Bændablaðið - 26.02.2009, Side 14
14 Bændablaðið | fimmtudagur 26. febrúar 2009
Hægt er að stuðla að mun meiri
hagkvæmni og aukningu mark-
aðsvirðis landbúnaðarafurða
hér á landi en nú er með hagnýt-
ingu rekjanleika og uppruna-
merkingum, að sögn dr. Sveins
Margeirssonar, sviðsstjóra virð-
iskeðjusviðs Matís ohf. Í erindi
sem hann hélt á Fræðaþingi
landbúnaðarins fyrir stuttu fjall-
aði hann meðal annars um hag-
nýtingu rekjanleika og hvernig
hægt er að nota upprunamerk-
ingar í markaðslegum tilgangi.
„Að vissu leyti má segja að
bændur hér á landi séu á eftir hvað
varðar skráningu og rekjanleika
ef miðað er til dæmis við sjávar-
útveginn. Nú er verið að safna upp-
lýsingum hjá bændum í gegnum
gæðastýringu í landbúnaði og kyn-
bótastarf en það vantar að menn
miðli þessu sín á milli, frá bónda og
yfir á vinnslustigið. Í rúmt ár hefur
verið verkefni í gangi á vegum
Matís, Kaupáss, kjötvinnslna SS og
Norðlenska, Samtaka Iðnaðarins og
fleiri, þar sem rýrnun er kortlögð
frá kjötvinnslu og í verslun. Þarna
nýtum við rekjanleikann, horfum á
hve mikið fer til baka af vörunni úr
versluninni og hvernig hún er með-
höndluð. Það sem vantar þó hér á
landi er markvissari birgðastýring
til að halda utan um það hvað gerist
í hverjum hlekk fyrir sig,“ útskýrir
Sveinn, sem segir jafnframt að rekj-
anleiki bjóði upp á marga jákvæða
kosti, eins og til dæmis markaðs-
greiningu nýrra afurða á markaði,
tækifæri fyrir nýjar vinnsluaðferðir
og þróun á nýrri tækni við vinnslu
matvæla svo fátt eitt sé nefnt.
Markaðslegur ávinningur
Sveinn bendir á að gæðastjórn-
un skapi mikið af gögnum, enda
byggi hún á þeim og að tenging
gæða og eiginleika séu mikilvæg.
Einnig sé hægt að nota, og eigi að
nota, upprunamerkingar í mark-
aðslegum tilgangi.
„Það er hægt að hagnast veru-
lega á því að allir hlekkir í virð-
iskeðjunni vinni saman og að upp-
lýsingum sé miðlað upp og niður
keðjuna. Það eru margir þættir
sem hafa áhrif á afkomu og getur
verið erfitt að ná yfirsýn yfir þá
alla. Því er nauðsynlegt að vera
með greiningartæki og rekjanleiki
gefur möguleika á slíku.
Þegar maður hugsar um hag-
nýtingu rekjanleika í íslenskum
landbúnaði, þá er fyrsti hlekk-
urinn hjá bændum. Bændur þurfa
að hugsa um hversu langt þeir eru
frá markaði og hvernig þeir eigi
að nýta beitiland sitt. Búsetuform
þarf að stjórnast af landkostum,“
segir Sveinn og bætir jafnframt
við: „Í ljósi breyttra aðstæðna er
mikilvægt sem aldrei fyrr að hugsa
út fyrir rammann. Bændur verða
t.a.m. að hugsa út í það hverju síð-
asta kílóið af fóðurbæti skilar þeim
og eins síðasti áburðarpokinn. Er
hægt að minnka kostnað aðfanga
og standa betur að vígi fyrir vikið?
