Bændablaðið - 11.06.2009, Blaðsíða 26

Bændablaðið - 11.06.2009, Blaðsíða 26
26 Bændablaðið | fimmtudagur 11. júní 2009 DAGARNIR HAFA verið frekar mildir hér norðan heiða nú í seinni hluta maí og fyrrihluta júnímánaðar. Það hefur verið sólríkt og eiginlega heldur þurrt fyrir okkur gróðurfólk- ið. Einn morguninn í síðustu viku var þó von á fyrstu rigningarskúr- um sumarsins en einmitt þá renndi ég á reiðhjólinu upp Spítalaveginn á Akureyri og hitti þar á Margréti Guðmundsdóttur sem þar býr ásamt eiginmanninum, Þórarni Hjart ar syni. Yfirleitt bregður Margrét sér í buxur fyrir garðverkin, smeygir sér í garðbomsurnar og setur upp sólhatt sem stjúpdóttir hennar gaf henni, enda viðkvæm fyrir sól. Hattinn góða fékk Margrét í afmæl- isgjöf en margar gjafir sem hún fær tengjast einmitt garðinum, enda á hún afmæli í júlí, um hásumar. Þá hefur hún jafnvel óskað sér að fá plöntur og gjarnan fjölærar plöntur í afmælisgjöf. En þennan morgun er hún bara í bomsunum þegar við röltum um garðinn hennar undir háværum þrastaklið. Úr smáíbúðahverfinu á Spítalastíginn Hefur Margrét lengi haft þennan áhuga á garðrækt? Margrét: „Áhugi minn á garðrækt byrjaði þegar ég var barn. Ég hafði fengið að fara með afa mínum en hann var með kartöflugarða í Ártúnsbrekkunum. Þá hef ég verið bara pínulítil, innan við fimm ára. Mér hefur verið sagt frá því að ég var mjög sæl þarna með honum. En síðan fer ég sem sagt í skólagarðana og heillast þar alveg strax. Það þurfti meira að segja að reka mig heim. Við feng- um eiginlega bara að vera hálfan daginn og ég var voðalega ósátt við það að fá ekki að vera allan daginn. En það þurfti auðvitað að hleypa fleiri krökkum að og takmarkað magn af garðverkfærum. Ég vildi helst vera þar alla daga. Þetta var í smáíbúðahverfinu. Svo þegar ég eltist þá hafði ég ekki alltaf tíma og var ekki alltaf með garð. Eftir að ég flutti norður var ég með stóran garð þar sem ég bjó fyrst á Tjörn í Svarfaðardal. Svo var það þessi garður hér á Akureyri, hann var í mjög mikilli órækt þegar ég flutti hingað. Það höfðu búið hér ungir krakkar sem leigðu og höfðu ekki tíma til þess að sinna garðinum. Og kannski ekki áhuga, hann er minni á vissum aldri, þegar maður er um tvítugt eða svo, þegar maður er mjög ungur. En svo kemur þetta aftur.“ Túlípanar og aðrir vorglaðningar Þeir eru mjög appelsínurauðir og litadjarfir yfirhöfuð og gleðja mjög augað þegar komið er upp að húsi Margrétar og Þórarins, túlípanarn- ir sem standa þar í litlum breið- um. „Þetta var allt gras hérna, en ég hef svo komið fyrir túlípönum og öðru slíku. Þetta með túlípan- ana sá ég í Reykjavík, þá bjó ég á Melunum. Þar var svo dásamlegur garður hennar Kristínar Gísladóttur á Reynimelnum. Ég kynntist henni þegar ég var að skrifa sögu Hvíta bandsins. Garðurinn hennar er stundum eins og vin í eyðimörk, dálítið eins og töfragarður, svo ótrúlega fallegur og margt fljótt komið upp á vorin. Hún var líka félagi í Garðyrkjufélaginu og pant- aði lauka og annað í gegnum það félag, þar kynnist ég því fyrst að það væri hægt. Garðurinn hennar var frekar lítill en mjög inspírer- andi og gott að sjá þar hvað hægt er að gera og líka snemma að vori. Það er svo ótrúlega mikil gleði að sjá túlípanana koma upp undan snjónum. Það er líka svo mikill sigur lífsins á hverju vori og vekur svo mikla gleði þegar maður geng- ur hérna út úr húsi.