Bændablaðið - 11.06.2009, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 11.06.2009, Blaðsíða 6
6 Bændablaðið | fimmtudagur 11. júní 2009 Málgagn bænda og landsbyggðar LOKAORÐIN Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjöl margra annarra er tengjast land búnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr. 5.400 en sjötugir og eldri greiða kr. 2.400. Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294-2279 – Ritstjóri: Þröstur Haraldsson, ábm. th@bondi.is – Sími: 563 0375 – Blaðamenn: Erla H. Gunnarsdóttir ehg@bondi.is – Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Freyr Rögnvaldsson fr@bondi.is – Sigurður M. Harðarson smh@bondi.is – Matthías Eggertsson me@bondi.is Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason eh@bondi.is – Sími: 563 0303 – Myndvinnsla og frágangur: Prentsnið ehf. Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Netfang auglýsinga er augl@bondi.is Vefsíða blaðsins er www.bbl.is Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins að mestu leyti. ISSN 1025-5621 Sumargleði og búsáhaldabylting Seinni búsáhaldabyltingin varð skammlífari en sú fyrri og hafði       að hnika því sem í raun var búið að blasa við þjóðinni frá því í október: Við verðum að borga fyrir útrásarævintýrið, loftbólu- kapítalismann sem hér hefur verið við lýði undanfarin ár. Undan því verður ekki komist og eins gott að horfast í augu við það. Í sjálfu sér er allt í lagi að fá útrás fyrir eðlilega reiði með því að dangla svolítið í pottana, það er bara hollt. Einkum þó ef það tekur ekki mjög langan tíma því nú verðum við að bretta upp ermarnar og fara að vinna fyrir skuldunum (eins og við höfum ekki verið að vinna fram til þessa!). Það er þó huggun harmi gegn að þetta skuli bera upp á júnímán- uð, þennan bjarta og veðursæla mánuð sem vonandi er bara byrjunin á sólríku sumri. Eins og lesa má um aftar í blaðinu er tími sumarhátíðanna að renna upp. Það verður hægt að skemmta sér á írskan, danskan, franskan og allra handa máta um hverja helgi fram á         salta síld. Og nú eru markaðirnir að spretta upp um allt land. Bændur farnir að sulta og salta, skera niður salat og baka brauð, nú eða fram- leiða ís og bjór. Sumarið er tíminn, söng Bubbi Mortens um árið og hitti naglann á höfuðið. Vonandi fer þessi kuldapollur sem vomað             að hundskast burt. Sólin þarf að verða tíðari gestur hjá okkur, hún lyftir okkur upp úr þunglyndinu sem pólitíkin og efnahagsmálin gera sitt til þess að byggja upp með okkur. Já, það skiptast vissulega á skin og skúrir, bæði í kauphöllunum og úti undir beru lofti. –ÞH STJÓRN OG stjórnarandstaða hafa flutt tvær ályktunartillögur um aðildarviðræð- ur við ESB. Framsókn sem heiðarlega sagði kjósendum sínum að hugur þeirra stefndi til Brussel, en með afarkostum. Sjálfstæðisflokkur sem gekk til kosn- inga með þau skilaboð að hagsmunum Íslendinga væri betur komið utan ESB. Meirihluti Alþingis er kosinn á þeirri for- sendu að ekki bæri að sækja um aðild. Utanríkisráðherra hefur hafið kosninga- baráttu, sem minnir óþægilega á „svo mik- ið 2007“ kosningarbáttu Íslands í framboði til öryggisráðsins, þegar stjórnvöldum varð fullljóst að kröftunum væri betur varið hér heima við að bjarga íslensku efnahagslífi. Eða var utanríkissráðherra að kynna sér sérstakar undanþágur Maltverja frá sjávar- útvegsstefnu ESB? Sem þar reka ágæta smábátaútgerð. Hvaða blekkingar eru þetta allt saman? Hvað er það sem við ekki vitum? Við inn- göngu í ESB þá fáum við ESB. Ekkert annað. Eftirfarandi eru staðreyndir: Sameiginleg landbúnaðarstefna ESB (CAP) hentar ekki íslenskum landbúnaði, hún