Bændablaðið - 23.09.2008, Blaðsíða 16
II Bændablaðið | þriðjudagur 23. september 2008
sömu skrokkhlutar eiga í hlut, með
einni mikilvægri undantekningu en
magntollur á hráar ófrosnar kjúk-
lingabringur er 299 kr/kg en 540
kr/kg á frosnum bringum. Þarna
hafa orðið mistök við upphaflega
ákvörðun magntolla sem ekki feng-
ust leiðrétt þegar breytingar voru
gerðar á tollum við lögfestingu
tvíhliða samkomulags við ESB 1.
mars 2007.
Yfirleitt eru sömu tollar á frosna
og hráa ófrosna skrokkhluta, eins
og áður sagði. Við það að innflutn-
ingur á hráu ófrosnu kjöti hingað
til lands yrði heimill yrðu hlut-
fallsleg áhrif magntolla á innfluttar
vörur hins vegar minni en þegar
um frosnar vörur er að ræða þar
sem innkaupsverð á hrárri ófrosinni
er að jafnaði hærra. Það er skoð-
un Bændasamtaka Íslands að með
þessu dragi úr áhrifum tollverndar á
kjötvörur og innflutningur kjöts og
kjötvara aukist til lengri tíma litið.
Hversu umfangsmikil framan-
greind áhrif yrðu er engin leið að
meta en ljóst er að innflutningur á
hráu ófrosnu kjúklingabringunum
á verulega lægra verði myndi hafa
veruleg áhrif á innlenda alifugla-
kjötsframleiðslu, og einnig draga
úr sölu á öðru kjöti. Þau áhrif gætu
að lágmarki numið á bilinu 7-10%
samkvæmt lauslegri skoðun BÍ. Þá
eru ótalin þau skammtímaáhrif sem
markaðurinn verður fyrir af því að
offramboð myndist á kjötmarkaðn-
um með tilheyrandi verðþrýstingi.
Er skemmst að minnast afleiðinga
þess á árinu 2003 þegar allir kjöt-
framleiðendur urðu fyrir miklu
tekjutapi og mörg gjaldþrot urðu
í svína- og alifuglarækt. Ætla má
að það myndi draga enn frekar úr
markaðshlutdeild innlendrar kjöt-
framleiðslu til lengri tíma litið.
Það er ljóst að þessar lagabreyt-
ingar, að óbreyttum tollum á hráu
ófrosnu alifuglakjöti, munu hafa í
för með sér umtalsverða röskun á
kjötmarkaðnum og afkomu fram-
leiðenda í öllum kjötgreinum.
Enn eru ótalin áhrif þess ef
umsaminn tollkvóti á lágmarks-
tollum í kindakjöti vegna WTO-
samninga verður auglýstur í kjölfar
þess að opnað verður fyrir frjálst
flæði á hráu ófrosnu kjöti frá
Evrópu. Vandséð er að lengur yrði
undan þeim innflutningi vikist á
forsendum dýraheilbrigðis eins og
hægt hefur verið hingað til. Telja
má víst að áhugi sé fyrir að flytja
inn fryst lambakjöt á lægri aðflutn-
ingsgjöldum en mögulegt er í dag.
Bændasamtök Íslands leggja þunga
áherslu á að þessi staða verði skýrð
með fullnægjandi hætti áður en ráð-
ist verður í þær lagabreytingar sem
frumvarpið felur í sér.
Bændasamtök Íslands minna
ennfremur á að á sama tíma og
gildistaka laga þessara hvað kjöt-
og kjötvörur áhrærir, er áformað
að leggja af útflutningsskyldu á
kindakjöti. Samtökin minna því
enn á ályktun Búnaðarþings frá
því í mars sl. þar sem skorað var á
Alþingi að fresta gildistöku þessa
ákvæðis í búvörulögum.
Það er ljóst að saman fara í tíma
fullgilding á frumvarpinu og nið-
urfelling útflutningsskyldu. Þessi
staða var að sjálfsögðu ekki ljós
á þeim tíma er skrifað var undir
sauðfjársamninginn í janúar 2007.
Þetta mun því auka enn á vandann á
kjötmarkaðnum. Í kjölfarið lækkar
verð til framleiðanda. Engin trygg-
ing er fyrir því að sú lækkun skili
sér að fullu til neytenda. Þá glíma
mjólk og kjötgreinar landbúnaðar-
ins nú við gríðarmiklar hækkanir
á aðföngum sem framleiðendum er
nauðsynlegt að fá inn í afurðaverð.
Því miður er ekkert sem bendir til
að sú þróun sé að stöðvast.
Sjúkdómastaða búfjárstofna
okkar er góð. Veruleg vinna og
kostnaður liggur að baki til að
tryggja þá stöðu.
