Bændablaðið - 11.06.2009, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 11.06.2009, Blaðsíða 16
16 SUMARIÐ 2009 – VIÐBURÐIR OG HÁTÍÐIR BLAÐAUKI BÆNDABLAÐSINS 11. JÚNÍ 2009 Í hugum margra er Fiski- dagurinn mikli á Dalvík dæmi um einstaklega vel heppnaða fjöl- skyldu- og bæjarhátíð. Einn af stofnendum félagsins utan um Fiskidaginn mikla – og vafa- laust sá sem borið hefur hróð- ur hans hvað víðast – er fram- kvæmdastjórinn Júlíus Júlíusson. Bændblaðið leitaði til hans og freistaði þess að fá að einhverju leyti skýringar á velgengni hátíð- arinnar á Dalvík. -Hvernig hófst þetta ævintýri með Fiskidaginn mikla; hvenær var það og hvernig kom þetta til? Upphaflega hugmyndin var sú að tveir fiskverkendur hittust og ræddu um það að bjóða heimamönnum að koma með grillin sín niður á bryggju og þeir myndu koma með fisk og þarna yrði nokkurksonar grillveisla. Hugmyndin stækkaði strax upp í það að öllum landsmönnum skyldi boðið í mat og síðan hefur markmiðið með Fiskideginum mikla verið að „koma saman, hafa gaman og borða fisk“ – og að allt væri frítt. Fyrsti Fiskidagurinn mikli var haldinn 11. ágúst 2001 og þá mættu 5800 manns og síðan hefur gestafjöldinn farið hratt uppá við og hefur verið yfir 30.000 undanfarin ár. -Í hverju er þessi hátíð fólgin í dag? Snýst hún að mestu leyti um fiskisúpugerð íbúa Dalvíkur sem þeir bera í gesti og gangandi? Fyrst og fremst er Fiskidagurinn mikli fjölskylduhátíð og aðaldagurinn er Fiskidagurinn mikli sjálfur, þar sem allt hafnarsvæðið er hátíðarsvæði og þar er öllum boðið frítt að borða milli kl. 11 og 17 – milli 15 og 20 réttir hverju sinni – og á hátíðarsvæðinu iðar allt af lífi. Skemmtidagskrá er á sviðinu allan tímann, sigling, stærsta fersfiskasýning Evrópu, leiktæki, götuleikhús, sýningar og fl. Það er sumsé nóg um að vera og allt frítt sem m.a. gerir það að verkum að fjölskyldan skemmtir sér saman. Þetta er ekki þannig að börnin hangi í foreldrum sínum og betli peninga fyrir hinu eða þessu heldur myndast kærleiksrík stemmning, róleg og afslöppuð. Fiskisúpukvöldið mikla er einnig orðið jafn stórt og ekki síður spennandi, en það er haldið kvöldið fyrir Fiskidaginn mikla og þá bjóða íbúar Dalvíkurbyggðar gestum og gangandi heim í fisksúpu og stemmningin þar er einstök og ekki hægt að setja hana á prent. -Nú er um að ræða ókeypis veitingar og allt frítt á hátíðarsvæðinu – hvernig hefur fjármögnunin gengið fyrir sig á liðnum árum, hvernig er stuðningi við hátíðina háttað og hvernig eru horfurnar fyrir komandi hátíð? Hátíðin hefur gengið mjög vel og margt í okkar skipulagningu og hugmyndavinnu verið notað annars staðar – sem er vel. Stærstu hátíðir landsins eru Menningarnótt, Ljósanótt, Gay Pride og Fiskidagurinn mikli og ef við horfum til okkar litla bæjarfélags þá er það með ólíkindum hve margir hafa sótt hátíðina heim. Fjármögnun hefur gengið vel fyrir hátíðina og það eru alltaf fleiri og fleiri sem eru að uppgötva hve jákvæða ímynd hátíðin hefur og vilja setja nafn sitt við hana en þetta er mikil vinna. Við erum með nokkra aðalstyrktaraðila sem koma með myndarskap að hátíðinni, ég vil nú frekar kalla þetta samstarfsaðila okkar því að allir fá eitthvað fyrir snúð sinn. Sum fyrirtæki eru sjáanleg á hátíðarsvæði og síðan gefum við út blað og mest af okkar beinu tekjum koma í gegnum það með auglýsingum og fleira. Horfurnar fyrir Fiskidaginn mikla í ár eru góðar og skipulagning er í fullum gangi og hefur verið það lengi. Við erum einnig með í undirbúningi að halda uppá 10 ára afmæli Fiskidagsins mikla með pomp og prakt á næsta ári , 2010. -Hverju þakkar þú velgengni þessarar hátíðar? Hvaða ráð geturðu gefið til þeirra sem vilja stofna til svipaðra hátíða eða eru í basli með rekstur á núverandi hátíðum. Velgengni hátíðarinnar er að þakka góðu starfi viðskipulagningu, góðum stjórnendum, frábærum sjálfboðaliðum og einstakri samheldni íbúa Dalvíkurbyggðar. Að hátíðinni koma hátt í 300 sjálfboðaliðar síðsutu dagana. Það er hægt að gefa mörg góð ráð þó svo að hver hátíð sé alltaf með sín sérkenni og erfitt að bera hatíðir saman vegna mismunandi aðstæðna, staðsetninga, tíma, hópsins á bak við verkefnið. En fyrst og fremst þá þarf