Bændablaðið - 11.06.2009, Blaðsíða 11

Bændablaðið - 11.06.2009, Blaðsíða 11
11 Bændablaðið | fimmtudagur 11. júní 2009 Evrópusambandið virðist skipta meira máli fyrir flest allar aðrar atvinnugreinar en landbún- að í Finnlandi. Þetta er skoðun Jonasar Laxåback framkvæmda- stjóra Bændasamtaka sænsku- mælandi Finna (SLC) í Öster- botten. Blaðamaður Bændablaðsins eyddi tveimur dögum með Jonasi á ferð um Österbotten fyrir skemmstu þar sem heimsóttir voru finnskir bændur. Áður hefur ver- ið sagt frá þeim heimsóknum í blaðinu. Í ferðinni gafst hins vegar gott tækifæri til að ræða við Jonas um finnskan landbúnað enda er hann þar öllum hnútum kunn- ugur. Hann hefur undanfarin tíu ár stýrt starfsemi svæðisdeildarinnar í Österbotten og áður vann hann á skrifstofu Bændasamtakanna í Helsinki. Hann hefur því svo árum skiptir verið í miklu og góðu sam- bandi við sænskumælandi bændur í Finnlandi, eða allt frá árinu 1990 og þekkir því finnskan landbún- að bæði fyrir Evrópu sam bands- aðildina 1994 og eftir aðild. Fjöldi eldri bænda vill ganga úr ESB Jonas segir Evrópusambandsað ild- ina hafa verið finnskum bændum erfiða. „Það var hins vegar svo að margir sáu enga möguleika aðra í stöðunni heldur en inngöngu á sínum tíma og því verður ekki á móti mælt að eftir inngönguna hefur efnahagur Finnlands styrkst. Þetta var hins vegar fólk úr öðrum atvinnugreinum en landbúnaði. Bændur lögðust nær allir gegn að ild á sínum tíma og það er erf- itt að halda því fram að efnahagur bænda hafi styrkst við inngönguna. Fjöldi eldri bænda er á þeirri skoð- un að Finnland eigi hreinlega að segja sig úr sambandinu. Sennilega er það nú ekki raunsæ afstaða en hún sýnir samt vel þá miklu óánægju sem enn er algeng meðal bænda vegna aðildarinnar.“ Vantar pólitískan stuðning við landbúnaðinn Jonas segir ljóst að ýmsar þær breytingar sem urðu í finnsk um landbúnaði eftir Evrópu sam bands- að ildina hefðu orðið jafnvel þótt Finn land hefði staðið utan sam- bandsins. „Það sem við glímum við nú er að það vantar pólitískan stuðning við landbúnað í Finnlandi. Stjórnmálamenn eru tilbúnir að skera niður innanlandsstuðning við landbúnað, hvort sem stuðning- urinn er til bænda sem búa norðan 62. breiddargráðu þar sem marka- línan liggur eða fyrir sunnan þar sem hingað til hefur verið beitt sér- tækum stuðningi. Þetta er eilíf bar- átta við stjórnvöld því að finnskur landbúnaður lifir ekki af í óbreyttri mynd ef stuðningurinn verður af- numinn. Við vitum að finnska þjóð in er hliðholl landbúnaðinum, það sýna kannanir sem við höfum gert í gegnum tíðina. Sömuleiðis hafa finnskir neytendur haldið mik- illi tryggð við innlenda landbún- aðarframleiðslu. Samkeppnin hef- ur hins vegar harðnað mikið og bændur mega alls ekki við miklum skakkaföllum ef ekki á mjög illa að fara. Ef stuðningur við finnskan landbúnað verður skorinn frekar niður er ljóst að fjöldi bænda mun ekki standa það af sér. Það sem hefur gerst er að búin hafa stækkað en bændum fækkað. Það er almenn samstaða um að í Finnlandi eigi ekki að reka verksmiðjulandbún- að. Það mun samt sem áður verða mikill þrýstingur á enn meiri sam- þjöppun og stærðarhagkvæmni ef stuðningurinn verður dreginn saman. Ég er ákaflega hræddur um að ef svo verður muni verða eðlis- breyt ing á finnskum landbúnaði.“ Enginn aðlögunartími varðandi tollvernd Jonas leggur áherslu á að inngang- an sjálf hafi verið bændum erfið. „Burtséð frá breytingum á stuðn- ingskerfi við finnskan landbúnað var erfiðast að takast á við það að öll tollvernd féll niður á einum degi. Það tekur vitanlega langan tíma að laga sig að breytingum á aðstæðum og finnskur landbúnaður fann fyrir því. Í samningaferlinu var lögð áhersla á að aðlögunartími fengist eftir að gengið væri inn í sambandið. Ein af meginstoðum Evrópusambandsin er hins vegar að viðskipti séu frjáls og ekki séu uppi tæknilegar hindranir, til að mynda með tollum. Því fékkst ekki neinn aðlögunartími, tollar voru einfaldlega afnumdir yfir nótt og finnskir bændur vöknuðu upp við gjörbreytt markaðsumhverfi. Þetta er vissulega ein af þeim ástæðum sem leiddu til þess að bændum fækkaði mjög ört eftir inngönguna. Til þess að takast á við breytingarn- ar neyddust finnskir bændur til að auka hagræðingu á búunum mjög hratt. Nú er ég ekki að segja að það hafi verið vond þróun. Finnskur landbúnaður mátti vissulega alveg við því að þar væri hagrætt og búin stækkuð. Það má nefna þessu til stuðnings að stærð meðalbús var 16 hektarar fyrir inngönguna. Hún er 33 hektarar í dag. Hins vegar er aldrei gott þegar þróun af þessu tagi er þvinguð fram. Skuldsetning búanna jókst verulega eftir inn- gönguna þegar menn fóru út í stór- fellda uppbyggingu. Það er heldur ekkert hægt að horfa framhjá því að tekjur bænda drógust verulega saman.