Bændablaðið - 11.06.2009, Blaðsíða 13

Bændablaðið - 11.06.2009, Blaðsíða 13
13 Bændablaðið | fimmtudagur 11. júní 2009 Umsvif Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga jukust verulega frá fyrra ári, fyrst og fremst vegna tilkomu vaxtarsamnings sem rekinn var á vegum félagsins. Þannig námu rekstrartekjur rúmum 85 m.kr. á móti rúmum 50 m.kr. árið áður. Rekstur árs- ins var hins vegar í járnum og var jákvæður um 1,3 m.kr. á móti 6,2 m.kr. tapi árið áður. Þannig er félagið enn að berjast við neikvæða eiginfjárstöðu frá fyrra ári sem ekki hefur tekist að laga svo neinu nemi. Aðstaða félagsins til þess á grundvelli rekstrar er einnig mjög erfið í ljósi þeirra veiku fjármögnunar sem grunnstarfsemin byggir á. Fjármögnun verkefna byggir á framvindu þeirra og því ekki unnt að afla til þeirra tekna nema þeim sé ráðstafað til við- komandi verkefna. Eina leiðin til að rétta þessa stöðu af er því að eigendur félagsins leggi til nýtt hlutafé þannig að jafnvægi verði náð á efnahagsreikningi félagsins. Þetta kemur fram í ársskýrslu félagsins, en aðalfundur var hald- inn á Raufarhöfn í fyrri viku. Fram kemur að í upphafi þessa árs náðust loks samningar við rík- isvaldið um yfirtöku og ráðstöfun á eignum fyrrum Kísilgúrsjóðs, en málið hafði verið í meðförum stjórnvalda og félagsins allar götur frá 2007 er sjóðurinn hætti starf- semi. Um er að ræða peningaleg- ar eignir og hlutafé í félögum að upphæð ríflega 23 milljónir króna, sem varið skal til nýsköpunar- og þróunarverkefna á svæðinu. Í því efnahagsástandi sem nú ríkir verður að telja nokkra óvissu um opinber framlög til þróunar- starfs á landsbyggðinni. Þess utan hefur gætt ákveðinnar tilhneiging- ar ríkisvaldsins til eflingar eigin stofnana á kostnað svæðisbund- inna þróunarfélaga á borð við AÞ. Þetta kom berlega í ljós á árinu þegar stjórnvöld beittu sér fyrir því að í stað þess að efla svæðis- bundið þróunarstarf landshlutans, eins og gengið var út frá í tillögum Norðausturnefndar, þá var þeim fjármunum að mestu varið til að koma á fót starfsstöðvum NMÍ á svæðinu. Til AÞ hefur ekki runnið ein króna af þeim fjármunum. MÞÞ Umsvif Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga jukust verulega milli ára Óvissa um opinber framlög til þróunarstarfs á landsbyggðinni

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.