Bændablaðið - 11.06.2009, Blaðsíða 19

Bændablaðið - 11.06.2009, Blaðsíða 19
19 Bændablaðið | fimmtudagur 11. júní 2009 Í FYRRA var hálf öld liðin frá Stresa-ráðstefnunni, en þar komust landbúnaðarráðherrar stofnþjóða Evrópusambandsins að samkomu- lagi um hvernig ætti að hrinda CAP (Common Agricultural Policy) í framkvæmd. Landbúnaður hefur frá upphafi verið mikilvægur og umfangsmikill þáttur í starfsemi Evrópusambandsins. Við stofnun þess lögðu Frakkar höfuðáherslu á að landbúnaður væri undanþeginn ákvæðum um hinn innri mark- að og að hann nyti verndar frá of mikilli samkeppni. Innri mark- aður var hins vegar það sem m.a. Þjóðverjar og Hollendingar lögðu megináherslu á að kæmist á innan Evrópu á eftirstríðsárunum svo að unnt væri að glæða viðskipti á milli aðildarlanda sambandsins og auka framleiðni. Frakkar náðu sínu fram, þ.e.a.s. að landbúnaður hlaut sérstaka meðhöndlun í aðild- arlöndum sambandsins og svo hefur verið alla tíð síðan. Þannig er landbúnaðar undanþeginn sam- keppnisreglum ESB þó að slíkt sé í höndum ráðherraráðsins hverju sinni. Á móti samþykktu Frakkar kröfu Þjóðverja um innri markað fyrir iðnaðarvörur. Samkomulag sem þetta milli þessara tveggja ríkja hefur einmitt verið einkenn- andi fyrir ESB frá upphafi og er oft talað um Franco-German bandalagið. Útgjöld vegna sam- eiginlegrar landbúnaðarstefnu sambandsins eru um 40% allra útgjalda ESB. Það er reyndar svo að flest ríki líta svo á að landbún- aðarmál njóti sérstöðu og viðskipti með landbúnaðarvörur sé ekki unnt að setja undir sama hatt og viðskipti með aðrar vörur. Sérstaða landbúnaðar innan Evrópusambandsins Neill Nugent nefnir í bók sinni The Government and Politics of the European Union fimm ástæður fyrir sérstöðu landbúnaðar innan Evrópusambandsins miðað við aðrar atvinnugreinar. [ Í fyrsta lagi er mikilvægt að verð á landbúnaðarafurðum sé eins stöðugt og kostur er. Vegna þess hve landbúnaður er háður veðurfari og aðstæðum í nátt- úru getur slíkt þó reynst erf- itt. Miklar verðsveiflur hafa veruleg áhrif á afkomu íbúa og bænda. Ef verð hækkar skyndilega leiðir það til vax- andi verðbólgu með versnandi lífskjörum og á hinn bóginn ef verð lækkar skyndilega, þá leiðir það til versnandi afkomu bænda sem gætu þurft að bregða búi með hugsanlegum atgervisflótta úr greininni. [ Í öðru lagi er það þáttur fæðu- öryggis og sjálfþurftarbúskapar fyrir hverja þjóð til að verja sig fyrir utanaðkomandi þrýstingi. Þetta átti sérstaklega við á eft- irstríðsárunum en með aukinni matvælaframleiðslu og offram- boði minnkaði vægi þessa þáttar. [ Þriðja ástæðan, sem Neill nefn- ir, er að ef innlend framleiðsla fullnægir ekki innlendri þörf fyrir matvæli þá þarf að brúa bilið með innflutningi, með tilheyrandi halla á viðskiptum við útlönd. Þar sem þörf á mat er alltaf fyrir hendi þá er efna- hagslegur stöðugleiki í hættu ef verð á mætvælum tekur stökk upp á við. Hins vegar hefur þessi þáttur skipt minna máli og í raun snúist í andhverfu sína frá miðjum áttunda áratug síðustu aldar vegna lækkandi heimsmarkaðsverðs á matvæl- um og offramleiðslu landbún- aðarafurða innan aðildarríkja Evrópusam bandsins. [ Fjórða röksemdin er hin klass- íska byggðastefna og