Er hægt að stunda virðisaukandi
nýsköpun og nýta þá fjárfestingu,
sem er til staðar, betur?“
„Í matvælavinnslu er nýting á
aukahráefni oft úrslitaþáttur um
það hvort fyrirtæki hagnist eða
ekki. Aukahráefnið getur oft gefið
góðar tekjur og þessi hugsun á
ekki síst við í dag, á tímum þegar
eru margar atvinnulausar hendur í
landinu.“
Úr einstefnuiðju í
margstefnuiðju
Það er mikilvægt fyrir íslenska
bændur að þekkja þarfir markaðar-
ins vel og einnig að lágmarka sóun
á sínum afurðum. Í framtíðinni
gæti einnig orðið meiri keppni um
hylli neytenda en í dag er, ef bregð-
ast verður við aukinni erlendri
samkeppni, að mati Sveins.
„Það er því miður staðreynd að
hér hafa stjórnvöld á undanförn-
um árum farið langt fram úr sér í
einstefnuiðju í staðinn fyrir að líta
til dæmis á aðra möguleika til að
nýta orku. Hvað með frostþurrkun
eða þurrkun almennt á matvæl-
um? Ræktun á byggi er gott dæmi
þar sem innlend jörð og orka eru
notuð. Tekjur af smáframleiðslu
í sveitum eru í mörgum tilvikum
jaðartekjur sem geta haft veruleg
áhrif á afkomu og oft nýtast litlar
einingar betur en menn eiga von á.
Við þurfum að horfa meira til þess
að skapa eitthvað nýtt,“ útskýrir
Sveinn og segir jafnframt:
„Markmið með hagnýtingu
rekjanleika er sem fyrr sagði að
auka virði og hagkvæmni. Við hjá
Matís höfum ekki gert mikið af
því enn að vinna með allri virð-
iskeðju landbúnaðarafurða í einu,
frá haga til maga, en það er svo
sannarlega markmið okkar að gera
það. Við höfum m.a. aukið sam-
starf við bændur mikið á sl. miss-
erum í tengslum við matarsmiðju
okkar á Höfn í Hornafirði, en þar
hafa bændur og aðrir smáframleið-
endur möguleika á að stunda vöru-
þróun í samstarfi við sérfræðinga
Matís á staðnum. Við þekkjum
hvaða möguleikar eru í dag til fjár-
mögnunar á nýsköpunar- og þró-
unarverkefnum en þetta er alltaf
spurning um útfærslu og samstarf.
Innan sjávarútvegsins er til sjóður
sem hefur það hlutverk að auka
virði sjávarfangs (AVS) og ég hef
velt því fyrir mér hvort ekki þurfi
að efla enn frekar nýsköpun innan
landbúnaðarins með viðlíka hætti.
Þetta þarfnast að sjálfsögðu frekari
útfærslu en jafnvel væri hægt að
setja hluta af þeim stuðningi sem
landbúnaður fær frá stjórnvöldum
til að efla nýsköpun. Ég er líka
alveg sannfærður um að fólk innan
sjávarútvegs og landbúnaðar eigi
að geta starfað meira saman og
miðlað þekkingu sín á milli. Það
væri einmitt tækifæri nú, því það
er meiri leitni í íslenskt en hefur
verið, sennilega í sögu lýðveld-
isins, og hugmyndir um samstöðu
hafa sjaldan verið eins sterkar og
nú.“
ehg
Hagkvæmni og markaðsvirði höfð að
leiðarljósi við rekjanleika matvara
„Tekjur af smáframleiðslu í sveit-
um eru í mörgum tilvikum jaðar-
tekjur sem geta haft veruleg áhrif
á afkomu og oft nýtast litlar ein-
ingar betur en menn eiga von á,“
segir Sveinn Margeirsson, sviðs-
stjóri virðiskeðjusviðs Matís ohf.
Bráðlega mun Evrópuþingið taka
fyrir reglugerð sem fjallar um
merkingar matvæla. Verði hún
samþykkt í óbreyttri mynd hefur
það gríðarlega þýðingu fyrir smá-
bændur og landbúnað á harðbýl-
um svæðum um alla Evrópu, því
með henni verður þeim gert kleift
að upprunamerkja vörur sínar.
Skúli Thoroddsen, framkvæmda-
stjóri Starfsgreinasambandsins,
situr í vinnuhóp norrænna verka-
lýðssamtaka sem hafa mikil áhrif
á smíði reglugerðarinnar.
