Bændablaðið - 23.09.2008, Blaðsíða 13
13 Bændablaðið | þriðjudagur 23. september 2008
Haustið er tími afraksturs og
uppskeru. Haustið er tími meyj-
armerkisins. Haustið er tvímán-
uður. Náttúran er í óðaönn að
taka til. Hún dregur blaðgræn-
una úr blöðunum og í ljós kemur
að sum þeirra eru í eðli sínu
skærgul og önnur rauð. Hún ýtir
undir fræin að ljúka nú verkinu
og þeytir síðustu krónublöðum
blómanna út í buskann, rekur á
eftir berjum og könglum og dreg-
ur safann úr stönglum og stofn-
um. Allt skal hníga aftur í skaut
jarðarinnar. Þar skal það bíða
endurkomunnar, ljóssins, vorsins
og birtunnar. Svo segir í gömlu
nornakvæði ensku: „Drottinn óf
heiminn með því að skjóta skyttu
sinni gegnum vef náttúrunnar
… þar vorum við sköpuð – ofin í
iðrum jarðar.“
Þannig fylgir Hildur Hákonar-
dóttir veflistarkona og ræktandi
nýrri bók sinni úr garði, fallegri bók
sem ber heitið Blálandsdrottningin
og fólkið sem ræktaði kartöflurnar.
Þar segir hún sögu kartöflunnar og
ræktunar hennar hér á landi, allt frá
því hinn sænskþýski barón, Fredrik
Wilhelm Hastfer, uppskar þennan
ágæta ávöxt í fyrsta sinn hér á landi
fyrir réttum 250 árum.
Hildur rekur síðan ræktunarsögu
kartöflunnar og segir frá fólkinu
víða um land sem spreytti sig á
að rækta hana. Nær sú saga allt til
nútímans þar sem reistir eru því-
líkir pottar austur í Þykkvabæ að
hægt væri að sjóða kartöflur ofan í
alla landsmenn, auk þess sem þar er
einnig hægt að steikja franskar og
búa til flögur. Hún veltir fyrir sér
þeim afbrigðum sem ræktuð hafa
verið hér á landi og klykkir út með
uppskriftum og leiðbeiningum um
matreiðslu hefðbundinna kartöflu-
rétta frá ýmsum löndum.
Nafnið Blálandsdrottningin á sér
þá skýringu, að því er segir á bók-
arkápu, að hún er eitt af mörgum
afbrigðum sem verið hafa í öndvegi
á borðum landsmanna alla tuttug-
ustu öldina en er talið hafa bor-
ist hingað með frönskum skútum.
„Nafn bókarinnar vísar þó einnig
til hinnar hugrökku og hjartastóru
söguhetju sem varð fyrst kvenna
á Íslandi til að hafa tekjur af kart-
öflurækt,“ segir þar einnig.
Bókin Blálandsdrottningin og
fólkið sem ræktaði kartöflurnar
er 272 bls. að stærð, prýdd fjölda
skemmtilegra mynda og fallega
umbrotin. Salka gefur út.
–ÞH
Bókarfregn
Blálandsdrottning Hildar Hákonardóttur komin út
Brúarskáli í Hrútafirði heyrir sögunni til
Hungraðir vegfarendur um Þjóðveg 1, hringveg milli Reykjavíkur og
Akureyrar, fá ekki lengur keypt kaffi og kleinur í söluskálanum Brú í
Hrútafirði. Búið er að jafna skálann við jörðu. Greiðasala hefur verið
í Brú í 54 ár og þar hefur margur ferðalangurinn áð um tíðina. Áður
en hafist var handa við að rífa skálann voru innanstokksmunir teknir
niður, sem og eldsneytistankar og fleira.
Um árabil var veitingaskálinn að Brú stærsti vinnustaðurinn í Bæjarhreppi,
en Kaupfélag Hrútfirðinga rak hann lengi. Síðastliðin ár hefur hann verið í
eigu Olíufélagsins sem varð svo N1. Í fyrra eignaðist það félag svo að auki
Staðarskála, sem er skammt undan. Félagið er nú að reisa nýjan söluskála
og þjónustumiðstöð við vegamót nýja vegarins um Hrútafjarðarbotn og
tekur hann við hlutverki skálanna beggja, Brúar og Staðarskála.
Umferð verður væntanlega hleypt á nýja veginn í þessari viku, ef
vatnsveður hamlar ekki vegtengingum frekar en orðið er. Þá verða nokkur
tímamót í samgöngusögunni þegar síðasta einbreiða brúin á leiðinni milli
Akureyrar og Reykjavíkur verður aflögð.
Höfundurinn, Hildur Hákonardóttir.Kápusíða Blálandsdrottningarinnar.
Hér með er auglýst þriðja sinni eftir umsóknum
um styrki til frumbýlinga í sauðfjárrækt skv.
ákvæðum núgildandi sauðfjársamnings.
Reglur um úthlutun og umsóknareyðublöð
er að finna á www.bondi.is en skila ber
umsóknum fyrir 1. nóvember næstkomandi.
Reglur eru óbreyttar frá síðustu úthlutun en
verða endurskoðaðar fyrir úthlutun 2009.
Sækja má um vegna bústofnskaupa frá og með
1. janúar 2007 til 1. nóvember 2008.