Bændablaðið - 11.06.2009, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 11.06.2009, Blaðsíða 8
8 Bændablaðið | fimmtudagur 11. júní 2009 SAGT HEFUR verið að það þurfi sterk bein til að þola góða daga. Líklega hefur þetta nýverið sannast á íslensku þjóðinni. Oft hefur heyrst á síðustu árum að Íslendingar séu meðal ríkustu þjóða heims og víst er um það að þjóðin hafði það mjög gott. Samt fór það svo að efnahagur þjóð- arinnar varð fyrir þungu áfalli á síðastliðnu hausti. Afleiðingar þess eru nú smám saman að koma í ljós, en líklega má þó segja að margir hafi það allgott ennþá. Þetta tækifæri, efnahagshrunið og afleiðingar þess, er nú notað til að telja fólki trú um að eina leiðin út úr vandanum sé að þjóðin gangi í Evrópusambandið, fleygi krón- unni og taki upp evru. Þetta er ljót- ur leikur, enda er þess aldrei getið að með því að ganga í ESB verð- ur sjálfstæði þjóðarinnar fórnað fyrir einhvern baunadisk. Þá verða ákvarðanir teknar í Brussel en ekki á Íslandi og þær verða ekki sniðnar að hagsmunum Íslendinga og lík- lega hentar evran okkur illa. Íslenska þjóðin hefur lifað í þessu landi, Íslandi, í um 1135 ár. Árið 930 var Alþingi stofnað og var landið sjálfstætt allt til ársins 1262. Á þúsund ára afmæli Alþingis árið 1930 var mikil hátíð á Þingvöllum. Eftir 1262 var Ísland fyrst hluti af veldi Noregskonunga og síðan Danakonunga, allt til 17. júní 1944 að lýðveldið Ísland var stofnað á Þingvöllum, við mikinn fögnuð þjóðarinnar. Hún hafði þá verið undir oki erlends valds í 682 ár og lifað mikla hörmungatíma. Þetta eiga nú allir Íslendingar að vita, – en er það svo? Þegar fullveldið var fengið og lýðveldið hafði verið stofnað, heyrði ég eldri menn segja: „Svo aldrei framar Íslandsbyggð sé öðrum þjóðum háð“ og voru þar að taka undir með skáldkonunni Huldu í hátíðarljóði hennar „Hver á sér fegra föðurland“ sem hún orti árið 1944. Þetta var ósk hennar og þessara manna þjóðinni til handa. Nú er hart sótt að íslensku full- veldi og bankahrunstækifærið notað til að telja fólki trú um, með sífelldum áróðri, að bjagráðið út úr kreppunni sé að fórna fullveldinu fyrir aðild að ESB. Næsta víst er, að ef íslenska þjóðin álpast inn í ESB, þá tapast yfirráðin yfir fiskimiðunum í land- helginni og landbúnaður Íslands verður fyrir miklum áföllum. Fullveldið skerðist það mikið að ekki verður um það að ræða lengur. Nú munu ýmsir segja að hluti fullveldisins sé þegar kominn í hendur Brussel-manna, þar sem með tilkomu EES-samningsins höfum við neyðst til að breyta ýmsum lögum samkvæmt kröfu ESB. Jú, frjáls þjóð hlýtur að ráða sínum lögum sjálf en þarna hafa Íslendingar orðið að fara eftir kröf- um frá Brussel. EES-samningur er eitt og aðild að ESB er annað. Samningi hlýtur að vera hægt að segja upp, en út úr ESB er að líkindum ómögulegt að komast, – fyrr en ef það springur í tætlur. En hverjir eru þeir vinningar sem Evrópusinnar halda að þeir fái ef þeir ná fram sínu baráttumáli? Það mun mörgum vera býsna óljóst. Ef aðalmálið er að fá að taka upp evru sem gjaldmiðil, þá mun það vera nokkuð fjarlægur draumur. Ljóst er að í ESB-löndum er kreppa eins og hér og mikið atvinnuleysi. Við mundum þurfa að borga mikla skatta til Evrópusambandsins og opna fyrir innflutning á varningi sem við þurfum ekki, m.a. á hráu kjöti, sem hefur í för með sér stóraukna sjúk- dómahættu, m.a. á búfjársjúkdóm- um. Evrópusambandið hefur í mörg horn að líta og engin vissa er fyrir því að Íslendingar fengju styrki. Íslendingar hafa á undanförnum árum verið taldir meðal ríkustu þjóða í heimi og allir vita að landið er mjög ríkt af auðlindum, svo sem gjöfulum fiskimiðum, fallvötnum, jarðhita o.fl. o.fl. Landið er gjöfult og gott og