Bændablaðið - 11.06.2009, Blaðsíða 23

Bændablaðið - 11.06.2009, Blaðsíða 23
23 Bændablaðið | fimmtudagur 11. júní 2009 Á vordögum fengum við heim- sókn hér í Bændahöllinni. Hollenski þýðandinn og fræði- maðurinn Kim Middel staldraði við í tölvudeildinni í tvo daga og vann við skráningu í ættbók íslenska hestsins, WorldFeng. Hún hefur fjölbreytt tengsl við Ísland og stenst áreiðanlega öll próf sem Íslandsvinur. Og hún hefur auk þess sterkar mein- ingar um það hvert Ísland eigi að stefna, að minnsta kosti hvað varðar Evrópusambandið. Aðaltilgangurinn með heimsókn Kim hingað til lands var sá að hún sat þing þeirra sem fást við þýð- ingar á íslenskum bókmenntum á erlendar tungur. Hún hefur feng- ist við að þýða íslenskar bækur á hollensku, þar á meðal bækur Arnaldar Indriðasonar. Auk þess er hún að vinna að doktorsritgerð í miðaldafræðum og þar er viðfangs- efnið einnig íslenskt, nánar tiltekið þróun sjálfsins og sjálfsvitundar Íslendinga fyrr á öldum. Hún rýnir í lykiltexta til þess að varpa ljósi á það hvernig Íslendingar litu á sjálfa sig áður en sjálfsvitund þjóðarinn- ar birtist sem gerðist á 16. eða 17. öld. Í því sambandi segir hún for- vitnilegt að siðaskiptin virðist ekki hafa skipt miklu máli fyrir þá þróun, ártalið 1262 þegar við geng- umst Noregskonungi á hönd er það sem öllu máli skiptir. Síðast en ekki síst hefur Kim starfað um árabil í hollenska Íslandshestafélaginu og sat í stjórn þess þegar WorldFengur kom fram á sjónarsviðið árið 2001. Hún segir að hann sé stórkostlegt tæki í kynbótastarfi eigenda íslenska hestsins um allan heim og lætur vel af samskiptunum við tölvudeild Bændasamtakanna. Sjálf á hún þrjá íslenska hesta, 21 árs gamla meri og tvö yngri hross, og er með þá í nágrenni við heimabæ sinn, Enschede, í austurhluta Hollands. Hvað yrði um íslensku sveitina? Enschede er borg með fornfræg- an vefjariðnað og hún er umluk- in landbúnaðarjörðum. Þegar ég spurði Kim hvort hún ætti ekki eigið hesthús hristi hún höfuðið og sagði að land væri svo dýrt í Hollandi vegna þéttbýlisins að hún hefði engin efni á því. Upp úr því barst talið að Evrópusambandinu. „Ég er enginn sérfræðingur í Evrópusambandinu en var lengi þeirrar skoðunar að Íslendingar ættu að sækja um aðild, ekki síst af efnahagslegum ástæðum,“ sagð hún. „En þegar ég var á þýðing- arþinginu flugum við austur á Hornafjörð og ókum til baka í rútu. Þar sem ég sat í rútunni og virti fyrir mér íslensku sveitabæina fóru að renna á mig tvær grímur. Hvað yrði um íslenskan landbúnað og þessa bæi í ESB? Við höfum séð að ESB hefur verið að breyta áherslum sínum og þar með reglum sem gilda um niðurgreiðslur og rekstrarum- hverfi landbúnaðarins. Það er ýtt undir stöðuga stækkun og fækkun búa sem eiga að keppa innbyrð- is á markaði. Smærri býlum hefur fækkað ört og margir bændur hætt rekstri, farið snemma á eftirlaun eða jafnvel stytt sér aldur, vegna þess að stuðningurinn sem þeir höfðu notið var skyndilega tekinn af þeim, án nokkurs fyrirvara. Ég las það ekki alls fyrir löngu að í hverjum mánuði hætti 17 bændur búskap í Hollandi. Stjórnvöld okkar eru mjög áköf í að innleiða tilskipanir ESB, enda eru þau hreint ekkert á móti þess- ari þróun því við þetta losnar land sem hægt að nota undir stöðuga útþenslu borganna.