Bændablaðið - 23.09.2008, Blaðsíða 24
21 Bændablaðið | þriðjudagur 23. september 2008
Skógræktarfélag Neskaupstaðar
fagnaði 60 ára afmæli nýlega.
Afmælishátíðin fór fram í Hjalla-
skógi og þótti hún takast vel, enda
viðraði vel til útisamkomuhalds.
Fjöldi manns lagði leið sína í
skóginn af þessu tilefni.
Undirritaður var samningur milli
Skógræktarfélagsins og Nesskóla,
sem felur í sér að skólanum er
úthlutað lundi í skóginum sem skól-
inn má nota og útfæra eftir eigin
höfði til hvers konar útikennslu. Er
það von stjórnar félagsins að þetta
efli áhuga og vitund nemenda um
umhverfi sitt og náttúru og verði
skemmtileg og góð viðbót við öfl-
ugt skólastarf í Nesskóla.
Tólf stofnfélagar voru heiðr-
aðir við þetta tækifæri, en þar af
eru fjórir ennþá í félaginu. Stefán
Þorleifsson mælti fyrir hönd þeirra
stofnfélaga sem voru heiðraðir og
kom fram í máli hans, að líklega
hafi bjartsýnustu menn ekki séð
fyrir þann mikla árangur sem starf
félagsins hefur borið sl. sextíu ár.
Starfið, sem hófst með gróð-
ursetningu nokkurra plantna af
birki og víði um miðja síðustu
öld, er nú hvað mest áberandi í
Hjallaskógi, sem er mikið not-
aður útivistarskógur við bæjardyr
Neskaupstaðar.
Félaginu bárust margar góðar
gjafir og kveðjur í tilefni dagsins
og margir lögðust á eitt um að gera
þessa veislu eins skemmtilega og
raun bar vitni.
Skógræktarfélag Neskaupstaðar 60 ára
Nesskóli fær lund til afnota
Dagana 1. og 2. september s.l.
var haldin samnorrænn fundur á
Nesjavöllum. Markmið fundarins
var að ræða stöðu NorFor – fóður-
matskerfisins í aðildarlöndunum,
Svíþjóð, Danmörk, Noregi og
Íslandi og að marka vinnu kom-
andi vetrar. Fundinn sátu sextán
einstaklingar frá öllum aðild-
arlöndunum, fimm frá Svíþjóð,
fjórir frá Danmörk, fimm frá
Noregi og tveir frá Íslandi.
Staðan í dag
Svíþjóð, Danmörk og Noregur hafa
útbúið hvert sitt verkfærið til þess
að vinna fóðuráætlanir fyrir mjólk-
urkýr byggðar á NorFor – kerfinu,
en Ísland kemur til með að nota
Norsku útgáfuna Tine Optifôr. Árið
2007 og það sem af er 2008 hafa
ráðunautar þessara landa verið að
prufa sig áfram í gerð fóðuráætlana
byggðum á NorFor. Í Noregi hafa
bændur nú þegar einnig aðgang að
kerfinu til þess að útbúa fóðuráætl-
anir sjálfir. Samkvæmt upplýsingum
frá tölvudeild NorFor hefur notkun
kerfisins aukist verulega, en hins-
vegar er erfitt að sjá hversu margar
fóðuráætlanir komast í notkun út í
fjósi. En meginmarkmiðið í upp-
hafi er að gera ráðunautana örugga
í notkun kerfisins, það hefur gengið
vel í flestum löndunum en sú vinna
er mislangt komin. Hér á landi
hafa þegar verið gerðar nokkrar
fóðuráætlanir byggðar á nýja fóð-
urmatskerfinu og hafa þær reynst
vel og hlutaðeigandi bændur verið
ánægðir með útkomuna. Á komandi
vetri verða unnar fleiri áætlanir á
Ísland og hafa ráðunautar búnaðar-
sambandanna valið um það bil 50
bæi vítt og breitt um landið til þess
að taka þátt í þessu verkefni.
Framhaldið
Fram kom á fundinum að fulltrúar
allra landanna voru sammála um
mikilvægi þess að halda námskeið
og fundi til þess að styðja við bakið
á þeim sem koma til með að vinna
með nýja fóðurmatskerfið. Hérna
er um nýtt verkfæri að ræða sem
byggir á nýrri þekkingu, nýjum
aðferðum við fóðurmat og ef það á
að nýtast sem best úti í fjósum land-
anna er mikilvægt að koma þess-
ari nýju þekkingu til ráðunauta og
bænda á skilvirkan hátt. Í upphafi
er þessari þekkingu og færni komið
til ráðunauta landanna, því þeir eru
mikilvægur tengiliður við bænd-
urna. Þá er einnig og ekki síður
mikilvægt að kynna fyrir bændum
mögulegan ávinning þeirra af því
að nota fóðuráætlanir byggðar á
NorFor því notkun kerfisins bygg-
ir á því að bændur tileinki sér þetta
nýja verkfæri. Einn veigamesti
kostur nýja fóðurmatskerfisins er,
að með því er unnt að velja þá fóð-
ursamsetningu sem er hagkvæmust,
– kostar minnst en uppfyllir um leið
þarfir kúnna á hverjum tíma.
