Bændablaðið - 23.09.2008, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 23.09.2008, Blaðsíða 7
7 Bændablaðið | þriðjudagur 23. september 2008 Óli Halldórsson á Gunnars- stöðum í Þistilfirði, náfrændi þeirra Jóhannesar og Steingríms Sigfússona, sem báðir eru snilld- ar hagyrðingar, lenti í 5. sæti ásamt tveimur öðrum mönnum í hreppsnefndarkosningum í Svalbarðshreppi. Þurfti því að varpa hlutkesti um hver þeirra fengi 5. sætið. Þar var Óli dreg- inn út. Þá orti hann: Ég er aðeins maður púls og puðs og prýði ekki sveitir fyrirmanna, en sit í hreppsnefnd samkvæmt vilja Guðs en svo er ekki um aðra mína granna. Pokinn Jakob á Varmalæk í Bæjarsveit í Borgarfirði orti að loknum steypudegi, þar sem séra Ólafur Jens Sigurðsson var að byggja sér hús: Mótin fyllast meðan prestsins andi mætti þrunginn svífur yfir landi, heiður og hreinn. Menn horfa á sín handarverk að lokum, hér var steypt úr gríðar mörgum pokum utan um einn. Boðorðin Eitt sinn komu Borgfirðingar og Húnvetningar saman á vísna- kvöldi í Reykjavík. Jóhannes Benjamínsson frá Hallgilsstöð- um á Hvítársíðu orti þá eftirfar- andi vísu til séra Helga Tryggva- sonar: Gaman væri fræðslu að fá að njóta finnst mér rétt að svari guðfræðingar: Hvorir munu fleiri boðorð brjóta Borgfirðingar eða Húnvetningar? Helgi svaraði: Þetta mjög að líku vil ég leggja, ég leiði hjá mér rannsókn innst í hjarta. Þeir brjóta tíu boðorð hvorir tveggja en Borgfirðingar þó í fleiri parta. Þá var ekki verkfall Hálfdan Ármann Björnsson orti í ljósmæðraverkfalli í september sl.: Barn sitt fráleitt fæða má frú um þessar mundir, en verkfall ekkert þjáði þá, er það var að koma undir. Stóru hornin Séra Hjálmar Jónsson segir svo frá. ,,Á prestastefnu upp úr miðri síðustu öld var talað um nauðsyn þess að messa hvern helgan dag. Skútustaðaprestur taldi nokkur tormerki á því, ekki síst um sauðburðinn. Þingeyska féð væri þannig að hjálpa þyrfti flestum rollunum, annars sætu lömbin föst í burðarliðnum (ég held að fjölmiðlafólk viti oft ekki hvað það þýðir að eitthvað sé í burð- arliðnum). Þegar prestur hafði lokið við- bárum sínum laumaði séra Helgi Sveinsson, prestur í Hveragerði, út úr sér þessari vísu: Þótt flest sé í Mývatnssveit fyrirtak mót forlögum ekki spornum. Afkvæmin fæðast þar afturábak með ógnlega stórum hornum.“ Að lokum segi ég eins og lög- fræðingur sem fór að skjóta rjúpur: „Svo handflettir maður rjúpurnar...“ Umsjón: Sigurdór Sigurdórsson ss@bondi.is Í umræðunni MÆLT AF MUNNI FRAM Örn Bergsson, bóndi á Hofi í Öræfum, er formaður Lands- samtaka landeigenda á Íslandi (LLÍ) sem berjast fyrir réttindum landeigenda í þjóðlendumálinu, en víða þykir ríkið hafa komið fram af óskammfeilni í því máli. Örn var beðinn um að segja frá því helsta sem er á döfinni í þess- um málum. Hann nefnir fyrst að ríkið hafi fallið frá fyrri kröfum sínum á svæði 7, sem er Eyjafjörðurinn og hluti af Skagafirði. Þessu hafa land- eigendur að vonum fagnað. Mikil harka hefur verið í þjóðlendu- málunum og fjölmörg þeirra eru og hafa verið fyrir dómstólum hér á landi. Sex mál hafa verið send til Mannréttindadómstóls Evrópu og í haust verða liðin tvö ár frá því að fyrsta málið fór út. Málin eru í vinnslu hjá dómstólnum, sem hefur verið að biðja um gögn hérlendis frá varðandi þau. Vinnuferillinn 5-7 ár ,,En staðreyndin er sú að vinnslu- ferill svona mála hjá Evrópudóm- stólnum er 5 til 7 ár. Við Öræfingar sendum þrjú mál til dómstólsins fyrir tveimur árum og fengum þá númer, en þá voru 80 þúsund mál á undan okkar máli. Þessi mikli málafjöldi kemur fyrst og fremst til af því að eftir að löndin í Austur- Evrópu fengu frelsi, þá rignir yfir dómstólinn málum fólks sem er að reyna að endurheimta eigur sínar, sem af þeim voru teknar á tímum kommúnisma. Við vitum ekki enn hvort okkar mál verða tekin fyrir hjá dómstólnum, því fjölmörgum málum