Bændablaðið - 23.09.2008, Blaðsíða 23
20 Bændablaðið | þriðjudagur 23. september 2008
Fyrir 90 árum, árið 1918, gaf
AVERY fyrirtækið í Bandaríkj-
unum út stóran katalóg (safn-
skrá) yfir dráttarvélar sínar
ásamt ýmsum fylgihlutum. Þar
er m.a. mynd og lýsing á sams-
konar dráttarvél og þeirri fyrstu
sem kom til Íslands fyrir 90
árum, og gekk undir nafninu
Akranesstraktorinn. Á forsíðu
skrárinnar blasti við vörumerki
fyrirtækisins – The Bull Dog –
bolabíturinn, sem er sérstakt
hundakyn, sterklega vaxið og
orðlagt fyrir kjark og seiglu.
Í fyrsta kaflanum, Undirbúning-
ur akurlendis, segir að Avery trakt-
or og plógur færi þér betri sáðreiti.
Dýpt plógfarsins og tíminn sem fer
í plæginguna hafi mikið að segja
um hver afraksturinn geti orðið.
Plæging útheimti meiri orku, eða
vinnu á tímaeiningu, en nokkur
önnur sveitavinna. Alltaf hafi verið
erfitt að stunda þessa vinnu með
hestum eða múldýrum, og nú um
stundir sé það erfiðara en nokkru
sinni fyrr þar sem þú þurfir að
plægja dýpra og á nákvæmlega rétt-
um tímapunkti. Traktorinn færir þér
orku til að plægja djúpt og plægja
hratt, segir þar; orku sem erfiður
jarðvegur hamlar ekki, né heitt veð-
urfar eða flugnager; orku sem nýt-
ist allan sólarhringinn, ef nauðsyn
krefur. Dráttarvélin vinni á við tvo
eða fleiri starfsmenn með hesta.
Og eftir plægingu getur þú farið
yfir svæðið með herfi, til að slétta
og jafna yfirborðið, mylja það og
almennt undirbúa akurinn með
traktornum á betri og jafnframt
ódýrari máta en þú getur nokkurn
tíma með hestum.
Fjölbreytt landbúnaðartæki
Margar skýringarmyndir eru í þess-
um 90 ára gamla bæklingi ásamt
lýsingum á þessum nýju undravél-
um og yfirburðum þeirra miðað við
hestana. Einnig eru kynntar þarna
ýmsar gerðir af plógum og herfum,
raðsáninga- og uppskerutækjum.
Þarna má sjá þreskivélar, vélar til
plöntunar og flysjunar, sláttuvélar
á grasi í vothey; einnig myndir af
vélum til notkunar við ávaxta- og
kartöfluræktun, þ.e. nokkurs konar
„gróðrar-traktorum“. Þá eru kynntir
mykjudreifarar, þarfaþing sem áttu
eftir að gera mikið gagn, m.a. hér á
Íslandi allt fram á okkar daga. Ýmis
áhöld og tæki voru þarna sem voru
tengd dráttarvélunum, m.a. til að
draga þunga trjástofna og jafnvel til
að færa til hús. Sum þessara tækja
voru notuð til að saga niður stór tré,
við að binda hey í bagga, við mölun
á fóðri og við borun á brunnum eftir
vatni. Dráttarvélarnar voru einnig
notaðar til að draga skurðgröfur,
t.d. þegar ræsi voru gerð.
Vélarnar voru á þessum árum
mikið notaðar til að draga ýmislegt,
enda kallaðar dráttarvélar/traktorar
(e. traction=dráttur, tog eða drátt-
arafl). Sérstaklega var hér um að
ræða ýmislegt sem varðaði fram-
leiðsluna á býlunum svo sem hjálp-
artæki og annan búnað. Einnig valt-
ara og önnur tæki til vegagerðar.
