Bændablaðið - 23.09.2008, Blaðsíða 22
19 Bændablaðið | þriðjudagur 23. september 2008
Rötun og GPS
Haldið í samstarfi við Björgunarskóla
Slysavarnarfélagsins Landsbjargar.
Kennari: Sigurður Ólafur Sigurðsson,
yfirleiðbeinandi Björgunarskólans í ferðamennsku
og rötun.
Tími: 3. okt. kl. 9:00-17:00 á Reykjum, Ölfusi
Verð: kr. 15.900
Pottaplöntuskreytingar
Kennari: Berglind Ragna Erlingsdóttir blómaskreytir og deildarstjóri
Blómavals á Selfossi.
Tími: 7. okt. kl. 9:00-16:00 á Reykjum í Ölfusi
Verð: kr. 18.900
Forntraktorar – meira en járn og stál!
Haldið í samstarfi við Landbúnaðarsafn Íslands.
Kennarar: Bjarni Guðmundsson prófessor við
LbhÍ og verkefnisstjóri. Landbúnaðarsafns Íslands,
Jóhannes Ellertsson vélvirki og kennari við LbhÍ,
Haukur Júlíusson frkvstj. o.fl.
Tími: 11. okt. kl. 10:00-17:00 á Hvanneyri
Verð: kr. 9.900
Lífrænum aukaafurðum breytt í verðmæti
Kennari: Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur (MSc) og
framkvæmdastjóri UMÍS ehf. Environice í Borgarnesi.
Tími: 14. okt. kl. 10:30-15:00 á Hvanneyri
Verð: kr. 8.500
Tamning fjárhunda I
Boðið verður upp á þrjú námskeið.
Kennari: Gunnar Einarsson bóndi á Daðastöðum.
Tími:
I: 15. okt. kl. 10:00-18:00 og 16. okt. kl. 09:00-17:00 á Hesti í Borgarf.
II: 17. okt. kl. 10:00-18:00 og 18. okt. kl. 09:00-17:00 í Árnessýslu
III: 20. okt. kl. 10:00-18:00 og 21. okt. kl 09:00-17:00 í Eyjafirði.
Verð: kr. 28.900 fyrir hvern þátttakanda
Tamning fjárhunda II
Boðið verður upp á tvö námskeið
Kennari: Gunnar Einarsson bóndi á Daðastöðum.
Tími:
I: 19. okt. kl. 9:00-17:00 í Árnessýslu
II: 22. okt. kl 9:00-17:00 í Eyjafirði
Verð: kr. 18.500 fyrir hvern þátttakanda
Kjötskurður og nýting afurða –
Lambaskrokkar
Kennari: Örlygur Ásgeirsson fagstjóri kjötiðnar við MK
Tími: 18. okt. kl. 10:00-16:00 á Hvanneyri
Verð: kr. 15.500
Súrmatur - Undirbúningur fyrir þorrann!
Kennari: Örlygur Ásgeirsson fagstjóri kjötiðnar við MK
Tími: 19. okt. kl. 10:00-16:00 á Hvanneyri
Verð: kr. 10.500
Fóðrun og uppeldi kvígna
Kennarar: Grétar Hrafn Harðarson lektor við LbhÍ
og Jóhannes Sveinbjörnsson dósent LbhÍ
Tími: 22.okt. kl. 10:00-16:00 á Hvanneyri.
Verð: kr. 15.500
Grunnnámskeið í blómaskreytingum
Kennari: Guðrún Brynja Bárðardóttir brautarstjóri
blómaskreytingabrautar LbhÍ
Tími: 25. - 26. okt. kl. 09:00-16:00 á Reykjum, Ölfusi
Verð: kr. 25.900
Hagkvæm fóðrun nautgripa til kjötframleiðslu
Kennari: Þóroddur Sveinsson, Landbúnaðarháskóla Íslands
Tími: 28.okt. kl.10:30-15:00 á Möðruvöllum
Verð: kr. 13.500
www.lbhi.is
Allar nánari upplýsingar má finna á www.lbhi.is/namskeid
Skráning fer fram á endurmenntun@lbhi.is eða í síma 433 5000
Námskeið fyrir þig!
Um sextíu manns mættu á op-
inn dag Strandagaldurs og Nátt-
úrustofu Vestfjarða á Stráka-
tanga í Hveravík við Steingríms-
fjörð á Ströndum á dögunum.
Þar fór fram kynning á 17. aldar
hvalveiðistöðinni sem rannsökuð
hefur verið þar frá árinu 2004.
