Bændablaðið - 23.09.2008, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 23.09.2008, Blaðsíða 6
6 Bændablaðið | þriðjudagur 23. september 2008 Málgagn bænda og landsbyggðar LEIÐARINN LOKAORÐIN Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjölmargra annarra er tengjast landbúnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr. 5.400 en sjötugir og eldri greiða kr. 2.400. Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294-2279 – Ritstjóri: Þröstur Haraldsson, ábm. th@bondi.is – Sími: 563 0375 Blaðamenn: Erla H. Gunnarsdóttir ehg@bondi.is – Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Sigurdór Sigurdórsson ss@bondi.is – Sigurður M. Harðarson smh@bondi.is Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason eh@bondi.is – Sími: 563 0303 – Myndvinnsla og frágangur: Prentsnið ehf. Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Netfang auglýsinga er augl@bondi.is Vefsíða blaðsins er www.bbl.is Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins að mestu leyti. ISSN 1025-5621 Krepputal í gósentíð Það fer góðum sögum af gjöfum náttúrunnar á þessu hausti. Nú síðast týndist maður uppi á öræf- um en fannst til allrar lukku aftur á lífi. Hann hafði verið villtur í nokkra daga en tókst að seðja sárasta hungrið með því að tína upp í sig ber. Þetta er í samræmi við það sem maður heyrir, það er allt fullt af berjum alls staðar um allt land. Sjálfur get ég staðfest þetta óbeint því ekki tíni ég ber með eigin höndum. Það er hins vegar gert fyrir mig og af því hef ég notið góðs á þessu hausti. Það gekk meira að segja svo langt að á mínu heimili var í fyrsta sinn lagst í sultugerð og telst það til stórtíð- inda á þeim bænum. En það er ekki bara í berjalaut- unum sem menn fá fylli sína þessar vikurnar. Hvaðanæva að berast fréttir um metuppskeru. Kornbændur mala af ánægju enda allar skemmur að fyllast. Heyfengur er góður og dæmi þess að menn neyðist til að slá þrisvar svo tún sökkvi ekki í sinu. Garð- yrkjubændur eru hæstánægðir með sinn feng, ef frá eru taldir einhverjir kartöflubændur þar sem þurrkar voru of miklir eða ekki á réttum tíma. Þessi árgæska er algerlega á skjön við það sem hæst ber í fréttum. Krepputalið verður háværara með hverjum deginum og heimsendaspámönnum fjölgar dag frá degi, í það minnsta í fjár- málaheiminum. Almenningur í gjánni horfir á síhækkandi afborg- anir af lánum og veltir því fyrir sér hvar þetta endi. Ungt fólk er sagt vera ráðalaust á húsnæðismarkaði, hefur hvorki efni á að kaupa né leigja. Samt er erfitt að trúa því að allt sé á leiðinni á hinn versta veg. Þegar smjör drýpur af hverju strái, berjalyngið ber ekki eigin þunga og kornskemmur tútna út, þá er fátt sem bendir til þess að framundan sé það svartnætti sem margir spá. Raunar hef ég þá trú að þessari dýfu fari að ljúka með hækkandi sól. Sjáum til. –ÞH Þrátt fyrir þurrka víða um land í sumar var grasvöxtur almennt góður. Vöxtur jarðargróða er sem betur fer ennþá mest háður tíðarfari og fá þar menn litlu um ráðið. Þó eru þar einnig blikur á lofti. Flestum vísindamönnum ber saman um að loftslag fari hlýnandi vegna svokall- aðra gróðurhúsaáhrifa. Nýverið var gefin út hér á landi skýrsla vísindanefndar um loftslagsbreytingar, hún staðfestir þessa þróun, sem er alvar- leg á heimsvísu, því mörg mikil rækt- unarlönd gætu spillst með tilheyrandi efnahagslegum óstöðugleika. Öll rök eru til þess að menn kynni sér þessa skýrslu og nýti sér við framtíðarskipulag. Nú þurfa menn að búa sig undir og aðlaga sig þessum