Bændablaðið - 11.06.2009, Blaðsíða 17

Bændablaðið - 11.06.2009, Blaðsíða 17
17 SUMARIÐ 2009 – VIÐBURÐIR OG HÁTÍÐIR BLAÐAUKI BÆNDABLAÐSINS 11. JÚNÍ 2009 Rósa María Vésteinsdóttir kynnti nýverið B.A-verkefni sitt í ferðamálafræði við Háskólann á Hólum. Rósa kannaði hug hagsmunaaðila til landbúnaðar- sýninga. Landbúnaðarsýningin Sveitasæla á Sauðárkróki var tekin til sérstakrar athugunar og fór könnunin að mestu fram með viðtölum. Var í verkefninu fjallað um tilgang sýninganna og mögulegt mikilvægi þeirra í mótun ímyndar nútíma landbúnaðar. Bændablaðið ákvað að spyrja Rósu Maríu aðeins út í tildrög og niðurstöður verkefnisins. „Sumarið 2008 vann ég ásamt öðru góðu fólki að Landbúnaðarsýningunni Sveita- sælu á Sauðárkróki og kviknaði þar áhugi hjá mér til að skrifa lokaritgerðina um mikilvægi landbúnaðarsýninga í mótun ímyndar nútíma landbúnaðar. Í verkefninu tók ég viðtöl við bændur og fyrirtæki sem tóku þátt í sýningunni og kannaði hug þeirra til landbúnaðarsýninga og jafnframt var þessi sýning tekin til sérstakrar athugunar,“ segir Rósa. Ímynd íslensks landbúnaðar „Allt fram á 20. öld bjó meirihluti Íslendinga í sveit og landbúnaður var undirstöðu atvinnugrein sem nær allir þekktu. Eftir tímabil mikilla breytinga í byggðamynstri á tuttugustu öldinni, hafa íbúar borga og sveita í auknum mæli fjarlægst hvern annan og tengslin við sveitina hafa að miklu leiti rofnað. Afleiðing þessara breytinga er almennt þekkingarleysi og jafnvel vanmat á landbúnaði og matvælaframleiðslu. Í dag gerir fólk sér varla grein fyrir uppruna þeirra matvæla sem eru á borðum þeirra dags daglega og bendir margt til þess að ímynd almennings af íslenskum landbúnaði sé ekki lengur í takt við þá þróun sem átt hefur sér stað í sveitum landsins. Bændur í samvinnu við Bændasamtök Íslands hafa í auknum mæli leitast við að efla ímynd landbúnaðar með því að fræða almenning um stöðu mála og þá framtíðarmöguleika sem felast í því að stunda matvælaframleiðslu í landinu. Stofnuð hafa verið nokkur verkefnum síðustu árin sem hafa það að markmiði að fræða almenning og tengja dreifbýli og þéttbýli betur saman og má þar nefna verkefni eins og Beint frá býli, Opinn landbúnað og Dag með bónda. Landbúnaðarsýningar gætu einnig verið ákjósanlegur vettvangur til að koma ímynd landbúnaðar á framfæri og efla tengslin milli dreifbýlis og þéttbýlis,“ segri Rósa. Um tilgang landbúnaðarsýninga Rósa segir að eins og landbúnaðarsýningar eru fjöl- breyttar er tilgangur þeirra sömuleiðis margþættur. „Þær snerta allt samfélagið, ekki bara bændur. Mikil áhersla er oft lögð á efnahagsleg áhrifin en það má heldur ekki gleyma því að landbúnaðarsýningar eru einnig hátíðir eða mannfagnaður sem geta styrkt félagsleg bönd og hefur áhrif á viðhorf og þekkingu þátttakenda, bænda jafnt sem hinn almenna borgara. Hlutverk sýninganna er ekki bara að miðla upplýsingum um reynslu og þekkingu, þær eru einnig haldnar til að skapa aðstæður til að kynna landbúnað fyrir stórum hópi gesta sem ekki tengist landbúnaði. Landbúnaðarsýningar eru hannaðar til að koma á framfæri framleiðslu, starfsemi eða landssvæðum og geta þær því verið mikilvægur vettvangur til að hafa áhrif á ímynd bændasamfélagsins og landbúnaðar almennt. Það er eins með