Bændablaðið - 17.12.2009, Síða 7

Bændablaðið - 17.12.2009, Síða 7
7 Bændablaðið | fimmtudagur 17. desember 2009 Úr Svarfaðardal kemur þessi fagurlega gerða hringhenda. Þar er rík hefð fyrir vísnagerð í göngum. Hinn ástsæli söngvari, Jóhann Daníelsson, hafði um nokkurt skeið haft í burðarliðn- um seinni part að vísu, en ekki fundið henni verðugan fyrripart. Fyrriparturinn verður svo til nokkru síðar frá Hirti bónda á Tjörn. Saman sungu þeir svo vísu þessa gjarnan í göngum á Sveinsstaðaafrétti: Gekk í dögun grýtta jörð, glóði lögur mjalla, sumarfögur sauðahjörð, seig úr drögum fjalla. Sárar minningar eiga sumir frá eltingarleik við rollur. Hær ings- staða-Móða hafði lengi þreytt gangnamenn í Svarf að ardal, þó engan sem Þórarin Hjart ar son frá Tjörn: Ósigur er aumt að játa, eftir mörg og frækin spor. Farðu í rassgat rolluskjáta, og reyndu að drepast svo úr hor. Haustið er ekki einungis upp- skerutími sauðfjárbænda. Loðdýrabændur fella hvolpa sína og pelsa skinnin. Einn þessara bænda, Hjalti heitinn Haraldsson Syðra-Garðshorni í Svarfaðardal hafði haust eitt lokið pelsun sinna skinna, en verðlag var það haust í dapr- ara lagi, og tók hann það til bragðs að frysta öll sín skinn og bíða betra verðs. Gesti bar að Garðshorni, og vildi Hjalti bera þeim munngát nokkurt, hvað hann hafði falið í frosti hjá refa- skinnunum. Kynnti hann gestum sínum mjöðinn með þessari fallegu vísu: Í kistu mína kafað hef en kannski mest í gríni. Lá þar köld hjá látnum ref lögg af brennivíni. Næst birti ég ykkur lesendum gamla gersemisvísu, sem lýsir með skemmtilegum hætti heið- arferð á hesti. Vísan er eftir Pétur Jakobsson frá Breiðu- mýri í Reykjadal: Heiðin-Hvamms af hófum dengd, hestar af mæði skjálfa. Átta sinnum er á lengd, við eilífðina sjálfa. Næstu vísur eru hirtar af „Leir“, hinum lokaða vísnavef. Davíð Hjálmar Haraldsson er fislétt vísnaskáld og listagóður limru- gerðarmaður. Þannig opnar hann Leirinn 21. nóvember sl.: Leirinn er hreinn sem lausamjöll, er leggst yfir berjamóinn, klappir og grös og kjörrin öll, uns kem ég og pissa í snjóinn. Og limra Davíðs er um hvass- viðri: Allt til að fjúka var fokið, svo fádæma mikið var rokið, að Helga í Mó, hóstaði og dó, því stormurinn stíflaði kokið. Þegar Ármann Gunnarsson héraðsdýralæknir í Eyjafirði lét af störfum eftir langa og dygga þjónustu, orti Einar Kolbeinsson frá Bólstaðarhlíð honum eftirmæli: Lúta höfði lasin dýr, líka bændur fræknir. Í Eyjafirði nú er nýr, niðurskurðarlæknir. Ég óska lesendum gleðilegra jóla, árs og friðar. Umsjón: Árni Jónsson kotabyggd1@simnet.is Í umræðunni MÆLT AF MUNNI FRAM Samkeppniseftirlitið birti ákvörð- un og álit um samruna Kaup fé- lags Skagfirðinga (KS), Mjólku og Vogabæjar 10. desember síð- ast lið inn. Sam keppnis eftir lit- ið gerir ekki athugasemdir við sam runa KS og Vogabæjar og kemst sömuleiðis að þeirri niður- stöðu að eftirlitið hafi ekki lög- sögu varðandi samruna KS og Mjólku. Fyrirtækin séu bæði af- urðastöðvar í mjólkuriðnaði og samruni þeirra falli ekki undir gildissvið samkeppnislaga enda sé ákvæði í búvörulögum sem heimili sameiningu afurðastöðva. Þrátt fyrir þetta gagnrýnir Sam- keppniseftirlitið samrunann harð lega og segir hann hamla sam keppni. Sam keppniseftirlitið bein ir jafnframt þeim tilmæl- um til ráðherra að hann beiti sér fyrir afnámi 71. greinar búvöru- laga um samruna afurðastöðva í mjólkuriðnaði. Sömu leiðis að bú- vöru lögum