Bændablaðið - 23.09.2008, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 23.09.2008, Blaðsíða 4
Bændablaðið | þriðjudagur 23. september 20084 Móri er mættur – Nýr bjór frá Ölvis- holti Brugghúsi Nýlega kom ný afurð frá Ölvis- holti Brugghúsi í Flóanum á markað. Móri er nýr bjór, bruggaður sem Ale-bjór og gef- ur hinn gyllti, rauði litur hans, ásamt mjúkri meðalfyllingu og votti af beiskju, vel til kynna að hér er á ferð bjór sem á sér enga fyrirmynd í íslenskri bjór- menningu. Móri er yfirgerjað öl að breskri fyrirmynd, maltríkur og kröft- uglega humlaður. Ölið inniheldur sjö mismunandi maltafbrigði og blanda af fjórum breskum humla- tegundum undirstrikar hinn eng- ilsaxneska uppruna Móra. „Nafn bjórsins kemur til vegna draugs- ins Móra, sem er vel þekktur á því svæði sem Ölvisholt er stað- sett á. Hefur hann verið á sveimi í nágrenni Ölvisholts um aldir og þá sérstaklega í nágrenni vatns- lindar brugghússins. Starfsfólk brugghússins hefur einnig orðið vel vart við nærveru hans og virð- ist sem honum líki vel við hinn nýja drykk, enda er tekið fram á umbúðum hans að þessi drykkur sé tileinkaður Móra,“ segir Bjarni Einarsson hjá brugghúsinu. Móri er til sölu á reynslu- tímabili í verslunum ÁTVR í Heiðrúnu og Kringlunni. Einnig er hægt að sérpanta hann í aðrar verslanir ÁTVR. MHH Móri er seldur í hálfslítra flöskum og er með 5,5% alkóhólinnihaldi. Norðlenska varð fyrir mikilli og ómaklegri gagnrýni forráða- manna bænda vegna verðskrár sem félagið birti í ágúst síðast- liðnum, en Norðlenska varð fyrst afurðastöðva til að birta verðskrá fyrir sláturafurðir á þessu hausti. Aðrar stöðvar fylgdu í kjölfar- ið „og undir lok ágúst var sem uppboðsmarkaður væri á nýjum verðskrám sláturleyfishafa,“ segir Sigmundur E. Ófeigsson í pistli sem hann ritar í nýútkomið fréttabréf Norðlenska. Hann bætir við að á síðustu dög- um hafi umræðan þróast í þá veru að stilla sláturleyfishöfum upp sem andstæðingum bænda. „Þessi nei- kvæða umræða er til þess fallin að rýra það traust sem ríkt hefur milli afurðastöðva og bænda og þar með rýra eignir bænda, sem margir eiga þessar afurðastöðvar. Hagsmunir afurðastöðva og bænda fara alger- lega saman,“ segir Sigmundur. Norðlenska hefur nú gefið út nýja verðskrá en við endurskoð- un hennar var það niðurstaðan að þeir innleggjendur sem hafa við- skiptasamninga við Norðlenska og eru eigendur félagsins nytu meiri hækkana á afurðir sínar. Hækkun meðalverðs til innleggjenda sem hafa viðskiptasamninga við Norð- lenska er 18,6% frá fyrra ári og 16,6% til þeirra innleggjenda sem ekki eru með viðskiptasamninga við Norðlenska. Sigmundur segir að rekstrarum- hverfi sláturleyfishafa sé mjög erfitt um þessar mundir, líkt og annarra fyrirtækja í landinu. Öll innflutt aðföng hafi hækkað mikið, flutn- ingskostnaður sömuleiðis og launa- skrið hefur verið nokkuð, „að ekki sé minnst á kostnað við fjármagn, en vextir á lán hafa algerlega farið úr böndunum,“ segir hann. Í því sambandi nefnir hann að vaxtaend- urgreiðsla ríkisins vegna uppgjörs við sauðfjárbændur dugar nú aðeins fyrir tæpum helmingi þeirra vaxta sem afurðalán sauðfjárbirgða bera. „Það er því ljóst að óhjákvæmilegt er að verðhækkun á dilkakjöti fari út í verðlagið.“ Að mati stjórnenda Norðlenska getur hækkun á verði dilkakjöts til neytenda haft þau áhrif að neysla þess dregst saman. „Það er áhyggjuefni því að á næsta ári leggst útflutningsskylda dilka- kjöts af, sem gæti leitt til verulegs offramboðs þess á innanlandsmark- aði og alvarlegs ástands á kjötmark- aði,“ segir Sigmundur. MÞÞ Norðlenska varð fyrir mikilli og ómaklegri gagnrýni forráðamanna bænda Áhyggjur af að neysla á lambakjöti dragist saman í kjölfar hækkunar Kaupfélag Skagfirðinga (KS) er sá sláturleyfishafi sem greið- ir sauðfjárbændum hæsta með- alverð fyrir dilkakjöt á yfir- standandi sláturtíð. Nemur hækkun KS 22,6% milli ára. Meðalverð til sauðfjárbænda frá KS er kr. 400,49 fyrir kílóið, án virðisaukaskatts. Samkvæmt upplýsingum frá Markaðsráði