Í skýrslu Halldórs Runólfssonar
og Sigurðar Arnar Hanssonar
„Yfirtaka gerða sem varða dýra-
afurðir – Mat á áhrifum –“ er að
finna margar ábendingar um að
upptaka tiltekinna gerða sem fela
í sér frjálst flæði á hrávörum þýði
aukna áhættu á að dýrasjúkdómar
getir borist til landsins. Í skýrslu
sinni nefna þeir þann möguleika að
kanna hvort til álita komi að tryggja
Íslandi rétt til að meta sjálft áhætt-
una af innflutningi matvæla frá
landssvæðum í ESB þar sem kunn-
ugt er um smitandi dýrasjúkdóma.
Þetta þýðir að tryggja þarf að Ísland
hafi áfram fullan rétt á að nýta sér
ákvæði SPS samningsins í WTO
um að ákveða hvað teljist hæfilegt
verndarstig varðandi sjúkdóma sem
gætu borist í dýr eða menn þegar
kemur að ákvörðun um innflutning
á búfjárafurðum frá ESB og öðrum
löndum.
Í viðauka skýrslunnar er fjallað
um mótvægisaðgerðir. Meðal ann-
ars er minnst á stofnun viðbragðs-
sjóðs sem felur í sér að á fjárlögum
hverju sinni séu fjárheimildir til
að takast á við útrýmingu skæðra
búfjársjúkdóma ef svo illa vildi til
að þeir bærust til landsins.
Þakka bréf ykkar dagsett 7/8 '08. Þar óska
Bændasamtökin eftir áliti mínu á frumvarpi
um breytingar á ýmsum lögum vegna endur-
skoðunar á undanþágum frá EES samningn-
um. Nú er sem sagt ætlunin að fella með
lögum niður mikilvægar undanþágur, sem
við Íslendingar höfum haft, og samþykkja í
staðinn meingallað og vanhugsað frumvarp,
sem nú liggur fyrir Alþingi.
Ég kynnti mér þetta frumvarp í vor og bar
það saman við gildandi lög eftir bestu getu,
þegar sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd
Alþingis óskaði eftir áliti mínu á frumvarp-
inu. Legg ég það álit hér með, merkt fylgi-
skjal 1, svo að ekkert fari á milli mála um
mína afstöðu. Ég vil gera allt, sem ég get,
til að forða þjóðinni frá því að þetta frum-
varp verði að lögum. Í sumar hef ég kom-
ist að ýmsu, sem rökstyður enn frekar þá
skoðun mína, að þetta frumvarp eigi Alþingi
að fella. Það eigi síðan að taka upp nýjar
samningaviðræður við EES, og í þeim við-
ræðum eigum við að halda inni öllum þeim
undanþágum, sem við upphaflega fengum
vegna sérstöðu Íslands, þegar við tókum inn
í íslensk lög allt það úr regluverki EES, sem
óhætt er að láta gilda hér á landi. Reynslan
hefur ekki í neinu sýnt, að þær undanþágur
skaði þjóðirnar í Evrópusambandinu. Að
fella niður þær undanþágur, sem snúa að
sóttvörnum manna og dýra hér á landi, getur
aftur á móti orðið hér að stórslysi í framtíð-
inni. Verði einhvern tíma farið í aðildarvið-
ræður við Evrópusambandið, verða íslensku
fulltrúarnir í þeim viðræðum að halda inni
öllum þessum undanþágum,ekki síður en
sérstöðu sjávarútvegsins. Við búum hér á
eyju fjarri öðrum löndum, þar sem landlægir
smitsjúkdómar eru miklu færri en á meg-
inlöndum. Bústofnar okkar komu hingað
á landnámsöld, hafa lítið blandast öðrum
stofnum síðan og eru mjög viðkvæmir fyrir
innfluttum smitsjúkdómum, enda ekkert
ónæmi hér gegn sjúkdómum, sem okkar
búfé hefur aldrei haft nein kynni af. Gott
dæmi er hrossasjúkdómur, sem barst hingað
í fyrsta skipti fyrir nokkrum árum og breidd-
ist út nákvæmlega eins og inflúenzufaraldur
í fólki gerir, ef nýtt, áður óþekkt afbrigði af
veirunni kemur upp. Á liðnum árum hafa
innfluttir búfjársjúkdómar valdið hér mikl-
um búsifjum, t.d. votamæði, þurramæði,
visna, riða og garnaveiki. Við Íslendingar
höfum orðið að kosta miklu til vegna inn-
fluttra búfjársjúkdóma. Votamæði, þurra-
mæði og visnu var útrýmt með allsherjar
niðurskurði á sauðfé á svæðinu norðan úr
Þingeyjarsýslum austur í Skaftafellssýslur,
sauðleysi á öllu þessu svæði í 1-3 ár eftir
niðurskurðinn, síðan fjárskiptum með til-
heyrandi afurðatapi fyrir bændur. Þannig
hurfu nú þessir skæðu sjúkdómar úr landi.
