Bændablaðið - 23.09.2008, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 23.09.2008, Blaðsíða 1
14-15 Réttarstemmningin svíkur ekki frekar en fyrri daginn 20 Sagan af Akranes- traktornum 16. tölublað 2008  Þriðjudagur 23. september  Blað nr. 289  Upplag 17.000 10 Markaðssetningin skiptir mestu fyrir sölu búvara Gamla járnbrautar- brúin hjá Klausturseli á Jökuldal Ekki hægt að koma nútíma landbúnaðar- tækjum yfir brúna Hjá bænum Klausturseli á Jökul- dal er gömul brú yfir Jökulsá, sem á sínum tíma var smíð- uð sem járnbrautarbrú vestur í Bandaríkjunum. Aðalsteinn Jónsson, bóndi á Klausturseli, segir að brúin hafi dugað vel fyrir litlu gömlu dráttarvélarnar og þá vagna sem þær drógu. Nú sé hins vegar svo komið að engin leið sé að koma nútíma dráttarvélum og heyvinnslutækjum yfir brúna, hún sé of mjó fyrir þau. Aðalsteinn sagði að brúin hefði verið smíðuð í New York árið 1906 sem járnbrautarbrú. Það var svo alþingismaðurinn Einar Ásmundsson í Nesi í Höfðahverfi sem flutti tillögu um að brúa Jökulsá sem var þá versti farartálmi milli Norðurlands og Austurlands. Menn höfðu velt því mjög fyrir sér hvernig brú skyldi setja á ána og var mest talað um trébrú. Síðan var það verkfræðingur sem benti á þessar bandarísku brýr sem bæði sterkar og varanlegar enda hefur brúin reynst vel þótt hún sé orðin of þröng fyrir nútíma landbún- aðartæki. Ekki hefur verið rætt opin- berlega um að byggja þarna nýja brú. Aðalsteinn sagðist hafa orðið hundfúll í fyrra þegar Vegagerðin ákvað að eyða meiru en sem nemur verði nýrrar brúar í viðgerð á þeirri gömlu. Hann segist heyja á fleiri stöðum en heimavið og verður þá að aka heyrúllunum heim að brúnni og fara svo með þær yfir hana á litlum vagni. Það er lítil von til þess að ný og breiðari brú komi yfir Jöklu hjá Klausturseli í bráð. S.dór Á myndinni hér að ofan eru heyrúll- ur sem bíða flutnings yfir brúna og á þeim stendur ,,Við þurfum að kom- ast yfir brúna á vagni.“ Myndirnar tók Þóra Sólveig Jónsdóttir. Farið yfir nýviðgerða brúna á hertrukk sem fór fyrstur bíla yfir brúna 1940. Á myndinni eru talið frá hægri Aðalsteinn Jónsson, Reynir Gunnarsson, Aðalsteinn Aðalsteinsson, Sigríður Sigurðardóttir, Guðni Nikulásson og Jón Helgason. Sá sem ók trukknum heitir Ármann Halldórsson og farþegi hjá honum var Ragnar Sigvaldason en hann ók trukknum þegar hann fór fyrstu bíla yfir brúna. Efnahagslægðin sem menn hafa ekki getað komið sér saman um hvort kalla skuli kreppu eður ei hefur margskonar áhrif. Meðal annars á fjárfestingar. Því finna bændur fyrir eins og aðrir og kannski er gleggsti mælikvarðinn á það sala á nýjum dráttarvélum. Ef sá mælikvarði er notaður eru fjárfestingar bænda helmingi minni það sem af er þessu ári en á sama tíma í fyrra. Samkvæmt tölum um innflutn- ing og sölu nýrra dráttarvéla voru seldar 242 slíkar fyrstu átta mán- uði ársins 2007 en á sama tíma í ár seldust einungis 116. Allt árið í fyrra seldust 356 nýjar dráttarvélar en vart er við því að búast að þær nái því að verða 200 á