Bændablaðið - 26.02.2009, Page 11

Bændablaðið - 26.02.2009, Page 11
11 Bændablaðið | fimmtudagur 26. febrúar 2009 hreyfingin hafi orðið virkari upp á síðkastið. Forsvarsmenn bænda úti í héruðunum eru mun meiri þátt- takendur í þjóðfélagsumræðunni. Þetta segir mér bara að umræðan er breiðari og öflugri en áður.“ – Finnst þér þetta vera mikil breyt- ing frá því sem verið hefur? Bændur voru mjög öflug stétt í þjóðfélags- umræðunni langt fram eftir síðustu öld en svo má segja að áhrif þeirra hafi heldur minnkað eftir því sem nær aldamótum dró. Sumir hafa kvartað yfir því að ungt fólk gefi sig ekki út í starf að félagsmálum bænda. Er það breytt? „Já, ég skynja mikla breytingu á því, ungt fólk lætur sig félags- mál bænda varða. Mér finnst sú áhersla sem við höfum lagt á sýni- leika bænda á undanförnum árum vera að skila sér. Við erum að uppskera eins og við höfum sáð. Það er fleira fólk í því að tala máli bænda og við erum breiðari sveit en áður. Langtrúverðugasti tals- maður bænda er bóndinn sjálfur. Þess vegna höfum við til dæmis hvatt bændur til að stíga fram núna í aðdraganda kosninganna og taka þátt í starfi flokkanna. Þetta eru allt vígi sem við verðum að sækja á.“ Sýnilegri Bændasamtök – Það hafa verið mjög stór mál á borðinu hjá ykkur á þessu ári. Matvælafrumvarpið, umræða um Evrópusambandsaðild og deilan við Samkeppniseftirlitið standa kannski upp úr, fyrir utan efnahags- ástandið auðvitað. Bændur hafa að mörgu leyti þjappað sér saman í afstöðu gagnvart þessum málum. Telurðu að Bændasamtökin hafi styrkst inn á við á síðasta ári eða jafnvel út í þjóðfélagsumræðunni? „Ég ætla kannski ekki að gerast dómari um það. Við getum notað þá mælistiku að við erum miklu sýnilegri í allri þjóðfélagsumræðu. Við getum horft til mælinga sem segja að jákvæðar fréttir um land- búnað hafa aldrei mælst fleiri en tvö síðustu ár. Við ákváðum að fara í átak árið 2006 til að verða sýnilegri og það held ég að hafi gengið eftir. Þetta skilar sér. Mér finnst alla vega að andi bænda- funda í haust hafi sýnt að bændur standa með sínum samtökum.“ – Hvaða mál verða stærst á kom- andi Búnaðarþingi? „Búnaðarþing 2009 verður þing- ið sem þarf að ræða forsendur fyrir búrekstri hér á landi, forsendur þess að framleiða hér grænmeti, kjöt og mjólk. Búnaðarþing verður að ræða hvernig við ætlum að komast út úr þessari kreppu sem stétt. Það er horft til bænda sem hluta af upp- byggingu þjóðfélagsins. Menn átta sig kannski ekki á því að það mun- aði ekki nema hársbreidd að fót- unum væri kippt undan íslenskum landbúnaði í miðju góðærinu. Ef því hefði ekki verið afstýrt þá væri íslenskur landbúnaður ekki til stað- ar í dag til að framleiða helming matar þjóðarinnar og undirbyggja þúsundir starfa. Eitt af svörunum sem við höfum í efnahagsástand- inu er bara að framleiða meiri mat innanlands. Hafi til að mynda ein- hvern tíma verið tækifæri í útflutn- ing á landbúnaðarvörum þá er það núna.