verði breytt með þeim hætti að heimilt verði að skipta upp mjólkurafurðastöðvum. Þreifingar um aðkomu KS að rekstri Mjólku hófust í upphafi árs og voru þær að frumkvæði for- svarsmanna Mjólku. Segja má að viðræður hafi staðið með hléum allt frá þeim tíma og fram til 18. sept- ember síðastliðins þegar tilkynnt var um kaup KS á 87,5 prósents hlut í Mjólku og helmings hlutar í Vogabæ. Erfið fjárhagsleg staða Mjólku var meginástæða þess að hafnar voru viðræður um komu KS að rekstri fyrirtækisins. Í áliti Samkeppniseftirlitsins er því haldið fram að samvinna mjólkursamlaga innan Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) sé skaðleg fyrir neytendur og framleiðendur og leiði til hærra vöruverðs. Þá gagnrýnir eftirlitið landbúnaðarráðuneytið harðlega fyrir samkeppnishamlandi vinnu- brögð við undirbúning lagafrum- varpa og reglna. Er þar sérstaklega tiltekið frumvarp til breytinga á búvörulögum þar sem gert var ráð fyrir að refsa mætti afurðastöð sem tæki við mjólk utan kvóta og setti á innanlandsmarkað. Þetta gagnrýndi Samkeppniseftirlitið meðal annars með minnisblaði til ráðuneytisins en það taldi ljóst að ef lagafrum- varpið hefði orðið að lögum hefði það komið sér illa fyrir Mjólku í samkeppni við afurðarstöðvarnar innan SAM. Rétt er þó að halda til haga að samkvæmt lögum skal umframmjólk markaðssett erlendis og í umræddu fraumvarpi var ekki verið að breyta þeim lögum heldur eingöngu verið að taka upp refsi- ábyrgð. Álitið snertir mjólkuriðnaðinn í heild Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri KS vildi ekki tjá sig mikið efnis- lega um álit Samkeppnisstofnunar en sagði ljóst að álitið snerti mjólk- uriðnaðinn í heild en ekki aðeins sameiningu KS og Mjólku. Hins vegar væri ljóst að með þessum ákvörðunum Samkeppniseftirlitsins væri samruni KS og Vogabæjar og KS og Mjólku staðfestur. Rögnvaldur Ólafsson varafor- maður SAM tók í sama streng og Þórólfur. „Það er ljóst að ákvæði búvörulaga eiga við um samein- ingu KS og Mjólku og mér þykir tilkynning Samkeppniseftirlitsins í hæsta máta furðuleg í því ljósi. Ég hefði haldið að það væri Alþingis að setja lög og Samkeppniseftirlitsins að vinna eftir þeim.“ Fyrirkomulag hér á landi leiðir ekki til hærra vöruverðs Einar Sigurðsson framkvæmda- stjóri Mjólkursamsölunnar segir félagið hafna því að það fyrirkomu- lag sem er hér á landi á mjólk- urvinnslu og sölu leiði til hærra vöruverðs til neytenda en ella. „Mjólkursamsalan er félag í eigu um 700 kúabænda um allt land og við bendum á að mjólkurvinnslan er eina atvinnugreinin með beinni aðkomu neytenda að verðlagn- ingu með setu fulltrúa stéttarfélaga í verðlagsnefndum hráefnis frá bændum og afurða til neytenda. Mjólkuriðnaðurinn hefur farið í gegnum gríðarlega hagræðingu undanfarin ár og afkoma í grein- inni undanfarið og tölulegar stað- reyndir sýna glöggt að þeim ávinn- ingi hefur verið skilað til neytenda í formi lægra vöruverðs en ella og bænda í formi hærra afurðaverðs“ segir Einar. Einar segist jafnframt telja að Samkeppniseftirlitið hafi öll þau tæki sem þarf til að sinna eftirliti með starfsháttum á þessum markaði og öll gögn Mjólkursamsölunnar standi eftirlitinu vitaskuld opin. Fagnar áliti Samkeppnisstofnunar Ólafur M. Magnússon forstjóri Mjólku fagnar áliti og ákvörð- unum Samkeppniseftirlitsins. „Ég get tekið undir hvert orð í áliti Samkeppniseftirlitsins. Hvernig búið er um hnútana í þessari grein er með ólíkindum. Það er ekkert launungarmál að það er algjörlega nauðsynlegt að auka samkeppni í þessari grein sem við störfum í. Sú skoðun mín breytist ekkert þó að við förum að vinna með Kaupfélagi Skagfirðinga. Það á að afnema allar undanþágur frá samkeppnislögum í þessari grein eins og öðrum.