Bændablaðið - 11.06.2009, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 11.06.2009, Blaðsíða 10
10 Bændablaðið | fimmtudagur 11. júní 2009 Bessi Freyr Vésteinsson í Hofs- staðaseli í Skagafirði rekur ásamt fjölskyldu sinni fyrirtæk- ið Sel ehf. sem þjónustar bænd- ur við ýmis verk og eru þau með stærstu verktökum í land- búnaði á Ís landi. Bessi byrjaði ungur í faginu og var frumkvöð- ull á sínum tíma í að innleiða nýja rúllu bindi tækni í heyskap hérlendis. Nú er svo komið að fyrirtækið sinnir fjölbreyttum verk efn um um land allt, er með nokkra starfsmenn og á tugi véla í sínu safni. Bessi er einn stærsti heyfram- leiðandi landsins og byrjaði hann ungur að starfa við landbúnaðar- verktöku sem hann hóf upp á sitt einsdæmi meðfram námi í verk- menntaskóla í fyrstu. „Sem unglingur fór ég á milli bæja með bindivélina og hjálp- aði til við heyskap svo það má segja að þá hafi ég hafið sjálf- stæða atvinnustarfsemi. Þegar ég var 17 ára gamall eignaðist ég mína fyrstu dráttarvél en þá var ég í Verkmenntaskólanum á Akur- eyri og sá atvinnutækifæri í þessu á sumrin. Ég hafði lengi haft auga- stað á rúllutækni og árið 1987 komst ég í kynni við norskan mann sem kynnti mig fyrir þessari bylt- ingarkenndu tækni. Úr varð að ég keypti mér þá mína fyrstu rúllu- bindivél, pökkunarvél og traktor en í framhaldinu kynnti ég þessa nýju tækni fyrir bændum og fór að þjónusta þá í meira mæli,“ útskýrir Bessi og segir jafnframt: „Segja má að ég hafi verið brautryðjandi í inn- leiðingu nýrrar tækni við heyskap hérlendis, auk ýmissa nýjunga í vélvæðingu tengdum landbún- aði. Nú hef ég komið á hvern ein- asta bæ í Skagafirði tengt mínum störfum og starfsemin hefur þróast mikið frá þessum árum.“ Holdakvígur, ferðaþjónusta og kartöflurækt Hofsstaðasel er um þúsund hekt- ara kostamikil jörð og á hlaðinu stendur nýuppbyggður torfbær sem Bessi ólst upp í fyrstu ár ævi sinnar. „Við bjuggum í torfbænum til 1980 og ætli við höfum ekki verið með þeim síðustu sem gerðu það hér- lendis. Nú hafa systir mín, Guðný og Þórólfur mágur verið að gera upp gamla bæinn en þau búa austur í Fljótsdal. Foreldrar mínir og bróðir búa hér á Hofsstaðaseli og til stendur að foreldrar mínir flytji á Hofsstaði sem er jörðin við hlið- ina á okkar, en þau eru að leggja lokahönd á að gera upp íbúðahúsið þar,“ segir Bessi. Nýverið keypti stórfjölskylda Bessa jörðina Hofsstaði og eru ýmis áform uppi um að nýta hana. Hofsstaðir er um 500 hektara jörð og býður upp á ýmsa möguleika. „Hugmyndin er að fara út í ferðaþjónustu á þeirri jörð en einn- ig höfum við sett niður kartöflur þar í nokkra hektara. Við systkinin erum að prófa okkur áfram í kart- öflurækt á Hofsstöðum en það er tilraun okkar til að nýta jörðina og starfskrafta. Hér á jörðunum eru margir möguleikar til ýmiskonar atvinnustarfsemi svo sem ferða- þjónustu, ýmsa afþreyingu, skóg- rækt auk hefðbundins landbún- aðar. Við höfum undanfarið verið að þurrka landið, sett niður tugi af ræsum, lagt slóða og reiðgötur og gert jarðirnar miklu aðgengilegri til allrar umferðar hvort sem maður er gangandi, ríðandi eða á ökutæki. Einnig höfum við tekið nýtt land til ræktunar undir kornrækt og græn- fóður, um 25 hektara. Það má segja að við reynum að koma því í verk sem við göngum með í maganum hér.“ segir Bessi brosandi. Kona Bessa, Svarfdælingurinn Sólrún Ingvadóttir, hefur búið á Hofsstaðaseli í rúm 20 ár. Fyrstu þrjú árin vann hún á vélunum en síðan hefur hún séð um bókhald fyrirtækisins. „Sólrún stendur fyrir búinu en við erum með um 300 kindur, tölu- vert af hrossum og einnig nokkrar holdakvígur til undaneldis.