Bændablaðið - 11.06.2009, Blaðsíða 28

Bændablaðið - 11.06.2009, Blaðsíða 28
28 Bændablaðið | fimmtudagur 11. júní 2009 2 6 4 1 9 4 5 7 2 6 9 7 8 1 8 5 7 9 1 3 2 4 5 8 8 4 6 3 9 4 1 9 6 9 8 6 2 7 3 2 1 5 2 4 9 6 3 4 2 5 3 5 9 1 8 6 1 8 9 4 5 4 2 2 7 1 Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur frá 1-9 í eyðurn- ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Þrautirnar eru miserfiðar, sú sem er lengst til vinstri er léttust og sú til hægri þyngst en sú í miðjunni þar á milli. Hægt er að fræðast nánar um Sudoku-þrautirnar á vefsíðunni www.sudoku.com og þar er einn- ig að finna fleiri þrautir ef þessi skammtur nægir ekki. Líf og lyst Maturinn hennar Nönnu klikkar ekki! Nýverið kom út hjá Forlaginu enn ein matreiðslubókin úr smiðju Nönnu Rögnvaldardóttur: Matur- inn hennar Nönnu – heimilismatur og hugmyndir. Þó að þetta sé ekki kreppumatreiðslubók, að sögn höf- undar, þá varð hugmynd að henni til skömmu eftir bankahrunið síð- astliðið haust. Hér hefur Nanna hagsýni og nýtni að leiðarljósi í uppskriftum sem koma úr ýmsum áttum og eru flestar fljótgerðar, en það sem kryddar bókina enn frek- ar eru fróðleiksmolar á víð og dreif um ýmis hráefni. Nautakjöt með spergilkáli 450 g nautakjöt 400 g spergilkál 1 blaðlaukur (hvíti og ljósgræni hlut- inn) 2 hvítlauksgeirar smábiti af engiferrót (2 cm) 2 msk. olía 200 ml vatn 5 msk. ostrusósa, eða eftir smekk Aðferð: Skerið kjötið í þunnar, litlar sneiðar með beittum hníf (gott er að setja það í frysti í 15-20 mínútur svo auðveldara verði að skera það). Snyrtu spergilkálið vel og skerðu sverari hluta stönglanna frá. Skiptu kálinu í litla kvisti. Hreinsaðu blað- laukinn vel og saxaðu hann. Saxaðu hvítlaukinn og engiferrótina smátt. Hitaðu olíuna í wok-pönnu eða á þykkbotna pönnu þar til rýkur næstum úr henni. Settu kjötið svo á hana – helminginn í senn, nema pannan sé mjög stór – og steiktu það við hæsta hita í 2-3 mínútur, hrærðu stöðugt í á meðan. Taktu það svo upp með gataspaða, settu á disk og steiktu afganginn. Taktu seinni skammtinn líka af pönnunni, settu spergilkálið á hana ásamt 2 msk. af vatni og veltisteiktu í um 2 mínútur. Settu þá blaðlauk, hvítlauk og engifer á pönnuna og steiktu í um 2 mínútur. Helltu ostrusósunni og vatninu á pönnuna og láttu sjóða undir loki þar til komin er fremur þykk og klístruð sósa. Hrærðu kjöt- inu og safa, sem kann að hafa runn- ið úr því, saman við og taktu pönn- una af hitanum. Berðu réttinn fram með hrísgrjónum eða núðlum. Ostamakkarónur með beikoni 400 g makkarónur salt 100 g beikon í sneiðum 500 ml matreiðslurjómi 200 g rifinn ostur, t.d. gratínostur 4 msk. nýrifinn parmesanostur ögn af nýrifnu múskati eða ¼ tsk. malað múskat Aðferð: Hitaðu ofninn í 200°C. Sjóddu makkarónurnar í saltvatni þar til þær eru næstum meyrar en ekki alveg. Þurrsteiktu á meðan beikon- sneiðarnar á pönnu og skerðu þær síðan í litla bita. Settu þá í stóra skál og blandaðu matreiðslurjóma, rifnum osti, 1 msk. af parmesanosti og múskatinu saman við. Helltu makkarónunum í sigti og láttu renna vel af þeim áður en þeim er hvolft út í rjóma- og ostablönduna. Hrærðu makkarónunum vel saman við, helltu blöndunni í léttsmurt, eldfast mót og stráðu afganginum af parmesanostinum yfir. Bakaðu réttinn í miðjum ofni í 20-25 mín- útur. ehg MATARKRÓKURINN Nautakjöt með spergilkáli að hætti Nönnu er girnilegur og góður réttur þar sem ostrusósan gefur góðan keim. Upphaflega áttu afi og amma Karls Guðmundssonar á Mýrum 3, bæinn Mýrar. Börn þeirra skiptu jörðinni upp þannig að Erla og Ása fengu hvor um sig ¼ hluta jarðarinnar en Páll bróðir þeirra ½ jörðina. Býli? Mýrar 