þessu ári. Þegar skoðaðar eru tölur um sölu á nýjum dráttarvélum frá aldamótum sést að hún sveiflast ótrúlega mikið milli ára. Árið 2000 nam salan 212 dráttarvélum, 201 var hún 131 og árið 2002 var hún í botni, eða 97. Árið 2003 óx hún aftur í 108 stykki og árið 2004 fór salan í 140 vélar. Eftir það varð sprenging í sölu nýrra dráttarvéla, árið 2005 nam hún 348 vélum, árið 2006 354 vélum og í fyrra voru vél- arnar 356 eins og áður sagði. Fyrir þessu eru eflaust ýmsar ástæður en væntanlega ræður þar mestu afkoma bænda, verktaka og annarra sem nota dráttarvélar sem og kjör á fjármálamarkaði en þau hafa verið afar óhagstæð á þessu ári. –ÞH Helmingi færri dráttarvélar seldar Miklar sveiflur í sölu nýrra dráttarvéla milli ára Hreindýraveiðunum lokið Fimmtán dýr sluppu Hreindýraveiðunum í ár er lokið. Ekki tókst að veiða fimmtán hreindýr af 1.333 dýra veiðikvóta ársins. Þetta er samt metveiði því hrein- dýrakvótinn hefur aldrei fyrr verið jafn stór. Af þess- um fimmtán dýrum sem ekki náðust voru flest á svæði 9, sex kýr og tveir tarfar. Á svæði 3 sluppu sex kýr og ein á svæði 5. Austurglugginn skýrir frá því að þyngsti tarfurinn sem veiddist í ár veiddist á svæði 6 í ágúst og vó hann 120 kíló- grömm. Það var Davíð Þór Valdimarsson sem veiddi hann en leiðsögumaður var Magnús Karlsson bóndi á Hallbjarnar- stöðum í Skriðdal. Umsögn BÍ um matvælafrumvarpið – sjá blaðauka í miðju blaðsins Sauðfjárbændur í Reykhólasveit hafa fundið hálfdauðar kindur fastar í sauðfjárveikivarnargirð- ingum. Ríkisútvarpið hefur eftir sauðfjárbændunum að ábyrgðin sé Matvælastofnunar sem hafi hvorki peninga í nýjar girðingar né til að hreinsa burt þær gömlu. Sauðfjárveikivarnagirðingar á Vestfjörðum hafa grandað fé í stað þess að halda því á sínum stað, að sögn bænda. Þeir segja að hvorki séu fjárveitingar í nýj- ar girðingar né til að hreinsa burt þær sem ónýtar eru. Einar Hafliðason, sauðfjár- bóndi í Fremri Gufudal, segir í samtali við Ríkisútvarpið að sauð- fjárveikivarnargirðingin sem ligg- ur yfir Þorskafjarðarheiði milli Reykhólasveitar og Strandabyggðar sé ónýt og varnargirðingin frá Kollafirði í Ísafjarðardjúp sé gagns- laus í núverandi ástandi. Lögum samkvæmt þarf að farga sauðfé sem fer á milli varnarhólfa. Er ennfremur haft eftir Einari að ekki sé nóg með að sauðfé fari á milli hólfa, og sé þá fargað, heldur sé það sýnu verra að þær drepi sig sjálfar á ónýtum girð- ingum. Segist hann hafa fengið þau svör frá Matvælastofnun, sem hefur þennan málaflokk á sinni könnu, að ekki væru til peningar í viðhald girðinganna og ekki heldur til að hreinsa upp ónýtar girðingar. Á vef Landssamtaka sauðfjár- bænda (LS) er því haldið fram að dæmin í þessa veru séu fjöl- mörg. Segist framkvæmdastjóri LS hafa rætt þessi sömu mál við Matvælastofnun og getur því stað- fest að stofnunina skorti fjármuni til að sinni þessum verkefnum. Kindur deyja í girðingum í Reykhólasveit – festast í sauðfjárveikivarnargirðingum

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.