er jafnan vísað frá,“ segir Örn. Aðspurður um framtíðarstöðu Landssamtaka landeigenda segir Örn það mikinn sigur fyrir sam- tökin að ríkið skuli hafa dregið til baka kröfur sínar í Eyjafirði og Skagafirði. Það hafi alla tíð verið krafa LLÍ að ekki yrðu gerðar kröfur í þinglýstar jarðir landeig- enda. Hann segir að svo virðist sem málin séu að þróast í áttina að því, sem LLÍ hafi talið tilgang þjóðlendulaganna. Málaferli standa yfir á Norðausturlandi fyrir hér- aðsdómi og ómögulegt er að spá um úrslit þegar þau koma fyrir Hæstarétt. Örn bendir á að í Austur- Skaftafellssýslu hafi svipuð mál tapast fyrir Hæstarétti, þó svo að þau hafi unnist fyrir Óbyggðanefnd og undirrétti. Málum á Suðurlandi og í Austur-Skaftafellssýslu er lokið, en þar hafa þinglýst eign- arlönd verið dæmd af mönnum. Af þessum þremur dómsstigum hefur Hæstiréttur í gegnum tíðina lagt þyngstu sönnunarbyrðina á land- eigendur, þó hefur hann slakað á í síðustu dómum sínum og nefnir Örn Mýrdal sem dæmi. Vatnalögin Ný vatnalög voru samþykkt á síð- asta þingi en gildistöku þeirra var frestað. Skipuð var nefnd til að fara yfir þau, sem skilaði skýrslu nýverið og var gildistöku laganna frá í fyrra enn frestað. Örn segir að með þessum vatnalögum sé réttur landeigenda skýrður betur en hafi verið í gömlu lögunum. Þetta sé allt einfaldara. ,,Nú á að fresta gildistöku lag- anna aftur og reyna að ná sam- komulagi um breytingar á þeim. Það er mjög athyglisverð niðurstaða sem Eiríkur Tómasson lagapróf- essor kemst að, en hann telur að ef gerðar verði grunnbreytingar á þessum nýju vatnalögum, þannig að vatnsréttindi landeigenda verði skert miðað við gömlu lögin, þá eigi landeigendur rétt á skaðabót- um. Löggjafinn getur ekki gengið á rétt landeigenda án skaðabóta,“ segir Örn. Yfirgangur Landeigendur hafa lengi verið afar óánægðir með hvernig Vegagerðin, Landsvirkjun og Síminn hafa farið yfir lönd manna og greitt mismikl- ar bætur eftir því hvar á landinu er. Örn bendir á að LLÍ hafi fyrst og fremst verið stofnuð um þjóð- lendumálin og beittu samtökin sér eingöngu fyrir því eina máli. En nú vinnur stjórn LLÍ að því að leggja til á næsta aðalfundi breytingar á samþykktum samtakanna í þá veru að samtökin útvíkki starfsemi sína og taki upp vörn í fleiri málum landeigenda. „Við tókum upp varn- ir í vetur fyrir landeigendur í svo- kölluðu frumvarpi til laga um frí- stundabyggð, með góðum árangri,“ segir Örn. ,,Við finnum fyrir vaxandi áhuga fólks á að samtökin taki fyrir fleiri mál, eins og hagsmunagæslu gagnvart opinberum aðilum eins og Vegagerðinni, Landsvirkjun og fleiri aðilum. Menn eru afar óánægðir með hvernig þessi fyr- irtæki umgangast eignarrétt á landi. Við malartekju og mat á landi leyf- ist Vegagerðinni að setja upp mis- munandi verðskrá eftir því hvar er á landinu. Okkur landeigendum er óheimilt vegna samkeppnislaga að birta verðskrá fyrir okkar félags- menn. En þessum fyrrnefndu ein- okunarfyrirtækjum leyfist að birta verðskrá án skýringa. Landeigendur eru eins og krækiber í helvíti gagn- vart þessum risum, sem geta ráðið sér heilu lögfræðistofurnar til að sjá um sín mál,“ segir Örn og bætir við að samtökin séu með þessi mál í skoðun og athugi hvernig landeig- endur geti tryggt rétt sinn. Lögfræðikostnaðurinn Hann segir að stjórn LLÍ hafi ver- ið mjög ósátt við hvernig lög- fræðikostnaðurinn hefur verið úr- skurðaður af Óbyggðanefnd. Sér- staklega hafi þetta komið fram í Þingeyjarsýslum, þar sem Óbyggða- nefnd úrskurðaði lögmönnum LLÍ mjög lágan málskostnað, eða á milli 40 og 60% af raunverulegum kostnaði. Mismuninn urðu landeig- endur að leggja fram. ,,Við höfum ritað forsætisráð- herra bréf þar sem við förum fram á leiðréttingu á þessu. Við teljum að þetta veiki mjög réttarstöðu landeigenda sem geta ekki enda- laust greitt fyrir lögfræðiþjónustu. Við teljum að stjórnarskrárvarinn