Bændablaðið - 11.06.2009, Blaðsíða 29

Bændablaðið - 11.06.2009, Blaðsíða 29
29 Bændablaðið | fimmtudagur 11. júní 2009 Jóhanna Jóhannesdóttir er 14 ára gömul og býr í Snæfellsbæ. Hún æfir blak og fótbolta og finnst leiðinlegast í heimi að taka til í herberginu sínu. Jóhanna ætlar að bralla ýmislegt í sumar, meðal annars að ferðast um landið sitt. Nafn: Jóhanna Jóhannesdóttir. Aldur: 14 ára. Stjörnumerki: Ljón. Búseta: Ólafsvík. Skóli: Grunnskóli Snæfellsbæjar. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Myndmennt. Hvað er uppáhalds dýrið þitt? Fiskar. Uppáhaldsmatur: Lasagne. Uppáhaldshljómsveit: Jonas Brothers og 3OH!3 Uppáhaldskvikmynd: Step Up 1 og 2 Fyrsta minningin þín? Áramótin 2000. Æfir þú íþróttir, eða spilarðu á hljóðfæri? Ég æfi fótbolta og blak. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir í tölvu? Að vera á Netinu, hlusta á lög í iTunes og skoða iPhoto. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Ég hef ekki hug- mynd. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Líklegast ekkert. Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? Að taka til í herberg- inu mínu. Ætlar þú að gera eitthvað sérstakt í sumar? Ferðast innanlands. ehg Fólkið sem erfir landið Jóhanna Jóhannesdóttir er 14 ára gömul og stundar nám við Grunnskóla Snæfellsbæjar í Ólafsvík. Ætlar að ferðast innanlands í sumar ÆðarbændurTökum á móti æðardúni til hreinsunar og sölu. Hafið samband í síma 892-8080 Dúnhreinsunin ehf. Digranesvegi 70 - 200 Kópavogur Veggspjald af íslenska hundinum Tvær stærðir eru í boði, 88 sm X 61 sm og A3. Verð er kr. 1.500 af stærri gerðinni og kr. 900 af litlu spjöldunum. Að auki bætist við sendingarkostnaður. Hringdu í síma 563-0300 eða sendu tölvupóst á netfangið jl@bondi.is til þess að panta veggspjald. Hægt er að greiða með greiðslukorti eða fá sendan greiðsluseðil. Nýtt og glæsilegt veggspjald af íslenska fjárhundinum er komið út. www.bondi.is Bændur, Bændur, Bændur Nú styttist í heyskapinn og gott er að fara að huga að tækjunum. Af því tilefni ætlar Pardus ehf. að halda námskeið á Welger, New Holland og Case sambyggðum rúlluvél- um þann 16. júní næstkomandi.              verður á staðnum Ingvar Guðmundsson tæknimað- ur í Vélaveri og mun hann svara spurningum sem brenna á ykkar vörum. Þátttökugjald er 8000 krón- ur og fer námskeiðið fram á Pardus-verkstæðinu á Hofsósi. Þeir sem hafa hug á að mæta skrái sig hjá Jóhanni í síma 453-7380 eða 893-2881 fyrir 12. júní. Pardus ehf. Áhugi fólks á hvers kyns rækt- un hefur vaxið mjög á undan- förnum árum Endurmenntun hyggst koma til móts við alla þessa grænu fingur með því að efna til tveggja námskeiða í sam- starfi við Horticum menntafélag. Námskeiðin verða haldin núna í júni og eru eftirfarandi: Fáðu krydd í tilveruna: Námskeið um ræktun kryddjurta Ferskleikinn er afar mikilvægur til að kryddjurtir njóti sín til fulls og því fátt betra en að hafa aðgang að þeim beint úr eigin ræktun. Á námskeiðinu verður fjallað um ræktun og notkun helstu tegunda kryddjurta sem þrífast utandyra hér á landi. Helstu efnisþættir námskeiðsins eru ræktunarskipu- lag, sáning, forræktun, plöntun, jarðvegur, áburðargjöf, umhirða, plöntuheilbrigði, uppskera, geymsla og ræktun innandyra. Kennari: Björn Gunnlaugsson, cand. agro. Tími: Þri. 23. júní kl. 19:30-22:00. Verð: 4.900 kr. Rósir og rósarækt Rósir hafa löngum prýtt garða landsmanna með fallegu vaxtarlagi sínu og óviðjafnanlegum blómum. Undanfarin ár hefur úrval yrkja sem þrífast í görðum landsmanna aukist jafnt og þétt. Námskeiðið gerir grunnatriðum rósaræktar skil. Það er ætlað hinum almenna garðræktanda sem hefur áhuga á að auka þekkingu sína á þessum þrautreyndu garðplöntum og þá sérstaklega ræktun þeirra. Farið verður yfir ákjósanleg jarðvegsskilyrði, atriði er varða gróðursetningu, staðarval, klipp- ingu og almenna umhirðu rósanna. Einnig munu ólíkar tegundir, yrk- ishópar og algengustu yrki verða kynnt ásamt því sem ræktunarsaga þeirra verður rakin í grófum drátt- um, allt frá hirð keisarans í Kína til Napóleonsstyrjaldanna. Kennari: Hjörtur Þorbjörnsson, grasafræðingur. Tími: Mán. 29. júní kl. 19:00-22:00. Verð: 5.500 kr. Námskeiðin fara fram í húsi Endurmenntunar við Dunhaga. Nánari upplýsingar og skráning fer fram á vef Endurmenntunar, www.endurmenntun.hi.is (velj- ið Námsframboð > Námskeið > Menning, sjálfsrækt og tungumál) eða í síma 525-4444. Ræktun krydds og rósa kennd hjá Endurmenntun Frábær verð fyrir frábæra bændur! Arctic Wear býður bændum vinnugalla frá 2.900 til 3.900 kr. Arctic Wear ehf. - Reykjanesbæ - Sími: 824 4070 - Fax: 421 4163 - arcticwear@arcticwear.is - www.arcticwear.is                         Stundum erfið ár sem enda á tölu 9 Eitt er það sem allir þrá, yl og sólarhlýju. Það eru stundum erfið ár, sem enda á tölu 9. Með þessari vísu ljúka hinir veðurglöggu spámenn Veður- klúbbsins á Dalbæ í Dalvíkur- byggð júníspá sinni. Tungl kvikn aði sunnudaginn 24. maí í SSA. Telja klúbbfélagar að hugs anlega verði norðanáttir ríkjandi í júní og mánuðurinn frekar kaldur. Nokkrir góðir dagar muni þó koma inn á milli. Voru menn ánægðir með að veðurspá fyrir nýliðinn maí- mánuð hefði gengið vel eftir og þá voru rifjaðar upp gaml- ar sagnir varðandi hvítasunnu, sem ganga út á að ef yrðu á víxl hlýir og kaldir dagar, væri það góðs viti varðandi komandi sumar.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.