Bændablaðið - 11.06.2009, Blaðsíða 25

Bændablaðið - 11.06.2009, Blaðsíða 25
25 Bændablaðið | fimmtudagur 11. júní 2009 Eins og undanfarin ár mun Land búnaðarháskóli Íslands ann ast efnagreiningar á fóðri fyrir bændur með svipuðu sniði og verið hefur. Fyrir jórturdýr verður áfram notað það kerfi sem er og verið hefur í notk- un fyrir útreikninga á orku og próteingildum í fóðri. Nýtt nor- rænt forrit fyrir fóðuráætlanir, NorFor, var reynt hjá nokkrum bændum síðasta vetur, notuð var norsk útfærslu af þessu kerfi. Þó kerfið sé ekki komið formlega í almenna notkun hér á landi verð- ur áfram unnið að aðlögun á því að okkar aðstæðum. Mikilvægt er að vel sé staðið að sýnatöku og skráningu og til upp- rifjunar fylgja hér helstu upplýsing- ar þar að lútandi. Sumar leiðbein- ingamiðstöðvar hafa einnig sett til- kynningar í sín fréttablöð um þetta efni og munu veita ráðleggingar og aðstoð. Nákvæmni við sýnatöku Ítreka verður mikilvægi þess að sýnin séu vel tekin og gefi sem besta mynd af því fóðri sem sýnin eru tekin úr. Í þeim tilvikum sem bænd- ur taka sýnin sjálfir er best að hafa samband við héraðsráðunauta sem veita ráðleggingar um hvernig best er að standa að sýnatökunni og útvega sýnatökubora þar sem það á við. Undanfarin ár hafa bændur í æ ríkari mæli farið að taka hirðing- arsýni, enda verið hvattir til þess. Ástæðan ef til vill sú að votheysgerð var nánast aflögð með plastvæðing- unni (heyið hjúpað plasti s.s. rúllur) og ráðgjöfin verið að u.þ.b. hálf- þurrka heyið fyrir plöstun. Í fóðri sem er verkað á þennan hátt er engin hefðbundin votheysgerjun. Nú eru samt teikn á lofti um að menn vilji í einhverjum mæli fara út í votheys- gerð á nýjan leik. Verði þessi verkun almenn í framtíðinni verður þörf á að taka verkuð sýni til að mæla gerj- unarþætti í votheyinu. Séu tekin hirðingarsýni við verkun í plasti í rúllur eða stór- bagga þá losna menn við að gera göt á plastið, og þá er einnig vitað nákvæmar um uppruna (spildu) sem sýnið er af, auk þess sem þessu fylgir sá kostur að niðurstöður liggja fyrir áður en innifóðrun hefst að hausti. Hægt er að taka hirðing- arsýni með því t.d að ganga þvert á múgana áður en rúllað er og taka smá viskar úr þeim, eða taka sýnið úr rúllunum áður en plastað er og nota heybor ef þess er kostur. Þegar hirðingarsýni eru tekin úr múgum (eða rúllum) er betra að fara aðeins undir yfirborðið því það er oft eitt- hvað þurrara en inn í múgunum. Á svipaðan hátt er hægt að taka sýni við hirðingu í vothey eða þurrhey. Nægjanlegt er að sýnin séu um 0,3- 0,5 kg fer þó nokkuð eftir aðstæð- um, sérstaklega hvert rakastigið er og svo hversu jafn efniviðurinn er sem sýnið er tekið úr. Séu tekin stór sýni sem menn vilja smækka þá er hægt að gera það með því að blanda sýnið mjög vel upp t.d. í pappakassa og taka úr því smærra sýni. Þetta krefst vandvirkni því sýnið verður að vera jafnt úr öllu upprunalega sýninu. Gæta skal þess að sýnin þorni ekki í meðförum og setja þau í frysti sem fyrst í vel lokuðum, sterkum