“ Sjö til átta þúsund heyrúllur á sumri Starfsemi fyrirtækis Bessa og fjöl- skyldu hans er ansi viðamikil og fjölbreytt og virðast verkefnunum eng in takmörk sett og tekist á við þau af miklum dugnaði og fag- mennsku. „Reksturinn er stöðugt að þróast og við erum sífellt að þétta dag- skrána en við erum með verk nán- ast allan ársins hring. Á veturna erum við í snjómokstri og ýmis- konar flutningum, á vorin erum við í áburðar- og sáðvöruflutningum til bænda. Einnig mykjudreifingu með 12 rúmmetra haugsugu og mjög afkastamiklum taðdreifara. Þegar kemur fram í apríl förum við í skurðgröft og skurðahreins- anir hjá bændum. Um svipað leyti byrja plægingar, sáning á korni og grænfóðri og endurvinnsla túna. Til þessara verka notum við fimm skera vendiplóg og fjögurra metra pinnatætara með áfastri blásturs- sáðvél sem fellir niður áburð með fræinu. Með þessari tækni teljum við að hægt sé að ná hámarks upp- skeru, sérstaklega í kornrækt. Við erum einnig í áburðardreifingu þar sem við höfum tölvustýrðan áburðardreifara með innbyggðum vigtunarbúnaði sem stjórnar dreif- ingunni á nákvæman hátt. Við áburðardreifingu er mikilvægt að aka með sem nákvæmasta millibili til að nýta áburðinn sem best og til þess höfum við fjárfest í nýju gps- tæki sem er hannað sérstaklega fyrir akuryrkju,“ útskýrir Bessi. „Sem dæmi um sérhæfð verk- efni verðum við á næstu vikum í sáningum á námum og veg- arköntum fyrir Vegagerðina á Norð vesturlandi, Vestfjörðum og Vestur landi. Einnig vinnum við fyrir Orkuveituna í Borgarfirði þannig að starfsemin einskorð- ast ekki eingöngu við Skagafjörð. Sem hliðarverkefni höfum við mjög öflugan grjótmalara knúinn af dráttarvél sem malar niður grjót og gjörbreytir til dæmis yfirborði á grýttri slóð en við höfum töluvert unnið að reiðvegum með malaran- um. Allt miðast þetta að því að nýta tækjakostinn og starfsfólkið sem mest og best. Sumarið fer mikið til í heyskap en við rúllubindum á um 20 bæjum yfir sumarið og sjáum til dæmis alfarið um heyskap á Hólum í Hjaltadal. Það er misjafnt eftir árferði hversu mikið við rúll- um hvert sumar en ég áætla að við rúllum að meðaltali um sjö þúsund rúllur yfir sumarið, einnig er tölu- vert bundið í stórbagga. Á haustin keyrum við fé í sláturhús frá bænd- um víðsvegar að af landinu og notum til þess tvo til þrjá bíla auk aftanívagns.“ Fylgjast vel með tækninýjungum „Það er ýmis ávinningur fyrir bóndann að fá verktaka í verkið. Oft á tíðum fær bóndinn verkið gert þegar hann þarf á því að halda og það er dýrt fyrir bóndann að eiga og reka afkastamikil tæki sem notuð eru í stuttan tíma sem hann sleppur annars við ef hann ræður verktaka í verkið. Einnig hefur hann aðgang að nýjungum, fullkominni tækni en við höfum verið leiðandi í að taka inn nýjungar sem nýtast bændum til hagræðingar og fylgjumst mjög vel með öllum nýjungum úti í heimi og erum dugleg að fara á vélasýningar erlendis. Ég lít á það sem forsend- ur þess að vera í fararbroddi í mínu starfi,“ segir Bessi. Síðan 2000 hafa þau leigt jörð- ina Vallhólma, um 250 hektara land, þar sem graskögglaverk- smiðja var áður starfrækt. „Landið á Vallhólma gegnir lykilhlutverki sem heyforðabú og skapar töluverða vinnu og nýtingu á tækjakosti. Við höfum töluvert selt til bænda af heyi en einnig til hestamanna á höfuðborgarsvæðinu. Ásamt því höfum við stundað lítils- háttar útflutning á heyi til Færeyja en það verkefni er á byrjunarstigi. Einnig erum við að prófa okkur áfram með kornrækt í Vallhólma og horfum til þeirrar búgreinar. Það lofar góðu en á meðan rekstrarfor- sendur eru ekki nægilega öruggar förum við ekki út í það af miklu kappi enn sem komið er.