“ Lystigarðurinn nærri því í túngarðinum Hús þeirra hjóna var byggt 1907 og er því rúmlega aldar gamalt. Margrét segir mér að Jón Guð- munds son sem var einn stofnenda Fegr unar félags Akureyrar hafi búið í húsinu um tíma og því þurfi hún að standa sig vel til þess að heiðra minningu hans. „Svo bý ég nú hérna rétt hjá Lystigarðinum sem ég elska,“ segir Margrét. „Ég fer þangað yfirleitt alltaf á hverjum degi og svo alltaf tvisvar á dag, í og úr vinnu. Svo fer ég líka bara þangað til þess að skoða. Ég er að reyna að læra heitin á plöntunum en er frekar slöpp í að læra svona utanað, gleymi þessu voða mikið. En svo rifjast það upp á sumrin.“ Við erum sammála um hversu gott það er að geta flett nöfnunum upp en einnig um hvað það er frábært að geta séð plönturnar með eigin augum í Lystigarðinum, þær eru alltaf öðruvísi en á mynd. Þá er líka hægt að sjá plönturnar á ólíkum vaxtarstigum, fyrir blóma og eftir, auk þess sem hægt er að spyrja þau sem vinna í Lystigarðinum. Grasflatir víkja fyrir steinabeðum Norðan við reynitré og sólberja- runna hefur Margrét komið fyrir myndarlegu steinabeði með fjöl- æringum. „Ég sé alveg um garðinn og það er svo hrikalega erfitt að slá í brekkunum, þannig að ég vil frekar hafa hér steinabeð með fjöl- æringum. Það er miklu minni vinna að hreinsa það heldur en að slá grasið. Þess vegna vil ég gera þetta allt hér smám saman að beðum og minnka grasfletina, þá get ég bara legið hér í brekkunum þegar ég er orðin gömul,“ segir Margrét og hlær. Skiljanlega, enda garðurinn á þremur stöllum en á milli þeirra brattar brekkur. Garðurinn fær því með tímanum æ meira það yfir- bragð sem hægt er að sjá á mynd- um frá því um aldamótin 1900 en þá voru garðarnir fullir af fjölær- ingum og runnum og lítið um gras- flatir. Einhvern tímann komust svo grasflatirnar í tísku með tilheyrandi sláttukvöð. Björk og birkikvistur Í miðju garðins stendur reglulega falleg og óvenju breiðkrónótt og vel vaxin björk eða birki, sem fer sérstaklega vel á þessum stað. Margrét hefur líka fellt nálæg tré sem skyggðu á tréð til þess að leyfa því að njóta sín enn betur. Svo er björk þessi lýst upp á jólunum og fær þá enn veglegri sess enda það eina sem er upplýst. Reglulegt djásn og mögulega nálægt því að vera hundrað ára. Nærri því við hlið bjarkar inn- ar stendur birkikvistur sem Mar- gréti þykir líka sérstaklega vænt um. Hann kom frá föður hennar, sem flutti kvistinn fyrst úr smá- íbúðahverfinu austur á Miðfell í Þingvallasveit þaðan sem faðirinn er ættaður og þar sem fjölskyldan átti sumarbústað. Þar var kvistin um komið fyrir niðri við vatnið en hann dafnaði ekkert vel þar, sennilega hefur orðið of kalt þar á vetrum eða rakt. Svo var birkikvisturinn fluttur til Margrétar á Spítalaveginn eftir að hún kom þangað og hefur farið mjög vel um hann þarna undir björkinni. „Mér þykir alveg sér- staklega vænt um þennan birki- kvist,“ segir Margrét, „það er líka svo gaman að taka eitthvað svona með sér frá æskuheimilinu, flytja með sér.“ „Vildi helst vera þar alla daga“ Kíkt í garðinn til Margrétar Guðmundsdóttur, sagnfræðings, við Spítalaveg á Akureyri Margrét Guðmundsdóttir sagnfræðingur og garðyrkjukona stendur hér undir björkinni sem prýðir miðju garðs hennar við Spítalaveg á Akureyri og er eitt helsta djásn hans. Kristín Þóra Kjartansdóttir sagnfræðingur og garðyrkjunemi kristinkj@gmx.net Gróður og garðmenning NORFOR FÓÐURMATSKERFIÐ er sam- starfsverkefni Norðurlandanna, Svíþjóðar, Noregs, Danmerkur og Íslands. Það var fyrst tekið í notk- un árið 2006 en ennþá eru löndin fjögur mismunandi stödd í inn- leiðingarferlinu. Á Íslandi voru fyrstu fóðuráætlanirnar gerðar með nýja kerfinu í lok ársins 2007. Síðastliðin vetur voru á milli 30 og 40 bæir sem fengu fóðuráætlanir úr nýja kerfinu og vonandi verða þeir fleiri næsta haust og vetur. Helstu kostir þess að fá áætl- anir úr NorFor