eignarréttur sé ekki að fullu virtur nema að landeigendur fái algera gjafsókn í þessum málum, eins og þjóðlendulögin gera fullkomlega ráð fyrir. Þar ofan á bætist að það hefur verið mjög misjafnt hvern- ig Óbyggðanefnd ákvarðar máls- varnarlaun og stöðugt hefur verið að síga á ógæfuhliðina hvað það varðar. Lögmenn okkar hafa alltaf verið að fá minna og minna í máls- varnarlaun frá ríkinu. Ríkið segir lögmenn okkar skrifa alltof marga tíma fyrir vinnu sína. Þetta er svip- að og ef ég fengi iðnaðarmann í vinnu og segði við hann eftir á, án rökstuðnings, að ég ætlaði bara að greiða 40% af reikningnum vegna þess að hann hefði skrifað alltof marga tíma. Slíkt yrði auðvitað aldrei liðið,“ segir Örn. „Ég tel að miðað við það sem samtökin hafa nú þegar áorkað hafi þau verið stofnuð 8 árum of seint. Hefðu samtökin verið starfandi þá hefði okkur tekist að stöðva þetta gegndarlausa ofbeldi ríkisins í svo- kölluðum þjóðlendumálum miklu fyrr,“ sagði Örn Bergsson. S.dór Landssamtök landeigenda á Íslandi: Hafa sent sex mál til Evrópudómstólsins – en 80 þúsund mál eru á undan íslensku málunum Örn Bergsson bóndi á Hofi í Öræfum og formaður Landssambands land- eigenda á Íslandi. Hofi 11. september 2008 Hr. forsætisráðherra Geir H. Haarde forsætisráðuneytinu 150 Reykjavík. Nú þegar 10 ár eru liðin frá setn- ingu þjóðlendulaga er Óbyggða- nefnd búin að taka liðlega hálft landið til úrskurðar. Stór hluti mála hefur farið fyrir dómstóla og hæstaréttardómar í þjóðlend- umálum eru orðnir 36 talsins. Þá hefur 6 málum verið skotið til Mannréttindadómstóls Evrópu. Segja má að enn ríki veruleg óvissa um eignarréttarlega stöðu afrétta en jarðir með þinglýstum landamerkjum hafa almennt verið viðurkenndar eignarlönd, með undantekningum þó. Öræfi, jöklar og önnur óþinglýst lönd eru yfir- leitt úrskurðuð þjóðlenda. Málareksturinn veldur land- eigendum verulegum óþægind- um og tjóni, hvað svo sem líður sjálfum niðurstöðum viðkomandi mála. Þeir þurfa sjálfir að eyða miklum tíma í að verja eigur sínar fyrir ásælni ríkisins en jafnframt er þeim nauðsyn að ráða sér lög- menn til að verja hendur sínar. Þar komum við að meginerindi þessa bréfs. Þrátt fyrir hástemmd lof- orð um að bændur og aðrir land- eigendur skuli vera skaðlausir fjárhagslega af málsókn ríkisins fer því víðs fjarri. Málskostnaður lögmanna þeirra hefur hvað eftir annað verið úrskurðaður svo lágur að landeigendur verða sjálfir að bera verulegan kostnað til að brúa bilið, auk þess að bera eigin kostn- að vegna tíma og fyrirhafnar sem óhjákvæmilega fylgir málarekstr- inum. Landssamtök landeigenda á Íslandi telja að þarna sé vegið að eignarréttinum með alvarlegum hætti. Í lýðræðisríki eru það talin mannréttindi að eiga rétt á óháðri vörn sjálfstæðra lögmanna sé að einstaklingum vegið af hálfu rík- isins. Það er alvarlegt mál ef fær- ustu og reyndustu lögmenn á sviði eignarréttar hérlendis fást ekki lengur til að taka að sér þjóð- lendumál fyrir landeigendur vegna þess að málskostnaður fæst ekki bættur að fullu af hálfu ríkisins. Fjöldi landeigenda hefur ekki handbæra fjármuni til að greiða þennan kostnað úr eigin vasa og hefur enda ekki stofnað til slíkra útgjalda. Margir neyðast því til að láta kyrrt liggja í stað þess að verja eigur sínar með tiltækum ráðum. Þetta er staða mála að óbreyttu. Við förum því fram á það að þú sem forsætisráðherra og yfirmað- ur þjóðlendumála í landinu beitir þér fyrir úrbótum af hálfu ríkisins á þessu sviði svo tryggt verði að sérhverjum landeiganda gefist í raun kostur á að verja eigur sínar með ráðum og aðstoð færustu manna á sínu sviði. Að öðrum kosti er stjórnarskrárvarinn eign- arréttur ekki virtur að fullu. Virðingarfyllst, Örn Bergsson, formaður Landssamtaka landeigenda á Íslandi Bréf LLÍ til forsætisráðherra

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.