Langar einhvern í þá aftur hingað? Þeir
finnast á öllu svæði Evrópusambandsins,
berast með öndunarsmiti, mjólkursmiti og
blóðsmiti og eru mjög algengir í Miðjarðar-
hafslöndum Evrópu ef litið er til einkenna-
lítilla smitbera. Ég ætla rétt að vona að eng-
inn fari að flytja hingað hrátt lambakjöt af
þessum svæðum sem færi hér á grillin úti í
íslenskri náttúru þar sem forvitnar sauðkind-
ur kæmust í leifarnar. Þetta eru ekki manna-
sjúkdómar. Ef svo væri, værum við þessi
eldri öll dauð fyrir löngu.Geitur eru næmar
og blessaðir geita- og sauðkindaostarnir í
Suðurlöndum eru búnir til úr sýktri mjólk.
Riðan varð okkur erfiðari, enda sýkillinn
nærri ódrepandi. Við grynnkum á henni með
niðurskurði hvenær, sem hún kemur upp, en
það dugar ekki til. Hún er alls staðar í lönd-
um Evrópusambandsins og ekkert gert til að
útrýma henni þar. Hér er bólusett gegn garna-
veikinni með innlendu bóluefni. Held, að
ekkert sé gert í Evrópusambandslöndunum.
Á seinni árum höfum við Íslendingar
útrýmt eða grynnkað á fleiri sýkingum.
Eggja- og kjúklingabændur landsins hafa
staðið sig mjög vel við að fylgja þeim
ströngu reglum, sem hér gilda um hreinlæti í
hænsnabúum. Salmonellusýkingar eru horfn-
ar og kamfýlóbakteríur greinast mjög sjald-
an úr íslenskum afurðum í seinni tíð. Hver
tekur sér eiginlega það vald að eyðileggja
þennan góða árangur? Er það virkilega í
þágu neytenda að hér mori allt í sýktum land-
búnaðarvörum, kannski sýkingum af sýkla-
stofnum, sem aldrei hafa komið hingað áður
og enginn hér hefur ónæmi fyrir? Í fyrstu
málsgrein á fyrstu síðu frumvarpsins stend-
ur, að hér eigi að ná árangri gegn sýkingum
með „neytendavernd“. Verði þetta frumvarp
að lögum, verður dreift í verslanir landsins
innfluttu hrámeti, sem kannski hefur verið
ófrosið á margra daga ferðalagi við mismun-
andi hitastig, svo að margs konar bakteríur,
líka þeir stofnar salmonellu og saurgerla,
sem aldrei hafa fundist hér, hafa fengið
gott tækifæri til að fjölga sér. Ef slíkt gerist,
geta slíkir stofnar orðið skæðir skaðvaldar
hér í mönnum eða skepnum. Til eru margir
salmonellustofnar. Sá skæðasti, salmonella
tyfi, taugaveikibakterían,var hér landlæg og
olli mörgum dauðsföllum, en var útrýmt á
fyrstu áratugum síðustu aldar. Salmonella
tyfimurium, músatyfus, hefur stöku sinn-
um komist hingað, t.d. borist úr amerískum
matarleifum af
Keflavíkurflug-
velli, þegar slík-
ar leifar lentu í
dýrafóðri hér.
Afleiðingarnar
urðu afmarkaðir faraldrar í fólki, en bakt-
erían virðist ekki hafa náð fótfestu í
íslenskri náttúru ennþá. Mildari salmon-
ellustofnar eru landlægir í mörgum
Evrópusambandslöndum. Margir þeirra
hafa ekki komið til Íslands, svo vitað sé.
Salmonellur þola mjög illa frost, svo að
frysting á kjötvörum minnkar hættuna af
þeirri sýkingu til muna.
Hins vegar hefur frysting engin áhrif á
veirur eða riðusýkla. Frosið nautgripakjöt
ber því kúariðusmit ekki síður en ófros-
ið kjöt, ef kjötið er upphaflega af sýktri
skepnu.
Oftrú á vottorð er eitt af einkennum frum-
varpsins. Vottorð eru góð svo langt sem þau
ná, en gilda að sjálfsögðu ekki um vöru, sem
sýklamagn hefur vaxið í eftir að þau voru
gefin út. Skemmd vara, t.d. ófrosið kjöt,
getur komist á leiðarenda með öll gild vott-
orð í lagi, líkt og blessað Karakúlféð gerði,
þegar það kom til Íslands á sínum tíma.