Í ljós hafa komið mikil mann-
virki sem tengjast hvalbræðslu
erlendra manna. Engar heim-
ildir er að finna um bræðsluna í
skráðri sögu 17. aldar á Íslandi og
ljóst má vera að starfsemi hennar
hefur verið haldið leyndri gagn-
vart æðstu yfirvöldum á sínum
tíma og síðan fallið í gleymsk-
unnar dá.
Hefur starfsemin væntanlega
ekki farið framhjá neinum á sínum
tíma, þar sem henni fylgdi umferð
skipa og svartur reykur frá bræðsl-
unni. Hvallýsi lýsti upp borgir
Evrópu langt fram á 20. öld. Ragnar
Edvardsson fornleifafræðingur
telur margar þjóðir hafa komið að
hvalveiðistöðinni, en rústirnar eru
frá 17. öld sem fyrr segir.
Meðal þess sem hefur fundist
á staðnum er stór bræðsluofn. Að
honum liggja rampar sem notaðir
voru til að draga hvalspikið að og
frá ofninum. Við hlið hans er bygg-
ing þar sem verkamenn héldu til,
ásamt smiðju. Þar er meðal ann-
ars að finna eldstæði hlaðið úr
múrsteinum. Einnig hefur fund-
ist aðstaða beykis, þar sem tunnur
voru smíðaðar og þar er að finna
múrsteinsgólf og hringlaga hleðslu,
sem hefur verið notuð til að stilla
tunnustöfunum upp meðan tunn-
urnar voru settar saman. Af lausa-
munum sem fundist hafa á staðnum
má nefna gríðarlegt magn brota úr
krítarpípum, sem hafa verið vel
nýttar og vel tuggnar.
Þessar minjar hafa bæði íslenskt
og evrópskt minjagildi og telur
Ragnar að þetta sé einhver merk-
asti fornleifafundur á landinu, um
sé að ræða eitthvað algjörlega ein-
stakt. Engar minjar um hvalveiðar
erlendra manna hafi áður fundist
hér á landi. Staðurinn hafi ekki síst
alþjóðlegt minjagildi sem hluti af
iðnaðarsögu Evrópu.
Upphafið að uppgreftrinum
má rekja til áhuga Magnúsar
Rafnssonar sagnfræðings á Jóni
lærða og áhuga Ragnars sjálfs
á sjávarminjum. Ragnar segir
Magnús hafa leitt sig á staðinn og
fljótlega hafi áhugi hans vaknað,
þó hann hafi ekki átt von á neinu
þessu líku. „Maður er orðinn svo
vanur að grafa upp íslenskar minjar
og svo loksins þegar maður fór að
grafa upp eitthvað annað, þá vissi
maður ekki hverju maður mátti
eiga von á.“ Saman stofnuðu þeir
Ragnar og Magnús verkefni um
þetta og hafa unnið að því síðan
fyrir Strandagaldur og Náttúrustofu
Vestfjarða.
Rúsínan í pylsuendanum á þess-
um opna degi var þegar Ragnar
greindi frá því að mannabein hefðu
nýlega fundist á staðnum. Talið er
líklegt að þar sé kominn grafreitur.
Grafreitir hafa fundist við hval-
veiðistöðvar í öðrum löndum, enda
hefur vinnan við bræðsluna verið
hættuleg. Þó er alveg eftir að rann-
saka beinin nánar. Ragnar fór að
skoða staðinn sem beinin fundust
á eftir að hann dreymdi ítrekað
mannabein. Við könnunarskurð
komu beinin svo í ljós um 200
metra frá rústum bræðslunnar og
verða þau eitt af því sem rannsakað
verður við áframhaldandi uppgröft
næsta sumar.
Til stendur að halda áfram rann-
sóknum á hvalveiðum erlendra
manna við Ísland og vinnslustöðv-
unum. Því verða skoðaðar aðrar
stöðvar, og verður grafið víðar
norðar á Ströndum. Þá er markmið-
ið að leita skýringa á hvers vegna
vinnslan fór eins leynilega fram og
raun bar vitni, en hennar er ekki
getið í heimildum.
kse
Leynileg „stóriðja“ á 17. öld
Lengst til vinstri er Ragnar
Edvardsson, minjavörður
Vestfjarða.
Næst til vinstri má sjá hluta af
aðstöðu beykisins, hringurinn var
notaður til að stilla upp tunnustöf-
unum þegar tunnurnar voru settar
saman.
Á litlu myndinni til hægri sjást brot
úr krítarpípum en þau fundust í
tugatali á svæðinu.
Rústir bræðsluofnsins þar sem hvallýsið var brætt.
Gestir skoða uppgröftinn á Strákatanga á opnum degi, Magnús Rafnsson
segir viðstöddum frá uppgreftrinum.