Bændablaðið - 11.06.2009, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 11.06.2009, Blaðsíða 20
20 Bændablaðið | fimmtudagur 11. júní 2009 Utan úr heimi Örvænting breiðist nú út meðal þýskra kúabænda. Konur í þeirra hópi mótmæla fyrir fram- an skrifstofu Angelu Merkel, kanslara, í Berlín. Bændur, jafnt með stór og lítil kúabú, framleiða nú mjólk með tapi eftir að verslanakeðjur, með Aldi í fararbroddi, hafa enn einu sinni þrýst mjólkurverðinu niður. Útsöluverðið er nú 48 evrusent (ein evra er um 170 ísl. kr.) sem er minna en á 8. áratug síðustu aldar. Bændur fá hins vegar að jafnaði 24 evrusent fyrir lítrann og jafnvel eru dæmi um að mjólkursamlag greiði undir 20 evrusentum. Fyrir tveimur árum upplifðu þýskir bændur hins vegar verð- sprengju. Í nóvember 2007 fengu þeir að meðaltali 43 evrusent fyrir lítrann. Nú kostar það hins vegar 40 evrusent að framleiða hann, framleiðslunni er því sjálfhætt. Enginn markaður er nú fyrir kýr og ekki annað í boði en að slátra þeim. Aðrir bændur reyna að þrauka og krefjast aðgerða af stjórnvöldum. Bændur um allt Þýskaland hafa staðið fyrir mótmælum. Konur meðal bænda hafa staðið fyrir setuverkföllum og búið um sig utandyra í tjöldum um nætur við stjórnarskrifstofur í mörgum sam- bandsríkjum. Þannig hafa 200 konur lagt undir sig grasflöt fyrir framan skrifstofu Angelu Merkel og heimta að fá að tala við hana. Landbúnaðarráðherrann Ilse Aigner hefur rætt við konurnar og fullvissað þær um að hún styðji þær. Hún hefur, ásamt fleiri land- búnaðarráðherrum ESB, reynt að stöðva aukningu mjólkurkvótans, en án árangurs. Sambandið hvikar ekki frá henni og algjöru afnámi kvótakerfisins í mjólk í kjölfarið, þrátt fyrir að alltof mikil mjólk sé á markaðnum. ESB hóf aftur að greiða útflutn- ingsbætur með mjólk sl. vetur án þess að það hafi leitt til hækkaðs verðs til framleiðenda, en það hefur hins vegar skaðað mjólkurfram- leiðslu í þróunarlöndum. Konurnar, sem hafa stað- ið fyrir mótmælum, eru félagar í Samtökum þýskra kúabænda (BDM – Bundesverband Deutscher Milch vie halter), sem krefjast opin- berrar stjórnunar á þýska mjólkur- mark aðn um. Konurnar krefjast þess nú að Angela Merkel boði til sameigin- legs fundar samtaka mjólkurbænda í öllum löndum ESB og vilja fá að ræða við hana. Það hefur þó enn ekki fengist. Í framhaldi af því hefur hópur þeirra farið í hungurverkfall. Rauði krossinn hefur tekið að sér að fylgj- ast með heilsu kvennanna. Þær hafa verið beðnar um að hverfa á braut en neita því. Nationen Mótmæli kúabænda í Þýskalandi \ Í Þýskalandi eru um 100 þúsund kúabændur. Samtök þeirra, BDM, óttast að fjórðungs fækkun verði í stéttinni á næstu árum. \ Stærð kúabúa í Þýskalandi er afar breytileg. Í Suðvestur-Þýskalandi er meðalbústærðin 29 kýr en í Brandenburg, fyrrum A-Þýskalandi, 222 kýr. Jafnt lítil sem stór bú eru rekin með halla. \ Eftir mjólkurverkfall á sl. ári lofuðu stóru matvöruverslanakeðjurn- ar að greiða meira fyrir mjólkina. Nú hefur verðið hins vegar aftur verið lækkað. Meðalverð á lítra til bænda er nú 24 evrusent. \ Of mikið er framleitt af mjólk innan ESB eftir að kvótinn var aftur aukinn í apríl sl. Stefnt er að áframhaldandi aukningu kvótans skref fyrir skref og afnámi hans innan