forsendum. Svo virð- ist sem Ísland fái aukið hlutverk sem matvælaframleiðsluland vegna hækk- andi hitastigs og vegna þess að talsvert er af óræktuðu landi. Ennfremur er talið að nytjajurtir sem hafa annaðhvort ekki þrifist hérlendis, eða hafa sökum stuttra sumra verið áhættusamar í ræktun, verði, ef spár ganga eftir, auðræktanlegri. Þess- ar spár kynnti Bjarni Guðleifsson náttúru- fræðingur fyrir okkur þegar á Fræðaþingi landbúnaðarins árið 2004. Það er mikilvægt í þessu ljósi að menn gangi vel um ræktunarland, sólundi því ekki eða geri það á annan hátt óaðgengi- legt fyrir matvælaframleiðendur fram- tíðarinnar. Einnig þarf að leggja áherslu á að viðhalda þeirri ræktunarmenningu og búskaparhefð sem fyrir er í landinu. Sveitirnar mega ekki gisna meira. Til þess að viðhalda búskap í sveitum þarf rekstrarumhverfi bænda að batna, ekki síst pólitískur stuðningur. Ganga þarf þannig frá hlutum að auðar búsældarjarð- ir verði aftur setnar fólki sem býr þar og ræktar jörð og samfélag. Nú munu einhverjir segja að þessi framtíðarsýn sé gamaldags og um seinan að endurheimta búskap víða um sveitir, þróunin hafi nú þegar talað sínu máli, landið sé komið í önnur not. Þetta fólk á að spyrja: Er þörfin fyrir mat og mat- vælaöryggi liðin hjá? Fer frumfram- leiðsla á landbúnaðarvörum einhvers staðar í heiminum fram annars staðar en í sveitum? Stoðkerfi landbúnaðarins er undir- búið fyrir að takast á við aukið hlut- verk íslensks landbúnaðar með hlýnandi veðurfari á nýhafinni öld. Hjá Bænda- samtökum Íslands og aðildarfélögum sem hafa bækistöðvar dreift um landið starfa sérfræðingar sem eru í fremstu röð á ýmsum sviðum búvísinda og tengdra greina. Tekist hefur að viðhalda góðu þekkingarstigi innan þessara fyrirtækja og má telja víst að þau fái aukið hlutverk af þeim ástæðum sem að ofan eru raktar. Hannes Finnsson biskup birti árið 1796 merka ritgerð sem hann nefndi „Mannfækkun af hallærum“, kannski til þess að stappa í menn stálinu eftir Móðuharðindin. Hann rakti þar mestu þrengingartíma í sögu þjóðarinnar, suma vart afstaðna, en var samt bjartsýnn á framtíð þjóðarinnar, sagði að þó Ísland sé hallærasamt, þá sé það eigi óbyggj- andi, „þau góðu árin séu miklu fleiri en þau hörðu“. Þrátt fyrir mannfækkun af hallærum, til dæmis á átjándu öldinni, oft af völdum eldgosa og hafíss, þá hefur það í gegnum tíðina sýnt sig hérlendis að grasvöxtur er öruggari en hagvöxtur. EBl. Grasvöxtur á haustdögum Nú undanfarið hafa kynning- arfundir verið haldnir víða um land vegna styrkja til kvenna sem hafa nýjar hugmyndir að vöru og eða þjónustu. Þeir hafa verið afar vel sóttir og greinilegt að mikill hugur er í konum um land allt. Það er félagsmálaráðuneytið sem veitir styrkina og rennur frestur til að sækja um út 28. septemb- er næstkomandi. Markmið með þeim er að draga úr atvinnuleysi kvenna, efla atvinnulíf og fjöl- breytni þess og auðvelda aðgengi kvenna að fjármagni. Ásdís Guðmundsdóttir ráðgjafi hjá Atvinnumálum kvenna var ráðin til Vinnumálastofnunar síð- astliðið vor til að sinna verkefnum tengdum sjóðnum og ennfremur til að sinna ráðgjöf til þeirra kvenna sem hyggjast hefja rekstur eða hafa hugmyndir að rekstri fyrirtækja á landsbyggðinni. Starfsstöð verk- efnisins er á skrifstofu Vinnu- mála stofnunar á Sauðárkróki, en þjón ustan er veitt konum út um allt land. „Ég held utan um þetta verkefni en það er liður í að bæta þjónustu við þær konur sem sækja um og fá styrki, hugmyndin er að leiða fólkið áfram, veita því ráðgjöf og stuðning á meðan það