Bændablaðið - 11.06.2009, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 11.06.2009, Blaðsíða 2
2 Bændablaðið | fimmtudagur 11. júní 2009 Fréttir Magnús Sigurðsson á Gils- bakka í Hvítársíðu andaðist 6. júní sl. Hann var fædur 27. september 1924 en foreldr- ar hans voru hjónin Guðrún Magnúsdóttir og Sigurður Snorrason á Gilsbakka. Magnús lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1946 og bjó eftir það á Gilsbakka, fyrst með föður sínum og stjúpu, Önnu Brynjólfsdóttur, en síðan með konu sinni, Ragnheiði Kristófersdóttur frá Kalmannstungu. Þau eignuðust fimm börn. Magnús var snemma kjörinn til forystu, bæði í heimahéraði og fyrir bændastéttina og gegndi þeim störfum um áratugaskeið. Hann tók sæti á Búnaðarþingi árið 1967 og var kosinn sama ár í varastjórn Búnaðarfélags Íslands, þar sem hann sat uns hann var kosinn þar í aðalstjórn árið 1976 þar sem hann átti sæti uns BÍ var sameinað Stéttarsambandi bænda í Bændasamtökum Íslands árið 1995. Þá var Magnús kosinn fulltrúi á aðalfundi Stéttarsambands bænda árið 1973 og sat í stjórn þess á árunum 1981-1986. Það var ekki í anda Magnúsar að standa í sviðsljósinu né kom- ast í áhrifastöður. Fæðingarjörð hans, Gilsbakki, búskapurinn þar, einkum fjárræktin, og umhverfið átti hug hans. Á opinberum vettvangi varð hann kunnastur sem fundarstjóri á aðalfundum Stéttarsambands blnda, en því hlutverki gegndi hann lengi, þannig að óumdeilt var, af festu og lipurð. Þá var hann gjarnan kallaður til þegar um flókin úrlausnarefni var að ræða í málefnum landbúnaðarins. Í viðkynningu var Magnús ógleymanlegur þeim sem honum kynntust fyrir fróðleik, gerhygli og frásagnargáfu. Bændablaðið flytur fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur. M.E. Magnús á Gilsbakka látinn Eiga Íslendingar að ganga í Evrópusambandið? Almennir fundir verða haldnir um fyrir hugaða umsókn Íslands um inngöngu í ESB í Eyjafirði og á Akureyri Hótel KEA, föstudag 12. júní kl. 20.30 Framsögumenn: Kristján Þór Júlíusson, alþingismaður Baldvin H. Sigurðsson, bæjarfulltrúi Höskuldur Þórhallsson, alþingismaður í Skagafirði í Hótel Varmahlíð, sunnudaginn 14. júní kl. 15.30 Framsögumenn: Gunnar Bragi Sveinsson, alþingismaður Agnar Gunnarsson í Miklabæ Rögnvaldur Ólafsson, Flugumýrarhvammi Ragnar Stefán Rögnvaldsson, Sauðárkróki Ragnar Arnalds, fyrrverandi alþingismaður á Vesturlandi í Bifröst, sunnudaginn 14. júní kl. 16 Framsögumenn: Gunnar Ásgeir Gunnarsson bóndi á Hýrumel Vigdís Hauksdóttir alþingismaður Eiríkur Bergmann, Bifröst Einar K. Guðfinnsson alþingismaður Ásmundur Einar Daðason alþingismaður Fundarstjóri verður Sturla Böðvarsson fyrrverandi forseti Alþingis Fundirnir eru öllum opnir Vilt þú taka þátt í baráttunni fyrir sjálfstæði Íslands? Skráðu þig í Heimssýn á www.heimssyn.is Hæstiréttur hefur dæmt Íslenska gámafélagið ehf. til að greiða Sigurði Baldurssyni bónda á Sléttu við Reyðarfjörð 6,3 millj- ónir króna auk dráttarvaxta, að líkindum 13 til 14 milljónir króna í allt, en sanddæluskip á vegum félagsins dældi jarðefnum af botni fjarðarins undan bænum og innan netlaga hans. Félagið hélt því fram að efnistaka hefði öll farið fram utan netlaga Sléttu og benti á að Sigurður hefði veitt samþykki fyrir efnistöku en ekki hefði verið samið um verð. Fram kom í dómi Hæstaréttar, sem