tíðar eftir það. \ Konur meðal þýskra kúabænda krefjast þess að Angela Merkel, kanslari, boði til ráðstefnu samtaka kúabænda í öllum löndum ESB til að fjalla um mjólkurkreppuna. Konur meðal kúabænda í Þýskalandi í hungurverkfalli Bandarísk stjórnvöld hafa ákveðið að upprunaland alls fersks kjöts í þarlendum versl- unum skuli koma fram á umbúð- um. Það varðar kjöt af nautgrip- um, svínum, sauðfé, geitum og kjúklingum. Að auki gilda þessar reglur um fisk, ávexti, grænmeti og hnetur. Nýr landbúnaðarráðherra vill ganga lengra. Hann vill að neyt- andinn fái að vita framleiðsluferil matvörunnar og hvetur matvæla- iðnaðinn til að birta upplýsingar um uppruna hráefnanna. Ef það gerist ekki af fúsum og frjáls- um vilja muni hann beita sér fyrir lagasetningu um það. Þá vill hann að allt kjöt sem selt er soðið, grillað eða matreitt á annan hátt skuli upp- runamerkt. Með þessum fyrirmælum eru reglur um meðferð matvæla veru- lega strangari en í ESB, en þar er skylda að upprunamerkja naut- gripakjöt, egg, ávexti, grænmeti, fisk og skeldýr. Strangari og umfangsmeiri rannsóknir eru hins vegar nú til umræðu þar, m.a. um að allar matvörur, sem framleiddar eru í sambandinu, verði með sér- stakt ESB-merki. Í Svíþjóð hefur verið rætt um hertar reglur um merkingar á mat- vælum. Stjórnvöld eru þó mótfallin því og telja skyldumerkingar auka skriffinnsku og útgjöld. Í Englandi er ríkisstjórnin hins vegar fylgjandi hertum reglum. Þar er andstaða gegn því að tilbúnir réttir úr dönsku svínakjöti, m.a. þjóðarrétturinn „british pie“, séu merktir með breska fánamerkinu. Breskir svínabændur, sem búa nú við erfiðan rekstur, leggjast ein- dregið gegn því. Bondevennen ESB hefur nýlega lokið enn einni endurskoðun á landbúnaðar- stefnu sinni. Viðskiptafrelsi á búvörumarkaði verður aukið, m.a. með því að afnema kvóta- kerfið í mjólkurframleiðslu. Aðildarlönd ESB efast þó um að það sé skynsamleg ákvörðun. Aðalbreytingin nú er „mjúk lending“ kvótakerfisins í mjólk fram til 2015 með auknum kvótum og minni styrkjum skref fyrir skref, auknum styrkjum til byggðaþróun- ar, minni ríkisframlögum til birgða- söfnunar búvara og afnámi stuðn- ings við hvíldarland (land í tröð). En undirskriftirnar voru varla þornaðar áður en aðildarlöndin gerðu athugasemdir og það var einkum afnám mjólkurkvótans sem vakti áhyggjur. Verð á mjólkuraf- urðum hefur hrunið síðasta árið og mörg lönd óttast að stærri kvótar og síðan fullt frelsi til framleiðslu mjólkur auki enn á vandann. Frá júlí 2007 til janúar í ár, 2009, hefur verð á undanrennudufti á alþjóðamarkaði lækkað um helming og hlutur ESB í heimsviðskiptum á því hefur á sama tíma dregist saman um 17%. Tekjur kúabænda í ESB drógust á sama tíma saman um 4% en framleiðslu- kostnaður þeirra jókst hins vegar um 10%. Að sögn samtaka bænda og sölufélaga þeirra, COPA-COGECA, hefur verið taprekstur á kúabúum í löndum samtakanna síðasta u.