Bændablaðið - 11.06.2009, Blaðsíða 32

Bændablaðið - 11.06.2009, Blaðsíða 32
11. tölublað 2009 Fimmtudagur 11. júní Næsta tölublað Bændablaðsins kemur út 25. júní Í Þverholtum á Mýrum er nú starfandi stærsta kúabú Ís landssögunnar. Þar búa þau Hilm ar Sigurðsson og Þóra Þor- geirs dóttir með strákunum þeirra Helga, Mána og Húna. Á bænum eru alls um 600 nautgripir, þar af 250 mjólkandi kýr í tveimur fjósum og ekki færri en fimm mjaltaþjónar sinna kúnum þrisvar til fjórum sinnum á sólarhring. Þá eru þar 50 holdakýr og 300 geldneyti og á fjórða hundrað fjár. Aftur snúið heim Hilmar er alinn upp í Þverholtum en foreldrar hans, Sigurður Ámundason og Sjöfn Hall dórs dótt- ir, fluttu þangað árið 1961 og ráku þar blandað bú til ársins 1983 er fjölskyldan flutti í Borgarnes. Árið 1988 flytur Hilmar svo að Langár- fossi á Mýrum og býr þar til 2006 og stundar sauðfjárbúskap. Hilmar og fjölskylda snúa svo aftur í Þverholt árið 2006 og loka þar með hringnum. Jörðina kaupir Jóhannes Kristinsson, athafnamaður og félagi Hilmars sem búsettur er í Lúxemburg, og segir Hilmar að upphaflega hafi staðið til að þar yrði sauðfjárrækt. Á endanum er ákveðið að byggja upp kúabú og eiga þeir félagar og reka saman Þverholt-búrekstur ehf og lætur Hilmar vel af rekstrinum það sem af er, en hlutirnir hafa gerst hratt á þessum þremur árum. Á þeim tíma hafa risið tvö fjós, ein vélageymsla og eitt íbúðarhús sem hugsað er sem starfsmannabústaður. „Við hófum uppbyggingu hér í mars 2007 og má segja að byggingaframkvæmdum hafi lokið 27. nóvember sl. Jörðinni fylgdu 40 geldneyti og 20 kvígur af þeim báru um sumarið og þar með hófst aftur mjólkurbúskapur í Þverholtum. Í fyrsta sinn lögðum við inn mjólk þann 3. júní 2006 og voru það 159 lítrar. Núna fara um 10.000 lítrar í mjólkurbílinn af þriggja daga mjólk.“ Mikið hagræði að mjaltaþjónunum Hilmar segir mikið hagræði fylgja mjaltaþjónunum. „Ég hef sjálfur samanburð við vinnu í hefðbundnum básafjósum og munurinn er gríðarlegur. Mesti munurinn liggur í því að kýrnar eru mjólkaðar þrisvar til fjórum sinnum á sólarhring sem skilar sér bæði í betri líðan kúnna og aukinni framleiðslu. Þá eru nemar í mjaltaþjónunnum sem greina súrdoðaeinkenni mun fyrr en ella. Einnig greinum við frumutölu úr hverjum spena, sem segir til um heilbrigði mjólkurinnar, og þá eru kýrnar einnig viktaðar í hvert sinn sem mjaltir eiga sér stað.“ Hilmar segir að í Þverholtum sé nú unnið að því að setja upp gerði þannig að hægt verði að setja kýrnar út allan ársins hring þegar veður er gott. „Í fjósunum er þó gott rými enda skiptir ekki minna máli fyrir kýrnar að geta hreyft sig en mannfólkið sjálft,“ segir hann. Uppgræðsla og gróðursetning Byggingaframkvæmdum er lokið í bili og verið er að rækta og gróðursetja í Þverholtum að sögn Hilmars. „Mikil ræktun stendur fyrir dyrum, gróðursetning meðfram veginum og á milli túna, auk þess sem unnið verður að uppgræðslu, ræktun túna og hugað að skjólbeltagerð. Með haustinu mun gripum svo fjölga um 100 í