Bændablaðið - 11.06.2009, Blaðsíða 22

Bændablaðið - 11.06.2009, Blaðsíða 22
22 Bændablaðið | fimmtudagur 11. júní 2009 Á markaði Afurð Tími €/100 kg, meðal- verð í EU-27 Nautakjöt – ungneyti ógelt 19. apríl 326,5 Kýrkjöt 19. apríl 233,3 Holdakjúklingar 26. apríl 172,7 Fersk egg (EU-25) 26. apríl 117,0 Svínakjöt – vigtað með haus 26. apríl 143,6 Lambakjöt Vika 17 (20.-26. apríl) 450,1 Heimild: Agra Focus, Maí 2009, 159 tbl. Verð á ýmsum búvörum til bænda í Evrópu Í byrjun júni kom út skýrsla FAO um stöðu og horfur í heims- viðskiptum með matvæli. Í skýrslunni segir m.a. að þrátt fyrir nokkra verðhækkun á undan förnum vikum hafi verð á land bún aðarafurðum almennt lækkað frá því það stóð í hæst- um hæðum á árinu 2008. Þannig hefur verðvísitala FAO fyrir mat- væli lækkað um þriðjung frá því hún náði hámarki í júní í fyrra. Fram að þessu hefur þessi breyt- ing einkum náð til kornvara, sem er lykilafurð í að tryggja fæðu- öryggi í heiminum. Metuppskera var á korni í heiminum í fyrra sem náði að tryggja nægt framboð og bæta birgðastöðu. Framleiðsluárið 2009/2010 er búist við að uppskera verði sú næstmesta í sögunni. Aftur á móti hefur minni uppskera á olíu- fræjum og sykurjurtum, ásamt auk- inni eftirspurn, leitt til verðhækk- ana á heimsmarkaði. Minnkandi birgðir af sojabaunum hafa m.a. leitt til hækkandi verðs sem hefur mikil árhif á myndun matvælaverðs í heiminum. Á hinn bóginn hefur framleiðsla á fiski, kjöti og mjólk- urafurðum aukist samhliða minnk- andi eftirspurn vegna efnahags- örðugleika í heiminum og þrálátra búfjársjúkdóma. Afurðaverð hefur lækkað verulega sem hefur haft alvarleg áhrif á afkomu framleið- enda. Lágt búvöruverð á heimsmark- aði hefur að mestu leyti runnið sitt skeið á anda. Verðlækkanirnar nú er taldar lækka innkaupsverð mat- væla á heimsmarkaði um 226 mill- jarða dala, þar sem lækkað korn- verð vegur um það bil helminginn. Þetta gerist þrátt fyrir að verð á soyjabaunum maís og hveiti hafi hækkað um allt að 50% síðan það var lægst í desember sl. Ávinningur af verðlækkunum matvæla fyrir neytendur er hins vegar nokkuð minni vegna lækkandi kaupmáttar sem rekja má lækkunar launa og veikari gjaldmiðla. Soyjabaunir og maís eru nú á svipuðu verði á heimsmarkaði og í janúar 2008 en mun lægri en um mitt árið 2008. Hveiti er nú á svip- uðu verði og í október 2007. Engu að síður er þó óvissa um framtíð- ina. Sérfræðingur benda m.a. á í viðtali við Financial Times um skýrsluna, að horfur eru á að birgð- ir búvara verði með minnsta móti þegar heimsbyggðin réttir úr sér eftir efnahagskreppuna. Á sama tíma er áfram vaxandi eftirspurn eftir lífeldsneyti (bíofuel) og hratt vaxandi eftirspurn í löndum eins og Kína og Indlandi sem einmitt átti þátt í stórhækkun búvöruverðs á árunum 2007-2008. EB Heimsmarkaðsverð búvara lækkar Food outlook – FAO metur stöðuna í júní 2009 Ákvörðun stýrivaxta Seðlabankans 4. júní síðastliðinn Lækkun stýrivaxta Seðlabankans um 1% í síðustu viku var mikil vonbrigði fyrir stjórnvöld og aðila