Mottóið var vélvæðing
Í bæklingi þessum frá 1918 er
hvatning til bænda að vélvæð-
ast. Þar segir m.a.: Þú lætur ekki
myrkrið á nóttinni stoppa þig, en
hægt var að kveikja á ljósalugtum
á vélunum, ef þurfa þótti. Þá lætur
þú ekki skort á mannahaldi hafa
áhrif á þig, og mundu að þú slekkur
ekki á fóðrun hestanna eftir notkun,
eins og dráttarvélunum. Þú tvöfald-
ar afköstin miðað við hestana, og
þú gerir ekki við bilaðan hest með
skrúflykli, eins og þú getur við bil-
aða dráttarvél. Þá segja þeir að það
kosti 1,2 hektara að fæða manninn
og 2 ha að fæða hest, og spyrja:
hverja mun uppskera þín fæða?
Þú lýkur hinum daglegu verkum
snemma ef þú notar traktor. Ekkert
þarf að hugsa um traktorinn þegar
hann er ekki í notkun, eins og þú
þarft gagnvart hestum. Láttu því
unga manninn á bænum og traktor-
inn um verkin. Gefðu þeim tæki-
færið. „Þetta er besta fjárfesting
sem ég hef gert,“ segir einn drátt-
arvélareigandinn.
Hér segir að vinnuhestar skili
vinnu í aðeins 100 daga að með-
altali á ári, en þeir éta allan tímann,
hvort sem þeir vinna eður ei. Þegar
þú ræktar land með hestum eða
múldýrum þá éta þau u.þ.b. einn
fjórða af öllu sem þú aflar. Þú verð-
ur að fóðra þau alla hina 265 daga
ársins til einskis, aðeins til að ná
100 daga vinnu hjá þeim. Þessu er
á annan hátt farið þegar um traktor
er að ræða, því máttu trúa!
Avery, stærsti framleiðandinn
Bæklingurinn er 80 blaðsíður að
stærð og þar eru allar vélar þessa
stóra fyrirtækis tíundaðar ásamt
fylgihlutum og aukavélum, og er
fjölbreytnin á þessu herrans ári
1918 með ólíkindum, og vafamál
að dráttarvélafyrirtæki dagsins í
dag bjóði upp á slíka fjölbreytni.
Gufuaflsvélar og þreskivélar urðu
aðalframlag Avery fyrirtækisins
fyrstu 30 árin, eða fram yfir 1920.
Fyrirtækið gaf sig út fyrir að vera
„stærsti framleiðandi traktora í
heiminum“ („the largest tractor
company in the world“), þrátt fyrir
að stærð og framleiðsluafköst J. I.
Case Co. væru yfirleitt mun meiri.
En Case var með fleiri og óskyld-
ari vöruflokka, þ.e. ekki sérhæft
í traktorum, þannig að Avery gat
með sanni réttlætt sína kröfu. Avery
fyrirtækið hóf tilraunir með drátt-
arvélar fyrir 1910 og hófu þeir
fljótlega fjöldaframleiðslu á þeim,
og um 1914 bauð fyrirtækið fleiri
módel og stærðir en aðrir keppi-
nautar. Þrátt fyrir þetta og orðlögð
gæði vélanna, þá urðu þeir undir í
samkeppni við fyrirtæki sem höfðu
sameinast, m.a. Hart-Parr eða IHC
Titan (International Harvester/
Case) svo einhverjir séu nefndir.
Upphafið
Árið 1862 skráði Robert H. Avery
sig í her norðurríkjanna í frels-
isstríði Bandaríkjanna. Hann lenti
sem stríðsfangi suðurríkjahersins í
hinu illræmda Andersonville fang-
elsi í u.þ.b. átta mánuði. Þar eyddi
hann tímanum í að finna upp sáning-
artæki (seed drill), vél sem raðsáir
korni, kartöflum o.þ.u.l. og meðal
annars dró hann upp myndir af vél-
inni í sandinn í fangelsisgarðinum.