þolinmæði og ef við erum að tala um bæjarhátíð þá er lykilatriði að hafa alla íbúa með sér í liði. Það er gert t.d. með því að halda þeim vel upplýstum og gera þá ábyrga fyrir ákveðnum þáttum og gera hátíðina að þeirra hátíð. Síðan þarf að hafa óbilandi trú á verkefninu og kvika ekki mikið frá upphaflegu hugmyndinni, margar hátíðir ráða sér verkefnisstjóra í hvert skipti sem er í góðu lagi, en þá er hættan að á hverju ári komi nýr aðili að borðinu og það er ekki gott. -smh Mynd að morgni Fiskidagsins mikla áður en hátíðin hefst og framkvæmdastjórinn er hér að smakka góðgæti af matseðli dagsins. mynd | hsh Júlíus Júlíusson, framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla Þarf samheldni og þolinmæði til að viðhalda velgengni Höfuðborgarsvæðið Bæjarfélag Heiti hátíðar Hvenær Seltjarnar nes - kaup staður Jónsmessugangan - hún verður tengd bókmenntum, að venju verður sungið við bálköst og boðið upp á veitingar 24. jún Kjósarhreppur Kátt í Kjós 18. júl Reykjavík Hinsegin dagar - Gay Pride 6. - 9. ágúst Reykjavík Jazz hátíð 13.-31. ágúst Reykjavík Reykjavíkurmaraþon 22. ágúst Reykavík Menningarnótt 22.ágú Mosfellsbær Í túninu heima – bæjarhátið Mosfellsbæjar 28.-30. ágúst Reykjanes Garður Sólseturshátíð í Garði - Árleg fjölskylduhátíð haldin um helgi í júní/júlí Vesturland Borgarbyggð Fjölskylduhátíð Björgunar sveitanna í Borgarbyggð - Fjölbreytt dagskrá fyrir alla. 5.-7. júní Borgarbyggð IsNord tónlistarhátíð - Böðvarsvaka í Logalandi. Tónlistarviðburðir vítt og breytt um Borgarbyggð. 12.-16. júní Borgarbyggð Sólstöðuhátíð - Brákarhlaup með þrautum. Víkingaleikar og fleira. 20.júní Akranes - kaupstaður Írskir dagar 4.-6. júlí Dalabyggð Heim í búðardal - Bæjarhátíð Dalamanna júlí Grundar- fjörður Fjölskylduhátíð í Grundarfirði júlí Ólafsvík Ólafsvíkurvaka 4.-5. júlí Borgarbyggð Safnadagurinn - Opin dagskrá í öllum söfnum Borgarbyggðar. 12. júl Borgarbyggð Reykholtshátíð - Tónlistarhátíð í Reykholti 22.-27. júlí Borgarbyggð Tónleikaröð í Skallagrímsgarði. Allir laugardagar í júlí Stykkis- hólms bær Danskir dagar 3. helgin í ágúst Borgarbyggð Sauðamessa í Borgarnesi - Hátíð til dýrðar íslensku Sauðkindinni lok ágúst/ byrjun september Vestfirðir Patreksfjörður Sjómannadagurinn á Patreksfirði 4.-7. júní Flateyri- Önundarfjörður Víðavangshlaup - Árlegt hlaup haldið í Önundarfirði. Nokkrar vegalengdir í boði, ætlað öllum aldursflokkum 17. júní Arnarfjörður- Hrafnseyri Þjóðhátíðarsamkoma á Hrafnseyri fæðingarstað Jóns Sigurðssonar - sjá nánar á www.hrafnseyri.is 17. júní Ísafjörður Við Djúpið - Tónlistarhátíð og masterclassar - sjá nánar á www.viddjupid.is 18.-23. júní Bíldudalur Bíldudals-grænar - Haldin annað hvert ár á Bíldudal og verður haldin í ár.  26.-28. júní Ísafjörður Saltfiskveisla - Hin rómaða saltfiskhátíð 27.jún Ísafjörður Act Alone - leiklistarhátið (einleikir) - sjá nánar á www.actalone.net 1.-5. júlí Hólmavík Hamingjudagar 3.-5. júlí Þingeyri Dýrafjarðardagar - Hátíð með víkingablæ - sími: 450 8060 3.-5. júlí Suðureyri Sæluhelgin - Hátíð fyrir alla fjölskylduna - sjá nánar á www.sudureyri.is 9.-12. júlí Þingeyri- Dýrafjörður Hestaþing Storms - Gæðingakeppni, kappreiðar og hinn sívinsæli útreiðatúr 10.-11. júlí Ísafjörður/ Bolungarvík Óshlíðarhlaupið - Hlaupið frá Bolungarvík til Ísafjarðar. Vegalengdir: hálfmaraþon, 10km, 4km 17.júl Drangsnes Bryggjuhátíðin á Drangsnesi - Þetta er fjölskylduhátíð sem haldin hefur verið árlega siðan 1996. 18. júlí Hesteyri, Jökulfjörður Kjötsúpuferð - Árviss ferð, farið frá Ísafirði 1.ágú Tungudalur, Ísafjörður Mýrarboltinn - Evrópumótið í Mýrarfótbolti. Sjá nánar á www.myrarbolti.com 31. júlí -2. ágúst Reykhólar Reykhóladagurinn - Uppskeruhátíð og veisla með aðföngum úr sveitinni og Breiðafirði, t.d. fulgakjöt, selur, kræklingur og ýmislegt þess háttar. 29.ágú Norðurland vestra Húnaþing vestra Fjöruhlaðborð Húsfreyjanna á Vatnsnesi - Sjaldséður matur og hátíð. Bjartar nætur í Hamarsbúð. 20.jún Sveitarfélagið Skagaströnd Kántrýdagar 14.-16. ágúst Ýmsir viðburðir og hátíðir sumarsins 2009 – Höfuðborgarsvæðið, Reykjanes, Vesturland, Vestfirðir og Norðurland vestra

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.