kerfinu eru þeir að kerfið byggir á hámarks notkun gróffóðursins og lágmarkar þann- ig notkun kjarnfóðurs eins og mögulegt er. Mikilvægt er að setja inn nákvæmar upplýsingar um búskapinn og dýrin til þess að for- ritið reikni bestu og hagkvæmustu lausnina. Upplýsingarnar sem sett- ar eru inn í kerfið og tekið er tillit til við útreikninga er hvort um sé að ræða lausagöngufjós, básafjós eða áætlun á beit. Þungi, staða á mjaltaskeiði, staða í meðgöngu, númer mjaltaskeiðs, nyt og efna- innihald mjólkur eru þær upplýs- inar um dýrin sem nauðsynlegt er að setja inn í kefið. Þarfir dýranna eru reiknaðar út frá þessum upplýs- ingum og svo er fundin áætlun sem uppfyllir þessar þarfir á sem hag- kvæmastan hátt. Til þess að geta reiknað fóðurskammt sem upp- fyllir þessar þarfir þurfa einnig að liggja fyrir upplýsingar um fóðrið. Upplýsingar um gróffóðrið, sem á að nota, koma með efnagreiningum en upplýsingar um þær kjarnfóð- urtegundir sem eru á markaðnum liggja inni í kerfinu. Þannig er mögulegt að velja kjarnfóðurteg- undir sem passa best við gróffóðrið hverju sinni og fá þannig út hag- kvæmari lausn. En það er einmitt reynsla nokkurra bænda sem fengu NorFor fóðuráætlanir eftir seinasta vetur, kjarnfóðurkostnaður lækkar án þess að það hafi neikvæð áhrif á framleiðslu eða heilsu dýranna. Meginmarkmið síðasta vetr- ar var að kynnast nýja kerfinu og prufa það við íslenskar aðstæður. Héraðsráðunautar voru í sambandi við bændur á sínum svæðum sem höfðu áhuga á að vera með í verk- efninu. Mikilvægt var að halda vel utan um þessa bæi þar sem ekki dugir hefðbundin efnagreining á fóðursýnunum. Nýja kerfið gerir ráð fyrir fleiri þáttum greindum en venjan hefur verið. Þess vegna þurfti að sjá til þess að sýni úr því fóðri sem átti að nota við áætlana- gerðina væri greint þannig að það passaði inn í kerfið. Næstu skref í innleiðingarferl- inu eru að fjölga bændum sem fá fóðuráætlanir með NorFor kerf- inu og styrkja umgjörð og notkun kerfisins á Íslandi. Það felst meðal annars í því að tengja hugbúnaðinn sem vinnur fóðuráætlanirnar og skýrsluhaldskerfið Huppu saman. Með þeirri tengingu verður hægt að nota upplýsingar um kýrnar í skýrsluhaldskerfinu þegar vinna á fóðuráætlun með NorFor. Þannig er hægt að nota raun- verulegar upplýsing- ar sem eru uppfærð- ar reglulega. Einnig þarf að aðlaga efna- greiningar að nýja kerfinu og niðurstöð- ur efnagreininganna þurfa svo að vera aðgengilegar inni í kerfinu. Markmiðið er að öllum þess- um tengingum verði komið á í vetur og kerfið verði því orðið fullbúið að ári. Einnig verður boðið upp á nám- skeið í notkun kerf- isins næsta haust þar sem áhugasamir bændur geta fengið aðgang að kerfinu með sínum ráðunaut og unnið áætlanirnar að miklu leyti sjálfir. Þó er mikil vægt að hafa góða yfirsýn yfir það hvaða bænd- ur komi til með að taka þátt í verk- efninu næsta vetur og þá sérstaklega vegna þess að kerf- ið krefst viðbót- ar efnagreininga á gróffóðursýnunum sem verða þá framkvæmdar á þeim sýnum sem nota á í fóðuráætlanagerð með NorFor. Áhugasömum bændum á að hafa samband við héraðsráðu- naut eða undirritaða ef þeir vilja taka þátt í verkefninu og fá fóður- áætlanir úr NorFor komandi vetur. Meðfylgjandi er fylgiseðill sem sýnir þær upplýsingar sem þurfa að koma fram með NorFor sýnum. Bændur, notfærið ykkur NorFor fóðurmatskerfið                            ! " #  #  $  %  &      '  (   % #  )*+ *+     ,-     #    ./0 1  /0 )   2   3          %        !    !    !  4  5    "   $ 66       #  # '   7 7 7  8         4     6  4  9    $  %  # :   &; 6

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.