Bændablaðið - 11.06.2009, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 11.06.2009, Blaðsíða 14
14 Bændablaðið | fimmtudagur 11. júní 2009 Á Alþingi liggja nú fyrir tvær þingsályktunartillögur sem ganga báðar í megin drátt um út á aðild- ar um sókn að Evr ópu sam band- inu. Tillaga ríkisstjórnarinn ar er afdráttarlaus á meðan tillaga Sjálfstæðisflokks og Fram sókn- arflokks gengur út á að hafinn verði undirbúningur um sókn ar. Í aðdraganda síðustu Al þingis- kosninga varð umræða um Evr- ópu sambandsaðild mjög hávær og síst er hægt að segja að hún hafi þagnað að undanförnu. Heimssýn er félagsskapur sjálf- stæðissinna í Evrópumálum. Hreyf- ingin er þverpólitísk og hefur verið starfandi frá árinu 2002. Í gegnum tíðina hafa félagsmenn haldið uppi gagnrýni á Evrópusambandið og lagst einarðlega gegn aðild Íslands að sambandinu. Að undanförnu hefur hreyfingin látið enn frekar að sér kveða með fundum og auglýs- ingum þar sem varað er við því að sótt verði um aðild. Heimssýn stofnar Suðurlandsdeild Á fundi á Suðurlandi 19. maí síð- astliðinn var stofnuð fyrsta lands- hlutadeild Heimsýnar en stefnt er að því að stofna slíkar deildir víðar um land á næstunni. Formaður stjórnar Suðurlandsdeildarinnar var kosinn Eyþór Arnalds odd- viti Sjálfstæðisflokksins í Árborg og ásamt honum í stjórn sitja þau Guðni Ágústsson, Atli Gíslason, Axel Kolbeinsson og Sigurlaug Gröndal. Bændablaðið hitti Ey þór og ræddi við hann um Evr ópu sam- bandið og ástæður andstöðu hans og Heimsýnar gegn aðild. Prívat hagsmunir ríkja vega þyngra en hagsmunir heildarinnar Eyþór var einn stofnanda Heims- sýnar á sínum tíma og segir að hann sé þess fullviss um að Evr- ópu sambandsaðild væri óheillaspor fyrir Ísland. „Ég hef haft miklar efasemdir um að við eigum sam- leið með Brusselvaldinu. Fyrir því eru mörg rök, efnahagsleg, land- fræðileg og jafnframt þjóðfélags- leg. Evrópusambandið er mjög sérstakt fyrirbæri í veraldarsög- unni. Það byrjar sem Kola- og stál- bandalag stærstu ríkja Evrópu sem höfðu barist hvert við annað öldum saman. Þau sameinast um hags- muni sína í kola- og stálvinnslu og mynda sem sagt fríverslunar- bandalag sem var mjög jákvætt skref. Síðan hefur bandalagið þró- ast með allt öðrum hætti en til var stofnað í upphafi. Sambandið nær í dag yfir mjög ólíkar þjóðir, með ólíka menningu, tungumál og efna- hag. Það að reyna að halda utan um þetta með einni mynt er mikil og bjartsýn tilraun. Sagan hefur sýnt okkur að ríkjabandalög með svona ólíkar einingar innanborðs halda ekki nema með valdi. Við sáum það í Sovétríkjunum, Júgóslavíu, jafn- vel með Rómarveldi. Þar sem ólík ríki eru undir einni krúnu og einum gjaldmiðli halda bandalög ekki til eilífðar. Það er því margt í eðli Evr- ópusambandsins sem er mikil til- raun.“ – En ríki Evrópu standa ekki í átökum við hvert annað nú um stundir. Er ekki landslagið breytt? Hefur það ekki sýnt sig að ríki Evrópu sækjast eftir aðild að sam- bandinu og hafa í efnahagslegu til- liti hagnast á þeirri aðild? „Sumir segja að nú séu nýir tímar og öll dýrin í skóginum geti verið vinir. Við sjáum samt að um leið og á móti blæs, eins og and- streymið í bankamálunum sem skekur heiminn núna, þá strax fara prívat hagsmunir ríkjanna að verða æðri hagsmunum heildar- innar. Eiginhagsmunir ríkja eins og Bretlands og Þjóðverja verða æðri hagsmunum annarra ríkja. Nánir samstarfsaðilar í sam- bandinu hjálpa ekki hverjir öðrum. Seðlabanki Evrópu hleypur til að mynda ekki undir bagga með Írlandi eða Eystrasaltsríkjunum. Hver og einn seðlabanki ríkjanna og hver og ein ríkisstjórn setja fram sérreglur og með því er í raun og verið grafið undan sambandinu því sambandið getur aldrei verið sterk- ara en það er á ögurstundu. Það er einfalt að vera sameinaðir og sam- taka þegar menn drekka kaffi latte í góðu veðri. Þegar á móti blæs reynir hins vegar á hvort undir- stöðurnar eru fúasprek eða sterkar. Ég sé strax á þessum vetri sem nú er liðinn að Evrópusambandsríkin standa ekki saman eins og menn mættu ætla.