landbúnaðar- sýningar og annað félagsstarf, erfitt getur verið að fá bændur til að taka beinan þátt og skiptast bændur gjarnan í tvo hópa hvað varðar þátttöku; þ.e. þeir sem eru tilbúnir til að leggja sitt að mörkum til að hafa áhrif og síðan þeir sem vilja bara njóta afrakstursins. Er það því oftast undir búgreinafélögunum komið að halda úti öflugu og góðu starfi fyrir bændur og því mikilvægt að þeir sem þangað eru kosnir haldi uppi góðu sambandi og samstarfi við bændur og fái þá í lið með sér.“ Að efla tengslin milli framleiðenda og neytenda og fræða almenning „Bændur hafa eins og gengur og gerist mis mikinn áhuga á að taka beinan þátt í sýningunni sjálfri og er það vegna þess að þátttakan skiptir ekki svo miklu máli fyrir þá persónulega, en hún skiptir máli fyrir heildina út á við. Flestir bændur koma gjarnan sem gestir sýningarinnar, til að sýna sig og hitta aðra bændur og kynnast nýjungum sem fyrirtæki og einstaklingar bjóða upp á. Niðurstaða verkefnisins var að bændurnir eru almennt sammála um að markmiðið með þátttöku þeirra í landbúnaðarsýningunni væri fyrst og fremst til að efla tengslin á milli neytenda og framleiðenda og fræða almenning um landbúnað, framleiðsluferlið og störf bænda til að hafa áhrif á mótun ímyndar nútíma landbúnaða. Fyrirtækin taka þátt í landbúnaðarsýningum fyrst og fremst til að gera þau sýnilegri á markaðnum og minna þannig á sig með því að hitta og spjalla auglitis til auglitis við bændur,;bæði núverandi sem og væntanlega kúnna,“ segir Rósa. Stórsýningar á Hellu og Sauðárkróki Um aðrar áhugaverðar niðurstöður segir hún að komið hafi fram áhugaverðar umræður um þann möguleika að halda ætti „stórsýningu“ í landbúnaði á hverju ári og skipta henni reglulega á milli Sauðárkóks og Hellu – annað hvert ár. „Var rætt um þennan möguleika með því skilyrði að samvinna og samkomulag sé á milli staðanna um hvenær þær væru haldnar á hvorum stað. Þannig yrði jákvæð samkeppni milli svæða og samvinna um að auka athygli almennings á landbúnaði og framleiðsluferlinu. Með því að halda landbúnaðarsýninguna annað hvert ár á hverjum stað yrði síður leiði fyrir viðburðinum og bændur fengju reglulegt tækifæri til að sækja heim starfsbræður sína hinum megin á landinu og nýta tækifærið til að efla enn frekar félagsandann innan bændastéttarinnar.“ Þátttaka bænda mikilvæg Rósa segir að fjölmiðlar landsins hafa átt sinn þátt í að móta táknmynd stéttarinnar. „Sú mynd hefur ekki alltaf verið í takt við þann raunveruleika sem bændur búa við í dag. Því er mikilvægt að bændur taki sjálfir þátt í að fræða almenning og vinna gegn þeim upplýsingum sem þeir telja neikvæða fyrir ímynd þeirra og eru landbúnaðarsýningar ein leið til þess. Yfir sveitinni hvílir alltaf ákveðinn ævintýrablær og þangað leitar fólk gjarnan í fríum sínum, það eigum við að nýta okkur betur.“ -smh Rósa María, í kokkaklæðum, í bás Matarkistunnar Skagafjarðar á Sveitasælu 2007. Norðurland eystra Siglufjörður Þjóðlagahátíð  á Siglufirði Akureyri Landsmót UMFÍ 9.-12. júlí Akureyri Íslandsmeistaramót í hestaíþróttum 16.-18. júlí Ólafsfjörður Nikulásarmót í Ólafsfirði 17.-19. júlí Hörgárbyggð Miðaldardagar á Gásum 18.-21. júlí Húsavík Húsavíkurhátíð - Mærudagar og sænskir dagar 20.