo@ninukot.is – www.ninukot.is
Erlendir starfsmenn í sveit
Krónur og aurar Námskeiðfyrir þig!
Frá örfoka landi til skógar
Kennarar: Ása L. Aradóttir
prófessor við LbhÍ og Þórunn
Pétursdóttir héraðsfulltrúi
Landgræðslu ríkisins.
Tími: Fös 23. nóv. kl. 16:00-19:00
og lau. 24. nóv. kl. 09:00-16:00 á
Hvanneyri. Verð kr. 14.800.
Rúningsnámskeið I
Kennari: Guðmundur
Hallgrímsson verkefnisstjóri á
Hvanneyri.
Tími: Lau. 24. nóv. kl. 10:00-18:00
og sun. 25. nóv. kl. 09:00-18:00 í
Mófellsstaðakoti í Skorradal.
Verð kr. 22.900.
Alþjóðlegi
gagnagrunnurinn
WorldFengur
Kennari: Jón Baldur Lorange
forstöðumaður tölvudeildar
Bændasamtaka Íslands.
Tími: Lau. 24. nóv. kl. 10:00-16:30
á Hvanneyri.
Verð kr. 14.000.
Sauðfjársæðingar
Kennsla: Þorsteinn Ólafsson
dýralæknir.
Tími: Mið. 28. nóv. kl. 13:00-18:00 á
Hesti í Borgarfirði
Verð kr. 9.200.
Legubásafjós
Kennari: Snorri Sigurðsson
framkvæmdastjóri búrekstrar við
LbhÍ.
Tími: Fim. 29. nóv. kl. 09:00-18:00 í
Sveinbjarnargerði, Eyjafirði.
Verð kr. 12.500.
Hvernig er best
að fóðra hestinn?
Kennari: Guðrún J. Stefánsdóttir
lektor við hrossaræktardeild
Hólaskóla.
Tími: Lau. 1. des kl. 13:00-17:00 á
Hvanneyri.
Verð kr. 12.000.
Sauðfjársæðingar
Kennari: Þorsteinn Ólafsson
dýralæknir.
Tími: Þri. 4. des. Kl 13:00-18:00 á
Stóra-Ármóti.
Verð kr. 9.200.
Góð gjöf
Er með góðar gjafir, kíkið á
www.bangsi.barnaland.is
Uppl. í síma 699 3436
Samkvæmt Vefriti fjármálaráðu
neytisins frá 13. september síð
astliðnum hefur ríkisstofnunum
sem tilheyra framkvæmdavald
inu fækkað úr 250 árið 1998 í 204
í október 2006. Stærð ríkisstofn
ana er breytileg. Sú fámennasta
er með tvo starfsmenn en sú
fjölmennasta 4.700 manns. Þótt
stofnunum hafi fækkað hafa þær
hins vegar stækkað.
Stærð ríkisstofnana er mjög
breytileg hvort sem litið er til
fjölda stöðugilda eða starfsmanna.
Mestur er munurinn á meðal heil-
brigðisstofnana. Fámennasta heil-
brigðisstofnunin er með tíu starfs-
menn en sú fjölmennasta er með
ríflega 4.700 manns. Að jafnaði
eru heilbrigðisstofnanir fjölmenn-
ustu vinnustaðirnir jafnvel þótt litið
sé fram hjá Landspítalanum sem
er allra fjölmennastur. Framhalds-
og háskólar eru einnig fjölmennar
stofnanir en fámennustu vinnustað-
irnir eru stofnanir á sviði skatta- og
tollamála.
Fjöldi ríkisstarfsmanna 1. októ-
ber 2006 var um 21.600 í 17.600
stöðugildum. Til samanburðar
má geta þess að á fjórða ársfjórð-
ungi 2006 voru 169.900 manns
starfandi á vinnumarkaðnum í
heild. Töluverðar sveiflur geta
verið í starfsmannafjölda stofnana
eftir árstíma, til að mynda vegna
sumarleyfa eða verkefnastöðu.
Meðalfjöldi starfsmanna og stöðu-
gilda er því nokkuð hærri ef litið er
á heilt ár í einu í stað ,,punktstöðu“
líkt og hér er gert.
Yfirlit yfir fjölda stofnana, starfsmanna og stöðugilda
Stofnanahópur Fjöldi stofnana Fjöldi starfsmanna Fjöldi stöðugilda
Æðsta stjórnsýsla 16 735 707
Sýslumannsembætti, löggæsla og fangelsi 30 1642 1571,3
Stofnanir skatta- og tollamála 13 512 488,2
Aðrar stofnanir fjár-, dóms- og kirkjumálaráðuneyta 11 603 474,1
Heilbrigðisstofnanir 23 8210 6413,5
Stofnanir félags- og lýðheilsumála 22 2005 1465,5
Framhalds- og háskólar 33 4480 3538,2
Aðrar mennta-, menningar- og vísindastofnanir 20 936 805,9
Stofnanir atvinnumálaráðuneyta, umhverfis-, skipulags-
og samgöngumála
36 2.444 2.149,6
Samtals 204 21.567 17.613,3
Ríkisstofnunum hefur fækkað
úr 250 í 204 á síðustu níu árum
Framkvæmdum við
Norðfjarðarveg flýtt
Vegagerðin hefur kynnt tillögu að
matsáætlun vegna fyrirhugaðra
framkvæmda á Norðfjarðarvegi,
milli Eskifjarðar og Norðfjarðar
í Fjarðabyggð í Suður
Múlasýslu. Byggja á jarðgöng
milli Eskifjarðar og Norðfjarðar
og í tengslum við framkvæmdina
verða nýir vegir byggðir, beggja
vegna gangamunnanna.
Alls er um að ræða framkvæmdir
við um 16 kílómetra og nær hún frá
Norðfjarðarvegi, sunnan Eskifjarðar,
að núverandi Norðfjarðarvegi norð-
an Norðfjarðarár í Norðfirði. Til-
gangur framkvæmdarinnar er að
bæta samgöngur á Austfjörðum og
styrkja byggðarlög á Austurlandi.
Ekki er gert ráð fyrir að verkefn-
inu verði áfangaskipt. Fyrstu fjár-
veitingar til fyrirhugaðrar fram-
kvæmdar voru á vegaáætlun 2011-
2014. Fjárveitingu til verksins hefur
hins vegar verið flýtt til 2009-2010.
Allur undirbúningur miðast við að
framkvæmdir geti hafist árið 2009.
Hægt er að kynna sér tillöguna á vef
Skipulagsstofnunar.
www.bbl.is