Bændablaðið - 11.06.2009, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 11.06.2009, Blaðsíða 4
4 Bændablaðið | fimmtudagur 11. júní 2009 Þann 25. febrúar sl. var undirrit- aður samningur milli Símans og Fjarskiptasjóðs um uppbyggingu háhraðanets um land allt. Með samningnum á að tryggja öllum þeim landsmönnum háhraðanet, sem stendur ekki slík tenging til boða á markaðslegum forsend- um, fyrir árslok 2010, en um tæplega 1800 staði er að ræða. Síminn hefur skipt verkefn- inu upp í alls 11 áfanga. Fyrsti áfangi verkefnisins stendur nú yfir (maí-júní), en þá verða eftir- tald ir hreppar og sveitarfélög í Skaga firði og á Ströndum tengd: Akra hreppur, Árneshreppur, Bæj- ar hreppur, Hofshreppur, Hóla- hrepp ur, Kaldrananeshreppur, Lýt- ings staða hrepp ur, Rípurhreppur, Seylu hrepp ur, Skagafjörður, Skarðs hreppur, Staðarhreppur, Stranda byggð og Viðvíkurhreppur. Annar áfangi stendur yfir frá júlí til ágúst en þá verða bæir í eftirtöld- um sveitarfélögum og hreppum á Norðausturlandi tengdir: Arnarnes- hreppi, Bárð dæla hreppi, Dalvík- ur byggð, Eyja fjarðar sveit, Fjalla - byggð, Glæsi bæjar hreppi, Grýtu- bakka hreppi, Háls hreppi, Hörg- árbyggð, Langa nes byggð, Ljósa- vatnshreppi, Norð ur þing, Reyk- dælahreppi, Skriðu hreppi, Skútu- staða hreppi, Svarf að ar dalshreppi og Þing eyjar sveit. Þau heimili sem þiggja þjón- ustuna munu eiga kost á 2Mb/s tengingu að lágmarki en það er margfaldur hraði miðað við þann hraða sem nú er í boði á þessum stöðum. Um blandaða lausn verður að ræða; 3G þráðlausa gagnaflutn- ingsþjónustu (UMTS), ADSL teng- ingu eða gervihnattarlausn. Sam- hliða þessari uppbyggingu mun Síminn byggja upp 3G farsíma- samband á þessum svæðum, þó það sé ekki hluti samningsins við Fjarskiptasjóð. Frekari upplýsingar um framkvæmdaáætlunina má sjá á vef Símans: http://www.siminn. is/fyrirtaeki/samtengingar/aaetlun- hahradanet/. Þá má nálgast lista yfir staði og bæi sem falla undir verkefnið á vef Fjarskiptasjóðs, www.fjarskiptasjodur.is, undir tengl unum Háhraðavæðing/Staðir í verkefninu. Í fréttatilkynningu á vef Sam- gönguráðuneytisins þann 22. maí sl. kemur fram að verkefnið sé eitt hið mikilvægasta í gildandi fjar- skiptaáætlun. „Verkefnið setur Ísland meðal fremstu þjóða heims hvað varðar aðgengi og gæði háhraðanettenginga. Góð fjarskipti eru einn af hornsteinum nútíma- samfélags og grundvöllur öflugr- ar atvinnuuppbyggingar á lands- byggðinni. Það er því mikilvægt að allir landsmenn hafi aðgang að háhraðanettengingum óháð búsetu,“ segir í tilkynningunni. Jón Baldur Lorange er for- stöðumaður tölvudeildar Bænda- sam taka Íslands og jafnframt full trúi í Fjarskiptasjóði. Hann telur að háhraðaverkefnið sé tíma- mótaverkefni í fjarskiptamálum á landsbyggðinni og mjög jákvæð skilaboð til fólks á landsbyggðinni á þessum erfiðu tímum. „Með verk- efninu sér fyrir endann á þeim gíf- urlega aðstöðumun sem verið hefur á aðgengi að gagnaflutningi milli þéttbýlis- og dreifbýlisbúa. Settar eru strangar gæðakröfur í samn- ingnum við Símann til að tryggja fólki á landsbyggðinni þjónustu. Einnig er tryggt að verð sé það sama og fyrir sambærilega þjónustu sem er í boði á þéttbýlisstöðum. Starfsmenn Fjar skiptasjóðs munu hafa eftirlit með þessum þáttum. Hér verður að