kindakjöts fengju bændur um 80 milljónum króna meira fyrir afurðir sínar í haust, ef aðrir sláturleyfishafar greiddu sama verð til bænda og KS gerir. KS getur greitt þetta háa verð vegna sérhæfingar sláturhússins í sauðfjárslátrun, mikilla afkasta afurðarstöðvarinnar og lítils birgðahalds. Bónus er stærsti við- skiptavinur afurðastöðvar KS og samstarfssamningur á milli fyr- irtækjanna var nýlega endurnýj- aður. Með honum fá neytendur úrvals lambakjöt með lágmarks álagningu í verslunum Bónuss um land allt. KS tryggir því bæði bændum hæsta afurðaverðið og neytendum lægsta vöruverðið. Verð á útflutningsvörum KS hefur einnig hækkað umtalsvert á milli ára. Nú í haust selur kaup- félagið 15 til 20% afurðanna til Bretlands. Um er að ræða afskurð, slög og ærkjöt sem unnið er ytra og mest selt á kebab-stöðum á Englandi. Sláturhús KS á Sauðárkróki er stærsta og fullkomnasta sauðfjár- sláturhús landsins. Þar er slátrað 3000 fjár á dag og afurðarstöðin fullvinnur 2500 skrokka á dag og pakkar þeim í neytendaumbúðir. Reiknað er með því að alls verði slátrað 120 þúsund fjár hjá KS í haust. Við haustslátrunina og í afurðastöð KS starfa 130 manns. Fréttatilkynning frá Kaupfélagi Skagfirðinga Kaupfélag Skagfirðinga Greiðir hæsta verð til bænda og tryggir neytendum lægsta verð Mikil umræða hefur verið um afurðaverð í sláturtíð og óánægju sauðfjárbænda með litlar hækkanir á verði dilka- kjöts. Tveir sláturleyfishaf- ar hafa nú tjáð sig um málið eins og sjá má hér til hliðar. Bændablaðið bar ummæli Sig- mundar Ófeigssonar undir Harald Benediktsson formann Bændasamtaka Íslands. Haraldur segir það ofmat hjá framkvæmdastjóra Norðlenska að fyrirtækið hafi orðið eins konar skotskífa í umræðum sem spruttu upp eftir að félagið birti verðskrá sína í ágúst. „Af hverju mega þeir ekki tjá hug sinn um verðlistann án þess að það sé túlkað sem árás á Norðlenska?“ spyr Haraldur. Hann bendir á að enn og aftur blossi upp kurr á milli bænda og sláturleyfishafa þegar þeir fyrr- nefndu gagnrýna háa útflutnings- prósentu í kjölfar góðrar sölu í ágúst síðastliðnum. Haraldur nefnir að á fundi í Búðardal fyrir nokkru hafi einn fundarmanna sagt algjöran trún- aðarbrest nú ríkja milli bænda og sláturleyfishafa. Þeir fulltrúar slát- urleyfishafa sem á fundinn komu hefðu þar haft öll tækifæri til að bregðast við ummælunum, „sem því miður endurspegla viðhorf margra bænda nú,“ segir Haraldur. Hann segir að sláturleyfishafar séu bændum nauðsynlegir, að fyr- irtækin séu að mestu í þeirra eigu og forsvarsmenn þeirra séu öflugir og góðir vinnumenn bænda. „En umræða síðustu vikna endurspegl- ar kannski fyrst og fremst vanda þeirra sem stýra þessum fyrirtækj- um. Rödd þeirra í umræðum á einum fjölmennasta bændafundi sem efnt hefur verið til í mörg ár var ekki sterk. Það hefði verið fróðlegt að heyra hver framtíð- arsýn þessara manna er og er nema von maður spyrji hvort þeir ætli sér ekki að taka þátt í að ræða stöðu atvinnugreinarinnar.“ En framtíð- arýn er nauðsynleg og umræða bænda í stjórnum afurðafyrirtækja og bænda á öðrum vettvangi á að að leysa úr læðingi krafta til upp- byggingar. „Ég hef áður hvatt til slíkrar umræðu, en hún má ekki misskiljast sem árás á afurðarfyr- irtækin. En eins og ég sagð á fund- inum í Búðardal; þá eiga bændur að treysta fyrst og fremst á sjálfan sig,“ segir Haraldur. Þau ummæli Sigmundar að vaxta- og geymslugjöld dugi ekki fyrir nema um helmingi af fjár- magnskostnaði segir Haraldur að megi túlka á þann veg að ætlast sé til þess að bændur leggi fram meiri fjármuni af samningi sínum til að styðja rekstur sláturleyfis- hafanna. „Sú tíð kemur tæplega aftur að verulegir fjármunir komi af samningi sauðfjárbænda til sláturleyfishafa. Við erum í góðu samstarfi við sláturleyfishafa að bylta því fyrirkomulagi til ein- földunar og hagsbóta. Þannig komum við okkur áfram með því að vera óhrædd við breytingar,“ segir Haraldur. Steinunn Júlía Steinarsdóttir þroskaþjálfi hefur sett upp heim- ili fyrir fatlaða einstaklinga í Norðtungu III í Þverárhlíð í Borgarfirði en hún og eiginmað- ur hennar, Georg Magnússon, keyptu þennan hluta af Norð- tungu seint á síðasta ári. Steinunn sagði í samtali við Bændablaðið að heimilið væri ætlað til skamm- tímavistunar fatlaðra eða sum- ardvalar. Hún hefur stofnað fyrirtæki um starfsemina sem nefnist ,,Sveit fyrir alla ehf.