“ Vitum ekki hvernig ESB framtíðarinnar verður Eyþór segir það verulegt áhyggju- efni hversu bláeygðir stuðnings- menn aðildar séu um framtíð Evr- ópusambandsins. „Ég hef miklar efasemdir um aðild eins og stað- an er í dag en ég hef enn meiri áhyggjur af því hvernig Evrópa mun verða. Ef við göngum í sam- bandið erum við að gifta okkur að kaþólskum sið því skilnaðir eru ekki leyfðir í þessu sambandi. Evrópusambandið eftir fjörutíu ár verður mjög ólíkt því sem er í dag. Það eru ekki spádómar heldur er einfaldlega hægt að horfa til íbúa Evrópu. Aldurssamsetning þjóð- anna í sambandinu verður mjög óhagstæð eftir þann tíma og mann- fjöldaþróun víða orðin neikvæð. Evrópusambandið verður því annað hvort að gjörbreyta sínu eftirlauna- kerfi eða að taka inn mun fleiri þjóðir með aðra aldurssamsetningu. Við vitum ekki að hverju við erum að ganga með því að ganga inn í Evrópusambandið.“ – Vandræðin nú í vetur hafa þá gert þig bjargfastari í þeirri trú að innganga í sambandið væri óheilla spor? „Já, ég held að það sé óhætt að segja það. Bæði hefur Evrópu- sambandið sýnt veikleika sína eins og með til dæmis IceSave. Það byrj- aði sem Evrópusambandsregluverk og endar nú sýnist manni sem samn ingur, sem gerður er að hluta til þess að friðþægja Evrópu sam- bandsþjóðir.“ – Telurðu þá að IceSave samn- ingurinn sé tilkominn til að liðka fyrir umsókn Íslands í sambandið? „Því miður sýnist mér það. Mér sýnist að það sé verið að gera samn ing sem er óhagstæður til að ljúka málinu. Formaður samninga- nefndarinnar hefur sjálfur sagt að allt hafi verið undir, jafnvel EES- samningurinn. Þar með er hann að staðfesta að Evrópusambandið hafi verið notað til þess að við tækjum á okkur fulla ábyrgð með vöxtum á málinu. Sú staða er auðvitað óþol- andi. Ef við erum að taka á okkur skuldbindingar af þessu tagi þá erum við að borga óheyrilega hátt verð bara fyrir að fá að ræða við Evrópusambandið. “ – Menn hafa orðað það sem svo að Ísland hafi verið beitt ofbeld- isaðgerðum af hálfu Breta. Á að skilja orð þín sem svo að þú teljir að Evrópusambandið sem heild hafi stutt við þær aðgerðir, jafnvel beitt okkur þvingunaraðgerðum sjálft? „Maður getur ekki skilið at- burða rásina með öðrum hætti. Jafn vel þótt sambandið hafi ekki fjallað um málið með formleg- um hætti þá er það þannig að Evrópusambandsríkin ráða jafn- framt hjá Alþjóða gjald eyris sjóðn- um og þau hafa rætt IceSave málið sín á milli. Mér finnst mjög grun- samlegt að við erum ekki búin að fá nema eina greiðslu af láni Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og ekki búin að fá lánin frá norðurlandaþjóðun- um. Það hefur enginn tekið upp hanskann fyrir okkar hönd og það er ekki annað að sjá en að allt yfir- bragðið séu samantekin ráð um að við þurfum að taka á okkur fullar byrðar áður en okkur verður hleypt áfram. Það er algjörlega óþolandi í alþjóðasamskiptum. Þarna er valdi hins sterka beitt gegn hinum smáa.