3. Staðsett í sveit? Heggstaðanesi, 531 Hvammstanga, nánar tiltekið í Hrútafirði austan verðum. Ábúendur? Karl Guðmundsson og Valgerður Kristjánsdóttir. Fjölskyldustærð (og gæludýra)? Fjölskyldan er barnmörg, 2 börn hafa fasta búsetu að Mýrum allt árið. Þegar öll börnin eru heima þá eru þau 7 talsins. Þau eru: Eðvarð Þór 22 ára vélstjóri, Jónas Þór 18 ára nemi VMA, Ársæll Kristófer 16 ára nemi VMA, Kristján 15 ára nemi Húnaþingi vestra, Ólína Ann og Stefanía Ann 13 ára búsettar í Danmörku og Olga Kristín 10 mánaða. Á Mýrum búa foreldrar Karls, þau Erla Stefánsdóttir og Guðmundur Karlsson sem einnig koma að bústörfunum. Stærð jarðar? Jörðin er 300 ha og ræktað land um 50 ha. Karl á ¼ í Söndum sem eru ca 1400 ha og nýtir þar 22 ha af ræktuðu landi. Þá eru leigðir 32 ha. Tegund býlis? Blandað bú. Á Mýrum hefur alltaf verið búið stórt. Upphaflega áttu afi og amma Karls Mýrar. Börn þeirra skiptu jörðinni upp þannig að Erla og Ása fengu hvor um sig ¼ hluta jarðarinnar en Páll bróðir þeirra ½ jörðina. Fjöldi búfjár og tegundir? 300 kindur, 50 kýr og um 100 nautgripir. 7 hross. Tíkin Gríma og kötturinn Mismas. Hundurinn Gríma gætir barnavagnsins þegar að yngsta barnið sefur, hún Olga Kristín. Húsakostur? Fjárhús byggð 1974 og votheys- hlaða 1984. Fjós byggt 1987 fyrir 14 kýr og geldneyti. Árið 2006 byggðu Valgerður og Karl stál- grindahús við gamla fjósið fyrir 70 kýr auk geldneyta. Þá er á jörðinni vélageymsla, þurrheyshlaða, tveir braggar og tvö íbúðarhús. Hvernig gengur hefðbundinn vinnu dagur fyrir sig á bænum? Dagurinn byrjar á fjósverkum og endar á þeim líka. Á morgnana er farið í húsin og síðan taka við ýmis störf eftir árstíðum. Seinni partinn er aftur farið í húsin og dagurinn endar á því að húsbóndinn fer og lítur á róbótinn. Skemmtilegustu/leiðin leg ustu bú störfin? Karli finnst leiðinlegast að verka skít en skemmtilegast að girða. Valgerði finnst skemmtilegast að gefa kálfunum en leiðinlegast að gera við girðingar. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár? Þá verðum við vonandi búin að fylla nýja fjósið og komin með rúmlega 60 kýr. Við ætlum að rækta meira af jörðinni og auka kornrækt. Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Félagsmál bænda í Húnaþingi vestra eru mjög góð og samstaða mikil. Menn hjálpast að og eru hver öðrum vinveittir. Hvernig mun íslenskum land- búnaði vegna í framtíðinni? Það fer eftir því hvernig ríkistjórnin heldur á spilunum og hvort að við göngum í ESB. Lagist gengi íslensku krónunnar ekki er hætta á að skuldsettir bændur verði gjaldþrota og innganga í ESB mun leggja landbúnað í rúst. Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Nóg framboð er af matvöru í Evrópu og því eins og að bera vatn í bakka fullan lækinn að ætla að fylja út þangað. Þó má alltaf finna einhver tækifæri. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Smjörvi, súrmjólk og ostur. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Heimatilbúin bjúgu og grillað lambakjöt. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Karli fannst eftirminnilegast að þreskja korn síðastliðið haust. Valgerður var einn morguninn í sauðburðinum. Þá heyrði hún und- arlegt hljóð í fjárhúsunum og sá að þar sat þröstur á garðabandinu. Hann flaug ekki þó hún gengi að honum. Þegar betur var að gáð þá sá hún að þetta var ungi og tveir aðrir voru í ganginum. Hún hjálpaði þeim út í heiminn og lífgaði þetta atvik upp á sálartetrið. Frá skírn Olgu Kristínar 31. júlí 2008. Á mynd vantar elsta barnið, Eðvarð Þór. Bærinn okkar Mýrar 3, Heggstaðanesi

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.