felst í því að halda landinu í byggð af félagslegum og umhverfisá- stæðum. [ Í fimmta lagi þarf að með- höndla landbúnað með var- kárni vegna beinna tengsla við matvælaöryggi og heilbrigði manna og dýra. Þó að allir þessir fimm þætt- ir, sem lýsa sérstöðu landbúnaðar hjá Evrópuþjóðum, hafi ekki alltaf átt við á síðustu áratugum síðustu aldar þá hefur það breyst skyndi- lega á síðustu árum. Ástæðan er minnkandi framboð á matvælum vegna uppskerubrests, hækkandi verðs á aðföngum og aukin eft- irspurn eftir matvælum í Austur- Asíu, sem hefur leitt til hækkandi heimsmarkaðsverðs. Þannig skipta í dag fæðu- og matvælaöryggi og viðskiptajöfnuður við útlönd vegna kaupa á matvælum aftur miklu fyrir efnahag þjóða. Landbúnaðarmál skera sig einn- ig úr þegar kemur að hagsmuna- gæslu innan landa og innan ESB. Frakkland, Belgía, Írland og Spánn hafa verið öflugir málsvarar CAP og hafa oftar en ekki snúið bökum saman í baráttu gegn kröfum um róttækar endurbætur (e. reform) á henni. Þá eru viðurkennd náin tengsl á milli hagsmunasamtaka framleiðenda og þeirra aðila sem eru stefnumarkandi innan ESB. Áhrifamikil hagsmunasamtök og þrýstihópar einbeita sér sérstaklega að framkvæmdastjórn ESB, en hún hefur mikið um framkvæmd CAP að segja. COPA/COGECA eru sterk og fjölmenn hagsmunasamtök bænda og sölufélaga þeirra innan ESB sem hafa haft umtalsverð áhrif á mótun og framkvæmd CAP. Að síðustu kemur fram hjá Neill að landeigendur og stjórnmálaflokk- ar, sem eru hliðhollir bændum og dreifbýli, hafa haft mikil ítök innan landa og hjá ESB við mótun og framkvæmd á CAP. Alþjóðlega lausafjárkrepp- an sem um þessar mundir skekur heimsbyggðina, sem og hrun á íslenska fjármálakerfinu, gengi íslensku krónunnar og viðskipta- vild Íslands, undirstrika sem aldrei fyrr mikilvægi frumatvinnuvega og fæðuöryggis þjóðarinnar. Greinin er byggð á B.A.-ritgerð höfund- ar í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands (febrúar 2009). Heimildir: Dinan, Desmond (2005). Ever Closer Union. An Introduction to European Integration. 3. útgáfa. London: Palgrave Macmillan. Nugent, Neill (2006). The Government and Politics of the European Union. 6. útgáfa. New York: Palgrave Macmillan. Sérstaða landbúnaðar í Evrópu Jón Baldur Lorange forstöðumaður tölvudeildar BÍ jbl@bondi.is GÓÐ KAUP Rauma smáhýsi SP-902B, stærð 107x107 sm. sturtuklefi - margar gerðir Teeri bjálkasmáhýsi SP-20SN, stærð 123x123 sm Infra rauður saunaklefi Saunaofnar ýmsar gerðir. Saunahús - Saunavörur GODDI.IS Auðbrekku 19, 200 Kóp. S. 5445550 Möguleiki á að taka reykrör upp úr vél eða aftur úr henni. Öryggisgler fyrir eldhólfi. Trekkspjald fylgir. Kerran er á 12" (30,5cm) felgum. Burðargeta 530 kg. - eigin þyngd 66 kg. „Ég hef alla tíð verið hálfgerð- ur handverkssjúklingur,“ segir Þorgerður Jónsdóttir, Gerða í Teigi í Eyjafjarðarsveit, en hún kveðst hafa farið á nánast öll námskeið sem í boði voru í eina tíð. Hún rekur ásamt stöllu sinni Svanborgu Svanbergsdóttur gall- erí við veginn neðan bæjarins. Það heitir Galleríið í sveitinni og er í huggulegu sumarhúsi sem opnað var seint á síðasta ári, 1. nóvember í fyrra. En til stend- ur að stækka. Á næstu dögum verður hafist handa við að reisa