þ.b. hálfa árið. Á fundi landbúnaðarráðherra ESB í mars sl. létu mörg lönd í ljós efasemdir um að skynsamlegt væri að gefa mjólkurmarkaðinn frjálsan. Þjóðverjar bentu á að enn frekari opnun markaðarins bitn- aði ekki aðeins á litlum kúabúum, heldur einnig á stórum og tækni- væddum búum. Ásamt Austurríki, Ungverjalandi, Slóvakíu og Slóv- en íu lagði Þýskaland fram tillögu um uppkaup og birgðasöfnun á mjólk urafurðum og e.t.v. frestun á aukningu framleiðslukvótans. Írland biður um fleiri tæki til að stjórna framleiðslunni og breska þingið telur að frjáls mjólkurmark- aður sendi slæm skilaboð til við- kvæmra framleiðenda. Landbúnaðarstjóri ESB, Mari- ann Fischer Boel, hvikar hins vegar ekki frá markaðri stefnu. Hún bend- ir á að erfið staða á mjólkurmarkaði ESB stafi ekki af aukinni mjólk- urframleiðslu innan sambands- ins, heldur minni sölu á mjólk og mjólkurvörum og meiri framleiðslu utan sambandsins, en í ESB dróst framleiðsla saman um 0,5% á sl. ári, þrátt fyrir 2% aukningu kvót- ans. Fischer Boel hafnar fleiri opin- berum aðgerðum á mjólkurmark- aðnum. Framkvæmdastjórnin hefur þegar fyllt þann uppkaupakvóta sem hún hafði ákveðið; 30 þúsund tonn af smjöri og 100 þúsund tonn af undanrennudufti. Svínaræktin í ESB Fischer Boel hafnar einnig kröfum ráðherranna um styrki til útflutn- ings á svínakjöti. Samtök bænda í ESB benda á að verð á svínakjöti hafi lækkað um 10% í sambandinu frá desember 2008 til febrúar 2009 og gengisfall samkeppnisgjald- miðla íþyngi enn frekar svínabænd- um í ESB. Styrkbeiðninni var hafnað en við síðustu endurskoðun landbúnaðarstefnunnar voru slíkir styrkir lagðir niður. Reynt verður að draga úr hluta af neikvæðum afleiðingum af auknu viðskiptafrelsi með því að gefa aðildarlöndunum kost á að ráðstafa sjálf 10% af beinum styrkjum til býlanna til viðkvæmra búgreina og landsvæða. Auk þess má nota hluta af styrkjum til byggðaþróunar til að styrkja mjólkurframleiðendur. Spurningin er hvort það nægi til að tryggja framleiðslu á viðkvæm- um svæðum (t.d. á brattlendum og norðlægum slóðum). Bændur í ESB óttast einnig að framlög til byggðaþróunar skili sér illa og ójafnt til aðildarlandanna þar sem gerð er krafa um að hvert land leggi sjálft fé á móti. Með nýrri landbúnaðarstefnu ESB horfast aðildarlönd sam- bandsins í augu við lægri opinber framlög og meiri markaðsstjórn á tímum lágs verðlags og óstöðugs markaðar, hækkandi framleiðslu- kostnaðar og aukinnar samkeppni af hálfu landa utan sambandsins. Komi svo til þess, þrátt fyrir væntingar um annað, að Alþjóða viðskiptastofnuninni (WTO) tak- ist að ná saman um nýjan samning um búvöruviðskipti, efnislega líkan þeim samingi sem rætt var um í júlí á sl. ári en náði þá ekki fram að ganga, telja COPA-COGECA að það muni kosta bændur í ESB um 30 milljarða evra til viðbótar á ári. Þá verða bændur í ESB og samvinnufyrirtæki þeirra bara að vona að landbúnaðarstjóri þeirra, Mariann Fischer Boel, hafi á réttu að standa að ný landbúnaðarstefna ESB auki samkeppnishæfni bænda í sambandinu, jafnframt því að opinberir styrkir nýtist þeim betur en áður og að auknir mjólkurkvót- ar ESB bænda auki hlut þeirra á alþjóðamarkaði fyrir mjólkurvörur, eins og hún hefur skrifað á blogg- síðu sína. Við sjáum hvað setur. Bondebladet/Hildegunn Gjengedal, Landbrukets Brusselkontor ESB endurskoðar landbúnaðar- stefnu sína í þröngri stöðu Ný gerð illgresis ógnar nú rækt un erfabreyttrar baðm- ullar og sojabauna í mörgum ríkjum Bandaríkjanna. Súper- illgresið, í mæltu máli kallað súper gaddavírinn, hefur þol gegn