Bændablaðið - 11.06.2009, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 11.06.2009, Blaðsíða 1
12 Sjálfhætt í kjúklingarækt ef af aðild að ESB verður 24 Útskriftir nemenda á Hvanneyri og Hólum 11. tölublað 2009 Fimmtudagur 11. júní Blað nr. 306 Upplag 20.500 10 Sjö þúsund heyrúllur á hverju sumri Blaðauki um hátíðir og markaði sumarsins Sjá bls. 15-18 Tilraunir standa nú yfir á nokkr um stöðum á landinu á vegum Sigl- inga stofn unar, Land bún aðar há- skóla Íslands og Eyrar bús ins við ræktun á repju og nepju. Úr fræj- um plöntunnar er pressuð olía sem nota má á vélar. Til raun in á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum lítur einstaklega vel út eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Akurinn er nú í fullum blóma og algjörlega laus við skemmdir eftir veturinn, en sáning fór fram í ágúst á síðasta ári. Ef vel tekst til og þroski verður góður í sumar verða gerðar tilraun- ir með að pressa olíu úr fræjunum í þar til gerðum vélbúnaði sem Siglingastofnun er að hanna og settur verður upp á Þorvaldseyri. Verkefnið mun halda áfram næstu 3 árin og verður þá hægt að meta árangurinn. Á myndinni er bóndinn á Þorvaldseyri Ólafur Eggertsson í heiðgulum repjuakrinum, framan við Þorvaldseyri. Repjuakur í fullum blóma á Þorvaldseyri Í byrjun júní voru á ferð hér á landi japanskir æðardúnskaup- menn og lýstu áhyggjum sínum af því að hluti þess æðardúns sem seldur er í Japan sem íslenskur sé það alls ekki. Svo virðist vera sem í hann sé blandað dún af öðrum fuglum og brögð eru að því að sængur sem sagðar eru innihalda íslenskan æðardún séu að öllu leyti úr fiðri af kjúkling- um eða öndum. Shiori Hayashi forstjóri Schönberg Marujyu heildverslun- arinnar í Japan segir að samkvæmt opinberum tölum séu árlega seld um 20 tonn af æðardúni í heima- landi hans. Óljóst er hver hlutur Íslendinga er í æðardúnsmark- aðnum en talið að hann sé ekki undir 70%. Hins vegar hefur held- arútflutningur á íslenskum æðar- dún ekki verið nema 1,4-3,9 tonn á ári síðastliðinn áratug. Vörurnar sem eru á markaði eru ýmist seld- ar undir heitinu Icelandic eider- down eða Eiderdown mainly from Iceland. Hjónin Kazuaki og Yoshimi Tanaka starfrækja fyrirtækið Ishitaya en þau eru stærstu við- skiptavinir Hayashi í smásölu á vörum úr æðardúni. Þau segja að það hafi komið oft upp þegar dúnsængur hafa verið opnaðar að greinilegt væri að ekki væri um íslenskan æðardún að ræða. Í sumum tilfellum væri hann bland- aður öðrum dún en í öðrum væri ekki snefill af íslenskum dún í sængunum, þær væru gerðar úr dún af öðrum fuglum. Þetta er verulegt áhyggjuefni því vörur úr íslenskum æðardún eru mjög dýrar en þessar sængur sem ranglega eru sagðar úr íslenskum dún eru seldar á mun lægra verði. Fái þetta að viðgangast er hætta á að það leiði til verðlækkunar á dúni til íslenskra æðarræktenda. Með Japönunum var einnig í för Heinz Schorrer framleiðslu- stjóri hjá austurríska fyrirtækinu Kauffmann sem kaupir mikið af æðardúni frá Íslandi. Fyrirtæki hans framleiðir sængur úr hluta dúnsins en selur bæði sængur og dún til Japans. Æðardúnn sem framleiddur er hér á landi er vott- aður og innsiglaður áður en hann er fluttur utan. Eftir að fyrirtæki eins og Kauffmann rýfur innsiglið er hins vegar ekkert eftirlit með því hvernig dúnninn er notaður. Erfitt er að koma á frekara eftir- liti með vinnslu æðardúns því hún er dreifð um mörg lönd, auk þess sem nákvæm greining styðst við DNA-greiningar á sýnum og þær eru kostnaðarsamar. –ÞH Falsaður „íslenskur“ æðardúnn á markaði? Erlendir æðardúnskaupmenn hafa áhyggjur af ódýrum eftirlíkingum Erlendu æðardúnskaupmennirnir í Bláa lóninu í byrjun júní, frá vinstri: Shiori Hayashi, Kazuaki Tanaka, Yoshimi Tanaka og Heinz Schorrer.   Bændur samþykkja breyt- ingar á búvörusamningum Talning atkvæða vegna breytinga á búvörusamningum fór fram 2. júní síðastliðinn. Breytingar á samningum sauðfjárbænda og mjólkurframleiðenda voru samþykktar með miklum meirihluta. Alls voru 1.344 á kjörskrá vegna kosninga um mjólkursamning. Atkvæði greiddu tæplega 56%. Já sögðu 625 eða 83,4% en nei sögðu 106 eða 14,2%. Alls voru 2.457 á kjörskrá vegna kosninga um sauðfjársamning. Atkvæði greiddu rúmlega 46%. Já sögðu 929 eða 81,6% en nei sögðu 186 eða 16,3%. Atkvæðagreiðslan fór þannig: Mjólk % Sauðfé % Á kjörskrá alls 1.344 2.457 Atkvæði greiddu 749 55,73% 1139 46,36% Já 625 83,44% 929 81,56% Nei 106 14,15% 186 16,33% Auðir 13 1,74% 20 1,76% Ógildir 5 0,67% 4 0,35% Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir niðurstöðuna vera lokahnykk á því máli sem kom upp þegar ljóst var að ekki var hægt að standa við gildandi búvörusamninga að fullu í kjölfar efnahagshrunsins. „Þessi breytti samningur er mikilvægt fram- lag bænda til að takast á við þá stöðu sem komin er upp. Það verður ekki gengið lengra í að skerða kjör bænda og ætlumst við til að stjórn- völd standi við samningana hér eftir.“ Næsta Bændablað kemur út 25. júní

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.