“ Evran ekki töfralausn Eyþór segist þeirrar skoðunar að Evrópusambandsumræðan nú sé nánast eingöngu keyrð áfram á gjaldmiðilsmálum. „Það er alltaf verið að hamra á því að evran henti okkur best af öllum gjaldmiðlum. Þó að það sé komin tiltölulega lítil reynsla á evruna þá hefur hún reynst frekar stöðug. Að baki henni eru hins vegar mjög ólík hagkerfi. Í dag reynir mjög mikið á þær þjóðir sem hafa orðið verst út úr kreppunni eins og Austur-Evrópuþjóðirnar, Írland og jafnvel Spánn. Þær líða nú fyrir mjög sterkan gjaldmiðil og ná þess vegna ekki innspýtingu í útflutning eins og við Íslendingar. Hátt gengi evrunnar er sem sagt að koma niður á þessum löndum. Það er því ekki sjálfgefið að evran leysi öll vandamál og ef við Íslendingar værum til að mynda með evru í dag þá værum við með halla á vöruskiptum ofan á allt annað. Að trúa því að það að taka upp evru leysi öll vandamál er blekking. Það er eins og það að kaup á nýju sjónvarpi leysi hjónabandserfiðleika. Ein einföld spurning til þeirra sem einblína á evruna. Á hvaða gengi á að skipta krónunni í evrur? Á gengi Seðlabanka Íslands? Á gengi Evrópska Seðla bankans? Eigum við kannski að freista þess að falsa gengið? Fyrir nokkrum árum þegar allt lék hér í lyndi í efnahagslífinu var það viðkvæði Evrópusambandssinna að matarverð væri hér svo hátt og verð á kjúklingabringum myndi snar lækka ef við gengjum í Evr- ópu sambandið. Þessu var veifað framan í neytendur. Nú er það evran sem á að bjarga öllu. Það má því segja að evran sé kjúklingabringa ársins 2009. Evran er engin töfralausn, hvorki fyrir okkur sem ekki höfum hana, né fyrir til að mynda Austur-Evrópuþjóðirnar eða Írland sem hafa hana.“ – Þú hefur miklar efasemdir um að evran sé sú lausn í gjaldmiðils- málum sem við þurfum á að halda. Getum við búið við óbreyttan gjald- miðil eða hefur þú aðrar lausnir? „Það að blanda saman Evrópu- sambandinu og evrunni er röng aðferðafræði. Við eigum að taka ákvörðun um okkar gjaldmiðilsmál sjálf. Það eru til fleiri gjaldmiðlar í heiminum en evran. Nefni ég þar norsku krónuna og dollar og þessir gjaldmiðlar eru alls ekki verri fyrir okkur en krónan nema síður sé.“ – En þurfum við ekki nýjan gjald miðil? „Svo er það spurningin. Að hafa krónuna hefur kosti og galla. Það býður upp á sveigjanleika en því fylgir líka óstöðugleiki. Ef við ætlum hins vegar að hlaupa bara eftir evrunni erum við að fórna sjálfstæði okkar, fórna yfirráðum yfir auðlindunum og rétti okkar til að standa sjálfstætt að samning- um við aðrar þjóðir, þá erum við að taka upp dýrasta gjaldmiðil í heimi. Því hefur verið haldið fram að evran henti okkur vel vegna þess að við skiptum svo mikið við Evrópusambandsþjóðir. Ef við skoðum útflutningsvörur okkar þá flytjum við út ál sem verðlagt er í dollurum. Við flytjum út fisk og hann er um fjörutíu prósent í evrum, tuttugu prósent í dollurum, tuttugu prósent í pundum og tutt- ugu prósent í öðrum gjaldmiðlum. Það er því ekki auðséð að hann sé einhver evruafurð. Við flytjum inn olíu í dollurum, við flytjum inn báxít og kol sem eru verðmetin í dollurum. Rafmagn til stóriðju sem er um sjötíu prósent af heildinni, bæði framleiðslan og flutningurinn, er í dollurum. Út frá hagfræðileg- um rökum mætti því segja að við ættum að skipta í þann gjaldmiðil sem er uppistaðan í útflutnings- tekjum okkar, það er dollara en ekki þann sem er uppistaðan í inn- flutningnum, það er evrur.