hinum algenga illgresis- eyði Roundup. Illgresiseyðing er lítið mál fyrir bandaríska ræktendur erfða- breyttrar baðmullar og sojabauna, en þessir stofnar eru kynbættir m.t.t. þess að þola illgresiseyð- inn Roundup. Illgresið deyr en nytjajurtirnar blómstra. Illgresistegundin „Palmer amar anth“ hefur hins vegar sett krók á móti bragði og lætur sér ekkert bregða við Roundupið, heldur lifir góðu lífi og leggur undir sig akrana. Tegundin er með mótstöðu gegn glyfosfati, sem er virka efnið í Roundup, og getur hún náð allt að þriggja metra hæð. Palmer amaranth dreifir sér mjög hratt, ein planta getur borið hundruð þúsunda fræja. Vex hratt og þrífst í þurrki Jurtin getur vaxið um allt að hálf- an sentimetra á dag. Hún hefur mikið þol gegn heitu og þurru veðri og við vaxtarskilyrði þar sem aðrar jurtir drepast. Illgresisins varð fyrst vart árið 2004 í ökrum með erfðabreytt- um gróðri í Macon-sýslu í ríkinu Georgia í Bandaríkjunum. Sýslan hefur síðan verið nefnd uppruna- staður þess. Þar hefur illgresið nú lagt undir sig 70-80% akr- anna. Taka varð um 4000 ha af ökrum úr notkun þar árið 2007 af þeim sökum og áætlað er að um 40 þúsund ha akra í Georgíu séu nú undirlagðir illgresinu. Þá hefur illgresið dreifst til Suður- Carolina, Norður-Carolina, Arkansas, Tennessee, Kentucky og Missouri. Illgresið veldur nú miklum skaða í ræktun á erfðabreyttri baðmull og sojabaunum í Bandaríkjunum. Níu af hverjum tíu bandarískum bændum rækta þessar sojabaunir, sem líftækni- risinn Monsanto setti á markað á 10. áratug síðustu aldar ásamt með illgresiseyðinum Roundup. Áhyggjufullir bændur Órói meðal bænda er áberandi og eru þeir nú farnir að fylgjast með ökrum sínum með stækk- unargleri. Rannsóknamenn og ráðunautar telja fyrirbyggjandi aðgerðir mjög áríðandi til varn- ar. Sá, sem finnur litla illgres- isplöntu í akri sínum, á von um að bjarga sér með því að bregðast fljótt við og eyða henni. Hafi ill- gresið hins vegar dreift sér er lítil von til björgunar. Rannsóknamenn telja að bændur hafi gert sig alltof háða Roundup. Það er auðvelt að þurfa ekki annað en að dreifa einu jurtaeyðingarefni, en sú tíð er nú liðin. Umhverfissamtök halda því fram að þetta nýja súperillgresi staðfesti öll varnaðarorð um áhættu af erfðabreyttri ræktun og telja að náttúran hafi sín eigin svör við líftæknilandbúnaði. Að sögn Soil Association var Monsanto ljós hættan á að upp kæmi súperillgresi, strax þegar fyrirtækið tók einkaleyfi á blöndu ólíkra efna gegn glyfosfatþolnu illgresi. Þannig getur Monsanto nú hagnast á vandamáli sem þess eigin söluvara hefur valdið. Monsanto gerir sér grein fyrir vandamálinu og leitar nú leiða, í samstarfi við Háskólann í Georgia og aðrar rannsóknastofn- anir. Menn ráðleggja notkun á ýmsum blöndum varnarefna og leggja áherslu á skiptirækt. Margir bandarískir bænd- ur hyggjast nú hverfa aftur til hefðbundinnar ræktunar, eink- um af fjárhagslegum ástæðum. Kostnaðurinn við erfðabreytta ræktun er farinn að fæla þá frá slíkri ræktun. Landsbygdens Folk Ágengt illgresi gerir banda- rískum bændum lífið leitt Strangari upprunamerkingar á matvælum í Bandaríkjunum Mariann Fischer Boel kynnir sér þýskar pylsur

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.