er að þróa hugmyndir sínar,“ segir Ásdís. Hún segir að ráðuneyti félags- mála hafa allar götur frá árinu 1991 úthlutað styrkjum til kvenna vegna atvinnureksturs, veittir hafa verið styrkir til 327 kvenna og nema þeir alls um 160 milljónum króna án þess að upphæðin sé reiknuð til núvirðis. „Þessir styrkir hafa oft og tíðum skipt sköpum fyrir viðkomandi konur, þeir hafa gert þeim kleift að sjá drauma sína um fyrirtækjarekstur rætast,“ segir Ásdís, en um afar fjölbreytt verk- efni er að ræða. „Þessir styrkir eru hluti af stoðkerfi stjórnvalda til að efla atvinnulífið og með sanni má segja að þeir hafi eflt nýsköpun hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum til hagsbóta fyrir landið allt.“ Þegar hafa tugir umsókna borist Nú á þessu ári var ákveðið að auka við styrkupphæðina, hún hefur fram til þessa verið um 20 milljónir króna á ári liðin ár, en til umráða nú í ár eru 50 milljónir króna. Ásdís segir að þegar hafi tugir umsókna borist um mörg spennandi og skemmtileg verkefni víða um land. Hámarksstyrkur sem veittur er í ár er tvær milljónir króna en ekki eru veittir lægri styrkir en 300 þúsund krónur. Hægt er að sækja um styrki til að gera viðskiptaáætlun, til mark aðs- og kynningarstarf, þróun- arvinnu, hönnunar eða vegna efn- iskostnaðar. Þá er að sögn Ásdísar nýmæli nú að konur sem eru með mótaða og áhugaverða viðskipta- áætlun geta sótt um styrk á móti launakostnaði í ákveðinn tíma, en það gerir þeim kleift að vinna að stofnun fyrirtækis og lágmarka tekjutap á þeim tíma. Að sögn Ásdísar þurfa þeir sem sækja um styrki að uppfylla ákveð- in skilyrði, fyrirtækið eða verkefnið sem unnið er að þarf að lágmarki að vera að helmingi í eigu konu eða kvenna, verkefnið þarf að fela í sér nýnæmi og það þarf að skapa atvinnu til lengri tíma. Hún bendir á að þegar rætt sé um nýnæmi sé ekki aðeins verið að tala um nýja vöru heldur einnig þróun á vöru eða þjónustu sem þegar er fyrir hendi. Ráðgjafanefnd metur umsóknir og afgreiðir þær og áætlað er að úthlut- un styrkja fari fram eigi síðar en átta vikum eftir að umsóknarfrestur rennur út. „Við höfum nú haldið kynn- ingarfundi víða um landi og þeir hafa verið afar vel sóttir, það er greinilega hugur í konum að fara út í eigin rekstur og það er ánægju- legt,“ segir Ásdís, en fundirnir eru haldnir í samvinnu við Impru og atvinnuþróunarfélög á hverjum stað, en þessir aðilar hafa einnig kynnt sína þjónustu við frumkvöðla og fyrirtæki. Hún bendir á að konur hafi ekki verið nægilega duglegar að sækja styrki til atvinnusköp- unar, meira hafi verið um slíkt meðal karla og eins sýni athuganir að það séu fremur greinar sem þeir eru ríkjandi í, sjávarútvegur, land- búnaður og iðnaður sem fengið hafi styrki um árin. „Við vonum að sjálfstraust kvenna aukist í þessum efnum og þær sæki í auknum mæli eftir styrkjum til atvinnusköpunar, miðað við undirtektir á fundum okkar um landið er ég bjartsýn á að svo verði,“ segir Ásdís. Hægt er að sækja um styrki á rafrænan hátt á vefslóðinni www. atvinnumalakvenna.is en á síðunni er einnig hægt að nálgast ráðgjöf og fræðslu um hvaðeina sem viðkem- ur fyrirtækjarekstri og viðskiptum. Á síðunni verður einnig vettvang- ur fyrir þær konur sem hafa sótt um styrki og almennt fyrir konur í atvinnurekstri. MÞÞ Félagsmálaráðuneytið úthlutar 50 milljónum króna til kvenna sem hyggja á atvinnurekstur Aukið fjármagn og meiri þjónusta um land allt Áhugasamar konur á fundi um atvinnumál á Reyðarfirði.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.