Finnar og Svíar hafa skoðað vörur, sem eru
fluttar til þessara landa skv. EES reglunum,
og fundið sýkingar í a.m.k. fimmtungi þeirra
sýna, sem höfðu gild vottorð með sér. Í
Danmörku er nú í gangi stór salmonellu-
faraldur, sem Danir hafa átt erfitt með að
rekja og ráða við. Það þýðir ekkert að reyna
að halda því fram, að „löglega innflutt kjöt“
skv. reglum EES geti ekki borið smit.
Upplýsingar um upprunaland vöru eru
heldur engin trygging fyrir því að hún sé
ómenguð. Aðeins trygging fyrir því að
meirihluti vörubirgða útflytjandans sé frá
upprunalandinu,
Útflytjandinn má nefnilega bæta í birgðir
sínar afurðum frá öðrum EES löndum. Nú
eru þessi lönd 25. Hvorki stofnar sýkla né
hreinlætisaðstaða við framleiðslu matvæla
eru eins í þessum 25 löndum og verða það
kannski aldrei þrátt fyrir reglur EES.
Verði þetta frumvarp að lögum á Íslandi, er
þjóðin þar með búin að afsala sér réttinum til
að ráða sjálf sóttvarnamálum sínum og færa
þennan rétt í hendur Evrópusambandinu. Ég
vil ekki að hér gildi aðeins erlend lög sniðin
að allt öðrum aðstæðum en þeim, sem hér
eru. EES regluverkið er yfirþjóðlegt og við
mundum ekki hafa neitt um það að segja,
hvað hér yrði gert, ef skæðir sjúkdómar bær-
ust hingað. Kannski yrðum við bara kærð, ef
við færum eitthvað að brölta sjálf í slíkum
tilvikum.
Allir, sem þekkja reglur Evrópusambands-
ins um meðferð matvæla og heilbrigði ali-
dýra, vita að þær reglur eru settar til að
tryggja frjálst flæði landbúnaðarafurða og
lifandi alidýra frá einu landi til annars innan
sambandsins, hömlulaust. Verði sóttvarna-
reglur eða aðrar reglur ætlaðar til að tryggja
hollustu matvæla í vegi fyrir hinum frjálsa
markaði, hafa þær hingað til verið látnar
víkja og ekki spurt um afleiðingar þess fyrir
fólk eða fénað.
Kúariðufaraldurinn, sem byrjaði í Bret-
landi fyrir nokkrum árum, sýndi okkur
veirufræðingum svart á hvítu, hvernig sótt-
varnareglur Evrópusambandsins reynast,
þegar virkilega reynir á þær. Bretar höfðu
þá árum saman framleitt fóðurmjöl í mjólk-
urkýr úr sláturúrgangi og hræjum af sjálf-
dauðum skepnum. Riða er algeng og land-
læg á Bretlandseyjum, þannig að efnið í
þessa fóðurframleiðslu hafði í sér kindariðu-
sýkla. Það eru mjög sterkir sýklar, sem erfitt
er að eyða, en berast ekki auðveldlega milli
dýrategunda. Þetta vissu Bretar og hituðu
því efnið í fóðurmjölið bæði mikið og lengi.
Ekkert kom fyrir, meðan hitað var lengur
en einn sólarhring. Svo kom olíukreppa.
Olíuverð hækkaði og þá var farið að spara.
Hætt var að kynda undir þessari afurð lengur
en 4-5 klst. Afleiðingarnar urðu þær, að upp
kom nýr, áður óþekktur riðusýkill, sem sýkti
kýrnar um gervallt Bretland af banvænum
lömunarsjúkdómi. Þetta afbrigði af riðu
barst í fólk, sem hafði borðað kjöt af sýkt-
um nautgripum og olli banvænum lömunar-
sjúkdómi, sérstaklega í ungu fólki. Kúariða
er hæggengur sjúkdómur. Margir mánuðir
líða alltaf frá smitun, þar til lömunin kemur
fram, oftast nokkur ár. Það á við bæði um
manna og kúasjúkdóminn.
Rannsóknir á þessu nýja fári og upp-
runa þess tóku langan tíma. Þegar orsök-
in fannst, hafði snöggsoðna fóðurmjölinu,
sem var sjúkdómsvaldurinn, þegar verið
dreift í kýr um allt Bretland í nokkur ár,
svo að hvergi í landinu voru ósýktir naut-
gripir. Þann tíma, sem rannsóknirnar tóku,
voru breskar, lifandi kýr úr sýktum hjörðum
fluttar til annarra landa Evrópusambandsins
samkvæmt reglum þess. Einnig til landa
utan þess, eins og ekkert hefði í skorist.
Þegar orsökin fannst, var sýkta fóðurmjöl-
ið bannað í Bretlandi og framleiðslu þess
hætt, en þær birgðir, sem eftir voru, seld-
ar úr landi, án þess að nokkur reyndi að
stöðva þann útflutning. Útflutningur Breta
Álitsgerð dr. Margrétar
Guðnadóttur