með hækkandi hitastigi verður í stórauknum mæli horft til norðlægra slóða með ræktun á matvælum, m.a. korni til manneld- is,- enda versna skilyrðin sunnar. Ljóst er að þeir í Brussel, og ekki síður Bretar, sækjast mjög eftir að ná yfirráðum yfir fiskimiðunum hér á norðurslóðum. Þess vegna þykir þeim sjálfsagt góður fengur í því að ná Íslandi inn í sambandið, og hafa hér fulltrúa til að vinna að því. Varðandi tímabundna fjárhags- lega erfiðleika er þess að gæta, að íslenska þjóðin er margfalt betur í stakk búin en nokkru sinni fyrr, til að takast á við þá og mun komast út úr þeim tiltölulega fljótt ef heið- arleiki og skynsemi fá að ráða. Rósmundur Ingvarsson frá Hóli UNDANFARIN ÁR hefur sala á æðar- dúni gengið vonum framar. Verð hefur verið gott og sala gengið snurðulaust fyrir sig. Síðastliðið haust gekk kreppa yfir heimsbyggðina eins og öll- um mun kunnugt. Viðskipti með æðardún fór ekki varhluta af því. En ekki var þó allt kreppunni að kenna. Þótt tregða kæmi í sölu, var ekki nauðsynlegt að fella verð eins og raun hefur orðið á. Einhver eða einhverjir útflytj- endur hafa lækkað verð svo mik- ið að engin skynsemi er þar að baki. Samkvæmt skýrslum Hag- stof unnar í janúar sést að lægsta verð er aðein 40% af hæsta verði. Bændur sem hafa fengið uppgert eftir þessu verði ættu að hugsa sinn gang. Þarna er verið að vinna óskaplegt skemmdarverk á mörk uðum. Þetta er miklu meiri verðlækkun en við teljum að hafi verið eðlileg. Þótt tekið sé tillit til kreppunnar. Einhver lækkun hefði verið ásættanleg en alls ekki svona mikil. Nú nýverið hafa borist þær fréttir frá erlendum kaupendum, að aðili hérlendis fullyrði að hann einn geti boðið vöru sem sé full- boðleg á markaði. Dúnninn sé betur hreinsaður en hjá öðrum og meðal annars þveginn, og því miklu betri vara en allir aðrir geti boðið. Aðrir séu að selja skít. Hann einn sé fær um að bjóða þessa þjónustu og svo sé hann líka með betra verð en aðrir. Svona viðskiptahættir eru ekki til annars en eyðileggja viðskipti með dún. Ekki er ætlun okkar að nafngreina þennan aðila en líklegt þykir okkur að sá gefi sig fram í Bændablaðinu fljótlega. Þessi tiltekni aðili hefur oft- sinnis verðfellt æðardún fyrir bændum. Nú er kominn tími til að bændur hugsi sinn gang áður en þeir fela þeim aðilum sem gera upp á miklu lægra verði en aðrir dún sinn til hreinsunar og sölu- meðferðar. F.h. hóps æðardúnsútflytjenda FÍS Elías Gíslason formaður Um verðfall og sölu á æðardúni Fullveldi lands og þjóðar NÝVERIÐ LAGÐI Orf líftækni fram umsókn til Umhverfisstofnunar og ESB um að planta erfðabreyttu byggi úti undir berum himni á Íslandi. Til umræðu er að planta því í umtalsvert landssvæði við Gunnarsholt á Rangárvöllum til framleiðslu á próteinum, sem ætl- unin er að vinna úr söluvöru, m.a. til snyrtivöru- og lyfjaframleiðenda erlendis. Orf hefur áður óskað eftir ræktun utandyra til framleiðslu, við miklar mótbárur ýmissa vís- indamanna og sérfræðinga hér á landi, bænda á Suðurlandi, hreyf- ingar lífrænna bænda, Matvís, Neytendasamtakanna, að ótöldum fjölda hópa náttúruverndar- og umhverfissinna og einstaklinga. Sökum þess hefur ræktun og fram- leiðsla Orf líftækni á erfðabreyttu byggi farið fram í gróðurhúsi, og margt styður þá kröfu fjölmargra Íslendinga að halda því þannig. Vert er að taka það fram að þess háttar útiræktun sem Orf sækist eftir að stunda á Íslandi er hvergi leyfð í Evrópu. Þeim fjölgar í sífellu, vísinda- legu rannsóknunum sem benda til þess að slík inngrip í náttúruna, sem slepping genabreyttra lífvera út í umhverfið óhjákvæmilega er, geti haft ófyrirsjáanlegar afleið- ingar í för með sér fyrir heilsu dýra og manna og ógni líffræðilegum fjölbreytileika. Þegar