“ 17 bændur hætta í hverjum mánuði Kom segir að þessi þróun á vett- vangi ESB hafi leitt til þess að bændur þurfi að hafa sig alla við í samkeppninni, ekki bara innan- lands heldur við allan heiminn. „Við flytjum inn kjöt frá Ástralíu og Afríku þar sem það er ódýr- ast en flytjum svo okkar dýr út til slátrunar í öðrum löndum af því við erum hætt að slátra sjálf, það borg- ar sig ekki. Megnið af dýrunum okkar eru leidd til slátrunar á Ítalíu, í Englandi eða á Norðurlöndunum. Það sama gildir um fiskinn. Bændur eiga í vök að verj- ast vegna þess að þeir fá svo lágt verð fyrir afurðir sínar. Verslanakeðjurnar ráða því hvað þær borga fyrir þær. Ég get nefnt dæmi af bændafólki sem ég kynnt- ist þegar ég bjó í Þýskalandi. Það voru hjón sem framleiddu nauta- kjöt og korn, en afkoman var svo léleg að þau urðu bæði að vinna launavinnu utan heimilisins. Á endanum neyddust þau til að hætta búrekstrinum vegna þess að stuðn- ingurinn við hann hafði verið skor- inn niður. Bóndinn sagði mér að það hefði þýtt að hann hefði ekki haft efni á að kalla til dýralækni ef dýrin veiktust. Kostnaður við eitt veikt dýr hefði étið upp allan hagn- að af búrekstrinum. Það sem er líka slæmt er að ESB er sífellt að breyta reglunum svo bændur eiga mjög erfitt með að gera áætlanir um reksturinn. Ég þekki til sykurræktar sem er tölu- vert mikil í Hollandi af því að við höfum svo góðan leirjarðveg fyrir sykurrófurnar. Það eru töluverðar hefðir sem tengjast sykurrækt þar sem ég bý, en nú er önnur tveggja sykurverksmiðja hætt rekstri og hin hangir á horriminni. Ástæðan er sú að ESB ákvað með engum fyr- irvara að flytja stuðninginn til syk- urræktar í nýju aðildarríkjunum í austanverðri álfunni. Um þetta var ég að hugsa í rút- unni og sá íslensku sveitabæina líða hjá. Ég gat ekki séð hvernig Ísland með sín smáu býli gæti stað- ist því snúning þegar innflutningur á ódýrum erlendum búvörum verð- ur gefinn frjáls,“ sagði Kim Middel hin hollenska. –ÞH Hvernig á íslenska sveitin að standast samkeppnina? – spyr hollenski Íslandsvinurinn Kim Middel sem hefur áhyggjur af því hvernig íslenskum landbúnaði myndi reiða af í Evrópusambandinu Kim Middel að störfum í tölvudeild Bí. 14625 - Rammasamningsútboð á ferskum matvör- um og drykkjarvörum. Kynningarfundur verður haldinn föstudaginn 12. júní kl. 11:00 í húsakynnum Ríkiskaupa, Borgartúni 7 C. Eru bjóðendur hvattir til þess að mæta. Þátttaka óskast til- kynnt á utbod@rikiskaup.is. Þær vörur og þjónusta sem verið er að leita eftir tilboðum í,        1 kindakjöt / lambakjöt 2 Nautgripakjöt 3 Svínakjöt 4 Annað kjöt (kjúklingur) 5 Fiskur       7 Hráar / soðnar saltaðar vörur 8 Álegg í neytendapakkningum 9 Grænmeti og ávextir 10 Gos, sódadrykkir og ávaxtasafar       !  # Markmið útboðsins er að veita áskrifendum rammasamn- inga ríkisins, sem fjölbreyttast úrval af ferskum matvörum og drykkjarvörum, að uppfylltum ásættanlegum gæðum og þjónustu. Leitað er eftir því að aðilar bjóði sem fjölbreyttast $ &    $!' + Opnun tilboða er 27. ágúst 2009 kl. 11.00 hjá Ríkiskaupum. ;<  =  '   >$!'=  aðgengileg á vef Ríkiskaupa, www.rikiskaup.is. --- ÚTBOÐ --- Jörð til leigu Jörðin Torfastaðir í Jökulsárhlíð á Fljótsdalshéraði er laus til leigu. Á jörðinni er sauðfjárbú í rekstri. Stærð jarðar er 1.900 hektarar, þar af ræktað land um 30 hektarar. Bústofn sem fylgir í leigu er 300 kindur. Greiðslumark 400 ærgildi. Leigugjald 150.000 kr á mánuði. Jörðin leigist til 5 ára. Upplýsingar gefnar í síma 895-1085 eða á netfangið allij@centrum.is

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.