Eftir að stríðinu lauk árið 1865 hóf
hann viðskipti með vélar og áhöld,
en þá hafði hann flutt á búgarð sinn
í Kansas, og á árinu 1874 hafði
hann smíðað sáningartækið í fullri
stærð. Þetta upphaflega tæki er nú
varðveitt í safninu Edison Institute
Museum hjá Ford í Greenfield
Village í Dearborn, Michigan. Síðar
kom bróðir Roberts, Cyrus Avery,
inn í fyrirtækið, en hann hafði við-
skiptavitið í sama mæli og Robert
uppfinningaeðlið. Nokkrum árum
síðar bættist frændi þeirra J.B.
Bartholomew í hópinn og undir
hans stjórn varð fyrirtækið stærsta
framleiðslufyrirtækið í Peoria,
Illinois.
Endalokin
Þó svo að árin upp úr 1920 séu álit-
in hagstæður undanfari kreppunn-
ar árið 1930, þá var þessi áratugur
1920 til 30 erfiður sveitabýlum
Bandaríkjanna; einnig bændum og
fyrirtækjum öllum sem þjónuðu
hinum dreifðu byggðum lands-
ins. Eftir margra ára hátt verðlag
á korni, þá féll botninn úr því eftir
fyrra stríðið (1914-18). Bændur
börðust í bökkum með því að reyna
að forðast það að kaupa nýjar vélar
og tæki (eins og traktora og þreski-
vélar), eða með því að greiða ekki
af lánum þeim sem tekin höfðu
verið til kaupa á þessum tækjum. Á
þessum árum bauð Avery fyrirtækið
eins og Case, Deere og flest önnur
fyrirtæki í landbúnaðartækjunum
upp á frjálslega lánastefnu. Bændur
greiddu skuldir sínar einfaldlega
þegar peningarnir voru fyrir hendi.
Eftir fyrra stríðið urðu margir
bændur gjaldþrota, jafnvel eftir að
uppskeran var komin í hús og seld.
Avery varð gjaldþrota árið 1924.
Það rétt gat haldið sér á floti næstu
árin, og haft einhverja innkomu um
miðjan áratuginn fyrir 1930. Síðan
hvarf það að fullu upp úr 1940,
en þó ekki án ummerkja. Avery er
ennþá eitt af uppáhaldsfyrirtækjum
þeim sem voru á „gufuafls-mark-
aðinum“ og Avery traktorar eru lík-
legir til að mása og blása í kringum
hinar frægu sveitabæjar-sýningar á
dráttarvélum í Bandaríkjunum alla
þessa öld, ef ekki lengur.
Ásmundur Ólafsson
Akranesi
Heimildir:
Unusual Vintage Tractors (C.H. Wendel)
1996. Farm Tractor Color History - Steam
Tractors - (Hans Halberstadt) 1996. Avery
Catalog 1918.
Sumarið búið og við tekur litadýrð
haustsins sem vonandi verður milt
og gott.
Alltaf jafnmikill tómleiki í sálinni
þegar sumri hallar og manni finnst
maður hafa misst af sumrinu því
það er svo fljótt að líða og alltaf
jafnákveðinn að byrja sumarstúss-
ið fyrr á næsta ári, s.s. útilegurnar
og að ferðast meira um okkar fagra
land.
Nú veit ég að bændurnir sem
þetta lesa dæsa af hneykslan því
þeir hafa annað að gera en vera að
heiman um helgar yfir sumarið og
ná ef vel gengur 2-3 dögum í frí
seint um haust eða síðsumars ef
afleysing fæst.
Minni þó mér til málsbóta á að
ég er það sem næst því kemur að
vera bóndi, þ.e. í vinnu hjá bænd-
um sem stunda kúabúskap, og er
nú oftar en ekki í símanum þó ég
eigi að heita í fríi og get þurft að
skreppa fyrirvaralaust í sveitina, en
þannig verður það að vera ef eitt-
hvert gagn á að vera í kauða.