“ Mistök gerð í samningum við sambandið Um 300.000 manns vinna við land- búnað í Finnlandi og er landbún- aður um sex prósent af finnskri landsframleiðslu. Fjórtán þúsund bændur eru sænskumælandi og aðilar að SLC. Því er ljóst að mikl- ir hagsmunir eru í húfi fyrir Finna í landbúnaði. Jonas segir að í hans huga hafi verið gerð mistök þegar samið var um aðild Finnlands að Evrópusambandinu hvað varðar landbúnaðinn. „Burtséð frá því hvað það þýddi að tollvernd fyrir innlendan landbúnað var afnumin þá tel ég að það hafi verið óráð að skipta landinu í tvö svæði. Í norð- urhluta landsins fá bændur meiri stuðning en í suðurhlutanum. Hins vegar er það svo að Finnland er sérstakt landbúnaðarland og á enga samleið með Mið-Evrópuríkjum varðandi landbúnaðarframleiðslu. Finnland hefði að mínu mati átt að falla allt undir sama hatt hvað varð- ar stuðningskerfi. Það var fásinna að skipta landinu upp og býður upp á ótal hættur.“ Breytingar þvingaðar fram á óheilbrigðan hátt Jonas segist viss um að íslenskum landbúnaði myndi farnast betur utan Evrópusambandsins ef stjórn- völd tækju ákvörðun um að styðja áfram við landbúnað. „Það held ég að sé öruggt. Tökum bara Finnland sem dæmi. Ef við hefðum staðið utan Evrópusambandsins og notið áfram tollverndar og stuðnings þá leikur enginn vafi á því í mínum huga að tekjufall finnskra bænda hefði ekki orðið fjörutíu prósent eins og reyndin varð. Sömuleiðis hefði bændum ekki fækkað jafn mikið. Vel má vera að það hafi verið nauðsynlegt að í finnskum landbúnaði yrði ákveðin hagræð- ing, bú stækkuðu og breytingar yrðu. Ég tel næsta öruggt að það hefði líka gerst. Það hefði hins vegar gerst á heilbrigðari hátt, óþvingað og ekki valdið þeim erf- iðleikum sem greinin varð að glíma við og glímir enn við víða.“ Verður að semja um varanlegan stuðning Jonas segist ekki vera fær um að leggja mat á kosti Evrópu sam- bands aðildar fyrir Ísland í heild. Ef sótt yrði um aðild Íslands að Evr- ópusambandinu segist hann hins vegar telja að leggja verði þunga áherslu á að Íslendingum verði áfram gert kleift að styðja við land- búnaðinn. „Í mínum huga er það allra mikilvægast að þið semjið um varanlegan rétt til að styðja íslensk- an landbúnað um allt land. Ísland er erfitt land til landbúnaðarfram- leiðslu og ég tel ljóst að þið munið verða undir í beinni samkeppni við Evrópusambandslöndin ef ekki fæst réttur til að styðja landbúnað. Sá réttur verður að vera varanlegur. Ef samningamenn ykkar gæta ekki að sér hvað þessi mál varðar þá munu íslenskar landbúnaðarvörur verða kaffærðar af ódýrum, erlend- um vörum. Ég trúi ekki að það sé vilji Íslendinga.“ Viðtal og mynd: fr Evrópusambandsaðild mikilvægari fyrir aðrar atvinnugreinar en landbúnað Framkvæmdastjóri sænskumælandi bænda í Finnlandi segir mistök hafa "+  " &' '  +    $@ "  þvingaðar fram á óheilbrigðan hátt með aðild Jonas Laxåback framkvæmdastjóri Bændasamtaka sænskumælandi Finna, SLC, í Österbotten. Frestur til að sækja um leyfi til að kaupa lömb til lífs rennur út 1. júlí. Þeir sem hyggjast kaupa líflömb skulu sækja um það til Matvælastofnunar fyrir 1. júlí á sérstökum eyðublöðum, sem eru að finna á heimasíðu stofnunarinnar www.mast. is . Matvælastofnun veitir leyfi fyrir 1. ágúst eða hafnar umsókninni ef umsækjandi uppfyllir ekki skilyrði reglugerð- arinnar. Listi yfir þá sem fengið hafa leyfi til sölu á líflömbum og kiðum er að finna á heimasíðu Matvælastofnunar. Einnig er hægt að sækja um að kaupa hrúta á Hrútadegi á Raufarhöfn. Þeir sem hyggjast sækja um eru hvattir til að kynna sér reglugerð nr. 550/2008 um flutning líflamba milli land- svæða. Nánari upplýsingar veita: Halldór Runólfsson, yfir- dýralæknir og Þorsteinn Ólafsson, sérgreinadýra- læknir, í síma 530 4800.                                 

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.