ákvörðun er tekin í svo stóru máli er nauðsyn- legt að hafa heildarhagsmuni þjóð- arinnar og undirstöðuatvinnugreina hennar í huga. Afstaða Slow Food Fjölmargir hópar fólks og hags- munasamtök á Íslandi, sem og ýmsir vísindamenn hér á landi, hafa nú þegar lýst andstöðu sinni við þessa umsókn Orf. Slow food samtökin eru þar á meðal, en þau eru alþjóðleg samtök, upprunnin á Ítalíu, og ná nú til meira en 100 landa. Alls staðar starfa þau í þeim tilgangi að kynna og efla matvæla- framleiðslu sem er góð, hrein og sanngjörn. Góð, í skilningi mikilla bragðgæða, hrein í skilningi nátt- úruleika og hreinleika í innihaldi, og sanngjörn á þann hátt að fram- leiðandinn fái ásættanlegt verð fyrir sína framleiðslu. Þær vísbend- ingar sem fram hafa komið og leiða líkum að því að erfðabreyttar lífverur geti haft skaðleg áhrif á heilsu manna og dýra vegna smits og ógni líffræðilegum fjölbreyti- leika, þykja nægilega margar til þess að samtökin álykti að slík ræktun eigi ekkert erindi innan um landbúnað og matvælaframleiðslu. Nokkrar erfiðar spurningar Sé þessi hugmynd um útiræktun skoðuð ofan í kjölinn sést að það er margt sem orkar tvímælis miðað við yfirlýsingar stjórnvalda um áherslur fyrir Ísland í framtíðinni, svo ekki sé minnst á hugsanleg áhrif á ímynd Íslands. Íslendingar hafa m.a. skrifað undir alþjóðlega samn- inga um líffræðilega fjölbreytni sem ekki fara saman við þá áhættu sem tekin yrði með ræktun erfðabreyttra plantna úti í náttúrunni. Íslensk stjórnvöld hafa auk þess markað sér stefnu um sjálfbæra þróun í íslensku samfélagi, sem samræmist held- ur ekki þeirri stefnu að rækta hér á landi erfðabreyttar lífverur úti í nátt- úrunni. Hreinleiki íslenskrar náttúru er gundvöllur ímyndar Íslands, og þar með íslenskra afurða, bæði hér heima sem erlendis. Þessi ímynd hefur verið byggð markvisst upp á löngum tíma; gott dæmi um slíkt starf er heilmikið átaksverkefni fyrir íslenskar mat- og drykkjarvör- ur í gegnum Whole Foods Market í Bandaríkjunum. Ætla menn að fórna þeim hagsmunum eða halda áfram að styrkja ímynd landsins af heilindum? Hvernig yrði þetta í raun? Heilsu- og náttúruvöruverslanir, erlendis sem og á Íslandi, eru aug- ljós markhópur fyrir íslenskar afurðir; heilsu-, náttúruvörur og matvæli. Slíkar verslanir gera að jafnaði þær kröfur að vörur sem þær selja séu, eins og kallað er á ensku, „GMO free“ eða „án erfða- breyttra áhrifa“. Þessu til staðfest- ingar verða framleiðendur ekki ein- ungis að sýna fram á að hráefnið sjálft sé ekki erfðabreytt, heldur einnig að erfðabreytt ræktun sé hvergi í námunda við það svæði þar sem hráefnið er upprunnið. Hvernig ætla sunnlenskir bænd- ur að standa klárir á þessu, t.a.m. hér á heimamarkaði, eða gagn- vart aðilum eins og Whole Foods Market í Bandaríkjunum? Hversu mikil nálægð við Rangárvelli verð- ur ásættanleg gagnvart evrópskum vottunaraðilum í því að votta svæði sem „án erfðabreyttra áhrifa“ ef erfðabreytta ræktun er þar að finna , t.d. við Gunnarsholt? Er það þess virði að sú undantekning verði á reglunni, að erfðabreytt ræktun eigi sér stað á Rangárvöllum átölulaust, en að öll önnur svæði á landinu þurfi að lýsa því sérstaklega yfir að þau séu án erfðabreyttra áhrifa til að viðhalda ímynd sinni? Fjöldi fólks, ekki síst á lands- byggðinni, vinnur nú hörðum höndum að því að efla undirstöðu- atvinnugreinar hagkerfisins í kjöl- far hrunsins. Verið er að taka fyrstu skref í nýsköpun af ýmsu tagi, t.d. í ferðaþjónustu, með vistvæna orkugjafa, ýmsa góða tækni og við undirbúning að frekari matvæla- framleiðslu, en einmitt þar sjást vaxtabroddar og því til stuðnings hafa verið stofnaðir matvælaklasar allt í kringum landið. Talað er um að