Bændablaðið - 23.09.2008, Blaðsíða 12
12 Bændablaðið | þriðjudagur 23. september 2008
„Jarðepli í íslenskri menningu í
250 ár“ var yfirskrift Haustþings
sem AkureyrarAkademían stóð
fyrir nýlega. Þar voru kartöflur
í öndvegi og fjallað um þær frá
ýmsum hliðum. Tilefnið var ærið;
Sameinuðu þjóðirnar tileinkuðu
árið 2008 kartöflunni, 250 ár eru
liðin frá því kartöflur voru fyrst
ræktaðar á Íslandi og 200 ár eru
nú liðin frá því ræktun kartaflna
hófst á Akureyri.
Meðal fyrirlesara á þinginu var
Hildur Hákonardóttir, myndlistar-
og garðyrkjukona. Fyrirlestur henn-
ar bar heitið „Saga kartöflunnar
í alþjóðlegu samhengi: Hvernig
kartöflurnar bárust milli landa og
heimsálfa“. Hildur er höfundur
bókarinnar Blálandsdrottningin og
fólkið sem ræktaði kartöflurnar.
Hildur hefur ferðast allt frá Suður-
Ameríku til Eyrarbakka og kynnt
sér hvernig fólk þróaði ræktunar-
aðferðir. Í bókinni er að finna upp-
skriftir, almennar upplýsingar og
lifandi lýsingar af fólki sem mótaði
Íslandssöguna.
Meðal þess sem Hildur kom
inn á í máli sínu voru tengsl kart-
öflu og myndlistar, en ljóst væri
að kartaflan félli ekki að fegurð-
arskyni Evrópubúa og hefði því
ekki í miklum mæli komið við sögu
í myndlistinni. Benti hún á að kart-
öflur hefðu ekkert form, þær væru
litlar og ljótar og því væru litríkari
ávextir á borð við epli og appels-
ínur líklegri til að prýða málverk-
in. Kartöflur hefðu því ekki ratað
inn á málverk meistaranna. Raunar
tók svo Van Gogh jarðeplin upp á
sína arma, en hann leitaðist við að
komast að rótum samfélagsins og
þá kom fólkið sem ræktaði kart-
öflurnar til sögunnar.
Kartöflugarðurinn næstverð-
mætasta eign dánarbúsins
Björn Teitsson sagnfræðingur og
Jóhann Thorarensen garðyrkjufræð-
ingur fjölluðu í sínum fyrirlestri
um kartöfluræktun í Búðargili á
Akureyri, sem og almennt á Íslandi
á 19. öld. Fram kom að ræktun
kartaflna hófst á Bessastöðum árið
1758 en breiddist síðan hægt út um
landið. Þannig liðu 50 ár þar til til-
raunir hófust með ræktun kartaflna í
Eyjafirði, en m.a. töfðu móðuharð-
indi fyrir. Sá sem fyrstur reyndi
fyrir sér með kartöflurækt var Hans
William Lever, en hann fékk versl-
unarlóð hjá Stefáni Þórarinssyni
amtmanni, sem átti Stóra-Eyrar-
land, bú norðan Búðarlækjar, og
hóf Lever ræktun í brekku ofan
gilsins. Til er teiknuð mynd eftir
þýska ferðalanga sem sýnir kart-
öflugarð Levers. Við andlát hans
var garðurinn næstverðmætasta
eign dánarbúsins, en Vilhelmína
dóttir hans átti garðinn með honum.
Sú er hvað frægust fyrir að hafa
fyrst kvenna kosið í sveitarstjórn-
arkosningum hér á landi, árið 1863
á Akureyri.
Lever var duglegur að láta
Norðlendinga fá útsæði og hvatti
þá óspart til að rækta kartöflur,
m.a. gaf hann úr bækling árið
1810 sem fylgdu leiðbeiningar um
hvernig best væri að bera sig að.
Bæklingurinn, sem er í litlu broti,
32 blaðsíður, er til í Davíðshúsi
á Akureyri og á Landsbókasafni
Meðal þess sem Lever ráðleggur
mönnum er að neyta ekki jarðepl-
anna fyrr en 1-2 mánuðum eftir að
þau eru tekin upp, en getur þess
jafnframt að þau séu heldur ekki
óholl ný. Best telur hann fara á því
að setja kartöflur niður í sendna
jörð, á þurrum stað og sólríkum, í
hléi fyrir norðanátt.
Fram kom í erindi Björns og
Jóhanns að uppskera á fyrstu árum
kartöfluræktunar fór eftir tíðarfari;
í harðæri áranna 1865-85 var hún
fremur lítil, en eftir árið 1893 var
árleg uppskera landsmanna ævin-
lega yfir 11 þúsund tunnur. Um það
leyti voru landsmenn farnir að rækta
meira af kartöflum en rófum og
þóttu nokkur tíðindi. Akureyringar
tóku vel við sér og fetuðu í fótspor
Levers. Ekki leið á löngu þar til
íbúar voru farnir að stunda umfangs-
mikla kartöflurækt í brekkunni ofan
Innbæjarins, en þar var nánast sam-
felldur kartöflugarður.
