Bændablaðið - 20.11.2007, Page 35
Bændablaðið | Þriðjudagur 20. nóvember 20073
Fólkið sem erfir landið
Þú færð ráðgjöf og tilboð hjá sölufulltrúum
okkar í eftirfarandi símanúmerum;
Söludeild Reykjavík s. 569 2200 og söludeild Akureyri s. 460 9610.
Einnig geturðu sent fyrirspurnir á netfangið soludeild@ms.is
eða með bréfsíma í númer 569 2222.
Á vefsíðu okkar www.ostur.is er að finna nánari upplýsingar
um sælkeraostakörfurnar okkar og ostana sem í þeim eru.
Gómsæt gjöf
fyrir sælkera
Falleg gjafakarfa með úrvali af bragðgóðum
íslenskum ostum er tilvalin jólagjöf
handa starfsfólki og viðskiptavinum
www.ostur.is
Langar að leggja fyrir sig fatahönnun
Marý Heiðdal er á fyrsta ári í „gaggó“ í Seyðisfjarðarskóla. Nú er
ferming framundan hjá Marý í vor og því er fermingarfræðslan fast
ur liður hjá henni í vetur ásamt skólagöngunni.
Nafn: Marý Heiðdal.
Aldur: 13 ára.
Stjörnumerki: Fiskarnir.
Búseta: Baugsvegur 5, Seyðisfirði.
Skóli: Seyðisfjarðarskóli.
Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Smíði.
Hvað er uppáhalds dýrið þitt? Páfagaukur.
Uppáhaldsmatur: Pasta.
Uppáhaldshljómsveit: Fall Out Boy.
Uppáhaldskvikmynd: Good Luck Chuck.
Fyrsta minningin þín? Þegar ég datt og braut tönn í Skólaselinu.
Æfir þú íþróttir, eða spilarðu á hljóðfæri? Nei.
Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir í tölvu? Að vera á MSNspjall
rásinni og hlusta á tónlist.
Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Sennilega fatahönnuður.
Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Veit ekki.
Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? Að bíða í tvo tíma á flug
velli.
ehg
Marý Heiðdal Karlsdóttir (t.v.) 8. bekk ásamt vinum sínum Daða Sigfússyni
9. bekk og Höllu Björg Ólafsdóttur 9. bekk.
Lokabindið í bókaröðinni um galdrastrákinn Harry Potter kom út á íslensku í liðinni viku og hvar er eðlilegra að
kaupa slíka bók en í Galdrasafninu á Ströndum? Einar Friðfinnur Alfreðsson varð fyrstur til að kaupa Harry Potter
og Dauðadjásnið og fékk að launum að velja sér eina af eldri bókunum. Sigurður Atlason er við afgreiðsluna og
Jakob Ingi Sverrisson vinur Einars var líka mættur.
Grýla og jólasveinar
á Stokkseyri
Nú eru jólasveinar og for
eldrar þeirra farnir að sjást
í byggðum, þar á meðal á
Stokkseyri. Álfa, trölla
og norðurljósasafnið á
Stokkseyri fer í nýjan búning
þegar líða fer að jólum. Grýla
og hennar hyski fer á stjá í
safninu og jólamarkaður er
opnaður. Þótt Grýla sé stór
og ófrýnileg er hún innst inni
besta skinn og ætlar að taka
vel á móti stórum og smáum
gestum safnsins.
Grýludagar hefjast laug-
ardaginn 17. nóvember og
standa fram á þrettándann, 6.
janúar. Jólasveinarnir koma
svo einn af öðrum í hellinn
til Grýlumömmu. Sá fyrsti,
Stekkjastaur, mætir kátur 12.
desember og sá síðasti hverfur
til fjalla á þrettándanum.
www.bbl.is