Bændablaðið - 23.09.2008, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 23.09.2008, Blaðsíða 20
17 Bændablaðið | þriðjudagur 23. september 2008 Fjölskyldan var stödd í einu helsta landbúnaðarhéraði Frakklands. Maðurinn talaði sífellt um foie gras (mín athugasemd: Skilst að það sé gæsalifrarpaté) og sleikti útum þegar minnst var á hinn fræga Roquefort sauðaost sem framleidd- ur var í hellum ekki langt frá bústað okkar. Því var ofarlega á listanum að fara á bændamarkað og upplifa stemminguna. Snemma laugardags- morgunn var ég mætt á markaðinn í næsta þorpi. Þar mátti sjá borð- in svigna undan fersku grænmeti, ilmandi brauðum, gylltu hunangi, úttroðnum pylsum og misjafnlega vel lyktandi ostum (...nammi). Við morgunverðarhlaðborðið þegar heim kom spurði ég svo: “Getum við ekki haft svona bændamarkaði á Íslandi?” Er svona til á Íslandi? Þegar ég fór að kanna málin varð ljóst að svarið var já, – við getum haft svona heima. Árið 2006 fóru Búnaðarsamtök Vesturlands í sér- stakt átaksverkefni í að stofna bændamarkað og ráku markað þrisvar það sumar á Hvanneyri. Síðastliðið sumar voru haldnir bændamarkaðir m.a. í Mosskógum í Mosfellsbæ, Breiðabliki á Snæfellsnesi og í Kjósinni. Einnig hefur verið boðið upp á landbún- aðarvörur á flóamörkuðum eins og í Kolaportinu í Reykjavík, Gónhóli á Eyrarbakka og Laxá í Leirársveit. Áhuginn fyrir bændamörkuðum virðist fara vaxandi. Almenningur leggur meira upp úr ferskleika, uppruna og gæðum matar og bænd- ur hafa verið að bregðast við þeim áhuga. Einnig hefur umræðan um loftslagsbreytingar stutt við inn- lenda framleiðslu og aukið aðgengi almennings að henni. Matur úr héraði er „inn“ umhverfislega séð, enda má ætla að gulrætur á íslensk- um bændamarkaði mengi mun minna á sínu 20 km ferðalagi en erlendar gulrætur í stórmarkaði á sinni mörg hundruð kílómetra sigl- ingu um Atlantshafið. Skilyrði fyrir bændamarkaði Menn virðast almennt vera sammála um að ekta bændamarkaður verði að uppfylla eftirfarandi skilyrði: 1. Framleiðendur verða að vera úr héraði. 2. Framleiðendur geta aðeins selt eigin framleiðslu. Bakarar og aðrir verða að nota að lágmarki eitt hráefni úr héraði í vörur sínar. Sumir leggja einnig áherslu á að starfsmaðurinn sem selur vöruna sé framleiðandinn sjálfur, skyldmenni eða starfsmaður sem starfar við framleiðsluna. Einnig þarf að hafa í huga að bændamarkaður er ekki bara leið til að selja matvæli úr héraði, heldur að þeir eru stór hluti af ferðaþjón- ustu á viðkomandi svæði enda ein- faldlega stórskemmtilegir. Alvöru vinna Sigríður Jóhannesdóttir, fram- kvæmdastjóri Búnaðarsamtaka Vesturlands sagði í viðtali að átaks- verkefni um rekstur bændamark- aðs á Vesturlandi gekk mjög vel. „Við áætluðum að um 700-800 manns hafi mætt fyrsta daginn og sumir framleiðendur seldu upp vörur sínar á aðeins hálftíma. En þetta spratt ekki upp bara af sjálfu sér.“ Þeir sem hafa reynslu af að setja upp bændamarkað vita að skipulagning og rekstur markaðs- ins krefst alvöru vinnu. „Miklu skiptir að hvetja framleiðendur til að taka þátt. Einnig skiptir máli staðsetning, en við erum svo hepp- in á Vesturlandi að hafa frekar stóra sumarhúsabyggð sem leit líka á þetta sem afþreyingu auk þess sem heimafólk mætti.“ sagði Sigríður. Öll teikn eru á lofti um að hér sé alvöru markaðstækifæri fyrir bændur, sérstaklega þar sem tölu- verður straumur er af innlendum og erlendum ferðamönnum. Tækifæri til beinnar markaðssetningar og meiri penings í vasa framleiðand- ans, í stað smásala og milliliða. Hins vegar virðist vandamálið oft vera hver eigi að reka markaðina. Því spyr ég hvort það sé ekki verð- ugt verkefni fyrir hagsmunasamtök bænda að taka að sér rekstur bænda- markaða eða styðja við þá frumkvöðla sem þegar eru farnir af stað? Ferskt grænmeti, gyllt hunang, ilmandi brauð … Velkomin á bændamarkað! Eygló Harðardóttir verkefnastjóri/ráðgjafi eygloh@yahoo.com Atvinnumál í sveitum Japanir stórtækir Stærsta bruggfyrirtæki í Japan, Kirin Holdings, hefur styrkt stöðu sína á áströlskum mjólk- urmarkaði með því að kaupa samvinnufyrirtækið Dairy Farmers. Eftir þessi kaup eru þrjú stærstu mjólkurfyrirtæki Ástralíu í eigu Japana. Kirin keypti á síðasta ári stærsta mjólkur- og drykkjarvörufyrirtæki Ástralíu, National Foods, fyrir 1,8 milljarða evra. Að þessu sinni keypti National Foods hins vegar Dairy Farmers fyrir 534 milljónir evra. Dairy Farmers eiga 11 mjólk- urbú í Ástralíu, sem taka árlega á móti einum milljarði lítra mjólkur. Ástralía er þriðja stærsta útflutn- ingsland mjólkurafurða í heim- inum. Landsbygdens Folk Nánari upplýsingar hjá sölumanni Sturlaugs í síma 898 5455. Sturlaugur & co ehf. Fiskislóð 14 101 Reykjavík Til sölu Landini Powemaster 220 2008 Landini Powerfarm R 95 92 hö. árgerð 2008 Landini Vision 105 2008 Landinin Legend 125

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.