Tæknivæðing hefur leyst
handaflið af hólmi
Bergvin Jóhannsson bóndi og Sig-
ríður dóttir hans, verkefnisstjóri
kartöfluárs, fjölluðu um stórræktun
kartaflna og þróunina síðustu hálfa
öld út frá sjónarhóli eyfirsks bónda.
Nefndi Bergvin m.a. að ekki hefðu
orðið miklar framfarir fyrstu árin
hvað véla- og tækjakost varðaði, en
ekki var óalgengt í eina tíð að hann
hefði um 50 konur frá Akureyri í
vinnu við kartöfluupptöku á haust-
in. Eftir að tæknivæðing náði til
kartöfluræktar hafa vélar tekið við
og þær afkasta nú á við 15 til 20
manns í handupptöku. Nú þarf ekki
nema 5-6 manns til að taka upp úr
görðum á Áshóli, þar sem Bergvin
býr og stundar umfangsmikla kart-
öflurækt.
Hin síðari ár hafa framfarir verið
miklar hvað varðar tækni og afköst
hafa aukist að sama skapi. Eins
sagði Bergvin gæði kartaflna hafi
aukist til mikilla muna. Stofnræktun
kartaflna hefði tekið stakkaskiptum
og búið að þurrka út alla sjúkdóma.
„Við höfum náð að hreinsa þá alla
og erum ánægðir með þann árang-
ur,“ sagði Bergvin. Nánast öll rækt-
un útsæðis fyrir landið allt fer fram
í Eyjafirði og Hornafirði.
Neytendasamtökin börðust fyrir
betri kartöflum
„Baráttan fyrir betri kartöflum“
var heitið á fyrirlestri Brynhildar
Pétursdóttur hjá Neytendasam-
tökunum, en hún rifjaði upp bar-
áttu neytenda fyrir betri kartöflum
í áranna rás. Grænmetisverslun
landbúnaðarins, sem stofnuð var
1956, hafði einokun á innflutningi
á kartöflum til landsins og hófst í
kjölfarið mikil umræða um gæði,
flokkun, geymslu, flutning og
sjúkdóma í kartöflum. Neytendur
vildu fá svör við því hvar kart-
öflurnar skemmdust, því þær þóttu
á þessum tíma langt í frá boðleg-
ar. Í upphafi sjötta áratugarins
vöktu Neytendasamtökin athygli
á því að rangar upplýsingar voru
gefnar um vigtun kartaflna, en
mælst var til þess af þeirra hálfu,
þegar Grænmetisverslunin hóf
að pakka kartöflum, að pokarn-
ir yrðu gegnsæir. Þá kom fram í
máli Brynhildar að á miðjum upp-
skerutíma hafi Grænmetisverslunin
sett á markað kartöflur sem voru
í 1. flokki, en þær verið óhreinar,
rakar, linar, stungnar, hýðið flagn-
að af og kartöflurnar greinilega
sýktar. Var málið litið alvarleg-
um augum og áfram hélt barátta
Neytendasamtakanna fyrir betri
kartöflum. Ýmislegt gekk þó á í
áranna rás og af og til var kvartað
yfir t.d. mati á kartöflum, flutningi
þeirra og meðferð.
Það var svo árið 1983 sem Eiður
Guðnason lagði fram frumvarp
á Alþingi um aukið frelsi í kart-
öfluviðskiptum. Lagði hann líka til
að innflutningur yrði takmarkaður
þegar innlend framleiðsla kæmi á
markað, en svipaðar kröfur höfðu
Neytendasamtökin gert áður. Þá
beindu menn líka sjónum að kart-
öfluræktinni innanlands og benti
Brynhildur í því sambandi á leiðara
í Morgunblaðinu frá þessum tíma,
með yfirskriftinni „Kartöflueinokun
brennur á bændum sjálfum“. Í leið-
aranum var spurt hvaða áhrif það
hefði á íslenska kartöfluframleiðslu
að stöðugt væru á boðstólum meira
og minna skemmdar kartöflur.
Vitanlega þau, svaraði höfundur, að
fólk leitaði annarra matvæla í stað
þeirra skemmdu; það veldi hrís-
grjón eða brauð með mat sínum
fremur en kartöflur. „Þetta breyt-
ir neysluvenjum og það er ekki til
góðs fyrir íslenska kartöflufram-
leiðslu,“ segir í leiðaranum.
Vorið 1984 voru fluttar inn
óætar kartöflur frá Finnlandi og
þá sagði Brynhildur að þolinmæði
neytenda hefði verið á þrotum.
Neytendasamtökin stóðu fyrir undir-
skriftasöfnun og á einni helgi söfn-
uðust um 20 þúsund undirskriftir.