byggja upp heilsulandið Ísland! Allt eru þetta hugmyndir sem marg- ar eru sjálfbærar, og/eða byggja á grundvallarhugmyndum um hrein- leika Íslands og ímynd landsins um óspillta náttúru. Hugmyndir um ræktun erfðabreyttra lífvera úti í náttúrunni ganga þvert á þessar hugmyndir og grafa undan trúverð- ugleika fyrir afurðir landsins, svo einfalt er það. Eina leiðin til þess að tryggja að þessir hagsmunir allir geti farið saman er að halda ræktun erfðabreyttra lífvera Orf áfram inni í gróðurhúsi. Það er miklu eðlilegri valkostur miðað við alla þá ódýru orku sem slíku fyrirtæki stendur til boða hér á landi. Og einungis þann- ig er fyllsta öryggis gætt. Íslendingar eiga mikið undir óspilltri náttúru og hreinleika. Það yrði óheillaspor ef þeir yrðu fyrsta Evrópuþjóðin sem hleypir framleiðslu á erfðabreyttum lyfja- plöntum út í umhverfið. Það yrði ekki aftur snúið; þannig yrði þeim fórnað, þeim tækifærum sem felast í því að halda landinu öllu án erfða- breyttra áhrifa. Eiga erfðabreyttar lyfjaplöntur erindi innan um landbúnaðinn? Eygló Björk Ólafsdóttir viðskiptafræðingur og einn af stofnendum Slow Food á Íslandi eyglo.bjork@simnet.is Erfðabreyttar lífverur Dýralæknirinn James Herriot (1916-1995) ólst upp í Glasgow í Skotlandi. Hann lauk prófi í dýralækningum frá Konunglega dýralæknaskólanum í Glasgow 23ja ára að aldri, hóf fljótlega störf í Yorkshire, Englandi, og starfaði þar alla starfsævi sína. Réttu nafni hét Herriot James Alfred Wight en hann tók sér höf- undarnafnið James Herriot. Herriot hafði mikla löngun til að skrifa um starf sitt og bændurna sem hann kynntist og urðu margir kunningj- ar hans og vinir. Starfið var mjög erilsamt og ekkert varð af skrif- um. En kona hans, Joan Catherine Anderson Danbury (í sögunum Helena), hvatti hann mjög til að fara að skrifa og þar kom að hann sneri sér að skriftum, orðinn fimm- tugur. Hann hætti þó ekki að starfa að dýralækningum. Fyrstu bækur hans seldust ekki vel í Bretlandi, en árið 1969 var safn frásöguþátta hans gefið út í New York og varð bókin strax met- sölubók. Í kjölfarið fylgdu þrjár safnbækur sem allar urðu metsölu- bækur. Gerð hefur verið þáttaröð fyrir sjónvarp byggð á bókum hans og sýndi Ríkissjónvarpið hér nokkra þætti (Dýrin mín stór og smá) fyrir nokkrum árum. Auk þessara fjögurra metsölu- bóka um samskipti við menn og dýr skrifaði Herriot margar fleiri bækur, m.a. nokkrar barnabækur. Herriot hafði einstaka hæfileika til að koma auga á margbreytilegar hliðar mannlegs atferlis, hvort sem var í samskiptum manna hver við annan eða við aðrar skepnur skap- arans. Hann lýsir oft í frásögum sínum ýmsum læknisverkum og gerir það þannig að leikmaðurinn verður þátttakandi og skilur hvað fram fer. Oftast tókst Herriot að leysa málin með dugnaði og eðl- islægu góðlyndi. Hljóðbókaútgáfan Gaman að lifa hefur nú gefið þættina eftir James Herriot út. Undirrituð þýddi valda kafla úr bókum hans. Hlustunartíminn er alls 22 klst. og fást þættirnir annaðhvort stakir eða fimm saman í öskju. Frásöguþættir Herriots eru ekki samfelld saga – heldur þættir – og má því segja að hver diskur sé fullgild heild. Fyrstu fimm diskarnir verða mjög bráð- lega til sölu og í haust verða næstu fimm tilbúnir. Bókaútgáfan Salka sér um sölu diskanna og má panta þá á vef- versluninni www.salka.is eða í síma 522 1122. Einnig verða disk- arnir til sölu í bókaverslunum. Ég vona að þið hafið ánægju af að kynnast þessum notalega manni og skjólstæðingum hans, bless- uðum skepnunum. Með kveðjum, Bryndís Víglundsdóttir Dýralæknirinn snjalli James Herriot í hljóði Forsíða og baksíða hljóðbókarinnar með þáttum breska dýralæknisins.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.