“ – Stóra málið á þessu Búnaðarþingi verður væntanlega efnahagur bænda. Hefurðu áhyggjur af því að það verði fjöldagjaldþrot í greininni? „Já, en þjóðin stendur að sumu leyti frammi fyrir fjöldagjald- þroti öll. Væntanlega munu ein- hver bú ekki hafa þetta af. Að því leyti eru bændur í sömu stöðu og þjóðin í heild. Það sem á að skipta Búnaðarþing mestu máli er að framleiðslan stöðvist ekki. Staðan er óljós. Gleymum samt ekki að við eigum eftir að rísa upp aftur og megum ekki láta telja úr okkur kjarkinn“ Fáar atvinnugreinar jafn vel upplýstar um ESB – Hvað með Evrópusambandið? Bændur eru almennt andsnúnir sambandinu. Hvað hefur bænda- forystan verið að gera frá síðasta Búnaðarþingi varðandi þá baráttu og hvernig mun málið koma inn á Búnaðarþingi nú? „Bændasamtökin hafa staðið í því í gegnum árin að kynna sér þessi mál. Það eru líklega fáar atvinnu- greinar sem hafa flutt eins oft inn talsmenn framkvæmdanefndarinnar til að ræða um Evrópusambandið. Við höfum í gegnum árin heyjað okkur mikinn fróðleik. Við getum því sagt að grunnurinn undir afstöðu okkar er byggður á þekkingu. Hann er ekki byggður á vonum og vænt- ingum eins og afstaða margra þeirra sem tala mjög fyrir inngöngu. Þarna skilur á milli. Þeir sem tala af þekk- ingu og hafa kynnt sér málin og þeir sem ætla að vona og bjarga með hókus pókus aðferðum einhverju tímabundnu ástandi. Búnaðarþing mun núna ræða um aðildarmál.“ – Fyrir dyrum standa Alþingis- kosn ingar sem gætu hæglega orðið einhverjar afdrifaríkustu kosningar síðari ára. Hvaða skilaboð þarf Búnaðarþing að senda út í þá kosn- ingabaráttu? „Við munum senda út þau skila- boð að við erum andstæð inngöngu í Evrópusambandið. Við þurfum líka að vekja athygli á aðgerðum sem hægt er að fara út í. Við þurf- um að ná meiri stöðugleika í okkar rekstrarumhverfi. Við þurfum að draga enn betur fram hversu mikill fjöldi starfa er tengdur landbúnaði. Það hefur aldrei verið mikilvægara að framleiða hér á landi matvæli og það er fólki orðið ljóst.“ – Áttu von á að þetta verði átaka- þing? „Það hljóta að vera átök á Bún- aðarþingi þar sem lífsafkoma og lífshamingja fólks er undir. Það verða ekki átök á milli manna. Átökin verða út í þjóðfélagið, kraft- ar til að byggja upp að nýju. Efla landbúnað og sveitir á nýjan leik. Þjóðin þarf á því að halda.“ fr Ert þú með Héðins hurð? Þjónustumenn frá hurðadeild Héðins verða á ferð um Suðurlandið dagana 9. - 14. mars næstkomandi. Tökum notaða bíla uppí notaða. Aðeins brot af tilboðsbílum. Ýmis lánakjör í boði. 9,7% fastir vextir óverðtryggt Sími 587 1000 Bíldshöfði 10 www.benni.is TOYOTA LANDCRUISER 100 NEW 4700 6/2005, ek. 45 þús.5 dyra, ssk. 7 manna, umboðsbíll, topplúga, leður og fl. Verð 6.990 þús. Tilboð 5.490 þús. stgr. HYUNDAI TERRACAN 2,9 GLX TDI, 2/2006, ek. 51 þús. 5 dyra, ssk. álf. 33” dráttarkrókur, filmur, leður, topplúga og fl. Verð 4.190 þús. Tilboð 3.890 þús. stgr. SUBARU LEGACY 2,0 WAGON LUX 3/2005, ek. 82 þús. 5 dyra, ssk. topplúga, leður, Verð 2.890 þús. Tilboð 1.990 þús. stgr. SSANGYONG MUSSO 2,9 TDI, 7/2004, ek. 98 þús. 5 dyra, ssk. álf. 31” rafm í rúðum og speglum, cd. Verð 1.590 þús. Tilboð 1.290 þús. stgr. Næsta Bændablað kemur út 12. mars

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.