Bændablaðið - 23.09.2008, Blaðsíða 2
2 Bændablaðið | þriðjudagur 23. september 2008
Áburðarverksmiðjan sendi bréf til
bænda á dögunum og bauð þeim
áburð á 25% hærra verði en verð-
skrár síðasta vors sögðu til um. Um
er að ræða nokkur þúsund tonn
sem ekki seldust í vor og liggja í
vörugeymslum fyrirtækisins.
Í bréfinu spáir Áburðarverk-
smiðjan því að áburðarhækkun
á næsta ári nemi 70-100% (m.v.
markaðsverð í dag) þegar tekið
hefur verið tillit til gengisbreyt-
inga, fjármagnskostnaðar og ekki
síst hrávöruverðs sem fer stöðugt
hækkandi. Pétur Pétursson mark-
aðsstjóri Áburðarverksmiðjunnar
segir það borga sig fyrir bændur
að birgja sig upp af áburði nú en
viðskiptaskilmálarnir eru þeir að
bændum bjóðast allt að 6 mánaða
greiðslusamningar. Þeir fá áburðinn
afhentan heim á hlað en aksturs-
kostnaður er nú 1.000 kr. á tonnið
sem er 100 krónum hærra en síð-
asta vor. Gert er ráð fyrir að allur
áburður verði afhentur í september
og gjalddagi verður 15. október.
„Ég vona að bændur nýti sér
þetta tilboð því við teljum mikið
hagræði fyrir þá að kaupa áburð á
þessu verði. Um er að ræða áburð
sem kom með seinni skipunum
í vor og það útskýrir hækkunina
m.v. verðlistana sem gefnir voru
út á sínum tíma. Okkar hagur er að
losa lagerinn og fá fjármagn inn í
fyrirtækið en bændur geta gert góð
kaup miðað við þær horfur sem eru
á fjármagnsmarkaði og ekki síst
hrávörumarkaði með áburðarefni,“
segir Pétur Pétursson markaðsstjóri
Áburðarverksmiðjunnar.
Fréttir
Axel Oddsson, bóndi á Kvern-
grjóti í Dölum, er að ljúka við
uppsetningu á 2.800 fermetra
fjósi sem hann keypti í Flórída
í Bandaríkjunum, vegna þess
að þar var ódýrasta fjósið að fá.
Hluta af fjósinu keypti hann svo í
Póllandi. Húsið kemur í stálbitum
sem boltaðir eru saman og klætt
með stálplötum á hliðunum.
Allar innréttingar í fjósið,
mjaltakerfið og mjólkurtankinn,
keypti hann í Danmörku.
Verðið á innréttingunum og
mjólkurkerfinu segir Axel að hafi
verið um það bil 15% af verðinu
hér á landi.
Tók innréttingarnar sjálfur niður
,,Þetta eru hreinlega ótrúlegar tölur,
en staðreynd samt. Ég sá innrétt-
ingarnar og mjaltakerfið auglýst
í danska bændablaðinu. Ég skoð-
aði þetta síðan á vefnum, hringdi
í karlana sem voru að selja þetta
og bað þá selja mér allt saman.
Daginn eftir fór ég út og gekk frá
kaupunum. Síðan vann ég sjálf-
ur við að taka innréttingarnar og
mjaltakerfið niður, sem var í sjálfu
sér ekki mikil vinna. Það var hins
vegar ólýsanlega mikil vinna að
eiga við kerfið hér heima á Íslandi,
að fá að flytja þetta inn. Það var
mesta málið,“ segir Axel.
Hann segir allt hafa verið sótt-
hreinsað í Danmörku að viðstödd-
um dýralækni, sem hafi gefið
vottorð fyrir því, enda segist Axel
ekki hafa viljað flytja efnið inn að
öðrum kosti.
Treysta ekki dönskum
dýralæknum
,,Þegar heim kom byrjuðu ,,ævin-
týrin“. Vottorð danska dýralækn-
isins var ekki tekið gilt hér á landi.
Þeir segja staðlana sem við erum
með vera miklu betri en nokkurs
staðar í heiminum. Kerfið allt er svo
þungt í vöfum að manni dettur helst
í hug að það sé til þess að menn séu
ekkert að reyna að afla sér ódýrara
efnis og hluta erlendis. Ég varð að
fá leigt sérstakt hreinsað svæði, rífa
allt út úr gámunum og dýralækn-
ir stóð yfir öllu saman og skoðaði
vandlega. Svo varð ég að raka öllu
aftur í gámana og fara með þá aftur
í portið hjá Atlantsskipum og leysa
þá formlega út að viðstöddum toll-
vörðum. Kostnaðurinn við þetta
umstang hér á landi var sá sami og
að flytja efnið heim frá Danmörku.
