Bændablaðið - 23.09.2008, Blaðsíða 27

Bændablaðið - 23.09.2008, Blaðsíða 27
24 Bændablaðið | þriðjudagur 23. september 2008 Nýverið áskotnaðist matardálka- höfundi Bændablaðsins kassi með úrvali gamalla og nýrra uppskrifta sem honum fannst mikill fengur í. Ekki síst fyrir þær sakir að í mörgum hinna eldri uppskrifta leyndist hver fjársjóðurinn á fætur öðrum. Undantekningarlaust eru eldri uppskriftirnar fljótlegar og auð- veldar í lögun og hér fylgja því tvær slíkar að þessu sinni. Freistandi fíkjubrauð 1 bolli fíkjur 1 bolli vatn 2 bollar hveiti 1 bolli sykur 1 tsk. matarsódi 1 egg 1 bolli mjólk Aðferð: Sjóðið vatn í potti, skerið fíkjurnar smátt og bætið út í pottinn. Hrærið í þar til verður létt maukað saman. Setjið hveiti, sykur, matarsóda, egg og mjólk í skál, bætið fíkjumauk- inu út í og blandið vel saman með sleif. Setjið í smurt brauðform og bakið í neðstu rim í ofni við 180°C í klukkutíma. Gómsæt haustkæfa 3 kg feitt lambakjöt 2 stórir laukar pipar salt season all aromat nokkur lárviðarlauf, eftir smekk 1 kg tólg Aðferð: Sjóðið kjötið og látið malla í nokkra stund þar til það er vel meyrt. Hakkið síðan kjötið ásamt lauknum og blandið saman í hrærivélaskál. Bræðið tólgin og bætið saman við ásamt fíntskornum lárviðarlaufum. Kryddið eftir smekk og hrærið vel saman og nokkuð lengi í hrærivél- inni eða þar til rétt bragð fæst. Setjið í form og kælið. ehg MATUR Borðið með bestu lyst 6 4 8 1 5 9 8 7 5 4 2 5 9 6 7 1 3 1 4 8 9 1 6 3 3 4 5 4 8 2 9 9 6 7 3 5 6 7 1 6 9 1 2 5 7 3 2 1 9 3 1 4 7 8 2 5 7 9 6 4 3 8 5 3 1 7 2 8 Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur frá 1-9 í eyðurn- ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóðrétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari línum. Þrautirnar eru miserfiðar, sú sem er lengst til vinstri er léttust og sú til hægri þyngst en sú í miðjunni þar á milli. Hægt er að fræðast nánar um Sudoku-þrautirnar á vefsíðunni www.sudoku.com og þar er einn- ig að finna fleiri þrautir ef þessi skammtur nægir ekki. Líf og lyst Fíkjubrauðið er tilvalið við hvaða tækifæri sem er, það tekur aðeins um tíu mínútur að útbúa það og síðan bakast það í klukkutíma í ofninum. Best er að bera það fram heitt með smjöri einu saman. Upphaf búskapar þeirra Sigrún- ar og Ólafs í Bollakoti er hægt að rekja aftur til ársins 1984 þegar þau tóku við kúnum og máttu þá framleiða 65000 lítra af mjólk. Þau tóku ári seinna við kindunum „en við sáum fljótlega að sauðfé átti ekki við okkur nema þá í pottinn.“ Þau skiptu rétti í sauðfé yfir í mjólk og hafa svo í gegnum árin verið að kaupa kvóta og stækka við sig. Þau hafa endurnýjað nær öll hús á landareigninni og byggðu nýtt fjós árið 2007. Býli? Bollakot í Fljótshlíð. Staðsett í sveit? Bollakot er staðsett miðsvæðis í Fljótshlíðinni, stutt á alla bari sveitarinnar. Ábúendur? Sigrún Þórarinsdóttir frá Grindavík og Ólafur Þorri Gunnarsson frá Bollakoti. Fjölskyldustærð (og gæludýra)? Ólína Dröfn nemi á félagsfræði- braut, Þórir Már nemi í vélvirkj- un, Sigga Þyrí nemi í hárgreiðslu, Tryggur aldraður varðhundur og Líló heimilisköttur sem er öflug í meindýravörnunum. Stærð jarðar? Ca. 500 ha innan heimalands og svo eigum við part í óskiptu landi uppi í högum. Tegund býlis? Kúabú með litlum frávikum. Fjöldi búfjár og tegundir? Fjós með 74 básum og uppeldi, 220 þús l kvóti. Það eru allir kálf- ar settir á, nautkálfar eru hafðir sér.Við eigum 10 ær og einn mjög aldraðan hrút. Nýlega bættust 2 hestar við eftir mörg hestlaus ár. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á Bolla- koti? Allir dagar hefjast á mjöltum og þá yfirleitt um kl. 7, síðan taka við almenn árstíðarbundin störf. Deginum lýkur þegar búið er að sinna kúnum að kvöldi. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Það skemmtilega er að uppskera hvort sem það er hey, bygg, eða myndarlegur kvígukálfur. Það eru engin bústörf leiðinleg þau eru bara mis skemmtileg. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni ykkar eftir 5 ár? Nýja fjósið orðið fullt af hámjólka kúm, akuryrkja stóraukin og son- urinn um það bil að taka við. Hvaða skoðun hefur þú á félags- málum bænda? Öll félagsmál þurfa að vera virk og ekki síst fyrir okkur bændur svo hagsmuna okkar sé gætt. Við höfum lítið komið að félagsmálum bænda en tökum ofan fyrir öllum sem að þeim koma. Hvernig mun íslenskum land- búnaði vegna í framtíðinni? Landbúnaði á Ísland á eftir að vegna mjög vel sökum hreinleik- ans sem við búum við og margir vanmeta en við sjáum fyrir okkur stóraukna akuryrkju og við bænd- ur eigum eftir að vera sjálfir okkur nógir um allan fóðurbæti. Hvar telur þú að helstu tæki- færin séu í útflutningi íslenskra búvara? Útflutningur er eitthvað sem við eigum að vera opin fyrir og mark- aðsetja okkur á hreinleikanum. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, ostur, rababarasulta og marmelaði a la Sigrún. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Það er að sjálfsögðu lambalæri a la Sigrún og nautahakk matreitt í öllum útgáfum. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Það var þorláksmessa 2007; þá fóru kýrnar í fyrsta sinn inn í nýja fjósið. Bærinn okkar: Bollakot – Fljótshlíð Ólína Dröfn. Sigrún, Ólafur Þorri, tendadóttirin Sigga Þyrí og sonurinn Þórir Már.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.