annað sumarhús á móti því sem nú stendur og þar ætla Gerða og Svanborg að útbúa sér vinnuað- stöðu, en báðar fást einkum við gler. „Ég var áður fyrr í alls konar handverki, en nú reyni ég að einbeita mér að glerinu og leirnum líka,“ segir hún. Gerða hóf að reka gallerí í kringum síðustu aldamót og þá í bílskúr við bæinn. Starfsemin varð umfangsmeiri eftir því sem árin liðu og nú eru þær tvær sem standa saman að rekstrinum og bjóða til sölu vandað handverk frá fólki víða um land. Auk þess að reisa nýtt hús verða einnig settir upp básar á milli húsanna tveggja og þar verða m.a. til sölu ullarvörur og fleira. En þar með er ekki öll sagan sögð. Þær vinkonur ganga með stóra drauma, en á næstu miss- erum ætla þær að útbúa álfaland í brekkunni ofan Gallerísins. „Ég hef gengið með þessa hugmynd lengi. Ég er sjálf sannfærð um að það eru álfar hér í landi Teigs, veit það með vissu og það eru ákveðnir staðir á jörðinni þar sem blátt bann var lagt við að börnin léku sér. Það var í álfabyggðinni, þau virtu það og það gera barnabörnin líka,“ segir Gerða. Aldrei verið fyrir að sitja auðum höndum Hugmyndin gengur út á að leggja göngustíga um ákveðið svæði á milli álfasteinanna og koma upp sannkölluðu álfalandi, sem fólk getur gengið um og notið. Ætlunin er að bjóða upp á sérstakar göngu- ferðir með leiðsögn, þar sem sagt verður frá álfunum í landi Teigs og álfum almennt, sagðar sögur og farið með ljóð og kvæði. Gerða segir að hugmyndinni verði að hluta hrint í framkvæmd í sumar, en framkvæmdir muni þó að mestu standa yfir á næsta ári og ef til vill þar næsta. „Við teljum að það geti farið ágætlega saman að bjóða fólki að fara um álfaland og svo í Jólagarðinn, þessir garðar ættu að geta stutt hvor annan og aukið á fjölbreytni í ferðaþjónustu hér í Eyjafjarðarsveit,“ segir Gerða. „Það þýðir ekki annað en vera stór- huga, gera hlutina af krafti. Ég hef aldrei verið fyrir það að sitja auðum höndum, þarf alltaf að hafa nóg að gera og þannig verður það á meðan heilsan leyfir,“ segir Gerða. Hún flutti áður inn garðálfa sem hún segir hafa verið óhemju vinsæla, rokið út á undraskömm- um tíma, en nú er ekki hagstætt að standa í innflutningi og því bið á nýrri álfasendingu. „Við verðum að sjá til með hvernig árar í þjóðfélag- inu, en vonandi getum við boðið upp á álfana okkar næsta sumar,“ segir Gerða. Hún bætir við að þær Svanborg hafi gert sér grein fyrir að galleríið þyrfti að marka sér ein- hverja sérstöðu og þar koma álfarn- ir og álfalandið í Teigi til sögunnar. Hún segir að umferð ferða- manna um Eyjafjörð fari vaxandi, en einkum séu þar Íslendingar á ferð. Mikið af fólki dveljist í sum- arhúsum á svæðinu og einnig lengra frá, en það geri sér ferð um fjörðinn og vilji gjarnan gera sér eitthvað til afþreyingar. Þær sjá því margvísleg tækifæri til að efla og auka starfsemi Gallerísins. Eins hafa þær áhuga á að taka á móti kvennahópum sem eru á ferðinni, t.d. kvenfélagskonum, en slíkar heimsókinir segir Gerða skemmti- legar og gefandi. „Við munum örugglega taka vel á móti þeim,“ segir Gerða í Teigi. Stórhuga konur í Galleríinu í sveitinni ætla að setja upp sannkallað álfaland

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.