Bændablaðið - 11.06.2009, Blaðsíða 27

Bændablaðið - 11.06.2009, Blaðsíða 27
27 Bændablaðið | fimmtudagur 11. júní 2009 Síðustu daga hef ég verið við dóma á kúm í fjósum á Suður- landi. Þess vegna finnst mér við hæfi að þessu sinni að víkja að hugleiðingum Hollendinga í sam- bandi við útlitsmat kúnna. Er mögu legt að nota útlitsmat kúnna til að finna kýrnar sem best henta framtíðaraðstæðunum í fram- leiðslunni? Þeir segja að á ráðstefnu hjá þarlendum kúabændum fyrir fjór- um árum hafi framkvæmd útlits- matsins og hvað bændur vildu í þeim efnum verið ítarlega rætt. Sumt af kröfum þeirra kemur stéttarbræðrum hér á landi að lík- indum á óvart. Þeir telja að júgur- og spenagerð sé orðin það góð að enga áherslu eigi lengur að leggja á úrbætur þar. Aftur á móti eigi að beina athygli að klaufum og fótum kúnna. Þá megi kýrnar ekki hækka frekar frá því sem komið er. Eins þurfi duglegar, getumikl- ar kýr sem haldi holdum. Þetta er um margt lýsing á þeim harðgerðu (e. robust) kúm sem fjallað hefur verið um í þessum pistlum. Þegar þeir fóru að velta fyrir sér hvernig best væri að meta hversu harðgerðar kýrnar væru samkvæmt þessu var niðurstaða þeirra sú að ekki bæri að búa til nýjan eiginleika til að meta. Þess í stað næðist best nálgun með því að sameina á réttan hátt í einkunn nokkra þætti sem þegar eru metn- ir. Þarna höfðu þeir í höndunum dóma fyrir um 600 þúsund kýr þar sem þeir þróuðu slíka einkunn. Rétt er fyrst að gera örstutta grein fyrir hvernig þeir vinna sína kúadóma. Það er um margt hlið- stætt því sem hér er gert. Þeir eru með tvískipt mat. Heildareinkunn er gefin á grunni stigagjafar þar sem júgurgerð og fætur ásamt sér- kennum kynsins telja mest og er sú heildareinkunn á bilinu 71-89 (ekki veit ég nákvæmlega hvernig þetta bil er ákvarðað en þeir sem þekkja okkar mat vita að þetta fellur í tölugildum ótrúlega vel að okkar mörkum). Til viðbótar eru þeir með línulegt mat hliðstætt því sem við erum að nota og er það unnið fyrir 18 þætti. Þeir fundu að með því að velja saman nokkra þætti úr línulega matinu og sameina þá í heildarein- kunn á réttan hátt fékkst að þeirra mati gott mat á hversu „harð- gerðar“ kýrnar væru. Þættirnir sem þeir völdu til að nota í slíka heildareinkunn voru boldýpt, útlögur, malabreidd og holdastig. Útlögur kúnna meta þeir aðeins á annan hátt en við gerum þó að mér virðist að þar muni nánast um sama eiginleika að ræða á báðum stöðum. Rétt er að benda á að þeir taka tillit til áhrifa af ytri þáttum eins og stöðu á mjólkurskeiði, sem vænta má að hafi talsverð áhrif í sambandi við holdastig, þegar þeir nota tölurnar. Þeir finna hins vegar mjög skýrt að samband þessara þátta við „harðgerðar“ kýr er ekki línulegt (það er að endagildi séu æskilegust og verst), heldur hefur það kjörgildi. Með því er átt við það að bestu gripina er að finna með tölugildi einhvers staðar inni á skalanum og þess vegna fæst heildareinkunn ekki með því að leggja saman tölugildi heldur með því að umbreyta tölunum í önnur gildi. Þetta gera þeir þannig að þeir fá fram heildareinkunn með skilgreint bil frá 71-89 eins og heildareinkunn kúnna. Einkunn sú sem þeir reikna á þennan hátt hefur síðan verið borin saman við endingu kúnna og er það samband sýnt á mynd. Endingin er mæld sem hlutfall kúnna sem nær að hefja þriðja mjólkurskeið í framleiðslunni. Þannig einkunn fyrir „harðgerðar“ kýr er nú reiknuð fyrir hollensku kýrnar um leið og útlitsmat þeirra er gert. Þetta gefur tilefni til örstuttra frekari hugleiðinga. Það sem þarna kemur fram er að eiginleikar sem verið er að meta með línulegu mati eigi sín kjörgildi. Þetta er mjög auðskilið atriði