“ Fjölbreytt og krefjandi verkefni Í gegnum árin hefur bæst í véla- safn fyrirtækisins sem hleypur nú á tugum, enda fjölbreytt verk sem sinna þarf allt árið um kring. „Við erum með allt sem snýr að véla- og tækjakosti fyrir bænd- ur og erum með verkstæði í Hofsstaðaseli. Fyrirtækið á sex vörubíla til ýmissa flutninga auk aftanívagna meðal annars til að flytja sauðfé, hross og stórgripi. Síðan erum við með einn bíl í reglulegum flutningum á heyi til Reykjavíkur sem tekur þá vélar og grófvörur tilbaka fyrir bændur en við höfum verið að flytja vörur og vélar til bænda víðsvegar um allt land. Í lok síðasta árs og byrjun þessa árs vorum við til dæmis að flytja 60-70 vinnubúðaeiningar frá Kárahnjúkum upp að Búðarhálsi á Sprengisandsleið við mjög krefj- andi og erfiðar aðstæður þannig að verkefnin eru fjölbreytt. Austur í Fljótsdal erum við með kranabíl í tengslum við verkefni þar, einn- ig gerum við út tvær beltagröfur, mest í bændavinnu“ útskýrir Bessi sem þakkar það einnig góðu starfs- fólki hversu vel hefur gengið að byggja upp fyrirtækið í gegnum árin. „Í dag erum við með sex starfs- menn ásamt ígripamönnum og fjölskyldan er einnig vel nýtt. Sem dæmi erum við með Gunnar Ágústsson innan okkar raða sem hefur yfir 40 ára reynslu í skurð- argreftri og skurðarhreinsun fyrir bændur, hann hefur grafið og hald- ið við stórum hluta allra skurða í Skagafirði en það er ekki ónýtt að hafa svo færa og reynslumikla menn innanborðs. Þetta eru mikið sérhæfð verkefni sem við erum í og oft á tíðum háð veðri og tímamörk- um. Þetta er ekki 9-5 vinna og oft tognar nokkuð úr vinnudeginum við björgun verðmæta eða til að klára verkefnin við sem hagstæð- ust veðurskilyrði. Við reynum að nýta öll tækifæri sem gefast sem best hverju sinni og þannig gengur þetta upp. Það er mikið sóst eftir okkar starfskröftum í ýmis sérhæfð verkefni allt árið um kring og mörg verkefna okkar hafa undið upp á sig. Við erum dugleg að finna upp á nýjum verkefnum og sjáum víða tækifæri því þau eru allt í kringum okkur.“ Krefjandi og skemmtileg vinna Þegar Bessi hóf starfsemi sína fyrir rúmum 20 árum var ekki til siðs að bændur keyptu mikla vélavinnu af utanaðkomandi aðila við bústörfin og því sem þeim fylgir en það hefur mikið breyst að sögn Bessa. „Þegar við byrjuðum þótti ekk- ert sjálfsagt að bændur ynnu saman og keyptu vinnu af öðrum aðila. Við höfum verið fyrirmynd margra annarra við uppbyggingu á verk- töku í landbúnaði og margir leitað ráðgjafar hjá okkur varðandi rekst- ur og val á tækjum. Menn eru orðn- ir miklu opnari fyrir því að sam- nýta vélar og vinna saman. Þetta er stærsta breytingin sem ég hef séð síðan ég byrjaði í þessu fagi fyrir rúmum tuttugu árum. Það er mjög jákvæð breyting að menn samnýti fjárfestingar sínar svo maður tali nú ekki um tímasparnaðinn fyrir bónd- ann að fá til sín í vinnu afkastamik- il og góð tæki sem er stjórnað af kunnáttu og færni. Sem dæmi þá förum við á meðalstórt kúabú og sláum fyrir hann allt túnið á nokkr- um tímum, við leigjum honum síðan stóra heyþyrlu til að þurrka heyið og rakstrarvél, svo komum við og rúllum samdægurs eða dag- inn eftir þannig að fyrri sláttur hjá þessum bónda er jafnvel búinn á 2 dögum. Með þessu fyrirkomulagi nást hámarks heygæði og mik- ill tímasparnaður. Það þykir orðið sjálfsagt mál að bændur kaupi vélavinnu og sjái sér hag í því,“ segir Bessi og bætir að endingu við: „Við höfum átt ánægjulegt sam- starf við bændur hér í héraði og vonum að það verði þannig áfram. Með eljusemi og útsjónarsemi og góðri samvinnu við viðskiptavini tekst þetta, þetta er fjölbreytt og oft á tíðum krefjandi vinna en skemmtileg. Hún getur oft tekið verulega á.“ ehg „Komum hugmyndum okkar í verk“ '= +>   +&   #   $@  "    Bessi ásamt konu sinni Sólrúnu Ingva dóttur og yngstu dóttur þeirra, Freyju Sól, en einnig eiga þau Ingva Þór og Elínborgu. Bessi ásamt syni sínum Ingva Þór og Jóni Gunnari bróður sínum við þrjár af dráttavélum SEL ehf.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.