Starfsgreinasambandið er aðili í
samtökunum Nordisk Union (NU)
sem gætir hagsmuna verkafólks í
matvælaiðnaði. Sú samvinna teng-
ist einnig samstarfi sambands ins
við EFFAT á vettvangi Evr ópu sam-
starfsins en nafn þess gæti útlagst
Samtök starfsfólks í matvælafram-
leiðslu, landbúnaði og ferðaþjón-
ustu.
„Fyrir hönd Starfsgreina sam-
bandsins sit ég innan EFFAT í
vinnuhópi um löggjöf ESB um
mat væli, þar sem við Íslendingar
höf um gert okkur gildandi, ásamt
Norðmönnum, Svíum og Austur-
ríkismönnum. Þarna stillum við
saman strengi okkar og erum öll
með hagsmuni starfsfólks í mat-
vælaiðnaði að leiðarljósi. Störfin
skipta miklu máli og það er ekki
sama hvað er framleitt eða hvern-
ig. EFFAT eru umsagnaraðilar um
mál sem snúa að landbúnaði og
matvælaframleiðslu innan Evr-
ópu sambandsins og hafa mikil
áhrif. Það sem við sem að þessu
komum getum gert er til dæmis
að hafa áhrif á merkingar matvæla
og við höfum nú þegar fengið á
okkar band kristilega demókratann
Renate Sommer, sem leggur málið
fyrir Evrópuþingið,“ útskýrir Skúli.
400 milljóna markaður
Um þessar mundir er Evrópusam-
bandið að móta reglugerð um
hvern ig best sé að haga málum
varð andi merkingar matvæla en
hing að til hafa ekki gilt neinar regl-
ur innan sambandsins um uppruna-
merkingar þar sem markaðurinn,
sem telur 400 milljónir manna, á að
vera ein stór heild.
„Í gegnum matvælavinnuhóp-
inn erum við á Norðurlöndunum að
fá fram breytingar á frumvarpinu
um merkingar matvæla um að það
verði leyfilegt að upprunamerkja
matvæli frá landi og héraði. Við
viljum ekki hafa falskar upplýs-
ingar sem bitna á okkar gæðafram-
leiðslu. Sem dæmi höfum við fisk
sem er sendur til Kína, þar er hann
flakaður, steiktur, raspaður og pakk-
aður og sendur aftur til baka. Er
þetta kínversk afurð eða evrópsk?
Hvaðan kemur fiskurinn eða mat-
varan? Það eru á bilinu fimm til sex
hundruð þúsund störf í húfi innan
Evrópusambandsins í matvælafram-
leiðslu, svo það er mikið hagsmuna-
mál fyrir marga að rétt og vel sé að
málum staðið,“ segir Skúli og bætir
jafnframt við: „Frá okkar hendi
snýst þetta um að vernda störfin,
en undir Starfsgreinasambandinu
eru um þrjú þúsund starfsmenn í
störfum tengdum landbúnaði. Við
sem stundum landbúnað á erf-
iðum svæðum eigum mikið undir
að þetta gangi í gegn, við að gera
okkar vöru samkeppnishæfari og
að gera eitthvað sérstakt úr henni.
Þá er hægt að merkja vöruna eftir
uppruna, til dæmis alpalandslagið á
þær austurrísku og kraftmikinn, fal-
legan foss á þær íslensku svo dæmi
séu tekin. Okkar möguleiki byggist
á gæðum, hreinlæti, fagþekkingu
og því að vörur okkar eru umhverf-
isvænar og vistvænar.“
Vandamál og sóknarfæri
Eftir að reglugerðin hefur verið
full unnin mun hún fara fyrir Evr-
ópuþingið í mars og ákvæði hennar
verða að líkindum samþykkt.