“ Steinunn segir að þarna bjóðist foreldum fatlaðra barna kostur á að koma þeim í dvöl í stuttan tíma yfir sumarið ef þau þurfa að komast í frí en yfir veturinn verð- ur heimilið fyrst um sinn aðeins rekið um helgar. Steinunn byrjaði starfsemina í febrúar sl. og sagði að hún hefði gengið afar vel og í sumar hefði hún ekki getað annað eftirspurn. Hún segist geta verið með þrjá ein- staklinga í einu því herbergin séu aðeins þrjú en það fjórða muni bæt- ast við innan skamms. Hún sagði það lengi hafa verið draum sinn að setja upp svona aðstöðu fyrir fötluð börn. Hún var alltaf í sveit á sumrin þegar hún var ung og eftir að hún lauk þorskaþjálfanámi segist hún hafa gert sér grein fyrir hve sárlega vantaði svona aðstöðu í sveit fyrir fatlaða einstaklinga. Það væri mjög gott fyrir fatlaða einstaklinga að komast í snertingu við dýrin. Þess vegna er hún með fáeinar kindur, heimaalning, hunda, hest, kanínu og hænur. Hún segir að allt hafi þetta gengið afar vel og skilað miklu fyrir þá fötluðu einstaklinga sem þarna hafa verið. Kynni af dýrum ómetanleg ,,Það er ómetanlegt fyrir fatlað fólk að fá að komast í snertingu við dýr, klappa þeim og gefa þeim að borða eða drekka en ekki bara að skoða þau í Húsdýragarði. Hér eru þau að hjálpa mér að gefa þeim og annast þau að ýmsu leyti,“ segir Steinunn. Hún segir að foreldrar sínir vinni með sér, sjái um eldamennsku og heimilið þannig að Steinunn getur annast einstaklingana sem þroska- þjálfi. Sem fyrr segir er Steinunn að bæta við fjórða herberginu en hún segist ekkert vera farin að hugsa til frekari stækkunar alla vega ekki fyrr en hún sér hvernig þetta geng- ur í framtíðinni. Hún segir að ef allt fer á besta veg geti frekari stækkun komið til greina. S.dór Orðsending til merkingamanna hrossa Töluvert hefur borið á því undanfarið að einstaklingsmerkingablöð koma illa útfyllt til BÍ frá merkingarmönnum hrossa. Í þeim tilfellum þar sem beðið er um að hross skulu grunnskráð, jafnhliða því sem örmerki/frost- mark þeirra er skráð í WorldFeng, verða merkingamenn að fylla vandlega út þá reiti sem ætlast er til og að fullt fæðingarnúmer hrossa og kennitölur ræktenda og eiganda komi einnig fram á umbeðnu formi. Illa útfylltir pappírar tefja mjög fyrir skráningu upplýsinga, í einstaka tilfellum jafnvel ekki hægt að skrá hrossið. Merkingamenn bera fulla ábyrgð á því að upp- lýsingar sem þeir gefa upp séu réttar. Í þeim tilfellum þar sem er verið að örmerkja grunnskráð hross, skal bæði skrá fullt fæðingarnúmer hrossins sem og nafn og uppruna þess, svo bera megi saman að um rétt hross sé að ræða. Framvegis munu einstakl- ingsmerkingablöð verða endursend þeim merkingamönnum sem ekki fylla þau út með fullnægjandi hætti, með beiðni um frekari upplýsingar. Rekur heimili fyrir fatlaða í Norðtungu III í Borgarfirði – Mikil þörf fyrir svona heimili í sveit segir Steinunn Júlía Steinarsdóttir Guðjón og Tumi að gefa Mjallhvít pela. Tumi, Hlynur og Guðjón ásamt fiðurfénaðnum í Norðtungu 3. Ólíðandi að loka pósthúsinu „Það er með öllu ólíðandi að Íslandspóstur geti einhliða sniðgengið vilja íbúa svæðisins með lokun póst- hússins og þar með skert lögbundna þjónustu við íbúa svæðisins,“ segir í ályktun frá stjórn Framsýnar – stétt- arfélags Þingeyinga, en fram kemur að félagið leggst gegn fyrirhug- aðri lokun pósthússins á Laugum. Stjórn Framsýnar tekur heilshugar undir áætlanir sveitarstjórnar Þing- eyjarsveitar um að kæra fyrirhugaða lokun til úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála. Hvar eru raddir stjórn- armanna afurðastöðvanna? – spyr formaður Bændasamtaka Íslands

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.