Nú í vetur verður í öllum aðild-
arlöndunum boðið upp á námskeið
og þjálfun fyrir ráðunauta til þess
að styrkja færni þeirra í notkun
kerfisins, eins verða haldnir fundir
fyrir bændur þar sem þeim er kynnt
uppbygging kerfisins og mögulegir
ávinningar við notkun þess.
Núna þegar fóðurmatskerfið
fyrir mjólkurkýr er komið af stað
í öllum löndunum er komið að því
að kynna nýjan hluta þess, sem er
,,NorFor ungdýr“. Þessum hluta er
ætlað að vinna fóðuráætlanir fyrir
kálfa. Þarna er hægt að velja hvort
um sé að ræða kvígukálf alinn upp
sem verðandi mjólkurkýr eða naut-
kálf sem ala á til kjötframleiðslu.
Þessi hluti er vel á veg kominn og
verður tekinn í notkun á komandi
vetri, fyrst í Noregi.
Þróunarhópur NorFor mun halda
sínu mikilvæga starfi áfram þar sem
nýjar rannsóknir eru framkvæmdar
og sú þekking sem fæst af því hag-
nýtt til að bæta kerfið. Einnig vinn-
ur þessi hópur hörðum höndum
við lagfæringar á þeim hnökrum
sem notendur benda á eftir því sem
reynsla fæst í notkun kerfisins.
Heimasíða NorFor, http://www.
norfor.info er í smíðum en þar getur
fólk nálgast upplýsingar um NorFor
og tengst inn á heimasíður hvers
lands fyrir sig og fundið greinar um
kerfið á sínu móðurmáli.
Berglind Ósk Óðinsdóttir
NorFor fundur á Nesja völl um
1. og 2. september 2008
Maria Åkerland Svíþjóð, Harald
Volden Noregi og Nicolai Nielsen
Danmörku.
Það fór ágætlega um fundargesti í
aðstöðunni á Nesjavöllum.
Eftir fundinn fór hluti hópsins á Þingvelli og að Geysi áður en flogið var
heim.
Veðrið lék við fundargesti báða dagana og því voru kaffipásurnar teknar
úti við í sól og blíðu.
Á morgun, 24. september, verður
alþjóðlegi mjólkurdagurinn hald-
inn hátíðlegur í níunda sinn. Í tilefni
dagsins býður Mjólkursamsalan
öllum grunnskólabörnum lands-
ins upp á mjólk í skólunum og má
reikna með að þar verði drukknir
12.000 lítrar af mjólk. Alþjóðlegi
skólamjólkurdagurinn er haldinn
hátíðlegur víða um heim en það er
Matvælastofnun Sameinuðu þjóð-
anna sem hvetur til að haldið sé
upp á daginn. Á Íslandi er haldið
upp á hann undir kjörorðunum
„Holl mjólk og heilbrigðir krakk-
ar“.
Með deginum vill íslenskur
mjólkuriðnaður vekja athygli barna,
foreldra og starfsfólks skólanna á
mikilvægi mjólkur í fæði barnanna.
Mjólkurneysla barna og ungl-
inga hefur dregist verulega saman
víða um heim á síðustu árum, þar
á meðal hér á landi. Hart er sótt að
mjólkinni og mikið drukkið af alls
kyns söfum og gosdrykkjum.
Mjólk er mjög próteinrík og auk
þess mikilvæg uppspretta 11 lífs-
nauðsynlegra vítamína og steinefna
í fæðunni. Sérstaða mjólkur felst
þó fyrst og fremst í því hve góður
kalkgjafi hún er, en kalk er mjög
mikilvægt fyrir byggingu beina.
Vart er hægt að hugsa sér betri og
næringarríkari drykk en mjólk til
að gefa börnum sínum og ungling-
um og full ástæða til að hvetja þau
til að auka mjólkurneyslu sína.
Samtímis því að skólamjólk-
urdagurinn er haldinn hátíðlegur er
árlegri teiknisamkeppni hleypt af
stokkunum. Öllum nemendum 4.
bekkjar er boðið að taka þátt í sam-
keppninni. Myndefnið er algjörlega
frjálst en æskilegt er að það teng-
ist hollustu mjólkurinnar fyrir ungt
fólk.
Fréttatilkynning frá MS
50 þúsund grunnskólabörnum boðið upp á mjólk