Bændablaðið - 20.11.2007, Side 32
Bændablaðið | Þriðjudagur 20. nóvember 20073
Líf og starf
Stefán Hrafn Magnússon býr
ásamt konu sinni Lone og tveim
ur börnum þeirra við Isortoq á
Grænlandi. Bústofn þeirra er
nokkuð óvenjulegur, að minnsta
kosti á íslenska vísu, en þarna
syðst og vestast á Grænlandi búa
þau með hreindýr og telur hjörð
þeirra rúmlega fjögur þúsund
hreindýr, hið minnsta.
Nú á haustdögum var slátr-
að um 1100 dýrum úr hjörðinni
en í Isortoq hefur Stefán reist
fullkomið sláturhús sem er með
Evrópuviðurkenningu til að slátra
hreindýrunum í. Að slátruninni
kom fjölþjóðlegt lið frá Íslandi,
Noregi, Svíþjóð, Danmörku og
síðan að sjálfsögðu Grænlandi.
Hreindýrunum er smalað úr
sumarhögunum á þyrlu inn í slát-
urhagana sem eru afgirtir, allt að
sex ferkílómetrar að stærð. Þaðan
eru dýrin rekin eftir hendinni, oft
200 til 300, inn í réttina þar sem
tarfarnir eru teknir úr, snaraðir,
heftir, markaðir og síðan dregnir
út úr réttinni með hesti og þeim
sleppt. Það var ekki hægt að lóga
törfum í þetta skiptið vegna þess að
komið var fram í október og komið
brundbragð af kjötinu.
Síðan eru dýrin sem eftir eru
rekin inn í sundurdrátt þar sem
ungar kýr og efnilegar kvígur eru
teknar úr til ásetnings, markaðar,
merktar og síðan sleppt, en restinni
lógað. Lógunardýrin eru gamlar
kýr, kvígur sem ekki eru efnilegar
til ásetnings af einhverjum orsök-
um og geldingar. SigAð
Hreindýrabúskapur og slátrun á Grænlandi
Það er mikil ferð á dýrunum þegar verið er að reka þau inn í réttina og
tekst ekki alltaf í fyrstu atrennu. Myndir: SigAð
Svo brugðu menn sér á snæhéraveiðar eftir vel heppnaða sláturtörn.
Maríus Halldórsson hampar hér einum vænum.
Þegar tarfarnir hafa verið snaraðir er farið með þá á staurana þar sem þeir eru heftir og lagðir niður.
Oftast eru tarfarnir dregnir út með hesti en hér hefur mannshöndin leyst af
þarfasta þjóninn og hestarnir hvílast við réttarvegginn.
Það er líf í tuskunum þegar verið er að snara tarfana en það er eins með
það og annað að ,,æfingin skapar meistarann“.
Það þurfti líka að gera kjötinu gott og hér hefur Maríus Halldórsson frá
Bjarnastöðum brugðið sér úr slátruninni í kjötvinnsluna.
Tarfarnir eru frelsinu fegnir.
Stefán Hrafn Magnússon hrein
dýrabóndi merkir efnilega hrein
dýrskvígu til lífs með aðstoð þeirra
Klaus og Maríusar.
Þegar rekið er í réttina er haldið utan um hreindýrin með hvítum plaststrig
arenningi. Dýrin hlaupa ógjarnan á renninginn og hræðast hvíta litinn,
sem er áberandi í þeirra augum því að þau sjá í svarthvítu.