færir fjármuni frá fæðuframleiðslu til landeiganda. Frá fjölskyldubúum til fjölþjóðlegra stórfyrirtækja. Fábreyttur íslenskur landbúnaður, vegna landfræði- legra aðstæðna, breytir ekki um fram- leiðsluhætti í anda CAP. Markaðsaðgangur íslenks landbúnaðar, á innri markað Evrópusambandsins, er nú þegar meiri en við nýtum. Viljum við breyta áherslum í landbúnaðar- og byggða- málum, getum við það án aðstoðar ESB. Matarverð lækkar ekki, en afurðarverð til bænda hrynur með tilheyrandi afkomu- bresti. Sjávarútvegi og nýtingu fiskistofna verð ur stýrt frá Brussel. Lækka vextir? Hvað sýnir vaxtastig á Icesave láninu? Vextir verða áfram háir og endurspegla mat lánardrottna á lántakanda. Er líklegt að íslensk heimili og fyrirtæki fái hagstæðari kjör en Ríkisissjóður Íslands? Lissabonsáttmálinn gerir Ísland að smá- hreppi í sambandsríki ESB. Sjálfstæði okkar, 65 ára gamalt, verður að engu orðið. Launafólk á hættu á undirboðum á vinnu markaði. Líkt og dæmi sanna, t.d. hjá frændum okkar og nágrönnum í Svíþjóð. Launþegar eru ekki undanþegnir frjálsu flæði vinnufúsra handa. Undirboð frá láglaunalöndum munu ógna stöðugleika á vinnumarkaði og þrýsta launum niður. Líkt og innflutningur á búvöru frá löndum sem búa við verri lifskjör en Íslendingar. Frumframleiðsla orku á Íslandi er eft- irsóknarverð í Evrópu, sem er öðrum háð um orku. Við aðild lokum við viðskiptamögu- leikum okkar í heiminum innan múra ESB og fáum ekki tækifæri á öðrum og mun áhugaverðari mörkuðum. Aðildarsamning ætti miklu frekar að kalla aðlögunarsamning, um hve lengi við verðum að laga okkur að samræmdri, mið- stýrðri Evrópu. Varanlegar undanþágur, ef slíkar rata í aðildarsamning, eiga á hættu að vera þurrkaðar út hjá Evrópudómstólnum eða með endurskoðaðri stefnu ESB þar sem áhrif okkar eru hverfandi eða 3-5 full- trúar af 700. ESB er stjórnað af fámennum hópi gömlu ESB landanna. Meirihlutinn er myndaður af um 35% íbúa Evrópu. Svo var verið að tala um óeðlilegt vægi atkvæða í landsbyggðarkjördæmum gagn- vart þéttbýlissvæðinu á suðvesturhorninu. Nei, þetta er það sem vitum. Er ekki tíma Alþingis betur varið í aðkallandi mál? Þjóðin hefur svarað í kosningum. Meirihluti alþingismanna er þar vegna þess að slíkar staðreyndir voru þekktar og þeir ætluðu ekki að fórna hagsmunum okkar með aðild að ESB. Því er umræða um aðildarumsókn lík og gera eigi „bjöllu- at“ í Brussel. Við viljum sjá hvort einhver kemur til dyra, en ekki ganga í bæinn. HB LEIÐARINN Ætlar Alþingi að gera bjölluat í Brussel? Harald Milli framkvæmdastjóri norsku bændasamtakanna, Norges Bondelag, segir það gríð- arlega mikilvægt fyrir íslenska bændur að tengja sig við samtök sem berjast gegn Evrópu sam- bands aðild ætli þeir sér að koma í veg fyrir inngöngu í sambandið. Það hafi norskir bændur gert árið 1994 þegar Noregur sótti um aðild og Milli segist sannfærður um að það hafi verið þungt lóð á vogarskálarnar og stuðlað að því að aðildarsamningurinn hafi verið felldur. Milli hefur verið framkvæmda- stjóri Norges Bondelag síðustu fjórtán ár og mun hann hverfa úr því starfi 1. ágúst næstkomandi. „Ég held að þetta sé komið gott. Ég hef borið gæfu til að vinna að hagsmunum norskra bænda þennan tíma og ég vona að ég skilji eftir mig gott starf. Það er nú reyndar þannig að maður er aldrei búinn að klára allt sem maður vildi gera. Ég held samt að ég hafi átt þátt í því að Norges Bondelag hafi náð mikilvægum árangri í stórum póli- tískum málum. Ég nefni mál sem við settum af stað árið 1984, að virðisaukaskattur af matvælum yrði felldur niður. Við náðum árangri ár ið 2001 þegar samþykkt var að lækka skattinn um helming og það var mjög mikilvægur sigur fyrir okkur.