Bændablaðið - 23.09.2008, Blaðsíða 11
11 Bændablaðið | þriðjudagur 23. september 2008
Vatnsdælur
SPD 9500
Dæla - fyrir óhreint vatn
Hentugar á heimilið, í garðinn, sumarhúsið
eða bátinn
Neysluvatnsdælur, brunndælur, borholudælur
SCD 12000
Dæla - fyrir ferskvatn.
Stillanlegur
vatnshæðarnemi.
S
tillanlegur vatnshæ
ðarnem
i
GP 60
Garðdæla fyrir aukinn þrýsting
BPP 4500
Dæla með þrýstikút
og þrýstijafnara
SPP 60 Inox
Ryðfrí og öflug
borholu- og
brunndæla
SKEIFAN 3E-F · SÍMI 581-2333 · FAX 568-0215 · WWW.RAFVER.IS
kr. 747.000 án vsk.
kr. 632.500 án vsk.
Sveitarstjórn Mýrdalshrepps
hefur samþykkt að koma á fót
sjálfseignarstofnun, Kötlusetri,
í samstarfi við þá aðila sem
á því kunna að hafa áhuga.
Meginmarkmið Kötluseturs
verður að stunda rannsóknir á
eldstöðinni Kötlu og áhrifum
Kötlugosa á mannlíf og nátt-
úrufar. Kötlusetri verður einnig
ætlað hlutverk á sviði land- og
ferðamálafræða sem og menn-
ingarmála. Tillagan var sam-
þykkt með öllum greiddum
atkvæðum. Sveitarstjóra var
síðan falið að undirbúa stofnun
Kötluseturs með vinnuhópi sem
sveitarstjórn tilnefnir.
Sveinn Pálsson sveitarstjóri
sagði í samtali við Bændablaðið
að málið væri á byrjunarstigi
og hefði aðeins fyrsta skrefið til
að reisa setrið verið tekið. Að
þessu hefði verið unnið í nokkurn
tíma til þess að stilla fókusinn,
eins og hann orðaði það. Nafnið
Kötlusetur hefði verið ákveðið
og vonast til að fljótlega verði
hægt að koma af stað einhverri
starfsemi, eins og rannsóknum á
Kötlugosi og afleiðingum þess á
mjög breiðu sviði.
Fræðimannasetur
„Hér eru jarðvísindamenn mjög
oft á ferðinni við rannsóknir, dag-
inn út og daginn inn, liggur mér
við að segja. Við erum að vonast
til að eitthvað af þeirri starfsemi
geti verið hér eftir að aðstöðu hefur
verið komið upp fyrir fræðimenn.
Eins geta hér farið fram rannsóknir
á öðrum eldfjöllum, þótt við köllum
setrið eftir Kötlu,“ segir Sveinn og
bætir við að enn sem komið er sé
það bara sveitarfélagið sem standi
að þessu. Hins vegar sé unnið að
því að fá fleiri aðila til að koma að
verkinu, þótt ekkert sé fast í hendi
með það. Sveinn segist vonast til
að Háskólafélag Suðurlands, sem
er nýstofnað félag, komi að þessu
enda hafi það lýst yfir áhuga á að
vera með í Kötlusetri. Rætt hafi
verið við fleiri aðila en ekkert verið
ákveðið enn sem komið er. S.dór
Stofna á Kötlusetur í Mýrdalshreppi
Hreinræktaður og ættbók-
arfærður íslenskur rakki
vill komast á gott framtíð-
arheimili. Sjaldgæfur að lit,
silfurgrár og hvítur, snögg
feldgerð og tvíspora. Bólu-
settur og örmerktur, dugleg-
ur hvolpur. Verð hóflegt fyrir
áhugasama.
Uppl. í s: 846 0895, Stefanía
www.bbl.is