“ Einboðið að samningur verði lagður í dóm þjóðarinnar – Margir Evrópusambands and- stæð ingar hafa að undanförnu lýst þeirri skoðun sinni að það sé orðið tímabært að leggja málið í dóm þjóðarinnar. Því sé best að sækja um aðild og halda þjóðaratkvæða- greiðslu um málið. Getur þú tekið undir þá skoðun og telurðu að þjóðin muni samþykkja aðild? „Ég tel engar líkur á að þjóðin samþykki vondan samning. Það er óhjákvæmilegt að ef gerður verði samningur milli ríkisstjórnarinnar og Evrópusambandsins verður að leggja hann í dóm þjóðarinnar einfaldlega vegna stjórnarskrár- ákvæða. Þeir sem hrósa sér af því að vilja leggja málið í dóm þjóðarinnar nú eru því að hrósa sér af sjálfsögðum hlut. Það að einblína á Evrópusambandið núna þegar heimili og fyrirtæki brenna er eins og máltækið segir: Svo skal böl bæta að benda á eitthvað annað. Það þarf að horfa á þann vanda sem blasir við okkur hér á Íslandi. Þeir sem nú stjórna landinu hafa öll tæki til að leysa vandann þó erfiður sé og það er það sem brennur á fólki.“ – Telur þú að það sé ljóst að við missum forræði yfir auðlind- um okkar ef við göngum í Evr ópu- sambandið? „Já, að hluta til strax og að nán- ast öllu leyti þegar fram í sækir. Stærsta spurningin í mínum huga er samt hvernig sambandið verður eftir fjörutíu ár. Við sjáum að stærstu ríkin ráða sífellt meiru í sam- bandinu og við verðum því miður að mínu mati smáhérað í sambands- ríkinu Evrópu og ráðum afar litlu um okkar mál. Við munum missa ákvörðunarvald yfir auðlindum okkar, því miður. Hvað sjávarauð- lindina varðar til að mynda þá tel ég alveg ljóst að þó að við fengjum að ráða með Hafrannsóknarstofnun í tvö til þrjú ár skiptir það engu máli. Ég hef enga trú á að það muni halda. Evrópuríkin munu vilja fá sinn skerf hér við land. Það eru hug- myndir innan Evrópusambandsins um að minnka fiskveiðilögsögur niður í tólf mílur og afganginum yrði stjórnað frá Brussel þannig að þú sérð hversu órafjarri það er veru- leikanum að halda að við munum ráða áfram til framtíðar yfir fiski- miðunum göngum við inní sam- bandið.“ Íslenskar landbúnaðarafurðir á borðum á þorrablótum og um jól – Þú hefur ekki skipað þér í flokk með þeim sem hafa talað harðast fyrir tollum og innflutningshöftum. Bændasamtökin hafa hins vegar lýst því yfir að það yrði gríðarlegt áfall fyrir íslenskan landbúnað ef að gengið yrði í Evrópusambandið því þá myndi tollvernd til handa íslensk- um landbúnaðarafurðum falla niður. Ertu á þeirri skoðun að það sé eðlilegt að íslenskur landbúnaður sé varinn með þessum hætti? „Á meðan alþjóðaumhverfið er þannig að öll lönd verja sinn land búnað með tollum og höftum er okkur ekki stætt á öðru en að spila með í þeim leik. Evr ópu sam- bandsríkin verja hæstu fjárhæðum úr sameiginlegum sjóðum sínum í niðurgreiðslur á landbúnaði. Við munum ekki geta keppt við stóru landbúnaðarríkin í Evrópu án toll- verndar. Haftastefna og tollvernd er í sjálfu sér ekki góð stefna en það væri óeðlilegt ef við myndum ekki jafna leikinn.“ – Hvaða afleiðingar telurðu að það myndi hafa fyrir íslenskan landbúnað ef gengið yrði inn í Evr- ópu sambandið? „Ég tel að hann myndi verða fyrir gríðarlegu áfalli. Íslenskar land búnaðarafurðir yrðu lúxus vara, yrðu áreiðanlega á borðum á þorra- blótum og um jól, en þær yrðu ekki þessi kjölfesta sem nú er og hefur verið.“ – Þannig að það skiptir að þínu mati máli að við náum að verja land búnað okkar? „Já, það skiptir máli að við náum að verja undirstöður okkar framleiðslu og verðum ekki of háð alþjóðasamfélaginu. Við eigum að hafa þjóðfélag okkar sem opnast en við verðum að passa upp á að við stöndum ekki á brauðfótum.“ fr „Evran er kjúklingabringa ársins 2009“ Formaður Heimssýnar á Suðurlandi segir brestina í Evrópusambandinu augljósa nú þegar bjátar á. Q   $@     +   +   + $   Eyþór Arnalds er formaður stjórnar í nýstofnaðri Suðurlandsdeild Heims- sýnar, hreyfingar sjálfsstæðissinna í Evrópumálum.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.