“ Sneru afstöðunni varðandi ESB- aðild við Milli segir sömuleiðis að eitt stærsta málið sem hafi komið til hans kasta í stóli framkvæmda- stjóra hafi verið umsókn Noregs um Evrópusambandsaðild 1994 og sömuleiðis þegar umræðan um aðild varð hvað háværust á nýjan leik árið 2003. „Þegar um- ræð an blossaði upp að nýju árið 2003 þá ákvað Norges Bonde lag að styðja við samtök Evr ópu sam- bandsandstæðinga, Nej til EU, og veitti þeim meðal ann ars fjárstyrk up á 6,5 milljónir norskra króna til að byggja aftur upp starfsemi sína. Á þeim tíma var staðan sú að meiri- hluti norsku þjóðarinnar var því fylgjandi að sækja um aðild á nýjan leik. Við settum af stað herferð ásamt Nei-hreyfingunni og það er alveg ljóst að okkar barátta, ásamt öðrum þáttum auðvitað, átti hlut að því að almenningsálitið sner- ist og umsóknaraðild varð ekki að pólitísku máli.“ – Telurðu mikilvægt að bændur tengi sig við hreyfingar sem eru andvígar Evrópusambandsaðild, í ljósi andstöðu bænda gegn sam- bandinu? „Jú, það er afar mikilvægt. Ég veit að Bændasamtök Íslands hafa kynnt sér hvernig við unnum að þessum málum hér í Noregi. Það er mikilvægt að bændur myndi banda- lög með öðrum hópum til að vinna gegn málflutningi þeirra hópa sem eru hlynntir aðild eins og við mynd- uðum með Nei-hreyfingunni. Norges Bondelag tók á sig höfuðábyrgð- ina í því bandalagi og við tryggð- um fjármögnun baráttunnar. Auk þess unnum við markvisst að því að fjölga félögum í Nei-hreyfingunni og tókst að fjölga félögum úr tíu þús- und í þrjátíu þúsund.“ Landbúnaðarstefna ESB samrýmist ekki hagsmunum norsks landbúnaðar – Þú ert enn alveg sannfærður um að Noregi og ekki síst norsk- um bændum sé betur borgið utan Evrópusambandsins? Hefði aðild í för með sér hörmulegar afleiðingar fyrir norskan landbúnað? „Já. Landbúnaðarstefna Evrópu- sambandsins samrýmist á engan hátt hagsmunum norsks landbún- aðar. Við viljum halda úti land- búnaði um allt land og við verðum að huga að byggðasjónarmiðum í okkar landbúnaðarpólitík. Við verðum líka að geta stjórnað því sjálfir hvaða leiðir við förum í stuðningskerfi okkar til að halda verðlagningu til neytenda í eðli- legu horfi en á sama tíma að verja matvælaframleiðslu hér í Noregi og tekjur bænda. Þetta getum við ekki gerst í Evrópusambandinu. Við munum ekki fá undanþágur frá sameiginlegri landbúnaðarstefnu sambandsins.“ – Telurðu að slíkt hið sama eigi við um Ísland? „Já, tvímælalaust. Þið getið ekki átt von á því að stjórna áfram ykkar landbúnaðarkerfi né fisk- veiðistjórnunarkerfi. Þið verðið að halda í yfirráð ykkar yfir þessum greinum og það gerið þið ekki í Evrópusambandinu.“ – Er ekki hægt að fá neinar undanþágur innan sambandsins að þínu mati? „Það er ekki útilokað að það sé hægt að fá tímabundnar undanþág- ur frá reglum Evrópusambandsins. Hins vegar er það svo að undan- þágur stríða gegn grundvallargerð Evrópusambandsins, það er að allir skuli hlíta sömu leikreglum. Það getur hreint ekki gengið í tilfelli Noregs og Íslands.“ Milli hvetur íslenska bænd- ur til að beita sömu aðferðum og Norðmenn í baráttunni gegn Evrópusambandsaðild. „Myndið bandalög með öllum þeim sem eru andsnúnir aðild og dragið ekki af ykkur í andstöðunni. Það er nauð- synlegt að málefni landbúnaðarins séu á hendi innlendra stjórnvalda. Þannig verður það að vera í Noregi og þannig verður það líka að vera á Íslandi.“ fr Íslenskir bændur eiga að mynda bandalög með andstæðingum ESB  "#   $#            $# " &' * * +< Harald Milli fram- kvæmda- stjóri Norges Bondelag.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.