-26. júlí Siglufjörður Síldarævintýri á Siglufirði 31. júlí - 3. ágúst Akureyri Ein með öllu og allt undir 31. júlí - 3. ágúst Dalvík Fiskidagurinn mikli - Fiskur, vinalegheit, fiskisúpukvöldið, öllum boðið. Allt frítt á hátíðarsvæðinu 7.-8. ágúst Eyjafjarðarsveit Uppskeru- og handverkshátíðin í Eyjafjarðarsveit (Haldin í og við Hrafnagilsskóla) 7.-10. ágúst Ólafsfjörður Berjadagar í Ólafsfirði 14.-16. ágúst Grýtu- bakkahreppur Grenivíkurgleði 14.-15. ágúst Austurland Seyðisfjörður Karlinn í tunglinu - Menningardagur barna, sjá nánar á www.moon.is 13.jún Fljótsdalshérað Fjölskylduhátíð - í tilefni dagsins í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum. 17. júni Fljótsdalshérað Skógardagurinn mikli 20.jún Fjarðabyggð Gönguvika í Fjarðabyggð - Boðið uppá gönguferðir, og kvöldvökur. 20.-27. júní Höfn Humarhátíð 3.-5. júlí Egilsstaðir Sumarhátíð UÍA - Íþróttahátíð fyrir alla Austfirðinga á Vilhjálmsvelli. 3.-5. júlí Langanesbyggð Kátir dagar - Þá verður kraumandi kæti á svæðinu öllu, á Bakkafirði, Þórshöfn og í Svalbarðshreppi. 16.-19. júlí Fáskrúðsfjörður Franskir dagar - Menningarhátíð með frönsku ívafi. 23.-26. júlí Seyðisfjörður Smiðjuhátíð -www.tekmus.is Eldsmiðja og handverksmenn verða í Tækniminjasafninu. 24-26 júli Norðfjörður Neistaflug 2009 - Fjölskylduhátíð á Norðfirði. 30. júlí - 3. ágúst Fljótsdalshérað Ormsteiti - Tíu daga veisla á Héraði Inn til dala og upp til fjalla bæjarhátíð á Fljótsdalshéraði. 14.-23. ágúst Seyðisfjörður Bæjarhátíð - Fjölskylduhátíð 15.ágú Suðurland Stokkseyri Bryggjuhátíð - Varðeldur og bryggjusöngur. Sjá nánar á www.stokkseyri.is 17.-20. júní Eyrarbakki Jónsmessuhátíð - verður haldin á Eyrarbakka. Sjá nánari upplýsingar á www. arborg.is og www. eyrarbakki.is 20.jún Vestmannaeyjar Goslokahátíð 3.júl Stokkseyri Fjölskyldudagar - Færeyskir fjölskyldudagar verða haldnir á Stokkseyri um verslunar - mannahelgina. 31. júlí - 3. ágúst Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum 31. júlí - 3. ágúst Selfoss Sumar á Selfossi - er bæjar- og fjölskylduhátíð. 8. - 9. ágúst Vestmannaeyjar Pysjuævintýri - Pysjan flýgur í átt að ljósunum í bænum, þá hefst hið mikla og skemmtilega ævintýri hjá börnum og fullorðnum við að bjarga pysjunum. Hefst um miðjan ágúst – Norðurland eystra, Austurland, Suðurland Á vegum Landbúnaðarsafnsins á Hvanneyri verða í sumar þessir atburðir helstir: Íslenski safnadagurinn – sunnudaginn 12. júlí: Sérstök leiðsögn um safnið, Engjaganga á Hvanneyri ofl. Laugardagurinn 18. júlí: Ferguson-dagurinn á Hvanneyri: minnst sextugsafmælis Ferguson- dráttarvélanna á Íslandi. Hlutverk Landbúnaðarsafns Íslands ses. er að gera skil sögu og þróun íslensks landbúnaðar með því að varðveita gögn, gripi og aðrar minjar um hana, og annast rannsóknir og fræðslu um viðfangsefnið. Safnið er opið alla daga í sumar kl. 12-17, sjá heimasíðu þess www.landbunadarsafn.is Þá er Ullarselið á Hvanneyri opið alla daga í sumar frá 12:00- 18:00 Ullarselið er verslun með vandað handverk, ullarvörur úr íslenskri ull og gæðahandverk úr íslensku hráefni. Rósa María Vésteinsdóttir rannsakaði landbúnaðarsýningar Mikilvægur og margþættur tilgangur Sýningar og viðburðir á Hvanneyri

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.