Einokun Grænmetisverslunarinnar
var aflétt í kjölfarið. Afskiptum
Neytendasamtakanna af kartöflum
var þó ekki lokið. Árið 1986 mót-
mæltu þau harðlega þegar Alþingi
heimilaði landbúnaðarráðherra að
leggja allt að 200% toll eða jöfn-
unargjald á kartöflur. Tollurinn
sem lagður var á innfluttar kart-
öflur á þessum tíma var að jafnaði
um 50%. Árið 1988 var tollurinn
hækkaður í 190% og þá kærðu
nokkrir innflytjendur ákvörðunina,
en málið endaði fyrir Hæstarétti.
Í lok erindis síns benti Brynhild-
ur á að einna helst væri nú kvartað
yfir grænum kartöflum í verslunum
og hefðu samtökin sent bréf til
allra verslana um það hvernig best
væri að geyma kartöflur. Þá benti
hún á að bændur væru ósáttir við
smásala og teldu sig fá of lítið fyrir
uppskeruna, en örugglega væri sá
möguleiki fyrir hendi að selja meira
beint til neytenda.
MÞÞ
Jarðepli í íslenskri menningu í 250 ár til umfjöllunar á Haustþingi
AkureyrarAkademíunnar
Barátta fyrir betri kartöflum
hefur skilað sér í auknum gæðum
Bergvin Jóhannsson og Kristín Þóra Kjartansdóttir, eflaust að ræða um
góðar uppskeruhorfur kartaflna á þessu hausti.
Gestir hlýða á fróðleg erindi um ýmsar hliðar kartöflunnar.
Ýmislegt var gert á kartöfluþinginu annað en að hlusta á erindi. Þessi unga
stúlka sýndi stóra kartöfluhnullunga og gestum gafst færi á að skoða
fjölmörg afbrigði af kartöflum en mesta athygli vöktu svartar kartöflur frá
pistlahöfundi Bændablaðsins, Helga Þórssyni í Kristnesi í Eyjafirði. Fáir
höfðu bragðað jarðepli af því tagi.
Vinnu við að setja saman heild-
arsögu íslensks landbúnaðar
miðar vel, en eins og greint var
frá í Bændablaðinu á sínum
tíma stendur til að sagan komi
út í fjórum bindum á næsta
ári, eða í síðasta lagi 2010. Árni
Daníel Júlíusson er ritstjóri og
annar aðalhöfundur þessa verks
og segir hann að verkinu miði
vel, en að nú sé leitað að útgef-
anda að ritinu.
„Ég er búinn að ljúka við að
skrifa fyrsta bindið en það nær
fram til 1800. Nú er ég að vinna í
öðru bindinu og vonast til að klára
það í vetur. Þriðja og fjórða bindið
eru verk Jónasar heitins Jónssonar
sem hann var að mestu leyti búinn
með áður en hann féll frá í fyrra.
Hans hluti eru búgreinarnar, þróun
þeirra og tæknivæðing, og það eina
sem hann átti eftir var að skrifa
kaflann um hlunnindin, en hann
var raunar búinn að skrifa heilmik-
ið um það efni á öðrum vettvangi.
Helgi Skúli Kjartansson hefur nú
tekið að sér að ljúka verki Jónasar í
samráði við fjölskyldu hans.
Minn hluti er fyrst og fremst
félagssagan og hún nær raun-
ar töluvert aftur fyrir landnám
Íslands því ég lýsi því samfélagi
sem bændur landnámsaldar komu
úr og hvernig það hafði þróast.
Síðan lýsi ég hvernig landbún-
aður þróaðist hér á landi og ber
hann saman við það sem gerðist í
nágrannalöndum okkar.
Nú er ég að lesa mér til um fé-
lagssögu 19. og 20. aldar en sagan
á að ná fram til útgáfudags, ef svo
má segja. Þessa stundina ligg ég
í æviminningum og ævisögum
bænda sem út hafa komið og er
meðal annars að velta fyrir mér
þeim tímamótum sem urðu í sveit-
um landsins þegar konur misstu
völdin yfir framleiðslunni. Þær
höfðu frá upphafi vega séð um
úrvinnslu afurða og framleiðslu
matvæla. En á árunum 1920-50
færist þessi framleiðsla út af býl-
unum í verksmiðjur í þorpum og
bæjum. Rafvæðing sveitanna gerði
endanlega útslagið þegar mjalta-
vélarnar tóku af þeim hefðbundið
verkefni sitt sem voru mjaltirnar.
En vissulega hafði þessi þróun í
för með sér að það dró úr stritinu,
verkin urðu auðveldari,“ sagði
Árni Daníel.
Það má því segja að nú sjái fyrir
endann á því verki sem heildarsaga
íslensks landbúnaðar er. Það er
vonum seinna, því það hlýtur að
teljast sérkennilegt að ekki skuli
vera löngu búið að skrifa sögu
atvinnugreinar sem hefur haldið
lífinu í þjóðinni um aldaraðir. –ÞH
Landbúnaðarsagan langt komin
Þrjú bindi af fjórum langt komin og það fjórða
verður skrifað í vetur. Fyrirhugað að ritið komi
út á næsta ári, ef leitin að útgefanda ber árangur
Árni Daníel Júlíusson sagnfræð-
ingur og ritstjóri.