En verðið á þessu öllu saman úti í
Danmörku var svo ævintýralega
lágt að allt þetta borgaði sig samt,“
segir Axel.
Hann segist munu koma fyrir
um 220 til 240 mjólkandi kúm,
þegar fjósið verði fullbúið, en nú er
hann með um 80 kýr. S.dór
Axel Oddsson á Kverngrjóti í Dölum
Keypti nýtt fjós í Flórída og
innréttingar frá Danmörku
Á þessu ári hafa öll aðföng til
bænda hækkað um tugi pró-
senta; olía, áburðarverð, kjarn-
fóður, plast fyrir heyrúllur, fjár-
magnskostnaður og fleira.
Ingvi Stefánsson er bóndi á
Teigi í Eyjafirði og formaður
Svínaræktarfélags Íslands. Hann
segir að afkoma svínakjötsfram-
leiðenda hafi versnað talsvert á
skömmum tíma. Þá sé ekki sé eins
mikil aukning á sölu á svínakjöti
eins og undanfarin ár. Verð á svína-
kjöti hefur ekki hækkað síðan í
mars, en þá hækkaði það um 6%.
Önnur hækkun hefur ekki orðið á
árinu, þótt aðföng hafi hækkað um
tugi prósenta, auk mikillar hækk-
unar á fjármagnskostnaði.
Aukinn innflutningur á
svínakjöti
Þess vegna segir Ingvi að afkoma
svínaræktenda hafi að sjálfsögðu
versnað umtalsvert. Eins og rekst-
urinn líti út í dag hefði þurft að
hækka verð á kjöti, en hann segist
ekki sjá að forsendur séu fyrir því
og að markaðurinn taki ekki við
hækkunum. Árin 2006 og 2007,
áður en hinar gríðarlegu hækkanir
á svínafóðri komu til, hafi afkom-
an verið viðunandi í svínaræktinni
en hún sé það ekki lengur, eftir
allar þær aðfangahækkanir sem
orðið hafa á þessu ári.
Ofan á allt þetta hefur innflutn-
ingur á svínakjöti aukist mjög, en
á fyrstu 7 mánuðum þessa árs er
búið að flytja inn meira en 200
tonn af svínakjöti. Ingvi bendir á
að verið sé að flytja inn þá hluta
skrokksins sem skili mestri fram-
legð og því komi þetta hart niður á
innlendu framleiðslunni.
Aðspurður hvort svínarækt-
endur séu viðbúnir enn frekari
samkeppni, ef t.a.m. væntanlegt
matvælafrumvarp leyfi aukinn
innflutning á kjöti og lækkun á
tollum, segir Ingvi að margt sé
enn óljóst varðandi matvælafrum-
varpið. Eins hljóti stjórnvöld að
verða að gera upp við sig varðandi
tollverndina, hvernig hún komi til
með að líta út.
Þungt hljóð í mönnum
,,Mér sýnist líka augljóst að þessir
auknu tollkvótar og tollalækkanir,
sem komu í mars árið 2007, séu
farin að hafa mikil áhrif núna. Ég
sé ekki að menn þoli mikið meira
í þá veruna,“ segir Ingvi.
– Heyrir þú eitthvert uppgjafa-
hljóð í svínabændum?
,,Nei, ekki kannski uppgjafa-
hljóð, en það er þungt hljóð í
mönnum, eins og víðast hvar í
þjóðfélaginu um þessar mund-
ir. Fjármagnskostnaður hækkar,
verðbólga er fyrir löngu komin
úr böndunum og krónan búin að
vera í frjálsu falli.“
Jákvæð teikn á lofti
Ingvi bendir á að heimsmarkaðs-
verð á hrávöru og þ.m.t. korni hafi
lækkað hratt síðustu vikur eftir
gríðarlegar hækkanir á síðastliðnu
ári. „Verðlækkanir á korni hafa
að litlu leyti skilað sér til okkar,
vegna þess hversu mikið krón-
an hefur veikst á sama tíma. Það
hlýtur þó að gerast á næstu mán-
uðum, sem er vissulega jákvætt,“
sagði Ingvi Stefánsson. S.dór.
„Framleiðslukostnaður
hefur hækkað mjög mikið“
– segir Ingvi Stefánsson, formaður
Svínaræktarfélags Íslands
Ingvi Stefánsson formaður Svína-
ræktarfélags Íslands.
92 ára útskurðarmeistari á Selfossi
Þrátt fyrir að Sigurður Bjarnason á Selfossi sé 92 ára gamall er hann
á fullu að skera út í tré og útbýr fjölbreytt úrval af fallegum munum.