þegar nánar er skoðað vegna þess að margt af þessu eru þættir þar sem augljóst er að gripir sem liggja nærri með- altali henta aðstæðum oft best, en gripir sem verulega skortir á um eiginleika eða sýna yfirdrifin gildi eru ekki það æskilega. Um leið þýðir þetta að hefðbundn- ar tölfræðiaðferðir með skoðun á línulegu samhengi þátta eiga í mörgum tilvikum ekki lengur við og hafa jafnvel í sumum tilvikum verið að leiða menn á villigötur. Vandamálið sem þarna kemur til er að ákvörðun á kjörgildinu er í mörgum tilvikum ekki augljós, en rannsóknir hafa sýnt að rétt ákvörðun á því skiptir miklu máli í ýmsum tilvikum ef á að nota slíkar einkunnir í ræktunarstarf- inu. Til að taka nærtækasta dæmið sem við höfum í sambandi við verulega mikilvægan eiginleika, sem hefur mjög augljóst kjörgildi, eru mjaltir kúnna. Allir eru sam- mála um að æskilegustu kýrnar séu þær sem selja mjólkinni hratt og jafnt. Við mælingar á mjalta- hraða hefur margoft komið í ljós að alveg einhliða vali fyrir hraðari mjöltum fylgja oftast vandamál í sambandi við lekar kýr. Því eru augljóslega fyrir hendi kjörmörk, en hver þau eru hefur reynst örð- ugt að meta. Rétt er einnig að benda á að breyttar aðstæður með notkun á mjaltaþjónum munu ef til vill breyta þessu sjónarmiði talsvert einmitt fyrir þennan eig- inleika. Þessar hugleiðingar leiða einnig til þess í framhaldinu að mér sýnist það veruleg ögrun í íslenskri nautgriparækt að gera sér grein fyrir hvort hin nýja tækni (mjaltaþjónarnir) kallar á breytt viðhorf gagnvart eiginleikum í ræktunarstarfinu. Mjaltaþjónar hafa verið teknir í notkun í hlut- fallslega meira umfangi hér á landi en í nokkru öðru landi. Þetta setur okkur um leið þær kröfur að hugleiða frekar en aðrir hvaða ný sjónarmið þetta kann að kalla á í ræktunarstarfinu. Eftir að hafa síðustu daga komið í fjölda af þessum nýju fjósum er ljóst að í þeim hefur komið inn nýr vinnu- þáttur sem er tamning á kvígunum gagnvart hinni nýju tækni. Ef til- fellið er að þessi tamning er erfða- bundinn þáttur er það áreiðanlega umhugsunarefni hvort ekki megi mæla slíkan eiginleika og taka tillit til í ræktunarstarfinu. Það er þekkt að Nýsjálendingar hafa um áratuga skeið látið bændur meta tamningu á kvígunum hjá sér og hafa unnið með þann þátt í sinni ræktun. Það er viss vísbending um að þarna geti verið eitthvað fyrir okkur að huga að. Útlitsmat framtíðarkúnna Jón Viðar Jónmundsson landsráðunautur í búfjárrækt Bændasamtökum Íslands jvj@bondi.is Kynbótastarf Hlutfall kúnna Hlutfallsleg lifun „Harðgerðar“ kýr H lu tfa lls le g lif un (3 . m jó lk ur sk ei ð) H lu tfa ll kú nn a Samband einkunnar fyrir „harðgerðar“ kýr og lifunar hjá hollenskum kúm. Tilkynning vegna gæða- stýringar í nautgriparækt Við viljum minna á að síðasti skiladagur mjólkurskýrslna inn í HUPPU til uppgjörs er 10. næsta mánaðar eftir skýrslutöku. Þeir sem ekki skrá sjálfir þurfa því að gæta þess að skýrslur séu komnar inn til skráningar í tíma. Einnig bendum við á að til að eiga rétt að þriðju gæðastýring- argreiðslu, í lok sumarsins, þurfa að liggja fyrir tvö kýrsýni tekin af fyrri helmingi ársins 2009. Því er nauðsynlegt fyrir þá sem aðeins hafa skilað einu kýrsýni sem af er ár að taka kýrsýni nú í júní. Ráðunautar              !    " #  $ BARNINU LÍÐUR BETUR & NÁTTÚRAN BLÓMSTRAR Bændur og verktakar Nú bjóðum við upp á bakvaktar- og þjónustusíma á kvöldin og um helgar. Erum með vel útbúinn bíl, komum á staðinn og leysum vandann. Munið símanúmerið 893-2881 eða setjið það í minnið á símanum ykkar Pardus ehf. Sími: 453-7380 Þjónustusími: 893-2881

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.