plastpokum og umfram allt vel merkt. Merking sýnanna sé nákvæm Mjög mikilvægt er að sýnin séu vel merkt, það gerir skráningu öruggari og sparar fyrirhöfn. Gætið þess að nota skriffæri sem þola bleytu! Sjá töflu efst á síðunni. Sýni send inn í mælingu fyrir 10. október Þegar fyrri slætti er lokið eða í hey- skaparlok eru hirðingarsýnin send í efnagreiningu með tilheyrandi upp- lýsingum. Einnig er hægt að biðja leiðbeiningamiðstöðvar um að koma sýnunum áfram í mælingu. Sýni úr verkuðu fóðri eru tekin við fyrstu hentugleika eftir að heyskap er lokið og mælt með að sýnin séu tekin með heybor. Mælst er til að öll hirðingarsýni verði komin inn til LbhÍ fyrir 10 október. Verð og afgreiðslufrestur Þær mælingar sem gerðar eru við hefðbundna efnagreiningu á heyi eru; þurrefni, meltanleiki (og útreiknað orkugildi), prótein (útreiknað AAT og PBV) og stein- efnin Ca, P, K, Mg, og Na. Einnig er sýrustig mælt í gerjuðu fóðri. Nú er stefnt á að bæta við tréni (NDF) við hefðbundna greiningu og verð- ur sú mæling innifalin í verðinu. Afgreiðslufrestur niðurstaðna frá móttöku sýnis er að hámarki 30 dagar á háannatímanum fyrir hefð- bundna greiningu með steinefnum. Leitast verður við að stytta þennan tíma. Ef þess er óskað er hægt að senda út aukalega niðurstöður án steinefna eigi síðar en 15 dögum eftir móttöku og síðan send loka- skýrsla þegar steinefnamælingar liggja fyrir. Reiknað er með að fyrsta útsending niðurstaðna verði fyrir miðjan ágúst. Ef óskað er eftir öðru en hefð- bundinni greiningu með steinefn- um verður að tilgreina það sérstak- lega og skrifa það á skráningaseðl- ana. Ofangreint gildir einungis um heysýni og önnur gróffóðursýni. Sé óskað eftir öðrum efnagreining- um en getið er hér að ofan fer það eftur sömu leiðum og hefðbundnu heyefnagreiningarnar. NorFor fóðurmatskerfið Síðasta haust og vetur var nýtt for- rit til fóðuráætlanagerðar fyrir mjólkur kýr reynt hjá nokkrum bændum í flestum landhlutum. Þetta er norrænt kerfi, NorFor, sem kynnt hefur verið af Bænda sam- tökunum síðustu ár (sjá bls. 26). Sú útfærsla sem notuð er hérlendis er sú norska sem BÍ hefur samið um afnotarétt af. Unnið er að aðlög- un kerfisins að íslenskum aðstæð- um af hálfu Bændasamtakanna og Landbúnaðarháskólans. Þó um- gjörð in um kerfið sé ekki fullbúin verður nokkrum bændum boðið að vera þátttakendur í þessu uppbygg- ingarstarfi næsta vetur. Ef bænd ur vilja reyna nýja kerfið skrifa þeir NorFor á skráningaseðlana, við munum sjá um framhaldið í samráði við BÍ og leiðbeiningamiðstöðvar. Lítill kostnaður mun koma á bænd- ur þetta ár þar sem ekki er allt í hendi og sumt í umgjörð um kerfið er á vinnslustigi. Verði einhverjar ófyrirséðar breytingar munum við kynna það sérstaklega til þeirra sem skráðir verða þátttakendur í verkefninu. Umsjón með innleið- ingu og aðlögun á NorFor kerfinu hefur Berglind Ósk Óðinsdóttir hjá Bænda sam tök um Íslands. Móttaka sýna af Norðaustur- landi er í Búgarði, Óseyri 2, 603 Akureyri sími 460 4477. Móttaka úr öðrum landshlutum