fjósunum tveimur í Þverholtum. Við verðum þá komin í hámarks afköst fjósanna og þau ættu að geta skilað um 1,8-2 milljónum lítra á ársgrundvelli,“ segir Hilmar. Hann kvartar ekki undan skuldabyrði vegna erlendra lána; segir þau hafi verið heppin í tímasetningu með sínar fjárfestingar og verið aðeins á undan fjármálakreppunni. -smh Stærsta kúabú Íslandssögunnar rekið í Þverholtum á Mýrum Fimm mjaltaþjónar sinna 250 kúm – stefnt að fjölgun í 300 í haust Þverholt og Korpúlfsstaðir Það er forvitnilegt að bera búið í Þverholtum saman við annað stórbú hér á landi. Þegar Thor Jensen hóf rekstur á Korpúlfsstöðum um 1930 var þar fyrir gamalt fjós en hann byggði annað og samtals rúm- uðust í þessum tveimur fjósum 240-250 gripir, að því er segir í bók Birgis Sigurðssonar um Korpúlfsstaðabúið. Auk þess var Thor með framleiðslu á tveimur öðrum stöðum, það er á Lágafelli í Mosfellssveit og Melshúsum á Seltjarnarnesi. Ekki kemur glöggt fram hversu margar mjólkandi kýr voru á þessum búum öllum en senni- lega hafa þær flestar orðið á bilinu 300-350. Ársframleiðsla búanna tveggja, það er Korpúlfsstaða og Lágafells, varð hins vegar mest tæplega 800.000 lítrar af mjólk. Þar skilur verulega á milli hvað varðar reksturinn í Þverholtum. Miðað við að nytin í kúnum þar sé í meðallagi ætti framleiðslan að vera 1.360 þús- und lítrar eftir 250 kýr en þegar þær verða orðnar 300 ætti fram- leiðslan að vera orðin helmingi meiri en hjá Thor Jensen, eða rúmlega 1.600 þúsund lítrar á ári. Jarðgerðarstöð Moltu að verða tilbúin Lokafrágangur á húsi jarðgerð- arstöðvar Moltu ehf. að Þverá í Eyjafjarðarsveit er nú í fullum gangi og er frumprófunum á vél- búnaði lokið. Verkið hefur geng- ið vel þrátt fyrir nokkra seinkun miðað við upphaflegar áætlanir. Áætlað er að hefja prufufram- leiðslu í lok júní. Gert er ráð fyrir að fyrstu vik- urnar verði aðeins tekið við hluta af þeim úrgangi sem á að fara til jarðgerðarinnar á meðan verið er að fínstilla allt framleiðsluferlið og þjálfa starfsfólk. Innan skamms tíma mun Molta ehf. svo taka við öllum kjötvinnslu-, fisk- og slát- urúrgangi á Eyjafjarðarsvæðinu, ásamt sláturúrgangi frá Norðlenska á Húsavík. Annar úrgangur sem nýtist sem stoðefni til vinnslunnar er m.a. gras, gróðurkurl, hrossatað, timburkurl og pappír. Í stjórnstöðinni Hilmar situr hér við tölvu í fjósinu og sýnir blaðamanni hvernig fylgst er náið með frumutölu úr hverjum spena. myndir | smh Hilmar Sigurðsson við nýju fjósin tvö. Í þeim eru 250 kýr og fimm mjaltaþjónar samanlagt. Lengst til hægri er gamla fjósið þar sem uppeldisstarfsemi fer nú fram. Í haust mun gripum fjölga um 100 í fjósunum tveimur. Áskell Þórisson rakst á þessar kind með lömbin sín þegar hann ók um Dalsmynni en dalurinn sem við blasir er Fnjóskadalur og áin því að sjálfsögðu Fnjóská. Hvort það skiptir þessa litlu fjölskyldu einhverju máli hvað landslag- ið heitir er okkur hulin ráðgáta, en það fer óneitanlega vel um hana í blíðunni.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.