“ Ólafur segir gleðiefni að í áliti Samkeppnisstofnunar sé það stað- fest að koma Mjólku inn á mark- aðinn hafi haft afgerandi áhrif til lækkunar á vöruverði til neytenda. Jafnframt er gleðiefni að fá KS inn sem sterkan bakhjarl fyrir Mjólku. „Kaupfélag Skagfirðinga er félag sem hefur staðið mjög vel vörð um sína hagsmuni og sinna umbjóð- enda og borið höfuð og herðar yfir önnur samvinnufélög í landinu. Ég vona að Mjólka verði áfram það afl sem muni veita aðhald á þessum markaði.“ Kaupin valda titringi Þingmenn bæði stjórnar og stjórn- arandstöðu hafa óskað eftir því að þingnefndir fjalli um fyrir- hug uð kaup (KS) á Mjólku. Ólína Þorvarðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar hefur ósk að eftir sameiginlegum fundi við- skipta nefndar og sjávarút vegs- og landbúnaðarnefndar vegna málsins og hið sama hefur Eygló Harðar- dóttir þingmaður Fram sóknar- flokks ins gert. Eygló hefur sömu- leiðis kallað eftir því að á þann fund komi fulltrúar viðkomandi ráðu neyta, Bændasamtaka Íslands, Sam keppniseftirlitsins auk fulltrúa KS og Mjólku. Þá sagði Gylfi Magnússon við- skipta- og efnahagsráðherra að skelfilegt væri að einokun myndi nú ríkja á mjólkurmarkaði með kaupum KS á Mjólku. Gylfi segist telja eðlilegt að ákvæði 71. grein- ar búvörulaga verði felld niður enda sé það engan veginn eðlilegt að ákveðnar atvinnugreinar séu að hluta eða jafnvel verulegu leyti undanskildar samkeppnislögunum. Í sjónvarpsfréttum Ríkisút- varps ins 10. desember síðastliðinn sagði Gylfi að hann teldi að Mjólka ætti að fara í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu. Spurður hvort hann teldi að fella ætti niður skuldir Mjólku sagði Gylfi að hann teldi best væri ef hægt væri að vinna úr mál- efnum Mjólku þannig að eftir stæði sjálfstætt fyrirtæki sem væri öflugur keppinautur á markaði og hefði alla möguleika til að veita stóra fyrirtæk- inu sem fyrir væri það aðhald sem æskilegt og nauðsynlegt væri á þess- um markaði eins og öðrum. Neytendasamtökin taka undir álit Samkeppnisstofnunar Þá hafa Neytendasamtökin tekið undir sjónarmið Samkeppnis eftir- lits ins á heimasíðu sinni. Þar kemur fram að það sé mat samtakanna að öll fyrirtæki eigi að heyra undir samkeppnislög. Neytendasamtökin krefjast þess að búvörulögunum verði þegar breytt þannig að sam- keppnislög gildi um samruna og samstarf afurðastöðva í mjólkur- iðn aði rétt eins og annarra fyr- irtækja í landinu. Einnig telja Neyt- endasamtökin með tilliti til ein- okunar innan mjólkuriðnaðarins, að þegar eigi að heimila frjálsan og tolllausan innflutning á mjólk- urvörum til að tryggja samkeppni á þessu sviði og sem lægst verð til neytenda. Neytendur geti ekki unað við óbreytt ástand. Ráðherra segir athugasemdir um verklag ráðuneytisins út í hött Í áliti Samkeppniseftirlitsins er verk lag landbúnaðarráðuneytisins við undirbúning lagafrumvarpa og reglna gagnrýnt harkalega. Í álitinu kemur fram að Samkeppniseftirlitið telur verklagið „samkeppnishaml- andi og til þess fallið að vekja tortryggni á markaði um að fulls jafnræðis sé gætt þegar sjónarmið mismunandi hagsmunaaðila eru metin.“ Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að Samkeppniseftirlitið ráði í sjálfu sér hvað það sendi frá sér og tjái sig um. „En þetta er náttúrulega fullkomlega órökstutt og gjörsam- lega út í hött. Með þessum orðum er ekki aðeins verið að væna ráðu- neytið um vanhöld í sinni vinnu heldur einnig Alþingi og nefndir þess við sína vinnu. Mér finnst ekki samboðið opinberri stofnun að hafa uppi svona orð og það væri ráð fyrir Samkeppniseftirlitið að rök- styðja betur sitt mál.“ Í álitinu er þeim tilmælum beint til landbúnaðarráðherra að hann beiti sér tafarlaust fyrir afnámi 71. greinar búvörulaga sem heimilar „mjólkurafurðastöðvum samruna og samkeppnishamlandi samráð utan gildissviðs samkeppnislaga.“ Undir þetta hefur Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra tekið í fjölmiðl- um eins og áður er greint frá. Jón segir að ekki hafi verið rökstutt að þessi heimild hafi valdið framleið- endum eða neytendum tjóni. „Ég held að það sé eins gott að fara yfir það áður en menn fara að breyta þessum ákvæðum, menn skulu alla vega fara yfir stöðuna eins og hún er. Á grundvelli slíkrar úttekt- ar skulu menn svo meta hvort þörf er á slíkri breytingu. Ef lög reynast illa er sjálfsagt að endurskoða þau en ég vil þá fá að sjá röksemdir fyrir því að svo sé. Ég hef í sjálfu sér ekkert um orð Gylfa að segja, hann kemur fram á sínum forsend- um en það þarf að horfa til margra þátta í þessu. Menn ættu að fara varlega í að setja fram fullyrðing- ar af þessu tagi án þess að þær séu vandlega rökstuddar.“ Samruni KS og Mjólku samræmist lögum Í áliti Samkeppniseftirlitsins er þeim tilmælum jafnframt beint til ráðherra að beita sér fyrir breyt- ingum á búvörulögum með því að sett verði í þau ákvæði sem feli í sér heimild til að skipta upp mjólkurafurðastöðvum til að koma megi við samkeppni í vinnslu og sölu á mjólk og mjólkurafurðum neytendum og bændum til hags- bóta. Jón Bjarnason bendir á að Mjólkursamsalan sé í félagslegri eigu um sjöhundruð bænda og þar séu allir á jafnréttisgrundvelli. „Þetta er ekki sambærilegt til að mynda við fákeppnina á mat- vörumarkaðinum þar sem smá- söluverslunin er í eigu örfárra ein- staklinga sem náð hafa fákeppni- eða einokunarstöðu á markaði. Ég velti fyrir mér til hvaða aðgerða Samkeppniseftirlitið hefur gripið til að setja því skorður. Þetta er þekkt staðreynd sem við höfum verið að glíma við og af því höfum við haft miklar áhyggjur. Það má velta fyrir sér hvernig Samkeppniseftirlitið ætlar að beita sér á þeim vettvangi, það hefur ekki sést mikið til þess hvað það varðar.“ Jón segir að í ljósi þess að nið- urstaða Samkeppniseftirlitsins sé sú að samruni KS og Mjólku fari eftir lögum, þá sé álit stofnunar- innar býsna langt og mikið. „Það er val þeirra manna sem eru þarna í forystu. Það má kannski segja að tónninn í þessu áliti sé svona timb- urmenn ársins 2007 þegar allar lausnir voru þær sömu. Auðvitað er alveg sjálfsagt að skapa sem best skilyrði til samkeppni hér en við megum ekki gleyma heilbrigðri skynsemi í þessum efnum. Frjáls samkeppni er ekki lögmál per se fyrir sjálfa sig. Ef að okkar kjör og afkoma er best tryggð á félags- legum grunni er það leið sem við eigum að fara.“ fr Kaup KS á Mjólku staðfest Samkeppniseftirlitið gagrýnir samrunann harðlega og telur hann hamla samkeppni. Landbúnaðarráðherra segir álit Samkeppniseftirlitsins fullkomlega órökstutt

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.