„Ég vil leggja áherslu á það að
ef við göngum í ESB þá felast í því
tækifæri og jafnvel ný sóknarfæri
en auðvitað eru einnig vandamál
því samhliða. Sé dæmi tekið um
vandamál, þá eru dönsk svín send
í sláturhús í Þýskalandi; hvort eru
það dönsk eða þýsk svín þegar
upp er staðið? Þegar ég minnist
á tækifærin gæti maður horft til
frönsku smábændanna, sem fram-
leiða gæðaosta í mikilli samkeppni
við verksmiðjuframleiðsluna og
eiga í baráttu við fjölþjóðafyrirtæk-
in. Nú sjá þeir, með þessari nýju
reglugerð, færi á því að geta mark-
aðssett eitthvað sérstakt frá sínu
svæði,“ útskýrir Skúli, sem segir
vinnuhópinn hafa fleiri verkefni á
sinni könnu sem lúti beint að land-
búnaði og ber þar að nefna næring-
argildi matvæla og hvað loftslags-
breytingar muni hafa í för með sér
fyrir landbúnað í Evrópu.
ehg
Skúli Thoroddsen, framkvæmda-
stjóri Starfsgreinasambandsins,
sit ur í vinnuhóp meðal norrænna
samtaka sem hafa áhrif við smíði
reglugerðar innan Evr ópu sam-
bands ins um upprunamerkingar
mat væla.
Reglur um upprunamerkingar matvæla
í burðarliðnum innan Evrópusambandsins
Sjóræningjaprinsessan
á Selfossi
Leikfélag Selfoss frumsýndi nýlega nýtt íslenskt barnaleikrit eftir
Ár mann Guðmundsson, Sjóræningjaprinsessuna, sem hann leikstýrir
sjálf ur. Alls taka 18 leikarar þátt í sýningunni, auk fjölda aðstoðarfólks.
Einnig leikur fjögurra manna hljómsveit stórt hlutverk í sýningunni.
Sýnt er í Litla leikhúsinu við Sigtún. Hér er um bráðskemmtilegt verk
að ræða þar sem leikararnir fara á kostum, ekki síst ungu krakkarnir,
sem eru að stíga sín fyrstu skref á leiksviðinu. Meðfylgjandi mynd var
tekin á æfingu skömmu fyrir frumsýningu. MHH
Tvær nýjar og glæsi-
legar reiðhallir í
Rangárvallasýslu
Á laugardaginn voru tvær nýj ar
reiðhallir vígðar í Rangár valla-
sýslu, annars vegar Rangárhöllin
á Gaddstaðaflötum við Hellu
og hins vegar Skeiðvangur við
Hvols völl. Á báðum stöðunum
var boðið upp á metnaðarfulla
dag skrá við allra hæfi þar sem
hest ar og menn voru í sviðsljós-
inu.
Hallirnar voru m.a. byggðar fyrir
fjármagn sem Guðni Ágústsson,
fyrrverandi landbúnaðarráðherra,
tryggði en hann lagði alls 330 millj-
ónir króna til byggingar reiðhalla
víða um land. Í Rangárhöllinni
var m.a. undirritaður samning-
ur á milli Landssambands hesta-
manna, Ungmennafélags Íslands
og Hestamannafélagsins Geysis í
Rangárvallasýslu um meistaradeild
í hestaíþróttum á landsvísu fyrir
börn og unglinga á aldrinum 12-21
árs. Um tímamótasamning er að
ræða og þann fyrsta sinnar tegund-
ar hér á landi. MHH
Bergur
Pálsson var
einn af aðal-
mönnunum
við opnun
Skeiðvangs,
nýju reiðhall-
arinnar við
Hvolsvöll,
en hann
er stjórn-
arformaður
Skeiðvangs
ehf., sem sá
um byggingu hallarinnar. Mikil
ánægja er með höllina á meðal
hestamanna á Hvolsvelli og í
nágrenni.
Oddvitar sveitarfélaganna þriggja,
sem eiga í Rangárhöllinni, klipptu
á borða þegar höllin var vígð form-
lega. Frá vinstri: Unnur Brá Kon-
ráðs dóttir, sveitarstjóri Rangár-
þings eystra, Eydís Indriða dóttir,
odd viti Ásahrepps og Þorgils Torfi
Jóns son, oddviti Rangárþings ytra.