hafa í huga að þegar lagt var af stað í þetta verkefni voru margir sem töldu að markaðs- aðilar gætu sinnt langstærsta hluta landsins og að markaðsbrestur væri aðeins á fáum stöðum á lands- byggðinni. Í þessu sambandi voru nefndar tölur eins og 200 bæir, sem ekki væri hægt að þjóna út frá markaðslegum forsendum,“ segir Jón Baldur. „Við hjá Bændasamtökunum höfum lengi barist fyrir að jafna þennan aðstöðumun sem hefur staðið byggðaþróun fyrir þrifum í langan tíma. Aðgangur að upplýs- ingahraðbrautinni á að vera hluti af grunnþjónustu landsmanna, eða samgæðum, sem samfélagið allt á að taka þátt í að byggja upp með sama hætti og samgöngur, mennt- un og heilbrigðisþjónustu. Það er merkilegt að þrátt fyrir hrunið í haust og tíð stjórnarskipti, þá heldur Kristján L. Möller alltaf samgöngu- ráðuneytinu! Það hefur fært okkur nauðsynlegan stöðugleika í þessu verkefni og samgönguráðherra hefur sýnt í verki að þetta er hans hjartans mál. Aðalmálið er þó að breið pólitísk samstaða allra stjórn- málaflokka hefur verið um verk- efni Fjarskiptasjóðs frá því hann var stofnaður árið 2006, sem er nú að skila okkur langþráðum árangri fyrir fólkið í hinum dreifðu byggðum,“ sagði Jón Baldur Lor ange. -smh Verkáætlun Símans fyrir uppbyggingu háhraðanets Áfangi Svæði Verktími Fjöldi bæja Gervi- hnattabæir Áfangi 1 Strandir og Skagafjörður maí - júní 2009 477 4 Áfangi 2 Norðurland eystra júlí - ágúst 2009 306 10 Áfangi 3 Austurland og Vestfirðir september - október 2009 256 27 Áfangi 4 Suðurfirðir Austfjarða að Skeiðarársandi nóvember 2009 - janúar 2010 168 5 Áfangi 5 Vestur-Skaftafellssýsla febrúar - mars 2010 101 8 Áfangi 6 Rangárvallasýsla Maí 2010 25 0 Áfangi 7 Árnessýsla og Reykjanes júní 2010 49 0 Áfangi 8 Hvalfjörður og Borgarfjörður júlí 2010 108 1 Áfangi 9 Húnavatnssýslur ágúst - september 2010 174 2 Áfangi 10 Snæfellsnes október 2010 23 6 Áfangi 11 Dalabyggð nóvember 2010 127 1 Uppbygging Símans á háhraðanettengingum Mestallt Norðurland tengt í sumar Auglýsingaherferð til þess að kynna Ferðaþjónustu bænda, Beint frá býli og Opinn landbúnað var hleypt af stokkunum í síðustu viku. Þessir aðilar hafa tekið höndum saman um að kynna sína vörur og þjónustu í sumar. Að því tilefni var útbúin sameiginleg vefsíða, www. uppisveit.is, þar sem upplýsingar eru aðgengilegar. Bæklingurinn Upp í sveit 2009 er kominn í dreifingu um allt land en hann var prentaður í 35 þúsund eintökum. Skjáauglýsingar, útvarpsauglýsingar og blaða- og vefauglýsingar verða áberandi á næstu dögum í helstu fjölmiðlum. Að sögn Tjörva Bjarnasonar hjá útgáfu- og kynningarsviði Bændasamtakanna er tilgangurinn með samstarfinu að samnýta kraftana og ná athygli sem flestra. „Það er mikill áhugi á ferðalögum innanlands og við sem tengjumst landbúnaðinum höfum upp á margt að bjóða, s.s. gistingu, mat og ýmsan fróðleik og afþreyingu. Við ákváðum í vor að gefa út sameiginlegan bækling og í kjölfarið var ráðist í þessa kynningu. Hún skilar sér vonandi fljótt og vel en við hjá Bændasamtökunum sjáum aukna umferð á vefinn okkar í tengslum við Opinn landbúnað.