Saga til gamans, rambaði í ágúst
uppí heiðina fyrir ofan Grjótgarð
á Þelamörk á gamlar æskuslóðir
þar sem m.a. má finna bæjartóftir
smábýlis sem hét því jarðbundna
og fallega nafni Heiðarhús.
Hef haft það fyrir reglu að ganga
þessar slóðir reglulega, rifja upp
æskuminningar og njóta kyrrð-
arinnar og það eina sem truflar sem
er þó engin truflun er fallegur söng-
ur lóunnar og vell spóans.
Býlið Heiðarhús er fjarri alfara-
leið, var í byggð til 1935 sem
ótrúlegt má teljast vegna þess hve
afskekkt það er.
En þar bjó síðast öndvegismað-
urinn Jón Árelíus Þorvaldsson
ásamt fjölskyldu sinni.
Ég man vel eftir Jóni þegar ég
var sem drengur á Grjótgarði en
hann bjó þá á Tréstöðum skammt
frá Grjótgarði og um hann var
sagt að hann hafi verið afar frár á
fæti sem ungur maður og gat hann
hlaupið sem þindarlaus væri eins
og sagt var, og sögur voru uppi um
að hann hafi hlaupið til vinnu niður
í sveitinni meðfram búskapnum
á Heiðarhúsum og jafnvel skotist
heim að borða um miðjan daginn
en það eru nú e.t.v. skáldsaga.
Þetta sagði pabbi mér forðum
og ég man að ég var með stjörnur í
augunum yfir undramanninum Jóni
á Tréstöðum.
Við krakkarnir á Grjótgarði fórum
margar ferðir uppí heiðina á sumr-
in, sér í lagi ef þurrt var því þá
þornaði bæjarlækurinn sem notaður
var m.a. til að kæla mjólkurbrúsana
og þeir Laugalandsmenn stífluðu
þá farveginn niður í Grjótgarð því
þessi sami lækur kvíslaðist uppí
heiðinni niður að þessum tveim
bæjum og ef þurrkur var lengi þá
vantaði þá meira vatn og þar sem
lækjarskilin voru nú í þeirra landi
gátu þeir leyft sér þennan gjörning
án þess að spyrja kóng eða prest.
Þetta fannst okkur krökkunum
mikill yfirgangur og höfðum við
horn í síðu Laugalandsmanna en ég
man að bændur á Grjótgarði sögðu
fátt enda vissu þeir af landfræði-
legri staðsetningu lækjarkvíslanna.
Okkur krökkunum fannst að
við hefðum að minnsta kosti rétt
á smá lænu fram hjá og rifum því
ævinlega torf- og grjótstífluna sem
Laugalandsmenn gerðu í kvíslina
niður í Grjótgarð.
Af þessu spannst upp mikil
spenna hjá okkur krökkunum og í
minningunni var þetta styrjöld milli
bæja þar sem slegist var um vatn.
Menn hafa nú slegist út af minna
en vatni og eru menn ekki enn að
slást útaf vatni, vatnsfarvegum,
stíflum og virkjunum?
Já, það hefur ekkert breyst á
þessum 50 árum frá lækjarstyrjöld-
inni á Laugalandsheiðinni.
Líf og starf
Kristján Gunnarsson
mjólkureftirlitsmaður
HEYRT Í SVEITINNI
AVERY – fyrsta dráttarvélin
til Íslands árið 1918
Akranesstraktorinn árið 1918.
Myndin er unnin af Hlyni Ólafssyni,
grafískum hönnuði. Undir stýri
er Vestur-Íslendingurinn Jón
Sigmundsson, sem setti vélina
saman og kenndi á hana. Maðurinn
til hægri mun vera Jón Diðriksson
í Elínarhöfða á Akranesi, en þar er
myndin tekin.