féll á dögunum, að gámafélagið hefði ekki haldið til haga eða lagt fram gögn í mál- inu um hvar efni hefði verið tekið, þrátt fyrir að því hefði verið það í lófa lagið til að styðja þá staðhæf- ingu að jarðefni hefði ekki verið tekið innan netlaga Sléttu. Karl Axelsson hæstaréttarlög- maður og lögmaður Sigurðar segir að dómurinn sé stefnumarkandi og að hann auki mjög öryggi bænda og eigenda jarða við sjó. „Þessi dómur undirstrikar að eignaréttur eigenda sjávarjarða er varinn,“ segir hann og bendir á að samkvæmt netlögum hafi eigandi jarðar við sjó eða vatn umráðarétt yfir 115 metra breiðu belti frá stórstraumsfjörumáli og á sjó út. Forsaga málsins er að við bygg- ingu stórskipahafnar við Reyð ar- fjörð í tengslum við byggingu ál- vers tók verktaki, Íslenska gáma- félagið, efni úr sjó vegna fram- kvæmdanna. Benti félagið á, sem fyrr segir, að Sigurður hefði veitt samþykki fyrir efnistöku en ekki hefði verið samið um verð. Sigurð tók að lengja eftir uppgjöri vegna efnistökunnar og innti forsvars- menn félagsins eftir stöðu mála hvað það varðaði, en fékk þá þau svör að ekkert efni til hafnargerð- arinnar hefði verið tekið á svæði sem tilheyrði jörð hans. Féllst Hæstiréttur ekki á þessa staðhæfingu Íslenska gámafélags- ins, að efni hefði aðeins verið tekið utan netlaga Sléttu á svæði sem til- heyrði landi Fjarðabyggðar, enda báru vitni í málinu því við að hafa séð sanddæluskip við efnistöku nálægt landi og innan netlaga. Í yfirliti vegna efnistökunnar frá for- svarmönnum Arnarfells, sem um hana sá, kom fram að alls hefðu 126 þúsund rúmmetrar af sandi og möl verið fluttir í land með sand- dæluskipinu til hafnargerðarinnar. Hæstarétti þótti jarðeigandi hafa sýnt fram á að gámafélagið hefði tekið efni úr landi hans og hann því eiga rétt á sanngjörnu endur- gjaldi fyrir. Mótmælti gámafélag- ið kröfu Sigurðar um greiðslu á 75 krónur fyrir hvern rúmmetra af jarðefni og bar því við að kostnaður við vinnslu efna úr sjó væri hærri en þar sem þau væru tekin úr efn- isnámu úr landi. Engin gögn voru þó lögð fram til stuðnings þess- ari málsástæðu. Í úrskurði mats- nefndar eignarnámsbóta, þar sem metin voru jarðefni sem tekin voru eignarnámi úr námu í landi Sléttu, sagði að ágreiningslaust væri að verðmæti þeirra hefði verið 50 krónur fyrir hvern rúmmetra og að nefndinni þætti það verð hæfilegt. Með hliðsjón af því var Íslenska gámafélagið ehf. dæmt til að greiða Sigurði Baldurssyni 50 krónur fyrir hvern rúmmetra með dráttarvöxt- um frá því mánuði eftir að hann sendi félaginu bréf þar sem tiltekið var magn jarðefna, sem krafist var greiðslu fyrir, auk einingaverðs. Karl Axelsson segir að í málinu hafi Hæstiréttur snúið sönnunar- byrði við; Íslenska gámafélagið hafi verið krafið um að sýna með óyggj- andi hætti fram á að það hefði engin efni tekið í landi er tilheyrði Sigurði. Það hafi félagið ekki gert. „Þessi dómur er að mínu mati góður, hann undirstrikar rétt eigenda sjávarjarða um landið og hann hefur varnaðará- hrif. Ég tel að verktakar og aðrir hafi oft farið frjálslega um eign bænda og eigenda sjávarjarða hvað jarðefni varðar. Þetta er eign sem skiptir sífellt meira máli nú, þegar torveldara verður að afla jarðefna til framkvæmda í landi. Í þessari eign eru því fólgin mikil verðmæti,“ segir Karl. Hann