“ Ný vefsíða Beint frá býli er í smíðum en gríðarlegur áhugi er á að versla beint við bændur. „Við finnum fyrir þörfinni á að koma upplýsingum til neytenda um það hvar hægt er að nálgast vörur bænda, bæði á höfuðborgarsvæðinu og í sveitinni. Það er mikil stemning fyrir Beint frá býli og það er greinilegt að það sem við erum að gera höfðar vel til neytenda og ekki síður bænda,“ segir Hlédís Sveinsdóttir formaður Beint frá býli. Nú er háannatími í ferðaþjónustunni að byrja og ljóst að fólk þarf að hafa hraðar hendur við að panta sér gistirými yfir hásumarið. Marteinn Njálsson, formaður Félags ferðaþjónustubænda, segir að víða sé orðið vel bókað en það finnist alltaf gistirými ef vel sé leitað. „Við erum með leitarvél á sveit.is þar sem fólk getur fundið laus herbergi og það má spara sér mikla fyrirhöfn með því að nýta sér tæknina. Fjölmargar fyrirspurnir berast til okkar nú í upphafi sumars og ljóst að Íslendingar eru að byrjaðir að skipuleggja sumarfríið“. Ferðaþjónusta bænda, Beint frá býli og Opinn landbúnaður „Upp í sveit“ Farmhouse Farmeŕ s guesthouse Country hotel Cottage LEGENDS Other service than accommodation STAY WITH US ALL THE WAY 371.Hringsholt 4.Elli›ahvammur 21.Indri›asta›ir 60.Fljótstunga 130.Snjófell 182.Otradalur 338.Hólar 374.Klængshóll 449.Hafralækur 591.Flatey l 594. Lækjarhús 634.Gistihúsi› Lundi637.Hótel Lundi 651.Skálakot 672.Stóri-Núpur 686. Bitra 718.Gesthús FERÐAÞJÓNUSTA BÆNDA UM ALLT LAND Um allt land eru félagar í Ferðaþjónustu bænda. Á 140 bæjum má njóta margskonar þjónustu en fjölbreyttir gistimöguleikar eru í boði. Allar upplýsingar um bæina má finna á vef Ferðaþjónustu bænda, sveit.is. Þar er að auki er hægt að bóka gistingu og sjá hvort gistirými sé fyrir hendi. Ferðaþjónusta bænda er stærsti gistiaðilinn á Íslandi með yfir 4 þúsund gistirými. Vissir þú að... » hægt er að fara í kajaksiglingu frá Heydal í Mjóafirði og baða sig í náttúrulaug sem er rétt við bæinn? » Bjarnveig á Ytra-Áland í Þistilfirði býður gestum sínum oft upp á nýbakaðar pönnukökur og kleinur? » hægt er að fara á fjórhjól á Draflastöðum í Fnjóskadal? » sagan um Tryggðatröllin gerist á Fossatúni í Borgarfirði og þar er hægt að taka léttan gönguhring um sögusviðið? » hægt er að fylgjast með mjöltum úr veitingastofunni í Vogafjósi í Mývatnssveit og smakka volga mjólk beint úr kúnnum? » á Hótel Önnu undir Eyjafjöllum er sýning um einn lífsreyndasta Íslending tuttugustu aldar, Önnu frá Moldnúpi sem var verkakona, vefari, ferðalangur og fjósakona? » hægt er að fara í ratleik frá bænum Hala í Suðursveit? » á Gistiheimilinu Álfheimum á Borgarfirði eystra er hægt að leigja sér reiðhjól? » Aðalsteinn á Skjöldólfsstöðum í Jökuldal er með hreindýr og fleiri dýr til sýnis í Klausturseli en þar er einnig vinnustofa þar sem unnið er úr hreindýraleðri? » gestum á Brunnhóli á Mýrum gefst kostur á að fylgjast með því sem gerist í fjósinu á staðnum í sjónvarpskerfi gistiheimilisins og kaupa ljúffengan ís sem er framleiddur á bænum? » boðið er upp á jeppasafarí, álfagöngu og gamla góða grjónagrautinn á Hraunsnefi í Norðurárdal? » á 54 bæjum getur þú slakað á í heitum potti eftir viðburðaríkan dag í sveitinni? www.uppisveit.is » Á vefsíðunni uppisveit. is geta notendur nálgast bæklinginn Upp í sveit 2009 og farið beint inn á vefsíður samstarfsaðilanna í Ferða þjónustu bænda, Beint frá býli og Opnum landbúnaði.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.