er á Rann- sókna stofu LbhI, Hvanneyri, 311 Borgarnesi sími 433 5000 (beint Hvanneyri 433 5044 beint Keldna- holt 433 5215) Flestar leiðbein- inga mið stöðv ar sjá um að safna sam an sýnum hvert á sínu svæði og koma þeim að Hvanneyri. Netföng: Hvanneyri rannsokn@ lbhi.is, Keldnaholt, tryggvie@lbhi. is, Búgarður, ghg@bugardur.is Auk framangreindra aðila veita leiðbeiningamiðstöðvarnar nánari upplýsingar og aðstoð. Tryggvi Eiríksson sérfræðingur í fóðurfræði við Landbún- aðarháskóla Íslands, Keldnaholti tryggvie@lbhi.is Efnagreiningar Áhugamenn um söfnun sauða- og geitamjólkur óskast!!! Þeim sem áhuga hafa á að mjólka geitur og/eða ær er bent á verk- efni sem er í gangi um framleiðslu á sauða- og geitaostum. Mjólkin er fryst og henni safnað saman, hún síðan send til MS í Búðardal sem vinnur osta úr henni. Gegn ákveðnum skýrsluskilum fæst greiðsla fyrir hvern framleiddan lítra. Fagfé sauðfjársamnings styrkir verkefnið og fyrir vikið er mögu- legt að greiða með þessum hætti fyrir framleiðsluna. Fjórir til sex framleiðendur sauðamjólkur og einn framleiðandi geitamjólkur hafa tekið þátt í verkefninu frá 2004. Vöruþróun hefur átt sér stað í vinnslunni og vitneskja um framleiðslu hefur orðið til. Þátttakendur hafa verið með á mismunandi forsendum og mjaltir þar af leiðandi misjafnar á mörgu búinu. Síðastliðin tvö ár hefur verið framleiddur brie-ostur úr hreinni geitamjólk annars vegar og hreinni sauðamjólk hins vegar. Ostarnir hafa fengið góðar viðtökur og þykja herramannsmatur. Þeim sem hafa hug á að taka þátt í verkefninu er bent á að hafa sam band við Sigríði Bjarnadóttur, ráðunaut á Búgarði í síma 460- 4477 eða um netfangið sb@bugardur.is í síðasta lagi 22. júní n.k. Hefur ÞÚ áhuga á að mjólka sauðfé eða geitur? – Hafðu þá samband Nú eru kýrnar komnar út á flestum bæjum og vona ég þá að sumarið sé komið um leið. Það er vert að minna á sólvörnina í byrjun sumars, a.m.k. á þær kýr sem eru viðkvæmar fyrir sólbruna, venjulega þær sem eru mjög ljósar á júgri og spenum. Sólbruni getur orsakað háa frumutölu tímabundið og oft endað með júgurbólgu ef fleiður og sár myndast á spenum vegna bruna og þurrks. Sumir nota einvörðungu júgursmyrsl á sumrin og láta það duga gegn sólinni og óhreinindum en ég hef áður bent á að notkun efna sem borin eru á spena handvirkt getur orsakað tíðara smitferli milli gripa þ.e. þegar borið er á spena margra kúa í röð og þess e.t.v. ekki gætt að viðhafa smitgá um leið, þ.e. að bera á frumuháar kýr seinast eða þvo sér um hendur eftir hverja kú. Nú er ég ekki að predika að bændur eigi alfarið að hætta notkun júgursmyrslis en munið bara að hafa góða smitgá og reyna að halda smyrslinu hreinu, t.d. loka fötunni eftir notkun svo flugur sæki ekki í hana o.s.frv. Það er mín skoðun að töluvert sé um óþarfa notkun s.k. hjálparefna í fjósum og jafnvel á stundum skað- lega notkun þeirra. Sem dæmi ef júgurþvottaklútar eru þvegnir og soðnir eftir hverja notkun, það er algjör óþarfi og gerir ekkert gagn hvað varðar smit, líftölu