Síðustu vetur hefur hann sótt námskeið á vegum Félags eldri borgara
hjá Þuríði Blöku Gísladóttur á Selfossi. Hann segir hana frábæran
kennara og gefur námskeiðum hennar sína bestu einkunn.
„Ég sótti fyrsta námskeiðið hjá Blöku 1998 og hef ekki getað stoppað
síðan að skera út, þetta gefur mér ótrúlega mikið og styttir stundirnar hjá
gömlum manni,“ segir Sigurður og brosir. Hann er frá Hlemmiskeiði á
Skeiðum, er fæddur og uppalinn þar og var með búskap á bænum frá 1946
til 1992, þegar hann flutti í Bakkatjörnina á Selfossi.
„Ég hef skorið mest út af klukkum, enda hef ég gefið öllum börnunum
mínum, sem eru fimm talsins, klukku og næstum því öllum barnabörnum
mínum líka. Þá hef ég verið að leika mér aðeins með blómamyndir og
annað skemmtilegt,“ segir Sigurður að lokum. MHH
Sigurður Bjarnason, sem verður 93 ára 1. janúar nk., með hluta af þeim
munum sem hann hefur skorið út eftir að hafa sótt námskeið á vegum
Félags eldri borgara hjá Þuríði Blöku á Selfossi. Hann segir afskaplega
skemmtilegt og þroskandi að skera út.
Foktjón á kornakri
Kornskurður hófst á Mánár-
bakka 14. september og lauk
í lok liðinnar viku. Að sögn
Bjarna á Mánárbakka var skor-
ið af sex hekturum og uppsker-
an ca. 35 tonn af blautu korni
sem hann áætlar að séu um 17
tonn af þurrkuðu korni. Bjarni
segir talsvert foktjón hafa orðið
á akrinum í mesta sunnan roki
sem gert hafi á Mánárbakka
í fjölmörg ár. Bjarni telur að
hátt í 8-9 tonn af blautu korni
hafi horfið út í veður og vind,
auk hálmsins af því sem búið
var að slá. Þetta kemur fram
á nýjum vef, tjorneshreppur.
is sem opnaður var í síðastlið-
inni viku. Á vefnum er hægt að
nálgast ýmsar upplýsingar um
sveitarfélagið, s.s. um þjónustu,
stjórnkerfi og íbúatal. Að auki
munu birtast á vefnum fréttir
frá sveitarfélaginu.
Þann 17. september komu bændur í Öræfum með hrúta sína saman til sýn-
ingar á Svínafelli 3 (Bölta), en þarna voru fjórir til sjö veturgamlir hrútar
frá nánast öllum búum í sveitinni. Myndin sýnir þá hrúta sem efstir stóðu
ásamt eigendum sínum. Efstur stóð Þorri hjá Erni á Hofi, þá Roði hjá
Guðjóni á Svínafelli, þriðji Seifur Sigurðar á Hnappavöllum, fjórði Svanur
Guðmundar á Hnappavöllum og 5.-7. sætið skipuðu; Grettir hjá Gunnari
á Litla-Hofi, Geysir hjá Guðjóni á Svínafelli (Jóhann heldur í hrútinn) og
Kvistur hjá Arnari á Hofi. Allir þessir hrútar eru frábærir einstaklingar
og veturgömlu hrútarnir í sveitinni voru í heild ákaflega föngulegir. Það
sem er mjög athyglisvert er að sex af þessum sjö hrútum eru hálfbræður,
synir Rafts 05-966 frá Hesti, en Roði á Svínafelli er sonur Bobba 04-962 frá
Sveinungsvík. Nokkrar líkur má telja á að einhvern af þessum glæsilegum
bekrum verði að finna í notkun á sæðingastöðvunum innan örfárra ára.
Spá 70-100% hækkun á áburði næsta vor
Yfir eitt þúsund gestir heim-
sóttu Hafíssetrið í sumar en
tæpur helmingur þeirra voru
erlendir ferðamenn og voru það
til muna fleiri gestir en 2007.
Sérstaklega var dagskrá seturs-
ins á Húnavökunni vinsæl; leið-
sögn Þórs Jakobssonar og upp-
lestur á Ísbjarnasögum. Stjórn
Hafíssetursins lýsir ánægju sinni
yfir að svo margir hafi sýnt setr-
inu áhuga og þakkar gestum kær-
lega fyrir komuna. Hafíssetrinu á
Blönduósi hefur nú verið lokað.
Setrið verður opnað að nýju næsta
vor og mun fólk þá geta séð nýjan
ísbjörn. Eins og flestir vita varð í
júní að aflífa tvo ísbirni, sem komið
höfðu til Íslands. Fékk Hafíssetrið
seinni björninn (birnuna), sem fannst
við Hraun á Skaga, til umráða.
Yfir þúsund gestir á Hafíssetrinu í sumar