vinnumarkaðarins. Ekki skipt- ir minna máli að innlánsvextir Seðlabankans verða áfram óbreytt- ir eða 9,5%. Greiningardeild Íslandsbanka benti á að með þeirri aðgerði hafi bankinn verið að „…breyta vöxtum sem litlu máli skipta um vaxtastig- ið í hagkerfinu þessa dagana en halda þeim vöxtum sem hvað mestu skipta óbreyttum. Peningastefnunefndin er þannig að hlíta tilmælum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að mestu en fulltrúar sjóðsins hafa látið hafa það eftir sér undanfarið að best sé að lækka vexti ekki frekar nú.“ Það vakti einnig athygli að peningastefnunefndin nefndi til sögunnar verulega lækkun á óverðtryggða vaxtaferlinum sem eina forsendu þess að lækka vexti lítið nú. Lækkun óverðtryggðra vaxta á markaði undanfarinn mánuð kom hins vegar að mestu leyti í kjölfar ummæla nefndarmanna sjálfra um að veruleg lækkun stýrivaxta væri hugsanlega í pípunum í júní. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar frá 7. maí kom fram að nefndin vænti áframhaldandi slökunar peningalegs aðhalds að því tilskildu að gengisþróun yrði hagfelld og að áætlunum um aðhald í ríkisfjármálum miðaði áleiðis. Síðan þá hefur gengi krónunnar verið lágt. Þótt umtals- verður afgangur á vöru- og þjónustuviðskiptum við útlönd styðji við krónuna virðist afgangurinn á fyrsta fjórðungi ársins hafa verið minni en vænst var sakir halla á þjónustuviðskiptum og umtalsverðrar verð- lækkunar útflutnings. Vöruskiptaafgangur í apríl var einnig fremur lít- ill. Seðlabankinn hefur beitt inngripum á gjaldeyrismarkaði til þess að styðja við gengi krónunnar. Eigi að síður hefur hreinn gjaldeyrisforði bankans aukist nokkuð sl. ársfjórðung. Þótt samdráttur eftirspurnar og aukið atvinnuleysi hafi dregið úr verðbólguþrýstingi, gætir enn töluverðra gengisáhrifa í hækkun vísi- tölu neysluverðs. Þau skýra 1,1% hækkun hennar í maí að mestu leyti. Tímabundin hækkun húsnæðisliðar vísitölunnar stuðlaði einnig að hækkun hennar. Tólf mánaða verðbólga minnkaði úr 11,9% í apríl í 11,6% í maí. Haldist gengi krónunnar og nafnlaun stöðug, er þess að vænta að verðbólgan hjaðni svipað og spáð var maí og verði nálægt 2,5% markmiðinu í byrjun næsta árs, segir enn fremur í yfirlýsingu peningastefnunefndarinnar. EB Yfirlit um framleiðslu og sölu ýmissa búvara Bráðabirgðatölur fyrir maí 2009 maí.09 2009 mar.09 maí.09 jún.08 maí.09 Breyting frá fyrra tímabili, % Hlutdeild % m.v. 12 mán.Framleiðsla maí '08 3 mán. 12 mán. Alifuglakjöt 550.626 1.825.640 7.017.598 -17,3 -8,3 -10,7 25,7% Hrossakjöt 40.063 122.031 1.035.379 3,2 7,4 6,0 3,8% Nautakjöt 321.553 932.077 3.612.074 10,9 2,5 -3,5 13,2% Sauðfé * 0 78.078 8.910.755 -100,0 -19,9 2,9 32,6% Svínakjöt 547.767 1.684.746 6.731.329 3,6 4,0 7,6 24,7% Samtals kjöt 1.460.009 4.642.572 27.307.135 -4,1 -1,9 -0,7 Sala innanlands Alifuglakjöt 633.578 1.900.340 7.099.954 -6,7 -3,1 -7,8 28,6% Hrossakjöt 60.761 129.206 722.127 129,1 31,8 13,7 2,9% Nautakjöt 322.159 923.776 3.622.894 9,2 -0,2 -2,7 14,6% Sauðfé ** 397.547 1.372.262 6.645.997 -40,4 -17,6 -3,4 26,8% Svínakjöt 510.676 1.652.674 6.700.236 -3,1 2,1 7,1 27,0% Samtals kjöt 1.924.721 5.978.258 24.791.208 -12,3 -4,6 -1,6 * Sauðfé lagt inn samkv. útflutningsskyldu sem flutt skal á erlenda markaði er meðtalið í framangreindri framleiðslu. ** Sala á sauðfé p.r. mánuð er sala frá afurðastöðum til kjötvinnsla og verslana. Meðal aðildarlanda ESB er nú hafin umræða um sameig- inlegu landbúnaðarstefnunar (CAP) eftir 2013. Nýlega birtist í Euobserver umfjöllun um nýleg ummæli Eskil Erlandsson, land- búnaðarráðherra Svíþjóðar, en Svíar taka við formennsku í ESB þann 1. júlí n.k. Svíar eru hlynntir niðurskurði á frjárframlögum til landbúnaðar og að meiri áhersla verði lögð á byggðaþróun segir hann í viðtal- inu. „Við munum einbeita okkur að að seinni stoð CAP (byggða- þróun) þ.e. hvernig styðja má við dreifbýlið og hvernig tryggja má sanngjarna skiptingu fjármuna milli aðildarlanda. Það er mjög mikilvægt að hafa sameiginlega landbúnaðarstefnu en hún verður að kosta minna.“ Þessi ummæli féllu á þriggja daga óformlegum fundi landbún- aðarráðherra aðildarlandanna um mánaðamótin maí-júní þar sem rædd var framtíð CAP eftir 2013. Í dag tekur CAP til sínum um 40% af fjárlögum ESB og er greitt út eftir tveim megin farvegum. Annars vegar tengt búvöruframleiðslu, s.s. eingreiðslur til bænda, útflutnings- bætur o.s.frv. (stoð 1) og hins vegar til stuðnings dreifbýli og umhverf- isverndar (stoð 2). Árið 2003 hófst skipulögð tilfærsla fjármuna frá fyrri stoð CAP yfir í þá seinni. Tékkar sem nú fara með for- mennsku í ESB hafa þrýst mjög á sanngjarnari skiptingu fjármuna milli aðildarlandanna 27, þar sem lönd sem gengu í ESB árið 2004 eða síðar fá munn minna í sinn hlut en „gömlu“ aðildarríkin. Hugmyndir Svía um að draga saman fjárveitingar til CAP eru líklegar til að mæta töluverðri and- stöðu en það er skýr afstaða þeirra að hlutur CAP í heildarútgjöldum ESB þurfi að lækka. Þetta er hins vegar ekki vinsælt hjá löndum eins og Frakklandi, Þýskalandi og Spáni sem fá um 50% allra bein- greiðslna innan ESB. Þessi umræða kemur einnig farm á viðkvæmum tíma þegar mjólkurframleiðend- ur þurfa að takast á við verulega verðlækkun afurða. Kúabændur í Belgíu, Frakklandi og Þýskalandi mótmæltu nýlega vegna erfiðrar afkomu sinnar og ESB hefur grip- ið til bráðabirgða aðgerða eins og útflutningsbóta á mjólkurafurðir. Erlandsson sagði samt sem áður að slíkar aðgerðir væru ekki hluti af skilvirkri framtíðarlausn. „Við verðum að lækka útflutningsbæt- ur Bandaríkjanna og ESB“ sagði hann. Hann styður einnig ákvörð- un um að leggja niður kvótakerfi í mjólk árið 2015, en kúabændur í ESB óttast að sú aðgerð leiði til enn frekari verðlækkunar á mjólk. EB Framtíð landbúnaðarstefnu ESB Sojabaunir Maís Hafrar Hveiti Verðþróun á kornmarkaðnum í Chicago frá janúar 2007 til júní 2009, verð í dollurum á tonn af korni. Birgðir af sojabaunum fara minnkandi í heim- inum og það þrýstir matvælaverði upp. www.bbl.is – www.bondi.is

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.