og frumutölu að nota einhver töfraefni út í júgurþvottavatnið, slíkt er að mestu leyti blekking og óþarfa tilkostnaður. Það er hins vegar besta leiðin til góðra mjalta og hreinlætis að þvo og sjóða klútana daglega. Þar sem júgurheilbrigði er gott og lág frumutala ættu bændur að takmarka notkun sótthreinsiefna sem kostur er því þá er einhver leið ófarin ef þörf er á og upp koma vandamál sem krefjast sýkladrepandi efna í neyð. Ég tala fyrir því á mínum svæðum og það er bjarg- föst skoðun mín að t.d. eigi að þvo fjósin, veggi og bása einu sinni á ári ef þau eru skítug eftir veturinn, þvo í byrjun sumars þegar kýr eru farnar út en ef ekki eru vandamál með smitandi júgurbólgu eða langvar- andi háa frumutölu eigi aðeins að nota vatn til þvotta og jafnvel smá sápu þar sem skítur er fastur en ekki að sótthreinsa með efnum eftir þvottinn að óþörfu. Tíðar og óþarfar sótthreinsanir geta leitt til meiri ásóknar harðgerðra sýkla á kostnað hættuminni og vægari sýkla og þannig valdið ójafnvægi á sýklaflór- unni í fjósinu. Sem sagt hófleg notkun hjálparefna er boðskapur þessa pistils. Ef sótthreinsun er talin nauðsynleg, leitið þá ráða hjá dýralæknum eða mjólkureftirlitsmönnum um aðferðir í hverju tilfelli fyrir sig. Ágætu lesendur. Þetta mun vera sjötugasti pistillinn af „Heyrt í sveit- inni“ og er nú mál að fara að hvíla bæði ykkur og höf- und pistlanna. Ég hef farið út og suður í þessum skrifum sem í upphafi áttu að snúast um fræðslu um mjólkurgæði en hafa oft orðið að þjóðfélagsádeilu eða smásögu byggðri á minningum um menn og málefni. En það er ekki endalaust hægt að vera með fræðslu- erindi og nudd um góða umgengni. Þakka tryggum lesendum og hafið það öll sem allra best. Kristján Gunnarsson Kristján Gunnarsson mjólkureftirlitsmaður HEYRT Í SVEITINNI Eftirfarandi upplýsingar skulu fylgja heysýnum: Tökudagur sýnanna Sendandi: Nafn bónda, heimilisfang og kennitala. Einnig lögbýlisnúmer. Gerð sýna: Hirðingarsýni eða sýni úr verkuðu fóðri. Verkunaraðferð: Þurrhey, vothey, rúllur, stórbaggar, grænfóður eða annað. Söxun: Er heyið fínsaxað minna en 40 mm, grófsaxað eða ósaxað? Auðkenni: Af hvaða túni, úr hvaða hlöðu, eða annað auðkenni fyrir sýnið. Dagsetningar: Sláttudagur og hirðingardagur. Sláttur: Fyrri sláttur eða seinni sláttur. Tegund: Skrá ríkjandi grastegundir, þarf ekki að vera mjög nákvæmt. Grænfóðurtegund skal ávallt skrá (hafrar, rýgresi, kál eða annað). Aðrar mælingar. Ef óskað er eftir öðrum greiningum en hefðbund- inni greiningu skal skrifa það á skráningarseðilinn, nægir td. að skrifa Norfor greining þá er allt mælt sem þarf fyrir það kerfi. Verð fyrir heildarmælingar (með steinefnum) er 4.900 kr. hvert sýni án vsk Verð án steinefna 2.800 kr. hvert sýni án vsk Viðbót fyrir Norfor kerfið (aska, sCP,NDF og iNDF) (óvíst) kr. hvert sýni án vsk Viðbót við steinefni til að reikna CAB gildi (Cl, S) 2.500 kr. hvert sýni án vsk Upplýsingar vegna hey- efnagreininga árið 2009

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.