fagnar því þess- ari niðurstöðu Hæstaréttar og telur dóminn stefnumarkandi hvað varð- ar réttindi eigenda sjávarjarða innan netlaga. MÞÞ Hæstiréttur dæmir Íslenska gámafélagið til að greiða bónda við Reyðarfjörð gjald vegna efnistöku innan netlaga jarðar hans „Undirstrikar að eignarréttur eig- enda sjávarjarða er varinn“ Nýr fram- kvæmdastjóri Lífeyrissjóðs bænda Vala Rebekka Þorsteinsdóttir hefur verið ráðin framkvæmda- stýra Lífeyrissjóðs bænda. Auglýst var eftir nýjum fram- kvæmdastjóra á dögunum og sóttu hvorki fleiri né færri en 61 aðili um stöðuna. Stjórn sjóðsins ákvað á fundi sínum í dag að ganga til samninga við Völu um stöðuna. Vala er ekki ókunnug sjóðnum en hún var skipuð tímabundið í stól fram- kvæmdastýru í byrjun maí á þessu ári. Auk þess sat hún í stjórn sjóðsins frá 1. september 2008 og þar til hún var skipuð framkvæmdastýra. Heimssýn, hreyfing sjálfstæð- issinna í Evrópumálum stendur fyrir fundaherferð undir yfir- skriftinni Eiga Íslendingar að ganga í Evrópusambandið? um komandi helgi. Eins og sjá má í auglýsingu sem birt er hér í blaðinu verða fundirnir haldn- ir á Akureyri, í Varmahlíð og á Bifröst. Ragnar Arnalds formaður Heims sýnar segir að í ljósi þess að fram séu komnar þingsályktun- artillögur um aðildarumsókn og að umræða um Evrópusambandi þyngist sífellt telji forsvars- menn Heimssýnar fulla þörf á að fara af stað með slíka fundaröð. Sömuleiðis sé stefnt að því að stofna félagsdeildir Heimsýnar úti um land. „Þetta verða hvort tveggja í senn umræðufundir og um leið verða lögð drög að stofnun svæð- isdeilda á þessum svæðum. Þetta verða ekki formlegir stofnfundir heldur stendur til að skipa bráða- birgðastjórnir sem síðan munu koma félögunum á laggirnar.“ Ragnar segist finna mik- inn meðbyr með málflutningi Heimssýnarmanna nú um stund- ir. „Það stendur til að halda fleiri fundi víðar um land og jafnframt að stofna fleiri félagsdeildir. Það er ekki ráðið hvenær það gæti orðið en væntanlega mun það gerast í sumar eða haust. Við erum að herða sóknina, við höfum nýlega gefið út bækling sem heitir 12 ástæður til að hafna Evrópusambandsaðild. Við munum halda áfram útgáfu bæklinga af ýmsu tagi og auglýsa málstað okkar ásamt því að halda fundi um allt land.“ Heimssýn með fundaherferð Íslandspóstur hefur opnað fimmta nýja pósthús sitt og að þessu sinni á Sauðárkróki. Kristján L. Möller samgöngu- ráðherra tók fyrstu skóflustung- una fyrir um ári og flutti hann ávarp við opnun hússins. Íslandspóstur hefur þegar opnað ný pósthús á Húsavík, Reyðarfirði, í Stykkishólmi og á Akranesi. Nýju pósthúsin munu auka þjón- ustu við viðskiptavini og eru liður í að nútímavæða póstþjónustuna. Í nýja húsnæðinu er boðið upp á aukna þjónustu, meðal annars sölu á ýmiss konar vörum eins og skrif- stofuvörum, ritföngum, pappír, geisladiskum, póstkortum, gjafa- kortum og öðru fyrir fyrirtæki, ein- staklinga og ferðalanga. Í nýjum pósthúsum eru „sam- skiptaborð”, sem eru nýjung í þjónustu Póstsins. Þar er í boði net- aðgangur, mögulegt er að prenta út gögn og ljósmyndir, skanna og ljósrita, svo eitthvað sé nefnt. Einnig gefst viðskiptavinum kost- ur á að panta aðra samskiptatengda þjónustu á pósthúsunum og fá senda um hæl. Nýtt pósthús á Sauðárkróki

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.